Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnlaugur Við-ar Guðmundsson fæddist á Akureyri 10. maí 1941. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudaginn 8. júní. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Jónsson, f. 1. september 1914, d. 21. júlí 1993, og Jó- hanna Kristín Gunn- laugsdóttir, f. 3. mars 1915, d. 4. ágúst 1995. Systur Gunnlaugs eru: 1) Steinunn Guðmundsdóttir, gift Birni Baldurssyni. 2) Margrét Guðmundsdóttir, gift Kristni Hólm. 3) Guðrún Guðmundsdótt- ir, gift Hannesi Haraldssyni. Árið 1969 kvæntist Gunnlaug- ur Guðlaugu Sigríði Stefánsdótt- ur, f. 5. maí 1947, d. 11. ágúst 2003. Dætur þeirra eru: 1) Jó- hanna Kristín Gunnlaugsdóttir, f. 28. júlí 1968, gift Gesti Geirssyni. f. 19. júní 1967, sonur þeirra er Gunnlaugur Geir Gestsson, f. 3. október 2003. 2) Anna Soffía Gunnlaugsdóttir, f. 3. desember 1970, gift Friðriki Guðjóni Guðnasyni, f. 7. desember 1973. Gunnlaugur stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og nam tryggingafræði í Danmörku. Hann starfaði að trygg- ingamálum í Reykjavík og á Ak- ureyri. Lengstan hluta starfsævi sinn- ar starfaði hann í hinum ýmsum rekstrardeildum hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga svo sem Út- gerðarfélagi KEA, skipaafgreiðslu og launadeild. Síðustu ár var hann starfsmaður Skattstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Gunnlaugur var meðlimur í Frímúrarareglunni og sinnti trúnaðar- og stjórnunarstörfum í ýmsum félögum þ.m.t. í Guð- spekifélaginu á Akureyri, Félagi verslunar- og skrifstofufólks Ak- ureyri, Framsóknarflokknum, Náttúrulækningafélagi Akureyr- ar og Skákfélagi Akureyrar. Útför Gunnlaugs fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn 18. júní, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég ræddi eitt sinn við mann sem starfaði um tíma í Austurlöndum fjær. Þrátt fyrir erfitt starf í erfiðu umhverfi tókst hann með jákvæðni og þrautseigju á við alla erfiðleika og kom fram við samferðafólk sitt af mikilli virðingu og vináttu. Að nokkr- um tíma liðnum varð hann var við að eitthvað hafði gerst, því hvert sem hann fór horfði fólk hlýlega til hans og hneigði höfuð sitt í virðingarskyni. Þegar hann spurði innfæddan vin sinn að því hverju þetta sætti var brosað og svarað á þá lund að eftir framkomu hans væri tekið og það orðspor fylgdi honum að hér færi góður maður. Gunnlaugur var slíkur maður, góð- ur maður, og vinamergð hans bar því glöggt vitni. Ég man þegar ég, Reyk- víkingurinn, steig í fyrsta sinn inn um hinar ólæstu dyr Þórunnarstrætisins og á móti mér tóku þau hjón, Laugi og Lauga, sem föðmuðu mig í bak og fyrir og buðu mig innilega velkominn í fjölskylduna – orð sem öðlaðist síð- an enn dýpri merkingu strax næsta morgun þegar hann reif mig á lappir í vikulegan laugardagsgraut stórfjöl- skyldunnar þar sem ég kynntist á augabragði öllum systrum hans, mágum, börnum þeirra og barna- börnum. Þessi sterku innbyrðis tengsl fjölskyldunnar voru Lauga af- ar hjartfólgin og alltaf þótti mér jafn- vænt um að finna hversu vel hann fylgdist með okkur og tók þátt í lífi okkar, enda passaði hann ætíð upp á að gefa sér tíma til að hitta okkur í hvert sinn sem hann átti erindi suður. Hann ræktaði vel sína vini enda voru dyr Þórunnarstrætisins ávallt opnar og vinir velkomnir. En þótt