Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BÓNUS
Gildir 18.–20. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Holta kjúklingaleggir ............................. 299 449 299 kr. kg
Holta kjúklingalæri ............................... 299 449 299 kr. kg
Kók kippa 2 ltr * 6 ............................... 999 1.099 83 kr. ltr
KF hrásalat/kartöflusalat, 350 g ........... 98 159 280 kr. kg.
KF kaldar grillsósur 200ml.................... 98 159 490 kr. kg
Fjalla grillkjöt lambaframpartssneiðar .... 949 1.220 949 kr. kg
Kf. lambalæri villikryddað ..................... 857 1.286 857 kr. kg
Ali krydduð svínarif............................... 479 718 479 kr. kg
Thule léttbjór 500 ml............................ 49 59 98 kr. ltr
Easy uppþvottalögur, 500 ml ................ 49 89 98 kr. ltr
11-11
Gildir 16.–23. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Bautab. rauðvsl. grísahnakki................. 1.121 1.495 1.121 kr. kg
Þykkvab. grillkartöflur fors., 500 g ......... 179 239 358 kr. kg
Fanta, 3 bragðtegundir ......................... 89 115 178 kr. ltr
Kjörís heimaís ...................................... 299 425 299 kr. ltr
Kjörís trúðar heimilispakkning, 5 st. ....... 299 419 60 kr. st.
Kryddsmjör m. hvítlauk......................... 95 142 950 kr. kg
Gourmet lærissneiðar........................... 1.332 1.776 1.332 kr. kg
Náttúra appelsínusafi / eplasafi............ 99 139 99 kr. ltr
FJARÐARKAUP
Gildir 18. og 19. júní m. birgðir end. nú kr. áður kr. mælie.verð
Fk jurtakryddað lambalæri .................... 863 1.438 863 kr. kg
KF grill svínakótilettur ........................... 834 1.389 834 kr. kg
KF lamba innralæri kryddað .................. 1798 2.598 1.798 kr. kg
Grillsöguð bestu kaup .......................... 498 598 498 kr. kg
Grill sagaður frampartur........................ 398 498 398 kr. kg
Lamba súpukjöt úr frampart.................. 399 498 399 kr. kg
Fjallalæri kryddað ................................ 973 1.298 973 kr. kg
Fjalla creolasteik.................................. 978 1.398 978 kr. kg
Þurrkryddaðar grillsneiðar ..................... 839 1198 839 kr. kg
Merrild kaffi, 350g ............................... 198 nýtt 570 kr. kg
HAGKAUP
Gildir 17.–20. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Bezt svínalundir vac. ............................ 1.399 2.098 1.399 kr. kg
Bezt helgarsteikur tilboð ....................... 799 1.198 799 kr. kg
Lambalæri .......................................... 798 1.089 798 kr. kg
Lambahryggir ...................................... 898 1.148 898 kr. kg
Lambainnralæri ................................... 1.998 2.898 1.998 kr. kg
Goodfellas Delicia pitsur, 285 g ............ 299 449 299 kr. st.
KRÓNAN
Gildir 16.–22. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Krónu þurrkr. svínakótilettur .................. 977 1.395 977 kr. kr
Krónu þurrkr. grísahnakkasn. ................ 899 1.198 899 kr. kg
Krónu hangiálegg sneiðar ..................... 1.813 2.590 1.813 kr. kg
Goða bratwurst grillpylsur ..................... 637 980 637 kr. kg
Gourmet villikryddað lambalæri............. 858 1.430 858 kr. kg
KS grand crue lúxus læri....................... 899 998 899 kr. kg
KS grand crue ofnsteik ......................... 899 998 899 kr. kg
SS koníakslegin svínasteik.................... 839 1.198 839 kr. kg
SS grand orange helgarsteik ................. 979 1.398 979 kr. kg
SS kryddl. svínakótil............................. 1.028 1.468 1.028 kr. kg
NETTÓ
Gildir 16.–23. júní m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð
KEA London lamb ................................ 871 1.244 871 kr. kg
BB bayonnesskinka.............................. 944 1.348 944 kr. kg
Tyttuberjalæri....................................... 987 1.430 987 kr. kg
Ferskar kjúklingabringur m/skinni ......... 1.276 1.825 1.276 kr. kg
BBQ vængir (magnpakkn.) ................... 299 Nýtt 299 kr. kg
Koníakslegnar grísabógsneiðar ............. 638 798 638 kr. kg
Mars ís box, 500 ml ............................. 399 448 798 kr. ltr
Philadelphia classic viðbit .................... 299 349 1.495 kr. kg
Great Texas margherita, 300 g .............. 99 199 330 kr. kg
NÓATÚN
