Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 45
ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Ólafsfjarðarkirkja Organista vantar Sóknarnefnd Ólafsfjarðarsóknar auglýsir stöðu organista við Ólafsfjarðarkirkju. Starfið er metið sem 37% starfshlutfall og er veitt frá 1. september 2004 til eins árs. Um störf organista gilda starfsreglur nr. 823/ 1999. Í umsókn skal umsækjandi gera grein fyrir menntun og fyrri störfum. Launakjör taka mið af menntun og starfsum- fangi og miðast við laun tónlistarkennara. Um- sóknarfrestur er til 1. ágúst 2004. Umsókn sendist til: Ólafsfjarðarkirkja, Kirkjuvegi 12, 625 Ólafsfjörður. Upplýsingar um starfstilhögun og launakjör veita sr. Elínborg Gísladóttir í síma 696 3684 og formaður sóknarnefndar, Svava Jóhanns- dóttir, í síma 466 2199. Einnig kemur til greina að viðkomandi fái kennslu við Tónskóla Ólafsfjarðar þannig að starfshlutfallið í heildina verði 100%. Upplýsingar um starfstilhögun Tónskóla Ólafs- fjarðar veitir Óskar Þór Sigurbjörnsson í síma 466 2736. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI Í BOÐI Verð 58.750 á m² Til sölu eða leigu mjög gott verslunar-, lager- og skrifstofuhúsnæði. 400 fm gólfflötur á 2 hæðum. Góð staðsetning. Verð 23,5 millj. Möguleiki að skipta húsnæði í tvennt. Upplýsingar í síma 898 8577 milli kl. 18 og 22. TILKYNNINGAR Auglýsing um skipulag í Kópavogi A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Lundur Hafnarfjarðarvegur, Skeljabrekka og Nýbýlavegur Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 auglýsist hér með í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin nær annars vegar til Lundar- svæðisins, um 10 ha. svæðis, sem afmarkast af bæjarmörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðurs, íbúðarsvæði við Birkigrund til austurs, Nýbýlavegi til suðurs og af Hafnarfjarðarvegi til vesturs. Í breytingunni felst að í stað landnotkunar fyrir verslun og þjónustu (hátæknimiðstöð) verður svæðið nýtt sem íbúðarsvæði, svæði fyrir þjónustustofnanir (leikskóli) og verslunar- og þjónustusvæði (bensínstöð). Áætlað er að á svæðinu verði byggðar um 400 íbúðir fyrir um 1.100 íbúa, miðað við 2,7 íbúa á íbúð. Þéttleiki fyrirhugaðrar byggðar í Lundi er áætlaður um 40 íbúðir á ha. Samkvæmt tillögunni mun um helmingur Lundarlandsins tekinn undir byggð en samanlagt flatarmál lóða er áætlað um 5,8 ha, nýtingarhlutfall (með bílageymslum neðanjarðar) 1,2-1,4 og byggingarmagn 73.000 til 77.000 fermetrar. Hámarksnýtingarhlutfall einstakra lóða getur orðið 1,6 til 2,9 með bílageymslum. Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir 80 fermetra íbúðir eða stærri. Í tillögunni er gert ráð fyrir færslu Nýbýlavegar til norðurs en aðkoma að Lundarsvæðinu verður frá Nýbýlavegi. Gert er ráð fyrir fernum nýjum undirgöngum í tengslum við fyrirhugað íbúðarsvæði í Lundi: einum til vesturs undir Hafnarfjarðarveg og öðrum undir afrein af Nýbýlavegi inn á Hafnarfjarðarveg. Þá er gert ráð fyrir tvennum göngum undir Nýbýlaveg, öðrum á móts við Skeljabrekku og hinum á móts við Auðbrekku. Gönguleiðir breytast. Afmörkun lóðar fyrirhugaðrar þjónustustöðvar/bensínstöðvar sem tengist Nýbýlavegi breytist. Breytingin nær hins vegar til tengingar Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar. Í henni felst að í stað slaufu norðan Nýbýlavegar sem tengist Nýbýlavegi milli Skeljabrekku og Auðbrekku er gert ráð fyrir rampa af Hafnarfjarðarvegi inn í núverandi legu Skeljabrekku sem tengist síðan Nýbýlavegi með hringtorgi. Gert er ráð fyrir „nýrri Skeljabrekku“ á stuttum kafla, austan þeirrar sem nú er. Mun hún tengjast inn í Dalbrekku. Tillagan er sett fram í mkv. 1:10.000 dags. í maí 2004. Nánar vísast til kynningargagna. B. Lundur Tillaga að deiliskipulagi Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga að deiliskipulagi Lundarsvæðisins. