Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 49

Morgunblaðið - 15.06.2004, Page 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 49 BIKARMEISTARAR Vals í knatt- spyrnu kvenna fá góðan liðsstyrk í vikunni en Katrín Jónsdóttir kemur til landsins frá Noregi á föstudag- inn og leikur með Hlíðarendaliðinu fram til loka ágúst. Katrín hefur leikið með norska liðinu Kolbotn í rúm sex ár en hún var áður í her- búðum Breiðabliks í mörg ár og lék eitt tímabil með Stjörnunni. Katrín lauk á dögunum loka- prófum í læknisfræði frá háskóla í Osló en hefði henni ekki tekist að ná prófunum þá hefði hún þurft að vera í Noregi í sumar og taka próf- in upp á nýjan leik „Mér tókst sem betur fer að ná prófunum og því kem ég heim í vikunni. Ég hlakka óskaplega mikið til að koma og spila með Val. Ég ætla að vinna sem minnst og njóta þess að spila fót- bolta. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að ég labba ekkert í liðið. Ég var dugleg að æfa alveg fram í apríl en frá þeim tíma hefur námið tekið mikinn tíma og því er formið kannski alveg upp á það besta,“ sagði Katrín í gær. Katrín hefur ekki sagt skilið við Noreg því hún heldur til Krist- instad í lok ágúst þar sem fer í kandídatsnám sem tekur eitt og hálft ár. Katrín er 26 ára gömul og er þriðji leikjahæsti leikmaður Ís- lands með 48 landsleiki. Spurð hvort hún sé búin að gefa landsliðið upp á bátinn sagði hún; „Sem stend- ur er ég ekki nógu góð til að vera í landsliðinu. En ég ætla að sjá hvernig þetta gengur hjá mér í sumar og ef ég næ mér vel á strik þá er alveg möguleiki.“ Katrín á leiðinni til Vals  CRISTIANO Ronaldo, sem fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Grikklandi, segir að Giourkas Seitaridis hafi látið sig falla þegar vítaspyrnan var dæmd. „Leikmað- urinn hljóp framhjá mér, ég reyndi að vera ekki fyrir honum og hann lét sig detta. Ég kom aldrei við hann. Ég vona að stuðningsmenn Portúgals gefi ekki upp vonina þrátt fyrir slæm úrslit,“ sagði Ro- naldo.  PAUL Scholes, miðjumaður enska landsliðsins, er meiddur og óvíst er hvort hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Sviss á fimmtudag. Scholes sneri sig á ökkla í leiknum gegn Frakklandi og gat ekki æft með liðinu í gær og óvíst er hvort hann geti æft í dag.  PATRICK Vieira, leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, hrósaði enska liðinu eftir leikinn gegn Englandi og viðurkenndi að Frakkar hefðu sætt sig við jafn- tefli. „Við hefðum orðið ánægðir með jafntefli. Ef England spilar eins og þeir gerðu í gær eiga þeir góða möguleika á að fara alla leið. Þeir spiluðu vel og Rooney var frá- bær,“ sagði Vieira.  PATRICK Vieira var hinsvegar ekki ánægður með hvernig Eng- lendingar léku gegn Frökkum. „Það var virkilega erfitt að leika gegn Englendingum. Þeir brutu mikið á okkur og reyndu að svindla en við létum þá ekki æsa okkur upp. Við sýndum þann karakter sem þurfti til að sigra,“ sagði Vieira.  KANADAMAÐURINN Tomasz Radzinski hjá Everton hefur farið fram á að verða settur á sölulista. Radzinski, sem gekk til liðs við Everton árið 2001 frá Anderlecht fyrir 4,5 milljónir punda, hefur ver- ið einn besti leikmaður liðsins und- anfarin ár. Honum hafði verið boð- inn nýr samningur til eins árs en Radzinski vildi lengri samning. Talið er líklegt að Blackburn, Ful- ham og Portsmouth eigi eftir að berjast um kappann sem er 31 árs gamall.  BRUNO Cheyrou, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liver- pool, getur vel hugsað sér að spila með franska liðinu Marseille. „Ég hef ekki náð mér á strik með Liver- pool. Marseille er mjög spennandi kostur og það hafa góðir leikmenn gengið til liðs við félagið að und- anförnu,“ sagði Cheyrou.  SÆNSKI landsliðsmaðurinn Henrik Larsson vill leika með Barcelona á næsta tímabili en hann er samningslaus um þessar mundir. „Ég hef sagt við umboðsmann minn að það séu þrjú lið sem ég get hugsað mér að leika með á næsta tímabili. Eitt af þeim er Barcelona og ég vil helst spila með Barcelona næsta vetur,“ sagði Larsson. FÓLKKR-INGAR sækja Njarðvík-inga heim í 16 liða úrslitum karla í bikarkeppni KSÍ en dregið var í gær. HK fær Reyni Sandgerði í heimsókn, Víkingur tekur á móti KA, Þróttur mætir Val, Fram og Keflavík mætast, ÍBV leikur við Stjörnuna, Fylkir og Grindavík mætast og FH mæt- ir Aftureldingu á Kapla- krikavelli. Leikið verður 2.