Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 53 AKUREYRI Kl. 5 og 8. KEFLAVÍK Kl. 8 KRINGLAN Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl Stórviðburður ársins er kominn! B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banar i t t , r l l , r i  SV MBL EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8. KRINGLAN Kl. 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 14. Kvikmyndir.is AKUREYRI Kl. 5. B.i. 14. Geggjuð grínmynd frá framleiðendum “Road Trip” og “Old School”. ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10.10 Geggjuð grínmynd frá framleiðendum “Road Trip” og “Old School”. AKUREYRI Kl. 8 og 10. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. 12.06. 2004 3 8 6 8 6 3 7 3 3 8 3 17 21 30 37 33 09.06. 2004 6 23 29 30 33 47 8 20 SHREK 2 er orðin vinsælasta teikni- mynd í bandarískri bíósögu, sé ein- ungis tekið mið af tekjum af sýning- um í kvikmyndahúsum. Myndin sló með því innan við ársgamalt met Finding Nemo. Með því að hafa hal- að inn 354 milljónir dala þá er Shrek 2 kominn í níunda sætið yfir tekju- hæstu bíómyndir sögunnar. Það var samt Harry Potter sem hélt efsta sætinu, aðra vikuna í röð, þrátt fyrir að tvær stórar myndir hefðu verið frumsýndar fyrir helgi; Annálar Riddicks (The Chronicles of Riddicks) og Stepford-eiginkonurn- ar (The Stepford Wives). Dró tölu- vert meira úr aðsókninni að Potter en vonir stóðu. Annálar Riddicks er nýjasta myndin með Vin Diesel og er fram- hald framtíðarhasarmyndarinnar Pitch Black. Stepford-eiginkonurnar er endurgerð á samnefndri ádeilu- hrollvekju frá 1975. Nú hefur háðið verið keyrt upp á kostnað hrollsins en mikið hefur verið um það fjallað í bandarískum fjölmiðlum að aðalleik- urunum í myndinni Nicole Kidman, Bette Midler og Glenn Close hafi komið afar illa saman meðan á tök- um stóð. Með þeim í myndinni leikur Mathew Broderick og hafa viðtökur gagnrýnenda verið æði blendnar. Ný mynd um köttinn Gretti náði 5. sæti en hún skartar blöndu af tölvu- teiknuðum fígúrum og alvöru leik- urum. Shrek 2 slær teiknimyndamet Shrek 2: Stígvélaði kötturinn fer auðvelt með að lokka fólk í bíó með því að setja upp þennan svip. - ./-0(     ,- ./-0(      ,- ./-0(     ,- ./-                                                                                    !  "   # $                %&'( )'* )'+ ' (', ()'* %'- %'& '* ('& (&-'( )'* %&)'+ ' (', (&%' %(') (&', %', -('% HINN tuttugu og sjö ára enski leik- ari og hjartaknúsari Orlando Bloom var kjörinn kyn- þokkafyllsti breski karlmað- urinn í kosningu, sem fram fór á vefnum Skymov- ies.com. Stjörnur eins og Jude Law, Hugh Grant, sem varð þriðji, og Ewan McGregor, fjórði, hurfu í skuggann af Bloom, sem blómstrar sem aldrei fyrr. Í öðru sæti varð hinn 45 ára Sean Bean, sem lék með Bloom í Hringa- dróttinssögu-þríleiknum og Tróju. Bloom varð fyrst verulega þekktur fyrir hlutverk sitt sem Legolas í kvikmyndunum um Hringadrótt- inssögu en hann var nýútskrifaður úr leiklistarskóla þegar honum var boðið hlutverkið. Þá lék hann í Sjó- ræningjum Karíbahafsins. Kærasta Orlando Blooms, sem ólst upp í Canterbury í Kent, er vaxandi Hollywood-stjarna, Kate Bosworth, sem lék m.a. aðalhlutverkið í brim- brettamyndinni Blue Crush. Blómstrandi kynþokki Orlando Bloom kynþokkafyllsti Bretinn DJASSTRÍÓIÐ Markusson/Ás- geirsson/Qvick verður með tón- leika á Kaffi Kúltúre í Alþjóðahús- inu í kvöld. „Kontrabassaleikarinn býr í Svíþjóð en hinn Svíinn í tríóinu býr á Íslandi. Thomas er að kenna í Gautaborg