Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Munið hina árlegu fjölskylduhátíð á orlofssvæði RSÍ við Apavatn helgina 19.-20. júní 2004 Á laugardag er boðið upp á íþróttakeppni, púttkeppni, veiðikeppni, barnaskemmtun, dans og varðeld. Einnig eru hoppkastalar og leiktæki á svæðinu. Á orlofssvæðinu við Apavatn er vel búið tjaldsvæði sem er opið félagsmönnum og gestum þeirra í allt sumar. RSÍ er einn af rekstraraðilum golfvallar Dalbúa við Laugarvatn. Félagsmenn njóta þar sérstakra kjara. Munið félagsskírteinið. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Sumarið er komið hjá RSÍ Spennugolf RSÍ verður á Hellu föstudaginn 25. júní Skráning er hafin á golfrsi@rafis.is eða á skrifstofu RSÍ í síma 580 5253. Fylgist með heimasíðu RSÍ, rafis.is, þar sem auglýstar eru lausar vikur í orlofshúsum sambandsins sem losnað hafa með skömmum fyrirvara. FJÖLBREYTT dagskrá verður víða á höfuðborgarsvæðinu í dag, 17. júní, á sextíu ára afmæli lýð- veldisins. Fyrir þá sem vilja kynna sér ítarlega dagskrá síns bæjarfélags er best að líta á heimasíðu sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Í Reykjavík hefst dagskrá með hefðbundnum hætti í kirkjugarð- inum við Suðurgötu klukkan 10, og svo með hátíðardagskrá á Austurvelli 10.40. Þar leggur for- seti Íslands blómsveig að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar og for- sætisráðherra og fjallkonan flytja ávarp. Að þessu sinni mun fjall- konan flytja ljóð Hannesar Haf- stein í tilefni hundrað ára afmælis heimastjórnar. Hópakstur fornbíla og sýning þeirra á Miðbakka er meðal dag- skráratriða eftir hádegið. Barna- og fjölskylduskemmtun verður á Arnarhóli, og þar munu ýmsir stíga á stokk. Í Hljómskálagarð- inum verður einnig margt við að vera. Danssýning verður klukkan tvö á svonefndum Þingpalli, milli Ráðhússins og Alþingishússins. Á sama palli verður glímt klukkan 16. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður fjölbreytt dagskrá, og meðal ann- ars verður tískusýning Lykkju- falls...úps... klukkan 16.15. Kvöldtónleikar þjóðhátíðar í Reykjavík hefjast klukkan 20, og koma þar fram margar vinsælustu hljómsveitir landsins. Dansleikur á Þingpalli hefst klukkan 21. Samkoma á Víðistaðatúni Í Hafnarfirði verður sett upp risatívolí á Víðistaðatúni, ásamt bílasýningu og kaffisölu. Leik- tækin verða opnuð klukkan 12, en fjölskylduskemmtun hefst þar klukkan 15. Um kvöldið verður fjölskylduskemmtun við Hafn- arborg þar sem skemmtikraftar og hljómsveitir koma fram. Auk þess verða leiktæki fyrir börnin í miðbænum um kvöldið. Þjóðhátíðarmorguninn hefst með kanósiglingum í Garðabæ, við Vífilsstaðavatn. Klukkan 13 verður hátíðarstund í Vídal- ínskirkju og að henni lokinni skemmtun við Ásgarð og Garða- skóla. Kaffiborð Kvenfélags Garðabæjar verður í Garðalundi frá klukkan 15, en þar verður einnig slegið upp dansleik fyrir yngri kynslóðina að kvöldi dags og mun diskótekið Ó Dollý spila fyrir dansi. Í Kópavogi verða bæjarbúar vaktir með leik blásarasveita, sem ferðast munu um bæinn á pall- bílum og spila hátíðartóna. Barna- samkoma verður í Digraneskirkju klukkan 11 í tilefni dagsins, og hátíðarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju klukkan 12.30. Hátíðar- og skemmtidagskrá Kópavogsbæjar hefst síðan klukkan 14 á Rútstúni og verður þar margt til skemmt- unar. Þar verða einnig úti- tónleikar um kvöldið, milli 20 og 22. Á Seltjarnarnesi verður gengið fylktu liði frá Dælustöð við Lind- arbraut að Eiðistorgi, þar sem há- tíðardagskrá hefst um hálftvö. Lúðrasveit Seltjarnarness leikur og Seltirningar skemmta. Íbúar Mosfellsbæjar koma sam- an við Hlégarð, en skrúðganga verður frá Bæjarleikhúsinu að Hlégarði klukkan 14. Eftir hátíð- ardagskrá