Gildir 16.–23. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Lambakótilettur einf. og tvöf úr kjötborði 895 1.198 895 kr. kg
Lamba sirloinsneiðar úr kjötborði .......... 695 799 695 kr. kg
Lambainnralæri úr kjötborði .................. 1.795 2.898 1.795 kr. kg
SS Mexico lærissneiðar ........................ 1.406 1.758 1.406 kr. kg
SS Hunts BBQ lærissneiðar................... 1.238 1.768 1.238 kr. kg
SS grand orange helgarsteik ................. 1.049 1.398 1.049 kr. kg
SS caj lambalæri ................................. 979 1.398 979 kr. kg
SS koníaksl. grísabógsn. ...................... 629 898 629 kr. kg
SS Mexico svínahnakkasn. kryddl.......... 749 998 749 kr. kg
SS Hunts BBQ svínakótilettur ................ 1.049 1.398 1.049 kr. kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir frá 16.–23. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Hunangsofnsteik.................................. 1.075 1.438 1.075 kr. kg
Rauðvínl. sv.kótilettur BB ...................... 1.121 1.495 1.121 kr. kg
Goða vínarpylsur.................................. 564 868 564 kr. kg
Koníaksleg. grísakótilettur..................... 1.358 1.698 1.358 kr. kg
Grand orange læri................................ 1.118 1.398 1.118 kr. kg
SS ostapylsur ...................................... 599 828 599 kr. kg
Buffaloleggir magnpakki....................... 398 699 398 kr. kg
Tex Mex vængir magnp. ........................ 298 398 298 kr. kg
Lausfrystir kjúklinga hlutar .................... 279 399 279 kr. kg
SPAR Bæjarlind
Gildir til 22. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Grísa spare ribs (svínarif)...................... 398 498 398 kr. kg
Fjallalamb fjallkonulæri kryddað............ 998 1.365 998 kr. kg
Fjallalamb salt og pipar sneiðar ............ 1.198 1.498 1.198 kr. kg
Bayonneskinka .................................... 698 1.299 698 kr. kg
Ítalskur ostur, 150 g ............................. 159 179 1.060 kr. kg
Götaborg ballerina kex, 180 g............... 115 135 639 kr. kg
Haribo hlaup stjernemix, 215g.............. 198 252 921 kr. kg
Marabou átsúkkulaði, 100 g, 5 teg........ 98 125 980 kr. kg
Toppur jurtarjómi, 250 ml ..................... 198 222 792 kr. ltr
Vilkó vöfflumix, 500 g........................... 274 335 548 kr. kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir 16.–23. júní nú kr. áður kr. mælie.verð
Þurrkryddaðar lambakótilettur ............... 1.237 1.649 1.237 kr. kg
Djúpkryddaðar grísakótilettur ................ 1.062 1.249 1.062 kr. kg
Franskar grillpylsur............................... 583 777 583 kr. kg
Knorr salat dressing, 235 ml................. 139 168 583 kr. ltr
Heinz bakaðar baunir, 415 g................. 49 65 117 kr. kg
Mills kavíar, 190 g ............................... 189 226 982 kr. kg
Townhouse saltkex, 453 g..................... 189 235 415 kr. kg
Caramel súkkulaðikex, 8 st. í pk. ........... 219 259 27 kr. st.
Freyju hrís, 200 g................................. 279 299 1.395 kr. kg
Ýmis tilboð á grillsteikum
HELGARTILBOÐIN|neytendur@mbl.is
Hjónin Anna Sigríður Ólafsdóttir ogAlfons Ramel eru bæði næring-arfræðingar og Anna Sigríður segirað sumir hafi fölnað þegar þeir sáu
fyrir sér matarboð hjá þeim þar sem eingöngu
væru á borðum niðurskornar gulrætur. Slíkar
áhyggjur eru ástæðulausar því búðarkerran
þeirra hjóna í Hagkaup í Kringlunni er full af
alls kyns girnilegum matvörum en innihaldið er
að verulegu leyti ávextir og grænmeti.
Anna Sigríður vill frekar græna banana en
Alfons vill vel þroskaða. Hann notar þá t.d. þeg-
ar hann blandar drykki úr skyri, banana, smá
kanil og e.t.v. epli og fær sér þegar hann er bú-
inn að skokka. Góður íþróttadrykkur er líka
eplasafi blandaður með vatni, að sögn Önnu
Sigríðar. „Í Austurríki er algengt að blanda
hreina safa með vatni og það er bæði svalandi
og hagstætt.“ Sítrusávaxtapressa sem þau
fengu í brúðargjöf er líka mikið notuð og Alfons
nær í nokkrar appelsínur til að kreista í safa –
sem síðan verður blandaður með vatni.
Lítill haus af jöklasalati fer í kerruna og
bragðmikið klettasalat í bland. „Við gerum
stórinnkaup í Bónus einu sinni í viku en kaup-
um grænmeti og ávexti nokkrum sinnum í viku
því það endist ekki eins lengi. Þá er til dæmis
gott að kaupa lítinn salathaus sem helst fersk-
ur,“ segir Anna Sigríður.
