Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út
laugardaginn 19. júní. Fréttaþjónusta
verður á fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is, í dag og á morgun. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is eða í síma
569 1285.
Fréttavakt
á mbl.is
starfsmenn yrðu 13 þúsund talsins. Veltan
yrði alls um 130 milljarðar króna. Það gerði
Bakkavör að stærsta fyrirtæki landsins
miðað við veltu og starfsmannafjölda.
Samstæðan keypti 10,27% hlut í Geest í
lok síðasta mánaðar á 5–6 milljarða króna
og hefur verið að auka við hlut sinn í félag-
inu síðan. Fjárfesting Bakkavarar í Geest
nemur nú um 11–12 milljörðum króna.
Samstæðan átti röska 7 milljarða í hand-
bæru fé samkvæmt uppgjöri síðasta árs-
fjórðungs, sem mun hafa verið ætlað til ytri
BAKKAVÖR Group er við það að eignast
fimmtungshlut í breska matvælaframleiðand-
anum Geest eftir að hafa aukið við eign sína í
fyrirtækinu um 3,11% í gær og á samstæðan
nú 19,26% hlutafjár í Geest.
Fari eignarhluturinn yfir 20% verður
Geest hlutdeildarfélag Bakkavararsamstæð-
unnar og munu hlutdeildartekjur til sam-
stæðunnar þá nema a.m.k. milljarði króna á
ári. Verði farið í yfirtöku á Geest að sex
mánuðum liðnum mun velta Bakkavararsam-
stæðunnar í það minnsta sjöfaldast og
vaxtar. Því mun Bakkavör hafa fjármagnað
kaupin að mestu leyti úr eigin sjóðum.
Geest sérhæfir sig í framleiðslu ferskrar
tilbúinnar matvöru og framleiðir yfir 2.000
vörur sem eru seldar undir merkjum við-
skiptavinanna. Allir helstu stórmarkaðir
Bretlands eru viðskiptavinir félagsins.
Meginstarfsemi þess er í Bretlandi en Geest
starfrækir einnig verksmiðjur á meginlandi
Evrópu og í Suður-Afríku.
Bakkavör að ná 20% hlut í Geest
Bakkavör/B1
STÚLKUR og drengir hugsa afar ólíkt um
störf og hafa mjög ólík viðhorf til þeirra.
Þannig þykir drengjum störf verkfræðings
og rafvirkja mun virðingarmeiri en stúlkum
og stúlkum að sama skapi starf hjúkr-
unarfræðings og grunnskólakennara mun
virðingarmeira en drengjum. Læknar tróna
þó í efsta sæti í virðingarstiga beggja kynja.
Þetta kemur fram í grein um nýja rannsókn
Guðbjargar Vilhjálmsdóttur, lektors í náms-
og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, sem
birtist í blaðinu 19. júní, sem kemur út í til-
efni af kvenréttindadeginum á morgun.
Í rannsókn sinni gerði Guðbjörg tilraun til
að kortleggja hugsun kynjanna um störf.
Mældi hún hugsun um ellefu störf með tólf
tvíhliða skölum, sem vísa til ólíkra hliða
starfanna. Meðal þessara skala voru tekju-
skali, virðingarskali og áhugaskali. Í ljós
kom að tekju- og áhugaskalar fóru saman
hjá drengjum, þ.e.a.s. drengir sýndu meiri
áhuga á tekjum, en stúlkurnar höfðu aftur á
móti meiri áhuga á virðingu, þannig að virð-
ingar- og áhugaskalar fóru saman.
Þá þótti athyglisvert að drengir nota mun
víðari tekjuskala þegar þeir leggja mat á
starfstekjur. Þannig sjá drengirnir fyrir sér
mun hærri tekjur en stúlkur. Leiddar eru
líkur að því að það geti verið ein af skýr-
ingum kynbundins launamunar; að stúlk-
urnar beinlínis „sjái“ ekki efstu stig launa-
skalans.
Rannsókn Guðbjargar tók til 911 nemenda
í tíunda bekk í 26 skólum. Var hún lögð fyrir
árið 1996. Guðbjörg kortlagði lífsstíl ungling-
anna með níutíu spurningum um frístundir
þeirra og kom í ljós að kynferði er mjög
sterkur þáttur í vali unglinga á lífsstíl.
