Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 15.06.2004, Síða 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkisvöllur: Fylkir – Víkingur ...........19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík............19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fjölnir.......20 1. deild kvenna: Valbjarnarv.: Þróttur – Hvöt/Tindastóll..20 Sindravellir: Sindri – Fjarðabyggð ..........20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild ÍBV - Stjarnan.........................................11:0 Elín Anna Steinarsdóttir 5., 29., 48., Mar- grét Lára Viðarsdóttir 28., 45., 80., Sara Sigurlásdóttir 32., Karen Burke 43., Elene Einisdóttir 81. Staðan: Valur 4 4 0 0 18:1 12 ÍBV 4 3 1 0 28:2 10 Breiðablik 3 2 0 1 6:10 6 KR 3 1 1 1 4:5 4 Þór/KA/KS 4 1 1 2 4:8 4 Stjarnan 4 0 2 2 3:16 2 Fjölnir 3 0 1 2 2:5 1 FH 3 0 0 3 0:18 0 1. deild kvenna A Haukar - UMF Bessast. ...........................6:1 Staðan: Keflavík 2 2 0 0 22:0 6 Haukar 3 2 0 1 13:12 6 HK/Víkingur 1 1 0 0 6:0 3 Ægir 2 0 1 1 5:11 1 UMF Bessastaða 4 0 1 3 5:28 1 1. deild kvenna B ÍR - ÍA ........................................................2:6 Staðan: ÍA 3 3 0 0 16:5 9 Þróttur R 2 1 0 1 8:5 3 Fylkir 3 1 0 2 11:12 3 ÍR 3 1 0 2 8:15 3 Hvöt/Tindastóll 1 0 0 1 1:7 0 3. deild karla A Grótta - Skallagrímur ...............................0:1 Staðan: Skallagr. 4 3 1 0 7:4 10 Árborg 3 2 1 0 7:3 7 Númi 3 2 0 1 21:3 6 Grótta 4 2 0 2 10:6 6 Deiglan 4 2 0 2 6:6 6 Afríka 3 0 0 3 1:8 0 Freyr 3 0 0 3 0:22 0 Evrópukeppnin C-riðill: Danmörk - Ítalía .......................................0:0 Adonso Henriques, Guimaraes Lið Danmerkur: Thomas Sörensen - Niclas Jensen, Rene Henriksen, Martin Laursen, Thomas Helveg - Christian Poulsen (Brian Priske 76.), Jon Dahl Tomasson, Daniel Jensen, Martin Jörgensen (Kenneth Perez 72.), - Ebbe Sand (Claus Jensen 69.), Denn- is Rommedahl. Lið Ítalíu: Gianluigi Buffon - Gianluca Zambrotta, Fabio Cannavaro, Alessandro Nesta, Christian Panucci - Simone Perr- otta, Mauro Camoranesi (Stefano Fiore 68), Cristiano Zanetti (Gennaro Gattuso 57.), - Alessandro Del Piero (Antonio Cass- ano 64.), Francesco Totti, Christian Vieri. Gul spjöld: Thomas Helveg og Jon Dahl Tomasson (Danmörku) - Fabio Cannavaro, Antonio Cassano, Gennaro Gattuso og Francesco Totti (Ítalíu). Dómari: Manuel Enrique Mejuto Gonzal- ez, Spáni. Áhorfendur: 30.000. Svíþjóð - Búlgaría.....................................5:0 Jose Alvalade, Lissabon; Mörk Svíþjóðar: Fredrik Ljungberg 32., Henrik Larsson 57., 58., Zlatan Ibrahimo- vic 78. (víti), Marcus Allbäck 90. Lið Svíþjóðar: Andreas Isaksson - Teddy Lucic (Christian Wilhelmsson 41.), Olof Mellberg, Andreas Jakobsson, Erik Ed- man - Tobias Linderoth, Mikael Nilsson, Fredrik Ljungberg, Anders Svensson (Kim Källström 76.) - Zlatan Ibrahimovic (Marcus Allbäck 81.),Henrik Larsson. Lið Búlgaríu: Zdravko Zdravkov - Vladim- ir Ivanov, Rossen Kirilov, Ivailo Petkov, Pedrag Pajin - Stilian Petrov, Marian Hristov, Georgi Peev, Martin Petrov (Zdravko Lazarov 84.) - Zoran Jankovich (Velizar Dimitrov 62.), Dimitar Berbatov (Vladimir Manchev 76.) Gul spjöld: Tobias Linderoth og Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) - Ivailo Petkov, Rossen Kirilov, Zoran Jankovich og Vlad- imir Ivanov (Búlgaríu). Dómari: Michael Riley, Englandi. Áhorfendur: 52.000. Staðan: Svíþjóð 1 1 0 0 5:0 3 Danmörk 1 0 1 0 0:0 1 Ítalía 1 0 1 0 0:0 1 Búlgaría 1 0 0 1 0:5 0 SPÁNVERJINN Sergio Garcia virðist sjóðheitur þessa dagana og tilbúinn í slaginn fyrir Opna banda- ríska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Shinnecock Hills vellinum við New York. Garcia vann um helgina á Buick Classic mótinu eftir bráðabana við þá Rory Sabbatini og Padraig Harrington en allir léku þeir á 272 höggum eða tólf höggum undir pari vallarins. Harrington féll úr bráðabananum á annarri holu og á þeirri þriðju fékk Spánverjinn fugl en Sabbatini par. Garcia, sem hefur fengið hinn vafasama titil að vera besti kylfing- urinn sem aldrei hefur náð að sigra á einu af hinum fjórum stóru mót- um, segist hlakka mikið til Opna bandaríska. „Ég verð að halda áfram að gera það sem ég hef gert síðustu vikurnar og þá veit ég að mér á eftir að ganga vel á mótinu,“ segir hann. Það verða flestallir bestu kylf- ingar heims með á Opna banda- ríska, þeirra á meðal David Duval, sem snýr nú aftur í golfið meðal þeirra bestu eftir að hafa haldið sig til hlés í sjö mánuði. „Ég er tilbúinn að hefja leik á ný,“ sagði Duval um helgina og markmiðið hjá honum fyrir Opna bandaríska er klárt: „Ég elska að spila á Shinnecock. Þetta verður erfitt en ég hlakka mikið til.“ Garcia sjóðheitur og vann í bráðabana ÞORSTEINN Halldórsson var ígærkvöld leystur undan samningi sem þjálfari 1. deildarliðs Hauka í knattspyrnu. Í sameiginlegri yfir- lýsingu sem Haukar og Þorsteinn sendu frá sér í gærkvöld segir með- al annars: Eftir fund stjórnar knatt- spyrnudeildar Hauka og Þorsteins Halldórssonar, þjálfara meist- araflokks karla, var það sameig- inleg niðurstaða beggja aðila að Þorsteinn léti af störfum sem þjálf- ari liðsins. Ástæða þess er að ár- angur liðsins hefur ekki staðið und- ir væntingum á þessari leiktíð. Stjórnin vill þakka Þorsteini fyrir vel unnin störf fyrir deildina und- anfarin ár og það góða samstarf sem hún hefur átt við hann. Um leið óskar hún honum velfarnaðar í framtíðinni. Izudin Daði Dervic, sem þjálfað hefur 2. flokk Hauka undanfarin þrjú ár, hefur verið ráðinn til að stýra liði Hauka út leiktíðina og fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn verður gegn Njarðvík um næstu helgi. Haukar eru í áttunda sæti 1. deildarinnar með fjögur stig eftir fimm umferðir en 5:0 ósigur gegn 2. deildarliði Aftureldingar í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar á föstu- dagskvöldið varð til þess að stjórn knattspyrnudeildar Hauka ákvað að leysa Þorstein frá störfum. Þorsteinn var á sínu þriðja tíma- bili sem þjálfari Hauka en hann tók við þjálfun Hafnarfjarðarliðsins af Willum Þór Þórssyni eftir að Hauk- arnir