Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 51

Morgunblaðið - 15.06.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 51 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10.30 . B.i. 16 ára.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Johnny English Sýnd kl. 5.30 og 8. 25.000 manns á 12 dögum!!!  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK THE DAY AFTER TOMORROW FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY Sýnd kl. 6 og 8 Frábær grínmynd frá leikstjóra Legally Blonde. Hvað myndir þú gera ef þú kæmist á stefnumót með heitustu kvikmyndastjörnu Hollywood. Hvað gerist þegar tveir andstæðingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Skemmtilegasta og rómantískasta grínmynd ársins. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. 30.000 manns á 19 dögum!!!  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.50. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. HP Kvikmyndir.com  ÞÞ FBL „HL MBL  ÓÖH DV  Skonrokk "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Jersey girl "..hreinn „gullmoli... Brilljant mynd.“ ÞÞ FBL 1/2 HL Mbl TÓNLISTARMAÐURINN og fyrrverandi Utangarðs- maðurinn Mike Pollock er af- kastamikill listamaður. Und- anfarið hálft þriðja ár hefur hann ferðast um Bandaríkin, haldið tónleika og unnið að kynningu á efni sínu, bæði undir eigin formerkjum og eins hljómsveitarinnar The Viking Hillbilly Apocalypse Revenue. Nú er nýafstaðin 6 vikna tónleikaferð hljómsveitarinn- ar um Bandaríkin og er Mike nú staddur hér á landi til að kynna landsmönnum tónlist sína af breiðskífunni World Citizen. Dauði listamannsins í plötudómum Mike segir það ekki erfitt að kynna tvær plötur í einu en viðurkennir að það hafi verið ansi annasamt hjá hljóm- sveitinni að undanförnu. Auk hans stendur annar liðsmað- ur hljómsveitarinnar í kynn- ingu á eigin efni svo að sögn Mike voru í tónleikaferðinni slegnar þrjár flugur í einu höggi. The Viking Hilbilly Apocal- ypse Revenue spilaði meðal annars í Centucky, Indiana, Colorado, Nýju Mexíkó og Kaliforníu á Bandaríkja- túr sínum. Að sögn Mike voru þeir tónleikar sem haldnir voru úti undir berum himni eftirminnilegastir. „Já við spiluðum meðal annars í Grand Canyon og það var alveg meiriháttar. Þar voru bestu áhorf- endur sem ég hef fengið, og þá sér- staklega þeir ósýnilegu,“ segir Mike og hlær. Báðar breiðskífur Mikes fengu glimrandi dóma í tímaritinu The Courier. Þar fær hann sérstaklega hrós fyrir að blanda saman tónlist frá sínum íslenska bakgrunni og þeim bandaríska. Mike er að sögn ánægður með dómana en segist þó ekki taka mark á slíku. „Persónulega hef ég aldrei lagt mikið uppúr plötudómum, það er dauði fyrir listamann að gera það,“ segir Mike. „Hvort sem maður fær fullt hús eða núll þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt. Það versta er að fá dóminn „ágætt“. Ég vil mun frek- ar fá sterk viðbrögð, annað- hvort þolir fólk ekki tónlistina eða það elskar hana.