ræktarsemi hans við fjölskyldu og vini hafi verið mikil stenst fátt sam- anburð við þann stuðning og hlýju sem hann sýndi eiginkonu sinni, Laugu, frá upphafi allt fram til henn- ar ótímabæra fráfalls í ágúst á síð- asta ári. Í gegnum langa sjúkrasögu hennar stóð hann ætíð sem klettur við hlið hennar, gladdist með henni á góðum stundum, hlúði að henni á erf- iðum tímum og studdi hana sama á hverju gekk. Hinn sterki karakter Lauga kom þó hvergi betur fram en á dánarbeði hans þar sem hann lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri vegna eymsla í maga en rannsóknir leiddu í ljós krabbamein á lokastigi. Æðruleysi hans gagnvart dauðanum og fullvissan fyrir framhaldslífinu mun aldrei gleymast þeim sem sátu við hlið hans allt þar til yfir lauk. Hér fer því góður maður og fyrir þér hneigi ég höfuð mitt í virðing- arskyni og veit að hið góða orðspor þitt fylgir þér einnig inn í land ljóss- ins þar sem þú hvílir nú í opnum örm- um Laugu og í góðum félagsskap horfinna vina og ættingja. Þinn tengdasonur, Friðrik Guðjón Guðnason. Elsku afi og tengdapabbi. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei skal ég þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Eftir allt of stutta viðkynningu kveðjum við feðgar í djúpri sorg. Gestur og Gunnlaugur Geir. Dauðinn er og verður ávallt óvænt- ur, jafnvel þótt hann hafi verið um hríð á næsta leiti. Hinn 8. júní sl. lést góður vinur minn og mágur Gunn- laugur Viðar, um aldur fram, úr ill- vígum sjúkdómi eftir stutta en harða baráttu. Hvern grunaði þegar fjöl- skyldan hittist í venjubundnum laug- ardagsgraut á heimili hans í byrjun maí að andlát hans væri svo skammt undan? Gunnlaugur hafði síðustu tvær vikurnar teflt sína síðustu skák við þann sem öllu ræður. Þessi síðasti hildarleikur Lauga var heiðarleg og hvöss baráttuskák, eins og svo marg- ar skákir sem hann tefldi um ævina, en þó einstök, því að hér náði hann æðrulaus jafntefli við drottin sinn sem nú hefur tekið hann til sín yfir móðuna miklu á vit eiginkonu og for- eldra. Vissan um fagnaðarfund þeirra, handan móðunnar miklu, er okkur sem eftir lifum huggun harmi gegn. Allt frá unglingsárum Gunnlaugs höfum við verið í sömu fjölskyldunni, eða frá því að hann fór til náms í Sam- vinnuskólanum á Bifröst og að því loknu til náms og þjálfunar hjá trygg- ingafélagi í Kaupmannahöfn og eftir það í starfi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í fjölmörg ár í hinum ýmsu rekstr- ardeildum, svo sem hjá Útgerðar- félagi KEA, skipaafgreiðslu og launadeild, en nú síðustu ár starfs- maður skattstofunnar. Hin margvís- legu störf Gunnlaugs á þessum vinnustöðum hafa verið unnin af trú- mennsku og af þeirri eðlisgreind sem honum var ríkulega gefin. Ekki verður Gunnlaugs minnst án þess að getið sé um félagslega þátt- inn í fari hans, en þar var hann í sér- flokki, sat í stjórnum félaga, eignaðist marga vini í veiðiferðum, fjallgöngum og badminton, en það sem var honum kærast voru þó taflmennska, bridge og þátttaka í stjórnmálum. Segja má að þegar aðrir fengu verðlaun fyrir alls konar „sprikl“ hafi hann sópað til sín bikurum og verðlaunapeningum fyrir hugar-íþróttir. Gunnlaugur var hvorki sporgöngumaður annarra né bókstafstrúarmaður í neinum skiln- ingi. Skörp hugsun gerði hann hæfan til þess að brjóta mál til