unnu sig upp í 1. deild haustið 2001. Dervic tekur við Haukum RUUD van Nistelrooy hefur heldur betur hrist upp í Þjóðverjum fyrir leik Hollands gegn Þýskalandi sem fram fer í dag. Nistelrooy sagði í viðtali að leik- urinn yrði til- finningaríkur, einkum vegna at- burða seinni heimsstyrjaldar en Þjóðverjar hertóku Holland í stríðinu og hafa Hollendingar ekki gleymt því. „Þetta snýst ekki bara um fótbolta- söguna heldur einnig um mann- kynssöguna og því sem gerðist fyrir 60 árum,“ sagði Nistelrooy. Þýskir fjölmiðlar eru æfir út í Nistelrooy fyrir þessi ummæli, en seinni heimsstyrjöldin er mjög við- kvæmt mál þar í landi og þeim er mikið í mun að gleyma arfleifð nas- ismans. Þrátt fyrir að pólitísk, menningar- og viðskiptatengsl milli ríkjanna séu mikil ríkir enn nokkur spenna á milli ríkjanna frá því eftir stríð og stórleikir í knattspyrnu, eins og þessi, hafa oft opnað gömul sár. Margir Þjóðverjar hafa ekki vandað Nistelrooy kveðjurnar. „Hann er bjáni. En samt sem áður held ég að Holland eigi eftir að vinna leikinn,“ sagði Niko Bogdan, skrifstofumaður í Berlín. „Stríð hefur ekkert að gera með knatt- spyrnuleik. Það er mjög viðvan- ingslegt að minnast á stríðið fyrir svona leik,“ sagði Anna Podbielski, 39 ára ritari. Þýskir fjölmiðlar hafa heldur ekki vandað honum kveðjurnar og nú er svo komið að hafið er fjöl- miðlastríð í báðum löndunum þar sem háðsglósurnar fljúga á víxl. „Hér eru 74 ástæður fyrir því af hverju við munum sigra Holland“ var fyrirsögn í þýska götublaðinu Berlińs B.Z. og vísað til úrslitaleiks HM árið 1974 þar sem Þýskaland sigraði Holland. Einnig mátti líta fleiri háðsglósur eins og „götin í ostunum ykkar eru stærri en hol- urnar í vörninni hjá ykkur“ og „appelsínugulu búningarnir ykkar valda blindu“. Hollendingar láta sitt ekki eftir liggja og víða á hollenskum vefsíð- um má finna and-þýska tölvuleiki, vúdúdúkkur af þýskum landsliðs- mönnum og á mörgum almennings- salernum er búið að setja mynd af Rudi Völler, landsliðsþjálfara Þýskalands, ofan í salernisskál- arnar. Það er því ljóst að taugastríðið fyrir leikinn í dag er mikið og má eflaust búast við hörkuleik. Nistelrooy gerir Þjóð- verja æfa Ruud van Nistelrooy Shaq gerði 36 stig og tók aukþess 20 fráköst, en félgar hans í Lakers voru hins vegar ekki alveg með á nótunum og heimamenn nýttu sér það, sérstaklega í síðasta leikhlutanum, sem þeir unnu 32:24. „Við lékum ekki vel í dag, tókum allt of mörg illa ígrunduð skot,“ sagði Shaq eftir leikinn og bætti við: „Ég er búinn að leika það lengi með þessum strákum að ég veit að úrslit- in eru ekki ráðin. Við komum ákveðnir til næsta leiks.