“ Gamli pönkandinn Sem fyrr segir er Mike nú staddur hér á landi til að kynna efni sitt og eru plötur hans komnar í sölu hjá 12 Tónum. Mike segir það ekki hafa gengið sem skyldi að fá aðila hér á landi til að gefa út diskana en að lokum hafi hann látið sitt eigið útgáfu- fyrirtæki, Heaven Audio, sjá um það. „Þetta er eins og á gamla góða pönktímabilinu, maður á bara að gera þetta sjálfur,“ segir Mike. Í byrjun ágústmánaðar verður stefnan svo tekin á meginland Evrópu þar sem hljómsveitin ætlar að leika. „Það er kominn tími á að við smellum okkur til Evr- ópu,“ segir Mike. „Við erum fyrst og fremst að einblína á Holland og Ítalíu en við höf- um fengið svo mikla athygli þaðan. Höfum til dæmis feng- ið hátt í 60 þúsund heimsókn- ir á heimasíðuna okkar frá þess- um löndum.“ Á haustmánuðum verður jafn- framt frumsýnd heimildamynd um nýafstaðið tónleikaferðalag sveitar- innar í leikstjórn kvikmyndagerða- mannsins James R. Walck. Það er því í nógu að snúast fyrir Mike og The Viking Hillbilly Apocal- ypse Revenue en Mike kvartar ekki og segist hæstánægður með að hafa mikið að gera. Mike Pollock gefur út tvær plötur Heimsborgarinn og ósýnilegu áhorfendurnir Mike Pollock heldur tónleika í Evrópu í sumar. birta@mbl.is LEIKARINN Tom Cruise vann fyr- ir hraðflutninga- fyrirtækið Fed- Ex til þess að undirbúa sig fyr- ir hlutverk í nýrri kvikmynd sem er í bígerð. Cruise ætlar að leika launmorðingja í kvikmyndinni Collateral og vann við flutninga til þess að læra að villa á sér heim- ildir. „Ég ætlaði mér að afhenda pakka á ákveðinn stað, fara á annan stað og fá mér sæti, drekka kaffi og spjalla,“ segir leikarinn. Enginn tók eftir Cruise þegar hann afhenti pakkann í verslun á Los Angeles-svæðinu. „Mér tókst að læðupokast við flutningana og er betur til þess fallinn að taka hlut- verkið að mér,“ segir hinn 41 árs gamli Cruise … Fyrrverandi unnusta Marc Anth- ony, Debbie Rosado, hefur ekki mikla trú á að hjónaband Anthony og Jennifer Lopez gangi upp. Haft er eftir Rosado að Anthony hafi haldið framhjá sér og öðrum unn- ustum sínum í gegnum tíðina. Hún viðurkennir að Anthony hafi fundið sálufélaga í Lopez en veltir því engu að síður fyrir sér hvort Anthony geti haldið sig á mott- unni. „Marc er frábær náungi að mörgu leyti, hann er fyndinn, greindur og rómantískur,“ er haft eftir Rosado í samtali við Sunday Mirror. „Hann er engu að síður skíthæll og hefur enga stjórn á sér þegar hann er í kringum konur. Hann lætur til skarar skríða ef kona sýnir honum áhuga.“ Þá kemur fram í frétt blaðsins að svo mikil leynd hafi hvílt yfir brúð- kaupi Lopez og Anthony að níu ára dóttur hans vissi ekki af því fyrr en fréttir bárust um það í fjöl- miðlum … Nítjándu aldar meistaraverk rúss- neska rithöfundarins Leo Tolstoj, Anna Karenina, er nú í efsta sæti á lista yfir söluhæstu bækur Peng- uin-forlagsins. Ástæðan er rakin til þess að sjónvarpskonan Oprah Winfrey mælti sérstaklega með bókinni í þætti sínum. Oprah hvatti áhorfendur sína til að láta þykkt bókarinnar ekki aftra sér frá því að lesa hana en kiljan er 837 blaðsíður. Sagðist hún ætla að leggjast í bókina og láta þykkt hennar ekki lengur fæla sig frá henni. Tilvalið væri að nota sumarið til að lesa eina mestu ástarsögu sögunnar, eins og hún komst að orði. „Mér er sagt að þetta sér stórkostleg lesning,“ bætti hún við. Penguin keypti réttinn að nýrri þýðingu sögunnar fyrir sex árum eftir að annað forlag hafnaði slíku boði. Í gær var hún komin í efsta sæti bókasölulista sem tekinn er saman fyrir New York Times, USA Today og vikuritið Publishers’s Weekly. Hefur Penguin pantað tæplega milljón nýrra eintaka úr prentsmiðju til að mæta hinni óvæntu nýju eftirspurn. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.