Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 49
Málfundur Jafnréttisdeildar
Heimdallar Jafnréttisdeild Heim-
dallar heldur fund um jafnréttismál
föstudaginn 18. júní á skemmti-
staðnum Felix klukkan 21.30. Atli
Harðarson heimspekingur mun
halda inngangserindi um jafnrétti í
sögulegu og heimspekilegu ljósi.
Framsögu halda Helga Baldvins-
dóttir Bjargardóttir, formaður jafn-
réttisdeildar Heimdallar, og Katrín
Anna Guðmundsdóttir, ráðskona
Femínistafélagsins. Reynt verður
að varpa upp mismunandi nálgunum
á jafnréttishugtakið, markmið og
leiðir í jafnréttisbaráttunni. Að því
loknu verður opnað fyrir spurningar
og umræður. Allir velkomnir.
Fundur ásatrúarmanna á Grand
Rokk Fundur ásatrúarmanna,
þeirra sem vilja endurreisa Reykja-
víkurgoðorðið, fer fram sumardag-
inn fyrsta 2004 á efri hæð skákstað-
arins Grand Rokk, við Smiðjustíg 6,
101 Reykjavík. Fundurinn hefst kl.
15. Skv. fundarboði er efni fund-
arins m.a. spurning um hvort krefj-
ast eigi uppskiptingar Ásatrúar-
félagsins og eigna þess þannig að
þeir heiðnu menn sem telja sig ekki
lengur eiga samleið með þeim sem
virðast ráða Ásatrúarfélaginu, geti
starfað í trúfélagi og fengið aðgang
að eignum þeim sem þeir hafa greitt
fyrir með sóknargjöldum sínum. Í
öðru lagi hvort krefjast eigi op-
inberrar rannsóknar á stjórn-
arháttum og fjárreiðum Ásatrúar-
félagsins og eignarhaldsfélagsins
Hörgs ehf. og hvort kæra eigi bók-
haldsóreiðu Ásatrúarfélagsins og
Hörgs ehf. eins og segir í tilkynn-
ing.
Opinn veiðidagur í Soginu Laug-
ardaginn 19. júní verður opinn veiði-
dagur í Soginu við Alviðru frá kl. 11
árdegis til kl. 18 síðdegis. Þá munu
reyndir veiðimenn frá Stangveiði-
félagi Reykjavíkur verða til leið-
sagnar um svæðið, leiðbeina um
veiðistaði, hvernig á að kasta færi
og almennt að bera sig að við veiðar.
Þeir munu miðla fróðleik um Sogið
og sjálfsagt munu veiðisögur fljóta
með. Hér gefst fágætt tækifæri til
að spreyta sig undir leiðsögn
reyndra veiðimanna og njóta úti-
veru í fallegu umhverfi. Takið með
ykkur veiðistangir. Allir velkomnir.
Símsvörunarnámskeið Útflutn-
ingsráð og Mímir-símenntun halda í
sameiningu símsvörunarnámskeið á
ensku fyrir þjónustufulltrúa útflutn-
ingsfyrirtækja. Nemendur læra al-
gengan orðaforða, að taka á móti
skilaboðum og að veita upplýsingar
á ensku. Námskeiðið er ætlað ein-
staklingum með lítinn grunn í ensku
og verður haldið mánudaginn 21.
júní kl. 13–15 að Grensásvegi 16a.
Kennari er Priscilla Bjarnason.
Verð er 3.600 kr. Skráning er hjá
Útflutningsráði í síma 511 4000 og
Mími-símenntun í síma 580 1800.
Einnig er hægt að skrá sig með því
að senda tölvuskeyti á netföngin ut-
flutningsrad@utflutningsrad.is eða
mimir@mimir.is
Á MORGUN
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 49
EINS og undanfarin ár verður há-
tíðarguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju á þjóðhátíðardaginn og hefst
hún kl. 12.30. Messutíminn er við
það miðaður að kirkjugestir geti
tekið þátt í skrúðgöngu dagsins.
Séra Ingþór Indriðason Ísfeld
prédikar og sóknarprestur þjónar
fyrir altari. Halldór Björnsson
syngur einsöng, eigið lag við sálm
eftir Bjarna Jónsson. Kór Kópa-
vogskirkju syngur og leiðir safn-
aðarsöng. Organisti Julian Hew-
lett. Strengjakvartett leikur í um
stundarfjórðung fyrir guðsþjón-
ustu. Boðið verður upp á kaffi og
konfekt í safnaðarheimilinu Borg-
um að lokinni guðsþjónustu.
Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Lýðveldishátíð
Landakirkju
Í DAG, 17. júní kl. 11:00, verður
Lýðveldishátíð í Landakirkju.
Íþróttafélagið ÍBV, leikmenn, þjálf-
arar og foreldrar sérstaklega vel-
komnir. Mætum í íþróttagöllunum
og upplifum þann samhug sem ein-
kennir okkar góða íþróttafélag sem
og samfélag. Íþróttafólk les ritn-
ingarlestra og tekur virkan þátt.