“ Shaq tók 21 skot og hitti úr 16 þeirra, fín nýt- ing og hefðu félagar hans átt að nýta sér það betur og koma bolt- anum inn í teig til hans, en það gerðu þeir ekki, heldur skutu fyrir utan þar sem þeir hittu illa. Kobe Bryant gerði 20 stig. „Í hvert skipti sem ég var í skotfæri voru þeir mættir og vörnin hjá Detroit var sterk. Skotin hjá mér rötuðu ekki rétta leið að þessu sinni,“ sagði hann. Engu liði hefur tekist að sigra eft- ir að vera 3-1 undir í úrslitarimm- unni. Hins vegar hefur engu heima- liði tekist að vinna alla þrjá millileikina eftir að 2-3-2 kerfið var tekið upp 1985. Detroit hefur hins vegar unnið 20 af síðustu 23 leikjum á heimavelli og ætla sér að breyta sögunni með því að vinna alla þrjá millileikina. Næsti leikur verður í Detroit í nótt. Larry Brown, þjálfari Detroit, getur verið ánægður með sína menn, en hann hefur mikla reynslu og veit að sigur er ekki unninn fyrr en leikmenn hans hafa unnið einn leik til viðbótar. „Lakers er með þjálfara sem hefur níu sinnum orðið meistari og tvo af bestu leikmönn- um deildarinnar þannig að við get- um ekki leyft okkur að fagna strax. Við höfum ekki efni á að taka því sem gefnu að við náum að vinna einn af þeim þremur leikjum sem eru hugsanlega eftir af einvíginu,“ sagði Brown. Rasheed Wallace lék vel í liði Detroit, gerði 26 stig, Chauncey Billups var með 23 og Richard Hamilton 17. Lakers í vondum málum ÞRÁTT fyrir að risinn Shaquille O’Neal ætti frábæran leik þegar LA Lakers og Detroit Pistons mættust fjórða sinni í úrslitarimmu NBA- deildarinnar í fyrrinótt, dugði það ekki til sigurs. Heimamenn í Detroit unnu 88:80 og eru með pálmann í höndunum, þurfa aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér meistaratitilinn, staðan 3-1 fyrir Detroit. Við spiluðum fullkomlega í síðarihálfleik og ég skemmti mér konunglega inni á vellinum. Þetta voru frábær úrslit en við verðum að halda okkur á jörðinni því það er enn löng leið framundan,“ sagði Henrik Larsson eftir leikinn en hann skoraði tvö mörk fyrir Svía. Búlgarar byrjuðu leikinn ágæt- lega og þeir voru nálægt því að ná forystunni þegar Jankovic komst í ágætt færi. Svíar náðu forystunni á 32. mínútu þegar Freddie Ljung- berg skoraði af stuttu færi. Í síðari hálfleik fóru Svíar á kostum og skoruðu fjögur mörk. Henrik Lars- son skoraði tvívegis og þeir Zlatan Ibrahimovic og Marcus Allbäck gerðu sitt markið hvor. Plamen Markov, þjálfari Búlgaríu, hrósaði Larsson í hástert eftir leikinn. „Ég tel að það sé frábært fyrir Svíþjóð og fylgismenn knattspyrnunnar að Larsson ákvað að hætta við að hætta að leika með sænska landslið- inu. Ef hann hefði ekki tekið þátt í leiknum hefðu úrslitin orðið okkur hagstæðari. Fyrri hálfleikur var jafn en Svíar skoruðu tvö mörk á skömmum tíma í síðari hálfleik og tóku þá öll völd á vellinum,“ sagði Markov. Reuters Henrik Larsson skorar fyrsta mark sitt og annað mark Svía gegn Búlgaríu. Svíar gjörsigruðu slaka Búlgara SVÍÞJÓÐ sigraði Búlgaríu örugglega, 5:0, í fyrsta leik liðanna í C-riðli í Evrópukeppninni. Svíar spiluðu mjög vel og eru til alls vísir í Portúgal en Búlgarar þurfa að bæta leik sinn gríðarlega ef þeir ætla að eiga einhvern möguleika á að komast í fjórðungsúrslitin. Leiðrétting Í frásögn af Vöruvals-mótinu í blaðinu í gær var rangt farið með nafn Elínar Mettu Jensen sem valin var besti leikmaður í 6. flokki á mótinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.