Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.2004, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Munið hina árlegu fjölskylduhátíð á orlofssvæði RSÍ við Apavatn helgina 19.-20. júní 2004 Á laugardag er boðið upp á íþróttakeppni, púttkeppni, veiðikeppni, barnaskemmtun, dans og varðeld. Einnig eru hoppkastalar og leiktæki á svæðinu. Á orlofssvæðinu við Apavatn er vel búið tjaldsvæði sem er opið félagsmönnum og gestum þeirra í allt sumar. RSÍ er einn af rekstraraðilum golfvallar Dalbúa við Laugarvatn. Félagsmenn njóta þar sérstakra kjara. Munið félagsskírteinið. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Sumarið er komið hjá RSÍ Spennugolf RSÍ verður á Hellu föstudaginn 25. júní Skráning er hafin á golfrsi@rafis.is eða á skrifstofu RSÍ í síma 580 5253. Fylgist með heimasíðu RSÍ, rafis.is, þar sem auglýstar eru lausar vikur í orlofshúsum sambandsins sem losnað hafa með skömmum fyrirvara. FJÖLBREYTT dagskrá verður víða á höfuðborgarsvæðinu í dag, 17. júní, á sextíu ára afmæli lýð- veldisins. Fyrir þá sem vilja kynna sér ítarlega dagskrá síns bæjarfélags er best að líta á heimasíðu sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Í Reykjavík hefst dagskrá með hefðbundnum hætti í kirkjugarð- inum við Suðurgötu klukkan 10, og svo með hátíðardagskrá á Austurvelli 10.40. Þar leggur for- seti Íslands blómsveig að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar og for- sætisráðherra og fjallkonan flytja ávarp. Að þessu sinni mun fjall- konan flytja ljóð Hannesar Haf- stein í tilefni hundrað ára afmælis heimastjórnar. Hópakstur fornbíla og sýning þeirra á Miðbakka er meðal dag- skráratriða eftir hádegið. Barna- og fjölskylduskemmtun verður á Arnarhóli, og þar munu ýmsir stíga á stokk. Í Hljómskálagarð- inum verður einnig margt við að vera. Danssýning verður klukkan tvö á svonefndum Þingpalli, milli Ráðhússins og Alþingishússins. Á sama palli verður glímt klukkan 16. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður fjölbreytt dagskrá, og meðal ann- ars verður tískusýning Lykkju- falls...úps... klukkan 16.15. Kvöldtónleikar þjóðhátíðar í Reykjavík hefjast klukkan 20, og koma þar fram margar vinsælustu hljómsveitir landsins. Dansleikur á Þingpalli hefst klukkan 21. Samkoma á Víðistaðatúni Í Hafnarfirði verður sett upp risatívolí á Víðistaðatúni, ásamt bílasýningu og kaffisölu. Leik- tækin verða opnuð klukkan 12, en fjölskylduskemmtun hefst þar klukkan 15. Um kvöldið verður fjölskylduskemmtun við Hafn- arborg þar sem skemmtikraftar og hljómsveitir koma fram. Auk þess verða leiktæki fyrir börnin í miðbænum um kvöldið. Þjóðhátíðarmorguninn hefst með kanósiglingum í Garðabæ, við Vífilsstaðavatn. Klukkan 13 verður hátíðarstund í Vídal- ínskirkju og að henni lokinni skemmtun við Ásgarð og Garða- skóla. Kaffiborð Kvenfélags Garðabæjar verður í Garðalundi frá klukkan 15, en þar verður einnig slegið upp dansleik fyrir yngri kynslóðina að kvöldi dags og mun diskótekið Ó Dollý spila fyrir dansi. Í Kópavogi verða bæjarbúar vaktir með leik blásarasveita, sem ferðast munu um bæinn á pall- bílum og spila hátíðartóna. Barna- samkoma verður í Digraneskirkju klukkan 11 í tilefni dagsins, og hátíðarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju klukkan 12.30. Hátíðar- og skemmtidagskrá Kópavogsbæjar hefst síðan klukkan 14 á Rútstúni og verður þar margt til skemmt- unar. Þar verða einnig úti- tónleikar um kvöldið, milli 20 og 22. Á Seltjarnarnesi verður gengið fylktu liði frá Dælustöð við Lind- arbraut að Eiðistorgi, þar sem há- tíðardagskrá hefst um hálftvö. Lúðrasveit Seltjarnarness leikur og Seltirningar skemmta. Íbúar Mosfellsbæjar koma sam- an við Hlégarð, en skrúðganga verður frá Bæjarleikhúsinu