verður kökuhlaðborð UMFA í Hlégarði, og keppt verð- ur um titilinn sterkasta mann Ís- lands klukkan 16. Um kvöldið verða síðan vímuefnalausir úti- tónleikar við Hlégarð. Margt sér til gamans gert á þjóðhátíðardaginn hjá jafnt ungum sem öldnum Skemmtanir um borg og bý á 60 ára afmæli lýðveldisins Morgunblaðið/Einar Falur Börnin úr Hálsaborg fóru í skrúðgöngu í gær í tilefni 17. júní og sungu meðal annars við elliheimilið Seljahlíð. TENGLAR ..................................................... www.17juni.is www.hafnarfjordur.is www.gardabaer.is www.kopavogur.is www.seltjarnarnes.is www.mosfellsbaer.is Hafnarfjörður | Sýningin „Horfumst í augu við að enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“ er nú í anddyri Bókasafns Hafnarfjarðar. Þetta er farandsýning á vegum Landverndar og Vistverndar í verki um sjálfbæran lífsstíl. Sýningin hefur verið sett upp í sveitarfélögunum sem tekið hafa þátt í verkefninu Vistvernd í verki, og var hún opnuð fyrst á degi um- hverfisins, 25. apríl og var þá í Ráð- húsi Reykjavíkur. Tilgangur sýn- ingarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um aðgerðir til að færa heimilishaldið í vistvænna horf og spara í heimilisrekstrinum, segir í tilkynningu. Fjallað er um innkaup, sam- göngur, sorp, vatn og orkunotkun. Hentar sýningin öllu fólki frá 10 ára aldri, enda er hún lifandi og myndræn. Hægt er að svara verð- launagetraun um leið og sýningin er skoðuð.    Umhverfið: Frá sýningunni Vist- vernd í verki í Hafnarfirði. Allir geta gert eitthvað Í þjóðbúningi á Árbæjarsafn | Gestir Árbæjarsafns eru hvattir til að mæta í þjóðbúningi í dag, þjóðhá- tíðardaginn, og njóta fjölbreyttrar dagskrár safnsins. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega boðið vel- komið og hvatt til að mæta í þjóð- búningi síns heimalands. Leið- sögumenn munu klæðast fjölbreyttum búningum í eigu safns- ins, og meðal annars sýna klukkan 14 hvernig skautbúningi er klæðst. Klukkan 16 verður sýning Þjóðdans- afélags Reykjavíkur og boðið verður upp á veitingar. Safnið verður opið frá klukkan 10 til 18.    Lokun Lækjargötu í Hafnarfirði | Framkvæmdir eru hafnar við Lækj- argötu í Hafnarfirði, og hefur af þeim sökum þurft að loka hluta götunnar fyrir umferð. Framkvæmdir við Lækjargötu eru hluti af útboðnu verki Hafnarfjarðarbæjar og Vega- gerðarinnar. Helstu verkþættir eru lagfæring Lækjargötu með und- irgöngum við lækinn og hringtorgi við Hringbraut, hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu, breikkun Reykjanesbrautar að Kaplakrika ásamt undirgöngum við Sólvang og gerð hringtorgs á mótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns. BARNA- og fjölskylduskemmt- unin á Arnarhóli hefst klukkan 14, og verða þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynnar skemmt- unarinnar. Fyrst stígur kór leik- skólabarna í Reykjavík á svið, og syngur Öxar við ána í tilefni dags- ins. Dýrin í Hálsaskógi koma í heimsókn frá Þjóðleikhúsinu. Gunni og Felix og Hattur og Fatt- ur líta einnig við. Danshópur frá Klassíska listdansskólanum sýnir dansverk og sömuleiðis hópur frá Djassballettskóla Báru. Jónsi mun syngja Evróvisjónlagið, og stelpurnar í Nylon taka einnig lagið. Atriði úr söngleikjunum tveimur sem sýndir verða í sum- ar, Hárinu og Fame, verða einnig á sviðinu við Arnarhól. Stopp- leikhópurinn sýnir atriði sem nefnist landnáma, og Rachelle Gislason tekur lagið. Á sama tíma verður margt um að vera í Hljómskálagarðinum, til dæmis mun Skátakórinn taka lag- ið og Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ verða á svæðinu. Sögur herma að Bang- simon muni einnig líta í heimsókn. Dagskrá á Arnarhóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.