Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 11 Gjöf Jóns Sigurðssonar Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita „1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit, 2. til þess að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og 3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita.” Enn fremur segir: „Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.” Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis „að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“ Umsækjendur um verðlaun úr sjóðnum skulu senda nefndinni þrjú eintök þeirra rita er þeir óska að tekin verði til álita. Æskilegt er að þeim fylgi umsögn viðurkenndra fræðimanna, sérfróðra um efnið. Framangreind gögn skulu send forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, 150 Reykjavík, merkt verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurssonar, fyrir 1. september næstkomandi. Reykjavík, 1. júní 2004 Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Jón G. Friðjónsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Magdalena Sigurðardóttir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í júlí frá kr. 19.990 með Heimsferðum Bologna Verð frá kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Bologna/- Forli, 1. og 8. júlí. Netverð. Mallorca Verð frá kr. 34.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 7. júlí, vikuferð, nettilboð. Netverð. Benidorm Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, stökktutilboð, 7. júlí. Netverð. Rimini Verð frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 1. júlí, stökktutilboð. Netverð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð. Barcelona Verð frá kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Barcelona, 1. júlí. Netverð. Portúgal Verð frá kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð. Króatía Verð frá kr. 33.895 Flugsæti á mann með sköttum, beint flug á Trieste. Tryggðu þér síðustu sætin í júlí BÚIST er við því að borgarráð ákveði í næstu viku hvort samþykkja eigi aðra aukafjárveitingu til þess að koma á móts við þá námsmenn sem eru enn án sumarvinnu í Reykjavík. 150 milljóna króna aukafjárveiting var samþykkt í vor af borgarráði til að hægt væri að ráða fleiri sumar- starfsmenn en sú fjárveiting hefur ekki dugað því enn eru um þrjú hundruð námsmenn, 17 ára og eldri, án sumarvinnu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust úr fjármáladeild Reykjavík- urborgar kom þessi sama staða upp í fyrra og þá var samþykkt önnur aukafjárveiting. Bendi allt til þess að slíkt hið sama verði gert nú. Sé mið- að við árið í fyrra var samþykkt aukafjárveiting sem hljóðaði upp á 148 milljónir króna en við það bætt- ist svo önnur aukafjárveiting upp á 80 milljónir króna. Nú í ársbyrjun sóttu samtals 2.670 manns um vinnu og hafa 1.370 verið ráðnir, þar af 843 innan fjárhagsramma og 527 vegna aukafjárveitingarinnar. Sumarstörf námsmanna Aukafjár- veitingar að vænta í næstu viku FYRSTA úthlutun Tækniþróunar- sjóðs, sem Rannsóknarmiðstöð Ís- lands (RANNÍS) annast umsýslu á, var kynnt í gær í Þjóðmenning- arhúsinu. Sjóðnum er ætlað að vera stuðningur við rannsóknar- og þróunarverkefni og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu at- vinnulífsins. Sjóðurinn úthlutaði um 180 millj- ónum króna til 27 verkefna en alls bárust 102 umsóknir af ólíkum toga. Fjögur verkefni voru kynnt sem fengu hæstu styrkina og voru þau ólík að viðfangi en þau fjölluðu m.a. um rannsókn á nýrri aðferð til að kyngreina eldisseiði, þróun á að- ferð til að greina Alzheimerssjúk- dóminn á frumstigi, véltungumál sem hlýðir munnlegum fyrirmæl- um og loks verkefni sem ætlað er að stytta vinnu við síldarsöltun úr tveim dögum niður í nokkrar klukkustundir. Segja má að öll verkefnin eigi það sameiginlegt að stefna að aukinni samkeppnis- hæfni, hraðari vinnuferlum og stuðla að hagkvæmari rekstri. Hefur gríðarlega mikla þýðingu Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, var viðstödd kynninguna og spurð um mikilvægi sjóðsins svaraði hún því að sjóðurinn hefði gríðarlega mikla þýðingu. „Fjárveitingar til rann- sóknarsjóðanna, eins og þeir voru reknir, skiluðu sér ekki inn til frumkvöðlanna og til atvinnulífs- ins. Þess vegna var það sem tekin var ákvörðun um að stofnsetja þennan nýja sjóð, Tækniþróunar- sjóð, sem sinnir frumstigi nýsköp- unar.“ Hún segir að hugmyndir verði að vera mjög þróaðar til þess að fjár- festar fái áhuga á þeim og er sjóðn- um ætlað að brúa þá gjá sem er á milli frumstigs nýsköpunar og fjár- festa. Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður RANNÍS, segir mikla grósku vera í þróunarstarfi hérlendis og nefnir að Íslendingar séu fámenn þjóð en alls ekki smá þegar kemur að því að vera leið- andi afl á sviði vísinda og rann- sókna í heiminum. Hann bendir á að sjóðir eins og Tækniþróunar- sjóður séu nauðsynlegir enda fjár- skortur víða á sviði vísinda og rannsókna. Morgunblaðið/Þorkell Úthlutað var úr sjóðnum um 180 milljónum króna til 27 verkefna en alls bárust 102 umsóknir af ólíkum toga. Úthlutað úr Tækniþróunarsjóði Stuðlar að bættri samkeppnisstöðu atvinnulífsins PHIL Craven, forseti alþjóðaól- ympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) og Bob Price, forseti Evrópudeildar ólympíuhreyfingar fatlaðra voru í heimsókn á Íslandi í byrjun júní. Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) skipu- lagði dagskrá fyrir þá hér á landi og m.a. var farið til Íshesta í Hafn- arfirði í þeim tilgangi að kynna þeim íslenska hestinn. Erlendis hafa hestar verið not- aðir í sívaxandi mæli við meðferð og þjálfun fatlaðs fólks og íslenski hesturinn er talinn henta sérlega vel á þessu sviði. Nokkrir aðilar starfa að þessum málum hér á landi en árið 2001 stóð Íþróttasamband fatlaðra og Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki fyrir námskeiði og málþingi um reiðþjálfun og reið- mennsku fatlaðra, þar sem tilgang- urinn var fyrst og fremst sá að virkja fólk til samstarfs og kanna stöðu mála hér á landi. Starfshópur á vegum ÍF og HMÍ vinnur nú að því að skapa grundvöll til viðræðna við stjórnvöld um viðurkenningu á þessu árangursríka meðferð- arformi. Forystumenn ólympíuhreyfingar fatlaðra Phil Craven, forseti IPC, Einar Bollason og Sigrún Sigurðardóttir reið- kennari. Sigrún er sérmenntuð á sviði reiðþjálfunar fyrir fatlaða. Kynna sér íslenska hestinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.