Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MÁNUDAGINN
14. júní var greint
frá því í fréttatíma
Stöðvar 2 að útgef-
andi tímarits í
Reykjavík hefði fal-
ast eftir íslenskum
skautbúningi hjá
búningaleigu
Þjóðdansafélags
Reykjavíkur. Þegar í
ljós kom að fyr-
irhugað var að ljós-
mynda þeldökka
konu í þessum ágæta
búningi var honum
tjáð að því miður
gæti það ekki orðið. Í
kaupbæti fylgdu síð-
an orð þess efnis að
framtíð Íslands væri
ekki svört. Og til að
bæta gráu ofan á
svart taldi sá sem
fyrir svörum varð hjá
þessum félagsskap að
hún væri ef til vill
fremur gul en svört.
Ég er nú svo
grænn, að ég hélt
satt að segja að svona viðhorf
kæmu ekki lengur fram á opinber-
um vettvangi á Íslandi, nema þá
hjá takmörkuðum öfgahópi sem
telur okkur með bleiku nefin yfir
aðra hafin. Kynþáttafordómar og
þjóðernisfasismi held ég að séu
þau einkunnarorð sem hæfa þess-
um ummælum og
þeim móttökum sem
útgefandinn fékk hjá
Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur.
Setjum sem svo að
þeldökk stúlka sem
hingað kom nokkurra
mánaða gömul, ís-
lenskur ríkisborgari
sem alið hefur allan
sinn aldur á Íslandi,
gengið í íslenska skóla
og talar íslensku af
meira viti heldur en sá
sem svarar fyrir bún-
ingaleigu Þjóðdans-
afélagsins, komi nú í
sömu erindagjörðum.
Tilefnið gæti verið
gifting, doktorspróf,
eða móttaka íslensku
bókmenntaverð-
launanna. Fengi hún
sömu móttökur? Er
framtíðin ekki heldur
hennar á Íslandi?
Þessi ummæli dæma
sig sjálf og eru von-
andi ekki til vitnis um
afstöðu þessa félagsskapar, en þau
eru fyrirlitleg engu að síður.
Hver er litur
framtíðar?
Tryggvi Jakobsson skrifar
um kynþáttafordóma
Tryggvi Jakobsson
’Kynþátta-fordómar og
þjóðernisfasismi
held ég að séu
þau einkunn-
arorð sem hæfa
þessum um-
mælum…‘
Höfundur er útgáfustjóri
hjá Námsgagnastofnun.
Í DAG fögnum við 60 ára full-
veldi Íslands og íslenskrar þjóðar.
Frjáls þjóð í eigin
landi. Þjóð með eigin
tungu, langa skráða
sögu og það besta á
sviði tækni og menn-
ingar. Það frelsi og
sú velmegun sem við
búum við er ekki
sjálfgefið eins og við
erum minnt á í hverj-
um fréttatíma þegar
okkur er sýnd fá-
tækt, hungur og
harðstjórn sem marg-
ar þjóðir mega sætta
sig við og sjá ekki
fyrir endann á.
Um leið og við
gleðjumst og fögnum
er því ástæða að
hugsa með þakklæti
til genginna kyn-
slóða: Án eljusemi og
áræðis þeirra væri líf
okkar öðruvísi í dag.
Minnumst líka þeirra
sem enn eru meðal
okkar, margir í hárri
elli. Þeirra sem stofnuðu lýðveldið
og unnu að uppbyggingu lands og
þjóðar. Samgöngur, menntamál,
heilsugæsla og tengsl við umheim-
inn urðu ekki til af sjálfu sér. Kyn-
slóð tekur við af kynslóð. Þannig
höfum við iðnvæðst og tæknivæðst
svo að nú stöndum við meðal
fremstu þjóða í heimi.