mergjar og mynda sér skoðanir út frá því. Í rök- ræðum um stjórnmál var hann ávallt trúr sannfæringu sinni. Þar naut rök- hyggja hans og sterk rödd sín vel. Gunnlaugur starfaði um árabil í Frí- múrarareglunni og átti þar margar ánægjustundir. Í æsku var Gunnlaugur sendur í sveit ásamt stóru systur, Steinunni, hjá góðu fólki að Tumabrekku í Skagafirði. Hér verða ekki rakin öll þau ævintýri sem þau lentu í þar, en víst tel ég að þar hafi kviknað sá neisti sem svo vel kom fram í áhuga á sumarbústað systkininna, Hlíðarseli, í Vaðlaheiði. Þar var Gunnlaugur sæll og glaður, við ræktun, girðingar- vinnu og málningarvinnu, en glaðast- ur að verki loknu í hópi fjölskyldu og vina. Á lífsleiðinni upplifði Gunnlaugur, eins og allir, sorg og gleði. Fyrir tæpu ári lést eiginkona hans, Guð- laug. Í langvarandi veikindum henn- ar sannaði hann enn og aftur mann- gildi sitt. Umvafinn elskulegum dætrum sínum og eiginmönnum þeirra, systrum og síðast en ekki síst afastráknum Gunnlaugi Geir, kvaddi hann æðrulaus þetta lífshlaup sitt, sem hann hefur svo oft dúxað í. Og nú þegar leiðir skiljast um sinn, þakka ég honum allt, allt og bið Drottin að blessa hann og milda með kærleik sínum sorgir dætranna, eig- inmanna þeirra, barnabarns og systra, ásamt fjölskyldum þeirra. Björn Baldursson. Við kveðjum kæran bróður. Hugurinn laðar fram minningar frá uppvexti okkar í föðurhúsum í Hlíðargötunni og seinna sem giftum manni og föður tveggja yndislegra dætra í Þórunnarstrætinu. Þessar minningar eru okkur afar dýrmætur fjársjóður sem við munum varðveita í hjarta okkar. Áhugamál Lauga voru mörg og spönnuðu vítt áhugasvið t.d. skák, bridge, pólitík, dulspeki og mann- rækt. Hann var mjög trúaður maður, leitaði til kirkjunnar og félagsskapar við Frímúrararegluna og Guðspeki- félagið til þess að þroska sig og auðga. Hann kunni þá list sem sumir kalla „gullgerðarlist“ andans, að breyta óæðri málmi lífsins í gull hins daglega lífs. Með eldmóði hugans gat hann breytt neikvæðni í jákvæðni og svart- sýni í bjartsýni. Þannig hafði hann skapandi áhrif á okkur systurnar og allt samferðafólk sitt með víðsýni og skilningi. Við minnumst bróður okkar sem manns með hlýtt hjartalag, einlægt innræti og gott viðmót. Hann hafði lag á því að senda þessa hjartahlýju til annarra sem nærandi og heilandi gjöf. Úr dýpstu fylgsnum hjartans – líkt og úr fjarska berst gnægð þín. – þögnin. Líf mitt verður án vanda einfalt, ljóst og án truflana. Héðan í frá flýt ég – barn ljóssins á hafi hinnar dýrðlegu birtu. Þar sigli ég fleyi mínu, sigli – altekinn fögnuði. Líf mitt er leikur hundraða öldufalda á hinu mikla hafi lífsins. Öldur hníga, öldur rísa, jurtir visna, jurtir blómgast. Væntingar eru takmarkalausar eins er farið afrekum manna. Ekkert varir, ekkert er skammætt. Á hvern skal hrópa? Á hvað skal hrópa? Hvern ákalla – nýja hugsun – nýtt form? Allt ber ávöxt að lokum. Sameinumst andanum, fljúgum á vængjum sálarinnar. Höldum á ný til ljósheima til yndisheima. þar er dauðinn útlægur. Þar ríkir eilífðin ein. Ljósheimar eru hið innra í innstu fylgsnum hjartna vorra. (Sri Chinmoy.) Laugi var þátttakandi í þessu æv- intýri sem lífið er og tók með æðru- leysi því sem að höndum bar. Hann hefur nú flogið á vængjum sálarinnar til Ljósheima, þar sem dauðinn er út- lægur og eilífðin ein