Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEKKTUR ARKITEKT Hinn heimsþekkti breski arkitekt Norman Foster er meðal þeirra sem lýst hafa áhuga á að taka þátt í forvali vegna hönnunar, byggingar og reksturs ráðstefnu- og tónlistar- húss. Reglugerð um heildarafla Heildarafli í þorski verður 205 þúsund tonn, í ýsu 90 þúsund tonn og ufsa 70 þúsund tonn samkvæmt reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu 2004–5, sem sjáv- arútvegsráðherra hefur undirritað. Bakkavör að verða stærst Bakkavör Group er við það að eignast fimmtungshlut í breska matvælaframleiðandanum Geest. Verði farið í yfirtöku á Geest verður Bakkavör stærsta fyrirtæki landsins, miðað við veltu og starfs- mannafjölda. Engin tengsl við al-Qaeda Engar vísbendingar eru um að hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, al-Qaeda, hafi haft tengsl við stjórn Saddams Husseins, fyrr- verandi Íraksforseta. Kemur þetta fram í skýrslu bandarískrar nefnd- ar sem rannsakaði hryðjuverkin 11. september 2001. Vottar Jehóva bannaðir Dómstóll í Moskvu staðfesti í gær úrskurð undirréttar þess efnis að söfnuði Votta Jehóva sé óheimilt að starfa í Rússlandi. Rétttrún- aðarkirkjan hefur sagt trúarskoð- anir Votta Jehóva hættulegar heilsu fólks. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Erlent 12/14 Viðhorf 36 Heima 16 Minningar 38/45 Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 49 Akureyri 20 Bréf 50 Suðurnes 22 Dagbók 50/51 Landið 22 Staksteinar 52 Austurland 23 Sport 54/57 Neytendur 24/26 Fólk 60/565 Daglegt líf 27 Bíó 62/65 Listir 28/31 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 32/37 Veður 67 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir Frjálsíþróttablaðið. Útgefandi Frjáls- íþróttasamband Íslands. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #           $         %&' ( )***                        +   GRÉTAR Sigurðarson, einn sakborninga í lík- fundarmálinu, játaði fyrir dómi í gær að hafa stungið lík Vaidasar Juceviciusar þrisvar sinnum með hnífi, en neitaði sök þess efnis að hafa stungið líkið fimm sinnum, eins og honum er gefið að sök. Mál ákæruvaldsins gegn Grétari og meðákærðu Jónasi Inga Ragnarssyni og Tómasi Malakauskas var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og lýstu þeir afstöðu sinni til sakarefnisins. Neita að hafa brotið gegn lífi og líkama Sakir gagnvart þeim þremur varða í fyrsta lagi fíkniefnasmygl með því að hafa staðið að innflutn- ingi á 223,67 grömmum af metamfetamíni sem Vaidas Jucevicius flutti hingað til lands innvortis 2. febrúar. Grétar og Jónas neituðu báðir sök hvað þennan ákærulið varðaði en Tómas játaði sök. Í öðru lagi eru allir ákærðu sakaðir um brot gegn lífi og líkama fyrir að koma Vaidasi ekki til hjálpar í lífsháska eftir að hann veiktist vegna mjógirnisstíflu, af völdum fíkniefnapakkninga, sem leiddi hann til dauða að morgni 6. febrúar. Allir neita sök hvað þennan lið varðar, en brot gegn lífi og líkama varðar skv. almennum hegn- ingarlögum allt að 2 ára fangelsi. Í þriðja lagi eru ákærðu sakaðir um illa með- ferð á líki Vaidasar með því að hafa flutt líkið til Neskaupstaðar þar sem þeir sökktu því í sjó. Í hegningarlögum segir að ef nokkur raskar graf- arhelgi eða gerist sekur um ósæmilega meðferð á líki, þá varði það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Þeir Tómas og Jónas neita sök hvað þetta varðar en Grétar játaði með þeirri athuga- semd að hann hefði stungið líkið þrisvar sinnum með hnífi en ekki fimm sinnum. Í fjórða lagi er Grétar einn ákærður fyrir brot á vopnalögum, með því að hafa lásboga, hnífa og gormakylfu, og neitar hann sök þar að mestu. Við þingfestinguna fór verjandi Jónasar Inga fram á það við ákæruvaldið að það aflaði upplýs- inga frá Litháen um heilsufar Vaidasar þar sem slíkt gæti varpað ljósi á meðvirkandi þætti sem tengjast láti hans hérlendis, en fram hefði komið að hann hefði verið magaveikur og með lungna- bólgu áður en hann kom hingað. Ákæruvaldið taldi slíka upplýsingaöflun málinu óviðkomandi. Fjölda vitna verður leiddur fyrir dóminn þegar aðalmeðferð málsins hefst í haust, en gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin standi yfir 18.–19. október. Mál ákæruvaldsins gegn þremur mönnum í líkfundarmálinu þingfest í gær Játar þrjár hnífstungur í lík Vaidasar Juceviciusar STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra setti af stað fyrstu sprenginguna í Almannaskarðs- göngum kl. 14 í gær að viðstöddu fjölmenni. Eftir að rykið eftir sprenginguna hafði sest gengu við- staddir að gangamunnanum, þar sem skálað var í koníaki fyrir fram- kvæmdinni. Á eftir var boðið til snittuveislu í vinnubúðunum undir Almannaskarði. Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, segir að göngin muni hafa víðtæk og jákvæð áhrif gagn- vart íbúum héraðsins og á alla um- ferð um Almannaskarð. „Ekki má gleyma öryggisþættinum sem veg- ur þungt í þessum efnum og maður hefur orðið var við að fólk veigrar sér við að aka veginn um Almanna- skarð. Í fyrsta lagi mun umferð heimamanna milli Lóns og annarra hluta héraðsins aukast ásamt því að létta alla flutninga þar á milli, bæði fólksflutninga, skólaakstur og vöruflutninga. En fyrst og fremst er hér um samgöngubót að ræða, sem kemur öllum vegfarendum sem fara hér um á þjóðvegi eitt til góða og mun hafa jákvæð áhrif m.a. á heimsóknir ferðafólks til Horna- fjarðar. Allar svona framkvæmdir hafa sömuleiðis góð mórölsk áhrif á íbúana eins og við Skaftfellingar þekkjum manna best eftir að öll jökulvötnin hafa verið beisluð og brúuð,“ segir Albert. Það er norska verktakafyr- irtækið Leonhard Nielsen og sönn- er sem sér um gerð ganganna en aðalverktaki er Héraðsverk hf. Göngin verða sprengd sunnan megin frá og á meðan verður byggður vegskáli að norðanverðu. Þegar gangamenn verða komnir í gegn færir vegskálaflokkurinn sig og byrjar á skála að sunnanverðu. Um leið verða göngin fóðruð og vatnsvarin og byrjað á vegagerð og lagnavinnu í göngunum. Efnið sem kemur úr göngunum verður nýtt í fyllingar undir veginn að sunn- anverðu. Jarðgöngin verða 1.146 m löng, steinsteyptir vegskálar 162 m og vegagerð um 4,1 km. Framkvæmdir við jarðgöng undir Almannaskarð hafnar Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Eftir að rykið hafði sest gengu við- staddir að gríðarstórum ganga- munnanum sem myndaðist við sprenginguna. Ráðherra sprengdi fyrstu hleðsluna Hornafirði. Morgunblaðið. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra styður á hnappinn hjá Guðjóni Sverrissyni, sprengi- sérfræðingi hjá Héraðsverki. TVÆR konur hafa verið skipaðar sendiherrar í utanríkisþjónustu Ís- lands. Berglind Ásgeirsdóttir og Bergdís Ellertsdóttir munu feta í fót- spor Sigríðar Á. Snævarr, fyrstu kon- unnar sem skipuð var sendiherra í ís- lenskri utanríkisþjónustu, árið 1991. Berglind, sem hefur verið í tíma- bundnu leyfi sem ráðuneytisstjóri fé- lagsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD), hefur að áeggj- an stofnunarinnar fallist á að fram- lengja ráðningu sína um tvö ár til viðbótar frá og með 1. september nk. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu segir að því hafi verið ákveðið að Berglind flytjist úr embætti ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu í embætti sendiherra í utanríkisþjón- ustunni frá þeim degi og hverfi til starfa í utanríkisráðuneytinu við samningslok hjá OECD. Bergdís verður skipuð sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni frá 1. september næstkomandi. Hún var ráðin til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1991 og hefur starfað á viðskipta- og alþjóðaskrifstofu ráðuneytisins, hjá sendiráðinu í Bonn og einnig al- þjóðastarfsliðinu í NATO. Til að byrja með mun Bergdís starfa í utanríkis- ráðuneytinu sem sendiherra. Tvær konur bætast í hóp sendiherra Bergdís Ellertsdóttir Berglind Ásgeirsdóttir RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI fékk þrjá erlenda menn, sem búið er að vísa úr landi, úrskurðaða í vikulangt gæsluvarðhald í gær, en mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi frá hand- töku þeirra 25. maí. Þeir komu hing- að til lands 6. maí ýmist með stolin eða fölsuð skilríki. Norsk yfirvöld hafa samþykkt að taka við mönnun- um en ríkisfang þeirra er ókunnugt. Gæsluvarðhaldið var úrræði til að tryggja nærveru þeirra uns þeir verða sendir úr landi eftir helgina en fyrr geta norsk yfirvöld ekki tekið við þeim. Fjórða erlenda manninum, sem tengdist málinu og sætti gæslu- varðhaldi um tíma, hefur verið sleppt úr haldi. Þrír útlend- ingar áfram í gæsluvarðhaldi ♦♦♦ LÍMTRÉ hf. hefur ásamt öðrum sett á fót límtrésverksmiðju í Rúm- eníu. Verksmiðjan heitir Glulam og hefur verið í undirbúningi í níu ár. Að stofnun verksmiðjunnar koma, ásamt Límtré, danskur fjárfesting- arsjóður og tvö rúmensk fyrirtæki og kostnaður við verksmiðjuna er um 600 milljónir króna. Límtré á fjórðungshlut í nýju verksmiðjunni og á fyrir hlut í límtrésverksmiðju í Portúgal. Límtré til Rúmeníu  Límtré/6B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.