Við sem komin erum yfir miðjan
aldur og horfum á unga krakka að
leik og starfi á tölvum hugsum til
baka til æsku okkar: Til blýants
og strokleðurs, leggja og skelja,
sem voru okkar „tæki“ og leik-
föng. Lífið var um margt einfald-
ara, ekki verra, heldur svolítið erf-
iðara og einfaldara. En við
þekktum ekki annað og við vorum
hamingjusöm. Síðan höfum við séð
meiri breytingar og tæknivæðingu
en nokkur kynslóð á undan okkur.
Tæknin hefur fært okkur tíma
og frelsi. Frelsi til að ferðast,
stjórna lífi okkar og til að láta
okkur líða betur á ýmsan hátt. En
frelsi getur verið vandmeðfarið.
Við hvert fótmál eru valkostir sem
móta framtíðina – til
betri eða verri vegar.
Það þarf sterk bein til
að þola meðlæti, svo
undarlega sem það
kann að hljóma. Tölv-
ur og önnur tækni hef-
ur ekki leyst af hólmi
heilbrigða skynsemi
og þörfina fyrir að
velja og hafna. Þörfina
fyrir að kunna fótum
sínum forráð. Frelsi
Íslands fékkst ekki
fyrirhafnarlaust og
það er ekki sjálfgefið
að það standi um alla
framtíð. Það veltur á
okkur sjálfum.
Við Íslendingar er-
um um margt sérstök
þjóð. Við höfum mót-
ast gegnum aldirnar
af einangrun, harðbýli
og fallegri en óblíðri
náttúru. Við höfum
lært að bjarga okkur
og margsýnt að fátt
stöðvar okkur þegar við snúum
bökum saman sem ein fjölskylda.
Við getum lyft Grettistökum. Við
höfum sannað gildi okkar og þurf-
um ekki að reyna að líkjast eða
samlagast öðrum þjóðum. Við er-
um sérstök og getum verið stolt af
því – með fullri virðingu fyrir öðr-
um þjóðum.
Í dag lítum við um öxl, þökkum
Guði fyrir landið og gengnum kyn-
slóðum fyrir varðveislu þess og
uppbyggingu. Við lítum líka fram
á veg sem við viljum sem mestan
og bestan fyrir komandi kynslóðir.
Í dag gleðjumst við.
Gleðilega þjóðhátíð !
Gleðilega
þjóðhátíð!
Baldur Ágústsson skrifar
um íslenska þjóð
Baldur Ágústsson
’Við höfumsannað gildi
okkar og þurf-
um ekki að
reyna að líkjast
eða samlagast
öðrum þjóðum.‘
Höfundur er fv. forstjóri
öryggisþjónustunnar Vara og
frambjóðandi í komandi forseta-
kosningum. baldur@internet.is
Á ÍÞRÓTTAHÁTÍÐINNI 1990
komum við fyrst sam-
an til að ganga,
skokka eða hlaupa. Á
hverju ári síðan höf-
um við safnast saman
og tekið þátt í
Kvennahlaupi ÍSÍ. Við
höfum gengið og
hlaupið saman, hver
eftir sinni getu. Við
höfum glaðst saman,
stappað stálinu í hver
aðra, verið hreyknar
hver af annarri. Með
atburðinum höfum við
hvatt konur til að
bæta heilsu sína með
hóflegri hreyfingu og
heilbrigðum lífs-
háttum. Með þátttöku
okkar höfum við örv-
að yngri þátttakendur
og verið þeim til fyr-
irmyndar.
Kvennahlaupið er
stærsti árlegi íþrótta-
viðburðinn á Íslandi. Þátttakendur
í ár verða um 20.000 ef að líkum
lætur og hlaupið fer fram vítt og
breitt um landið, alls á um 100
stöðum. Við þennan fjölda bætast
margar íslenskar konur, sem
staddar eru eða búa erlendis, en
munu líka vera með í dag. Þær
taka þátt til að styðja okkar og
vera með okkur í andanum. Við
hugsum til þeirra og erum stoltar
af þeim.
19. júní nk. fögnum
við 15 ára afmæli
kvennahlaupsins. Á
þeim degi árið 1915
fengu konur á Íslandi
kosningarétt. Það er
því ástæða til að
halda hátíð á þessum
merka degi með þátt-
töku kvenna á öllum
aldri – sýna sam-
stöðu.