ríkir. Megi algóður Guð vernda og styrkja dætur hans, tengdasyni og barnabarn í framtíðinni. Með systurlegri kveðju, Steinunn, Margrét og Guðrún. Nú er fallinn frá frændi minn, Gunnlaugur V. Guðmundsson, langt um aldur fram. Akureyri minnkar mikið í vitund minni við hvarf hans. Enn er höggvið í sama knérunn ætt- ar okkar úr dalnum sem kallaður hef- ur verið fegurstur íslenskra dala. Að mínu áliti er einfaldast að lýsa honum með því að hann hafi alltaf verið framsóknarmaður. Alltaf þegar við ræddumst við kom þessi lífsskoð- un hans fram, félagshyggjan, sam- vinnuhugsjónin, áhugi á landsbyggð og lífi fólks þar voru ætíð hans ær og kýr. Kímnin var samt aldrei langt undan. Við vorum yfirleitt ekki sam- mála, hann var trúr sínum flokki og ég held að nú hafi Framsóknarflokk- urinn misst einn sinn tryggasta fylg- ismann. Ég kynntist Lauga strax í uppeldi mínu á Akureyri eftir miðja síðustu öld. Við hittumst alltaf öðru hvoru, einkum eftir að hann flutti í íbúð á móti okkur við Þórunnarstrætið. En ég flutti suður og kynni okkar hófust aftur tuttugu árum seinna í gegnum systkinabarnamótin, en þar hittumst við börn systkina föður míns en Laugi var einn þeirra. Þetta eru æv- inlega fagnaðarfundir, við gerum eitthvað saman og endum með kvöld- stund, þar sem málin eru rædd fram og til baka. Frá þessum samkomum koma svipmyndir í hug minn eins og Laugi á Snæfellsjökli, Laugi í bú- staðnum í Vaðlaheiði, Laugi í heita pottinum á Árskógssandi o.s.frv. Það verður öðruvísi þegar við hittumst næst og enginn Laugi er á meðal okk- ar, en vonandi náum við fótfestu þrátt fyrir að Laugi, Lauga, og Minný hafi horfið á braut annars heims síðan við hittumst síðast. Ég sendi dætrum Gunnlaugs og Guðlaugar, þeim Jóhönnu og Önnu Soffíu, mínar samúðarkveðjur og sömuleiðis Gunnlaugi litla, barna- barni Lauga. Jóhann Guðjónsson. Það er dálítið táknrænt að einmitt þegar náttúran skartar sínu fegursta, allt er í blóma sem henni viðkemur og sólargangurinn er lengstur, hefur Gunnlaugur, minn kæri vinur, fengið hvíldina og farið á fund elskulegrar eiginkonu sinnar, Laugu, sem kvaddi fyrir tæpu ári. Það er alltaf eftirsjá að góðum samferðamönnum og miklum vinum þó svo að maður viti að þau lifi áfram í heimi Drottins. Vinátta okkar Gulla og Laugu hef- ur varað í langan tíma og mörg ár, þótt mér finnist það vera eins og í gær þegar ég var stödd ein míns liðs í gleðinni á Sjallanum, þeim undra- stað, og kynntist þeim glöðum og kát- um. Þau voru meira en til í að veita aðkomukonunni nærveru og skemmtun, enda félagslynd, jákvæð og sérlega óeigingjörn bæði. Eftir þessa fyrstu kvöldstund var ávallt tekið á móti mér sem eðalborin væri og margar ánægjustundir átti ég með þeim hjónum og reyndar auðnaðist mér að kynnast og eiga að góðum vin- um foreldra Gulla og systur. Brátt hefði liðið að okkar árlegu sumarbú- staðarferð en Gulli hlakkaði til að sýna mér bústað þeirra hjónanna því búið væri að setja upp heitan pott og sána-bað. En í vor þegar hann bauð mér með sér kvöldstund til æsku- félaga síns Sigurðar og konu hans Auðar, átti ég síst von á að þetta yrði okkar síðasta samvera og nutum við kvöldsins með þeim hjónum. Það var svo ekki fyrr en á leið minni norður á Akureyri á uppstigningardag, að ég í raun gerði mér grein fyrir að hann kom í það skiptið til að kveðja. Ég