–3. júlí. Bikarmeistarar Vals taka á móti Breiðabliki á Hlíðarenda í 8 liða úrslitum í bikarkeppni kvenna. KR fer norður í land og leikur við Þór/KA/KS. Þá fær ÍBV lið Þróttar í heim- sókn, Stjarnan mætir annað hvort Fjölni eða FH. KR mætir Njarðvík grét Lára Viðarsdóttir, þrumaði í markið eftir undirbúning Olgu. Mín- útu síðar átti Sara Sigurlásdóttir sendingu fyrir markið, Margrét Lára lét boltann fara og þá kom Elín Anna og skoraði örugglega. Þremur mínútum síðar var það Sara sjálf sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV í sumar og fimmta mark liðsins. Síðasta markið var glæsilegt. Karen Burke tók hornspyrnu frá vinstri, Stjörnustúlkur skölluðu frá og Kar- en náði boltanum aftur, brunaði upp Strax á 5. mínútu kom fyrstamarkið og var þar að verki Elín Anna Steinarsdóttir eftir laglegan undirbúning Olgu Færseth. Tíu mínút- um síðar skoraði svo Olga sjálf með skalla eftir hornspyrnu frá Karen Burke. Eyja- stúlkur skelltu svo í fluggír og gerðu þrjú mörk á fimm mínútum. Það fyrsta á 28. mínútu þegar marka- hæsti leikmaður deildarinnar, Mar- að vítateigshorninu og lét vaða upp í bláhornið á Stjörnumarkinu. Síðasta mark hálfleiksins gerði Margrét Lára og það aftur eftir góðan und- irbúning hjá Olgu. Síðari hálfleikur var ekki nema þriggja mínútna gamall þegar átt- unda mark ÍBV kom og þriðja mark Elínar Önnu. Hún vann boltann á miðju vallarins, brunaði upp að víta- teig og skaut föstu skoti sem Lára Einarsdóttir réð ekki við í marki Stjörnunnar. Olga Færseth skoraði svo níunda markið eftir að Karen Burke hafði gefið háan bolta inn í vítateig, Lára kom út úr markinu en náði ekki að halda boltanum sem datt beint fyrir fætur Olgu sem átti ekki í vandræðum með að skora. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka fullkomn- aði Margrét Lára þrennuna með góðu skoti utan úr vítateig. Síðasta mark leiksins skoraði Elene Einis- dóttir sem kom inn á sem varamað- ur. Eyjastúlkur léku á als oddi í leikn- um og verður erfitt að stöðva þær í þessum ham. Elín Anna Steinars- dóttir átti hreint frábæran leik á miðjunni, vann flest návígi, skilaði boltanum vel frá sér og skoraði þar að auki þrjú mörk. Stjörnustúlkur virkuðu hálfandlausar í þessum leik og engan veginn tilbúnar í verkefnið. Þó mátti sjá ágæt tilþrif hjá Allison Jarrow og Lilju Dögg Valþórsdóttur. Einstefna hjá Eyjastúlkum EINSTEFNA er eina orðið sem hægt er að nota um leik ÍBV og Stjörnunnar í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Eyja- stúlkur hreinlega yfirspiluðu andlausa andstæðinga sína og nið- urstaðan var ellefu mörk gegn engu. Sigursveinn Þórðarson skrifar frá Vest- mannaeyjum Ég tel að við höfum átt skilið aðsigra. Það er ekki spurning að við vorum miklu betur undirbúnir fyrir leikinn en Ítalir. Hinsvegar hefðum við getað tapað leiknum ef Thomas Sörensen hefði ekki bjargað okkur nokkrum sinnum. Hann varði stundum stórkostlega,“ sagði Mort- en Olsen þjálfari Dana. Danir áttu í fullu tré við Ítali og þeir voru miklu meira með boltann. Bæði lið fengu nokkur ágæt marktækifæri en markverðir liðanna áttu stórleik og björguðu sínum mönnum hvað eftir annað. Bestu færi fyrri hálfleiks komu rétt fyrir leikhlé þegar Aless- andro Del Piero og Francesco Totti voru ágengir upp við mark Dana en Thomas Sörensen varði í tvígang mjög vel. Á 53. mínútu komst Gian- luca Zambrotta einn inn fyrir vörn Dana en hann skaut framhjá mark- inu. Undir lok leiksins var Jon Dahl Tomasson nálægt því að skora en Gianluigi Buffon, markvörður Ítala, bjargaði frábærlega. „Það var mjög mikilvægt að tapa ekki fyrsta leik en ég er dáldið von- svikinn að við skyldum ekki ná að sigra. Við sýndum það í dag að við getum átt í fullu tré við bestu knatt- spyrnuþjóðir í heimi,“ sagði Thomas Sörensen. Giovanni Trapattoni, þjálfari Ítala, var ekki ánægður með sína menn og segir að þeir verði að bæta spilamennsku sína. „Ég vona að leik- menn mínir geri sér núna grein fyrir því að allir leikir í Evrópukeppninni eru mjög erfiðir. Í fyrri hálfleik léku við alls ekki nægilega vel og Danir stjórnuðu leiknum, en í síðari hálf- leik spiluðum við mun betur. Við nýttum hins vegar ekki marktæki- færin okkar og það varð okkur að falli,“ sagði Trapattoni eftir leikinn. Reuters Markvörður Ítala, Gianluigi Buffon, til hægri, og Thomas Sörensen, markvörður Dana, þakka hvor öðrum fyrir leikinn en þeir spiluðu báðir mjög vel í gær. Markalaust hjá Ítölum og Dönum ÍTALIR náðu ekki að standa undir væntingum í opnunarleik C-riðils í Evrópukeppninni í knattspyrnu þegar þeir gerðu markalaust jafn- tefli við Dani. Fyrir leikinn bjuggust flestir við því að Ítalir myndu ekki eiga í miklum erfiðleikum með Dani en annað kom á daginn. Thomas Sörensen, markvörður Dana, átti mjög góðan leik og varði stundum frábærlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.