að Hlégarði klukkan 14. Eftir hátíð- ardagskrá verður kökuhlaðborð UMFA í Hlégarði, og keppt verð- ur um titilinn sterkasta mann Ís- lands klukkan 16. Um kvöldið verða síðan vímuefnalausir úti- tónleikar við Hlégarð. Margt sér til gamans gert á þjóðhátíðardaginn hjá jafnt ungum sem öldnum Skemmtanir um borg og bý á 60 ára afmæli lýðveldisins Morgunblaðið/Einar Falur Börnin úr Hálsaborg fóru í skrúðgöngu í gær í tilefni 17. júní og sungu meðal annars við elliheimilið Seljahlíð. TENGLAR ..................................................... www.17juni.is www.hafnarfjordur.is www.gardabaer.is www.kopavogur.is www.seltjarnarnes.is www.mosfellsbaer.is Hafnarfjörður | Sýningin „Horfumst í augu við að enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“ er nú í anddyri Bókasafns Hafnarfjarðar. Þetta er farandsýning á vegum Landverndar og Vistverndar í verki um sjálfbæran lífsstíl. Sýningin hefur verið sett upp í sveitarfélögunum sem tekið hafa þátt í verkefninu Vistvernd í verki, og var hún opnuð fyrst á degi um- hverfisins, 25. apríl og var þá í Ráð- húsi Reykjavíkur. Tilgangur sýn- ingarinnar er að vekja fólk til umhugsunar um aðgerðir til að færa heimilishaldið í vistvænna horf og spara í heimilisrekstrinum, segir í tilkynningu. Fjallað er um innkaup, sam- göngur, sorp, vatn og orkunotkun. Hentar sýningin öllu fólki frá 10 ára aldri, enda er hún lifandi og myndræn. Hægt er að svara verð- launagetraun um leið og sýningin er skoðuð.    Umhverfið: Frá sýningunni Vist- vernd í verki í Hafnarfirði. Allir geta gert eitthvað Í þjóðbúningi á Árbæjarsafn | Gestir Árbæjarsafns eru hvattir til að mæta í þjóðbúningi í dag, þjóðhá- tíðardaginn, og njóta fjölbreyttrar dagskrár safnsins. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega boðið vel- komið og hvatt til að mæta í þjóð- búningi síns heimalands. Leið- sögumenn munu klæðast fjölbreyttum búningum í eigu safns- ins, og meðal annars sýna klukkan 14 hvernig skautbúningi er klæðst. Klukkan 16 verður sýning Þjóðdans- afélags Reykjavíkur og boðið verður upp á veitingar. Safnið verður opið frá klukkan 10 til 18.    Lokun Lækjargötu í Hafnarfirði | Framkvæmdir eru hafnar við Lækj- argötu í Hafnarfirði, og hefur af þeim sökum þurft að loka hluta götunnar fyrir umferð. Framkvæmdir við Lækjargötu eru hluti af útboðnu verki Hafnarfjarðarbæjar og Vega- gerðarinnar. Helstu verkþættir eru lagfæring Lækjargötu með und- irgöngum við lækinn og hringtorgi við Hringbraut, hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu, breikkun Reykjanesbrautar að Kaplakrika ásamt undirgöngum við Sólvang og gerð hringtorgs á mótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns. BARNA- og fjölskylduskemmt- unin á Arnarhóli hefst klukkan 14, og verða þau Birta og Bárður úr Stundinni okkar kynnar skemmt- unarinnar. Fyrst stígur kór leik- skólabarna í Reykjavík á svið, og syngur Öxar við ána í tilefni dags- ins. Dýrin í Hálsaskógi koma í heimsókn frá Þjóðleikhúsinu. Gunni og Felix og Hattur og Fatt- ur líta einnig við. Danshópur frá Klassíska listdansskólanum sýnir dansverk og sömuleiðis hópur frá Djassballettskóla Báru. Jónsi mun syngja Evróvisjónlagið, og stelpurnar í Nylon taka einnig lagið. Atriði úr söngleikjunum tveimur sem sýndir verða í sum- ar, Hárinu og Fame, verða einnig á sviðinu við Arnarhól. Stopp- leikhópurinn sýnir atriði sem nefnist landnáma, og Rachelle Gislason tekur lagið. Á sama tíma verður margt um að vera í Hljómskálagarðinum, til dæmis mun Skátakórinn taka lag- ið og Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ verða á svæðinu. Sögur herma að Bang- simon muni einnig líta í heimsókn. Dagskrá á Arnarhóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.