Drengir sjá fyrir sér mun
hærri tekjur en stúlkur
Ný rannsókn bendir til ólíkrar hugsunar kynja um störf
Á UPPSKERUHÁTÍÐ íslensku leiklistarverðlaunanna í gærkvöldi afhenti forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, Sigríði Ármann, frumherja á sviði listdans á Íslandi og fyrsta íslenska ball-
etthöfundinum, sérstök heiðursverðlaun Grímunnar, fyrir einstakt framlag til sviðslistar á Ís-
landi. Í þakkarræðu sinni fagnaði Sigríður þeim framgangi sem danslistin hefur átt að fagna
hér á landi og hvatti hún til þess að klassíski ballettinn yrði á ný hafinn til vegs og virðingar. Ís-
lenskar listdansmeyjar tóku hana á orðinu og stigu slíkan dans henni til heiðurs. /6
Morgunblaðið/Eggert
Sigríður Ármann heiðruð
á Grímunni í gærkvöldi
KVIKMYNDINNI Næsland hefur verið
boðin þátttaka í aðalkeppninni á al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy
Vary í Tékklandi sem fram fer fyrstu dag-
ana í júlí. Friðrik Þór Friðriksson, leik-
stjóri myndarinnar, er ánægður með
þennan heiður. „Þetta er bara fínt. Það
eru góðir áhorfendur í Tékklandi. Þeir
eru svo vel upp aldir,“ segir Friðrik Þór.
Næsland keppir
í Karlovy Vary
Góðir/62
BÆNDUR sem hafa byggt upp æðarvarp í
Dyrhólaey og annast umhirðu landsins hafa
kært ákvörðun Umhverfisstofnunar, um að
opna eyna 10. júní ár hvert, til umhverfisráð-
herra. Áður var eyjan alltaf lokuð allri um-
ferð frá 1. maí og fram til 25. júní en und-
anfarin þrjú ár hefur hún verið opnuð 10.
júní.
Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatns-
skarðshólum, segir að forstöðumaður nátt-
úruverndarsviðs Umhverfisstofnunar hafi
mætt á staðinn fyrirvaralaust í fylgd lögreglu
og klippt í sundur hlið að staðnum og tekið í
burtu skilti þar sem kveðið var á um lokun
svæðisins. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978
að frumkvæði bænda en að mati Þorsteins og
annarra varpbænda er sjáanlegur munur á
fuglalífinu þar eftir að opnunin var færð
framar; lundabyggðin á undir högg að sækja,
kríuvarpið er horfið, minna ber á mófugla-
varpi og æðarvarp er ekki svipur hjá sjón.
Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofn-
unar, segir að málið eigi sér langa sögu en að
þarna stangist á atvinnuhagsmunir æðar-
bænda og hagsmunir varðandi ferðaþjón-
ustu. „Það hefur verið mat sérfræðinga okk-
ar og Náttúrufræðistofnunar að fuglalífinu í
Dyrhólaey stafi ekki hætta af þessu. Það er
hins vegar umdeilt hvort umferðin skaði æð-
arvarpið eða ekki. Við tökum tillit til nátt-
úruverndarsjónarmiða en ef það eru aðrir at-
vinnuhagsmunir þá er það annað mál,“ segir
Davíð og áréttar að umferð um eyna sé ekki
óheft á þessum tíma. Einungis sé leyfilegt að
fara upp á útsýnisstaði á háeynni en lægri
hlutinn sé lokaður fram til 25. júní. Davíð
segir að þegar fulltrúar Umhverfisstofnunar
komu á staðinn til að opna Dyrhólaey hafi
verið búið að skipta um lás án vitundar Um-
hverfisstofnunar. Lögreglan var í næsta ná-
grenni og því kölluð til og beðin um að klippa
í sundur hliðið.
Æðarbændur kæra
Umhverfisstofnun
GAT kom á skrokk skemmtiferðaskipsins
Albatros á leið þess hingað frá Færeyjum og
tefst áætlun þess um 3–4 daga á meðan við-
gerð fer fram í Straumsvíkurhöfn.
Um borð eru um 650 farþegar og verður
þeim boðið upp á ferðalög og afþreyingu á
meðan skipið er í viðgerð en þeir geta eftir
sem áður gist í skipinu. Skipið átti að leggja
frá Reykjavík til Akureyrar kl. 18 í gær en
hætt var við það og skipinu siglt kl. 14 til
Straumsvíkur. Skv. upplýsingum Samskipa,
umboðsaðila Albatros, er gatið ekki stórt en
það kom þegar skipsskrokkurinn rakst á fyr-
irstöðu á útstíminu frá Færeyjum, en ekki er
vitað hvort fyrirstaðan var manngerð eða
ekki. Gatið kom á stafnhylki skipsins og
stendur til að þétta það í Straumsvíkurhöfn.
Morgunblaðið/Eggert
Skemmtiferðaskipið í Straumsvík.
Gat kom á
Albatros
♦♦♦