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af lögsögumörkum Kópavogs og Reykjavíkur til norðurs, íbúðarbyggð við Birkigrund til austurs, Nýbýlavegi til suðurs og Hafnarfjarðarvegi til vesturs. Í tillögunni felst heimild til að byggja 384 íbúðir að stofni til í fjölbýli en austast á svæðinu næst núverandi byggð við Birkigrund, er gert ráð fyrir sérbýli, bæði raðhúsum og parhúsum. Hæð sérbýlisins verður 1-2 hæðir. Upp við Nýbýlaveg er gert ráð fyrir fjórum 8 til 9 hæða byggingum auk kjallara og þakhæðar en neðar á svæðinu verða 2-5 hæða klasabyggingar. Þéttleiki byggðarinnar er áætlaður um 40 íbúðir á ha og fjöldi íbúa um 1.100. Samkvæmt tillögunni verða aðrar byggingar en íbúðarhúsin „Nýi Lundur“ og „Lundur 3“ fjarlægðar. Miðað er við 2 bílastæði fyrir 80 fermetra íbúðir eða stærri og hluti bílastæða verður í bílageymslum neðanjarðar. Á deiliskipulagssvæðinu er auk þess gert ráð fyrir, leikskóla, sparkvelli og minni leiksvæðum. Í tillögunni er jafnframt gerð grein fyrir: núverandi stöðu svæðisins; húsakönnun; öðrum hugmyndum að landnotkun; forsendum og markmiðum; aðkomu og umferð; fyrirhugaðri byggð; mótvægisaðgerðum vegna umferðarhávaða og almenn- um skilmálum og kvöðum. Á deiliskipulagsuppdrættinum kemur fram afmörkun og lega svokallaðra „Kópavogsganga“, stofnbrautar í göngum milli Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðarvegar og miðborgar Reykjavíkur, samanber staðfest Aðalskipulag Kópavogs 2000-2012 og Svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Deiliskipulagtillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð dags. 4. maí 2004 og breytt 18. maí 2004.Tillögunni fylgja skýringarmyndir í greinargerð sem sýna m.a. dæmi um útlit fyrirhugaðrar byggðar. Nánar vísast til kynningargagna. C. Tenging Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar Tillaga að deiliskipulagi Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga að deiliskipulagi tenginga Hafnarfjarðarvegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að tengja rampa af Hafnarfjarðarvegi inn í núverandi legu Skeljabrekku sem tengist síðan Nýbýlavegi með hringtorgi. Gert er ráð fyrir „nýrri Skeljabrekku“ á stuttum kafla, austan þeirrar sem nú er. Mun hún tengjast inn í Dalbrekku. Í tillögunni kemur jafnframt fram færsla Nýbýlavegar til norðurs á móts við húsin á Nýbýlavegi 2-32, hringtorg á gatnamótum Nýbýlavegar, Auðbrekku og nýrrar götu að fyrirhuguðu Lundarsvæði, aðkoma að fyrirhugaðri þjónustustöð/bensínstöð við Nýbýlaveg, undirgöng og gönguleiðir. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð dags. 4. maí 2004 og breytt 18. maí 2004. Nánar vísast til kynningargagna. Ofangreindar aðal- og deiliskipulagstillögur verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00 frá 18. júní til 16. júlí 2004. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist Bæjarskipulagi skriflega eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 9. ágúst 2004. Einnig er hægt á kynningartímanum að nálgast upplýsingar um framlagðar tillögur á heimasíðu Bæjarskipulags Kópavogs, www.kopavogur.is. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Kópavogs. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Flétturimi 7, 0304, Reykjavík, þingl. eig. Stíghús ehf. (Ice Beauty Ltd), gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 14:00. Gautavík 9, 0301, Reykjavík, þingl. eig. ERON ehf., gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 15:00. Grensásvegur 8, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Þb. Panorama ehf. c/o Sigmundur Hannesson hrl. , gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, þriðjudaginn 22. júní 2004 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. júní 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Skógarhlíð 6, 2. hæð, sem hér segir: Flugvélin TF-TAL, nr. 802, Cessna 206, þingl. eig. Sólbraut 5 ehf, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 21. júní 2004 kl. 10:30. Flugvélin TF-TOB, nr. 313, þingl. eig. Stél ehf., (áður Flugskólinn Flugsýn ehf.), gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágrennis, mánudaginn 21. júní 2004 kl. 10:15. Flugvélin TF-TOH nr. 233, þingl. eig. Stél ehf. (áður Flugskólinn Flug- sýn ehf.), gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágrennis, mánu- daginn 21. júní 2004 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. júní 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Austurströnd 12, 0704, Seltjarnarnes, þingl. eig. Paula Andrea Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Kaupþing Búnaðarbanki hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild, Sparisjóður Reykjavík- ur og nágrennis, útibú og Sparisjóður vélstjóra, mánudaginn 21. júní 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. júní 2004. mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.