átti góða stund í hinsta sinn með Gulla þennan eftirmiðdag en dagana á eftir gat ég heyrt í honum og var það okk- ur báðum gleðilegt að heyra rödd hvors annars. Það eru svona traustir vinir sem gefa lífinu gildi og ég veit að einmitt slík viðkynning gerir mann ríkari sem manneskju. Á sunnudögum átti Guðmundur, pabbi Gulla, það til að bjóða upp á bjór sem var í þá daga eins og forboðinn ávöxtur. Vildi Guð- mundur ómögulega að ég slyppi suð- ur á sunnudögum án þess að þiggja eina ölkrús, því bjórinn var ekki auð- fundinn hér á landi í þá daga. Hefur þessi hefð með bjórinn hugsanlega verið eins og var með dönskuna sem sannir Akureyringar brúkuðu á sunnudögum hérna í ,,den“. Gulli var eins og foreldrarnir, ein- staklega gestrisinn og mikill vinur vina sinna, félagslyndur og glaðvær og hafði áhuga á samneyti við fólk eins og dæmin sanna á því í hversu mörgum félögum hann var fé- lagsmaður númer eitt. Hann hafði ekki bara áhuga á fólki hérna megin grafar heldur líka í handanheiminum. Allt sem viðkom sálrænum fyrirbær- um var honum sem og Laugu einkar hugleikið, enda slíkur áhugi hluti af hans ættarsögu. Það mun reynast dætrum og litla dóttursyninum og nafna, erfitt að horfa á eftir föður sínum og afa sem ávallt vakti yfir þeim og lifði fyrir sína, ekki síst þegar svo stutt reynd- ist milli þeirra hjóna. Það segir sig sjálft að missir þeirra sem eftir standa er sérstaklega erfiður og þjáningarfullur, og á það einnig við um þessa fjölskyldu þrátt fyrir trú hennar á líf að loknu þessu og vissu um guðlega forsjá hér og í ríki Drott- ins. Þegar ég nú kveð vin minn Gunn- laug í hinsta sinn, þá veit ég að þótt sumarbústaðarferðirnar verði ekki fleiri hérna megin, þá er ekki ósenni- legt að tríóið Gulli, Lauga og góðvin- ur okkar Dóri, bíði okkar í nýjum heimkynnum, tilbúin að leggja í ‘ann, vitandi hvert halda skal þegar þar að kemur að við hittumst á ný. Endur- fundir verða vísir og koma örugglega ekki til með að valda mér og mínum vonbrigðum því ég veit í hjarta mínu að þau munu þar sem hér styðja vini sína á nýjum og framandi leiðum, við aðstæður sem bíða okkar allra en við þekkjum ekki fyrr en okkar tími kemur, þrátt fyrir vissu um væntan- lega tilvist okkar í Guðs faðmi í ríki Drottins. Að lokum langar mig að kveðja vin minn með eftirfarandi ljóði um leið og ég sendi öllum ástvinum Gunnlaugs vinar hjartans samúðarkveðjur: Stirðnuð er fífilsins brosmilda brá og brostinn er lífsins strengur. Helkaldan grætur hjartað ná því horfinn er góður drengur. Farinn ert á friðarströnd frjáls af lífsins þrautum. Styrkir Drottins helga hönd hal á ljóssins brautum. Í Gjafarans milda gæskuhjúpi gróa öll mín sár. Með sólargeisla úr sorgardjúpi sendi þér kveðjutár. (Jóna Rúna Kvaran.) Blessuð sé minning Gunnlaugs Guðmundssonar. Kristín Ágústsdóttir. Látinn er, langt fyrir aldur fram, góðvinur og spilafélagi til margra ára, Gunnlaugur Viðar Guðmunds- son. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölskyldunni þar sem Gunnlaug- ur stóð yfir moldum konu sinnar fyrir tíu mánuðum en hún lést eftir lang- vinn og erfið veikindi. Við Gunnlaug- ur kynntumst að marki í Gagnfræða- skólanum á Akureyri, vorum bekkjarbræður og áttum það sameig- inlegt að hafa gaman af skák en í GUNNLAUGUR VIÐAR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.