Íslenskir tómatar rata næst ofan í kerruna
og Alfons segir þá mjög bragðgóða. „Sumir út-
lenskir tómatar eru nú bara eins og fjórða
vatnsformið á eftir gufu, klaka og vatni,“ segir
hann brosandi.
Anna Sigríður nær í íslensk jarðarber sem
hún er mjög hrifin af. „Ég borða mjög mikið af
jarðarberjum núna. Nánast á hverjum degi,“
segir hún en hún á von á fyrsta barni þeirra
hjóna í lok sumars og segir matarvenjurnar að-
eins hafa breyst á meðgöngunni. Hún drekki
t.d. meiri mjólk en ella og þá alltaf fjörmjólk
sem er létt og vítamínbætt.
Sesammauk í hummus
Í Hagkaup í Kringlunni er heilsuhorn þar
sem kennir ýmissa grasa. Þar ná Alfons og
Anna Sigríður sér í búlghur og sesammauk
(tahini). Búlghur er steytt heilkorn, grófara en
kúskús, og þau nota það oft í staðinn fyrir hrís-
grjón eða kartöflur. Suðutíminn er innan við 10
mínútur og hollustan er meiri en í hvítum hrís-
grjónum eða pasta, vegna trefjanna. Sesam-
maukið nota þau í hummus sem þau ætla að
búa til á næstunni og í þeim tilgangi grípa þau
líka með sér ferska steinselju og kjúklinga-
baunir í dós en þær er mun fljótlegra að nota en
baunirnar sem þarf að leggja í bleyti.
Á leiðinni frá heilsuhorninu að fiskborðinu
verður rekki með súkkulaðistykkjum á vegi
næringarfræðinganna. Cadbury’s súkkulaði
með karamellufyllingu fær að fara í körfuna,
því hollt mataræði felst í fjölbreyttu fæði þar
sem sætindi í hófi fá að fljóta með.
Úr fiskborðinu velja þau silungsflök. Alfons
hyggst annaðhvort grilla silunginn eða baka
hann í ofni. „Þá er gott að setja grænmeti eins
og papriku, lauk og tómata með. Svo finnst mér
grilluð paprika frá Sacla rosalega góð,“ segir
Alfons og teygir sig í eina krukku.
Heimabakað brauð
Alfons bakar allt brauð en oftast er líka til
baguette í frystinum. Hann velur Kornax hveiti
fyrir bakstur og brauðvélar sem er glútenrík-
ara en venjulegt hveiti og bindur deigið vel
saman. Svo blandar hann grófu heilhveiti, grah-
amsmjöli og heilkorni saman við. „Ég vil stund-
um hafa brauð í matinn,“ segir Anna Sigríður.
„Brauð með góðu og fjölbreyttu áleggi og
grænmeti getur verið hátíðarmatur.“
Í mjólkurvörukælinum lesa næringarfræð-
ingarnir samviskusamlega á allar umbúðir og
vega og meta eftir innihaldi, næringargildi og
síðasta söludegi. „Maður þarf að vega og meta
vöruna eftir því í hvað maður ætlar að nota
hana,“ segir Anna Sigríður. Þau velja t.d. AB-
mjólk fram yfir létta AB-mjólk þar sem sú síð-
arnefnda er of þunn í sósur. Reyndar borða þau
AB-mjólkina líka, t.d. með morgunkorni eða
með bragðbættri súrmjólk út í.
Alfons verður fyrir svörum þegar þau eru
spurð hvort þeim finnist eitthvað vanta í ís-
lenskar matvöruverslanir. „Það er þá helst sæl-
keravöru eins og osta og kjötálegg sem er skor-
ið sérstaklega niður fyrir mann. Það er mikið af
stórmörkuðum hér en það mætti vera meira úr-
val af sælkeravöru.“
HVAÐ ER Í MATINN?| Anna Sigríður Ólafsdóttir og Alfons Ramel
Silungur og sesammauk
Morgunblaðið/ÞÖK
Næringarfræðingahjón: Anna Sigríður
Ólafsdóttir og Alfons Ramel.
„Við förum yfirleitt í Bón-
us einu sinni í viku en
þess á milli oft í Hagkaup
í Kringlunni því þar er
gott úrval af fersku græn-
meti og ávöxtum.“
steingerdur@mbl.is
Fjölbreytt: Ávextir, fiskur, grænmeti og tah-
ini sem notað er í hummus.
Hollt: Búlghur getur komið í staðinn fyrir
hvít hrísgrjón.
Vilko vöfflur og rjómi á tilboði!
h
a
u
s
v
e
r
kSvínarif á tilboði!
h
a
u
s
v
e
r
k
h
a
u
s
v
e
r
k Svínarif á tilboði!