en kom hingað í maí og þá spiluðum við einu sinni á djassklúbbnum Múl- anum. Þetta var bara stutt stopp en núna ætlum við að taka fleiri tónleika,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari sem verður fyrir svör- um. Með honum í tríóinu eru trommuleikarinn Erik Qvick og kontrabassaleikarinn Thomas Markusson, sem þykir einn fremsti kontrabassaleikri Svía af yngri kynslóðinni. Hann er kenn- ari við tónlistarháskóla í Gauta- borg og hefur spilað víða á djasshátíðum, m.a. í Finnlandi, Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Við spilum blöndu af frumsam- inni tónlist eftir Eric og mig og síðan hitt og þetta. Slatta af göml- um djassi, lög sem okkur langar að spila saman,“ segir hann og nefnir m.a. tónlist eftir Ornette Coleman, Pat Metheny og John Taylor. Tríóið ætlar að vera á ferðinni næstu daga og spilar 16. júní á Gamla Bauk á Húsavík og 17. og 18. júní á Mývatni. Djasstríóið MÁQ á ferðinni Djasstríóið MÁQ verður með tón- leika á Kaffi Kúltúre í kvöld en heldur því næst norður í land. Svíþjóð – Ísland MÁQ-tríó verður með tónleika á Kaffi Kúltúre í kvöld. Tónleikarn- ir hefjast kl. 21.30 og aðgangs- eyrir er 1.000 krónur. BRESKI plötusnúðurinn John Dig- weed ætlar að þeyta skífum fyrir gesti Nasa á miðvikudagskvöldið á svonefndu Þjóðhátíðardjammi Party Zone og Þrumunnar. Digweed er af mörgum talinn fremstur meðal jafningja í plötu- snúðaheiminum. Hann hefur jafnan átt fastan sess í einhverjum af efstu fimm sætum hins árlega lista tíma- ritsins DJ yfir plötusnúða ársins en hann hampaði titlinum árið 2001. Digweed hefur hljóðblandað tón- list fyrir marga þekkta tónlistar- menn auk þess að semja sjálfur og gefa út hjá sínu eigin útgáfufyrir- tæki. Undanfarin tvö ár hefur hann séð um einn vinsælasta danstónlist- arþátt Evrópu á bresku útvarps- stöðinni KISS100. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Digweed nýkominn úr tónleika- ferðalagi í Makedóníu og Ungverja- landi. „Já ég er í raun búinn að vera að spila um allan heim. Svo er ég líka búinn að vera að vinna að nýrri smá- skífu sem kemur út síðar á árinu. Þetta er því búið að vera sambland af spilamennsku og hljóðversvinnu.“ Hvernig kom Íslandsferðin til? „Undanfarin ár hef ég ferðast til heljarinnar margra staða við spilamennsku og er það einn aðal- kosturinn við starfið mitt. Mér fannst þetta bara frábært tækifæri til að skoða nýjan stað og reyna að vinna nýja áhorfendur á mitt band.“ Hvað ætlarðu að spila fyrir okk- ur? „Ég veit það hreinlega ekki. Ég ákveð fyrst hvað ég ætla að spila þegar ég mæti á staðinn. Það hefur reynst mér best að sjá hvernig áhorfendur eru og spila svo það sem leggst best í mannskapinn.“ Ætlarðu að bardúsa eitthvað ann- að á Íslandi en að spila? „Ég held að ég hafi ekki tíma til að gera mikið annað en að spila. Ég fer strax aftur á fimmtudeginum til Frakklands til að halda aðra tón- leika. Það eru reyndar allir að segja mér að ég verði að fara í Bláa…eitt- hvað?“ Bláa lónið? „Já, einmitt það. En ég hlakka allavega mikið til að koma. Er ekki bjart allan sólarhringinn hjá ykkur núna?“ Jú, það passar. „Þá tek ég með mér augngrímu til að geta sofið eitthvað.“ Já, ég held að það gæti verið góð hugmynd. Miðasala á Þjóðhátíðardjamm á Nasa hinn 16. júní fer fram í Þrumunni, Laugavegi 69. Miðaverð er 2.400 kr. í forsölu en 2.900 kr. við dyrnar. Plötusnúðurinn John Digweed á Nasa Spilar það sem leggst best í mannskapinn www.johndigweed.com birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.