Létt messa í hátíðlegri alvöru,
óhefðbundið form. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Guðmundar H
Guðjónssonar. Prestur sr. Þorvald-
ur Víðisson. Fjölmennum í kirkju á
afmælishátíð lýðveldisins.
Morgunblaðið/Arnaldur
Kópavogskirkja
17. júní
Tívolísyrpa Hróksins og Hús-
dýragarðsins Lokamótið í Tívolí-
syrpu Hróksins og Húsdýragarðsins
fer fram í dag. Mótið fer fram í Vís-
indatjaldinu í Húsdýragarðinum.
Mæting á lokamótið er kl. 12.30 og
byrjað verður að tefla kl. 13. Tefldar
verða 7. umferðir með 10 mínútur til
umhugsunar. 20 krakkar hafa tryggt
sér þátttökurétt með frammistöðu
sinni á stigamótunum í vetur.
Í DAG
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17. júní verður há-
tíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju á 60 ára af-
mæli lýðveldisins. Dóms- og kirkjumálaráð-
herra, Björn Bjarnason, prédikar og séra
Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari.
Guðsþjónustan hefst kl. 14.
Klukkan 20 verður fimmtudagskvöldganga
undir heitinu Heimsmynd náttúrufræðingsins
Jónasar Hallgrímssonar. Í gönguferðinni mun
Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur fjalla um
sýn Jónasar á náttúru og vísindi. Gangan hefst
við útsýnisskífuna við Hakið og verður gengið
að Þingvallakirkju. Þegar göngunni lýkur, um
kl. 22, verða kvöldbænir í Þingvallakirkju.
Laugardaginn 19. júní verður löng gönguferð
kl. 13.00 en þá verður gengið frá Fræðslu-
miðstöð með efri barmi Almannagjár að Langa-
stíg. Gönguferðin tekur um 2–3 klst og vissara
er að vera vel búinn til fótanna þar sem slóðin
er á mörgum stöðum grýtt.
Sunnudaginn 20. júní geta börn á aldrinum
8–12 ára haldið áfram að reyna fyrir sér í hlut-
verki fornleifafræðinga. Á bakka Öxarár hefur
verið komið fyrir fornleifum á afmörkuðu upp-
graftrarsvæði þar sem krakkar geta grafið und-
ir eftirliti og kynnst vinnubrögðum fornleifa-
fræðinga. Þá muni, sem finnast, verður að skrá
og teikna. Þeir þátttakendur fá viðurkenning-
arskjal og minjagrip úr fornleifauppgreftinum
með heim. Fornleifaskóli barnanna verður alla
sunnudaga í sumar frá kl. 13–16 í Prestakrók á
Neðrivöllum.
Guðsþjónusta verður í Þingvallakirkju kl
14.00 og farið verður í gönguferð að henni lok-
inni um þingstaðinn forna þar sem saga og
staðhættir á Þingvöllum verða til umfjöllunar.
Hátíðarguðsþjónusta í Þingvallakirkju
Alþjóðlegi jarðvegsverndardag-
urinn Í tilefni af alþjóðlega jarðvegs-
verndardeginum sem er 17. júní ár
hvert hafa Landgræðsla ríkisins og
Landvernd haft forgöngu um hádeg-
isfyrirlestur þar sem landeyðing
verður til umfjöllunar. Fyrirlesarar
koma frá Suður-Afríku, Kína og Ís-
landi. Fyrirlesturinn verður í Nor-
ræna húsinu í Reykjavík þriðjudag-
inn 22. júní.
Námskeið fyrir fólk í ferðaþjón-
ustu Reykjavíkurdeild Rauða kross
Íslands býður upp á námskeið fyrir
fararstjóra, landverði, fólksflutn-
ingabílstjóra og aðra sem starfa í
ferðaþjónustu .
Um er að ræða fjögra stunda nám-
skeið um mannlegan stuðning og
áfallahjálp sem starfsfólk í ferðaþjón-
ustu getur staðið frammi fyrir að
þurfa að veita. Á námskeiðinu verður
m.a. fjallað um: lífeðlisfræði streitu
og áfallastreitu, áföll, áfallahjálp, sál-
ræna skyndihjálp sem er einn þáttur
í áfallahjálp, hvernig best er að koma
fram og tala við fólk sem orðið hefur
fyrir áföllum, sorg og sorgarviðbrögð,
sorgarúrvinnslu, stuðning við fólk í
sorg, börn og áföll, viðbrögð barna
við áföllum, sorgarviðbrögð barna og
hvernig stuðing börn þurfa.
Námskeiðið hefst mánudaginn
21.júní og stendur frá kl. 17.30 til
21.30.
Fyrirlestur í kinesiologi Jarle Tam-
sen heldur fyrirlestur í kinesiologi
mánudaginn 21. júní kl. 20 í Asparfelli
12. Fyrirlesturinn fer fram á ensku
og er öllum opinn.
Á NÆSTUNNI