Lýðheilsustöðin
Í ár mun Lýð-
heilsustöðin slást í
för með okkur. Kjör-
orðið er „Hreyfing
eflir andann – gefðu
þér tíma“. Áður hafa
góð samtök eins og
Samhjálp kvenna og
Beinvernd tengst
Kvennahlaupinu í því
skyni að leggja
áherslu á betri heilsu,
andlega og líkamlega.
Listaverk í Garðabæ
Aðalhlaupið hefur frá upphafi far-
ið fram í Garðabæ. Það væri því
við hæfi að í bænum yrði komið
upp útilistaverki til heiðurs
kvennahlaupinu, fjölmennasta al-
menningsíþróttaviðburði hér á
landi um áraraðir. Kvennahlaupið
á það skilið. Í þessu sambandi skal
minnt á að ekkert útilistaverk, til-
einkað kvennaíþróttum, hefur ver-
ið sett upp hér á landi. Það er
tímabært að úr því verði bætt.
Sjáumst á laugardaginn 19. júní!
Kvennahlaupið
15 ára
Lovísa Einarsdóttir skrifar
um Kvennahlaupið
Lovísa Einarsdóttir
’Með þátttökuokkar höfum við
örvað yngri
þátttakendur og
verið þeim til
fyrirmyndar. ‘
Höfundur hefur verið í
undirbúningsnefnd hlaupsins
í Garðabæ frá upphafi.
Söluaðilar Sími
Vesturland / Vestfirðir
Hjólbarðaviðgerðin Akranesi 431 1777
Bifreiðaþjónustan Borgarnesi 437 1192
Dekk og Smur Stykkishólmi 438 1385
KM þjónustan Búðardal 434 1611
Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456 3501
Vélaverkstæði Sveins Borðeyri 451 1145
Norðurland
Kaupfélag V. Húnvetninga 451 2370
Léttitækni Blönduósi 452 4442
Pardus Hofsósi 453 7380
Hjólbarðaþjónusta Óskars Sauðárkróki 453 6474
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki 455 4570
Bílaþjónustan Dalvík 466 1062
B.H.S. Árskógsströnd 466 1810
Bílaþjónustan Húsavík 464 1122
Austurland
Dagsverk Egilsstöðum 471 1118
Réttingaverkstæði Sveins Neskaupsstað 477 1169
Sigursteinn Melsteð Breiðdalsvík 475 6616
Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn 478 1340
Suðurland
Bifreiðaverkstæði Gunnars Klaustri 487 4630
Framrás Vík 487 1330
Þ.G.B. Hvolsvelli 487 8114
Varahlutaverslun Björns Hellu 487 5995
Bílaþjónustan Hellu 487 5353
Vélaverkst. Guðmundar & Lofts Iðu 486 8840
Gunnar Vilmundars. Laugarvatni 486 1250
Sólning Selfossi 482 2722
Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Selfossi 482 2151
Bílaverkstæði Jóhanns Hveragerði 483 4299
Höfuðborgarsvæðið
Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188
Höfðadekk Reykjavík 587 5810
Gúmmívinnustofan Reykjavík 587 5588
Ísdekk Reykjavík 587 9000
Allar stærðir og gerðir
landbúnaðarhjólbarða
VIÐ getum endalaust talað um
það að við þurfum að minnka notk-
un bílsins, við getum hvatt til auk-
inna hjólreiða og svo
framvegis, en það hef-
ur ekkert upp á sig
fyrr en stígakerfi höf-
uðborgarsvæðisins
verður með þeim hætti
að áhugavert sé að
velja hjólið fram yfir
bílinn og hægt verður
að hjóla, ganga eða
skokka um borgina og
nágrannasveitarfélögin
án þess að lenda iðu-
lega í vandræðum.
Það er ekki ásætt-
anlegt að meðfram um-
ferðaræðum eins og
Vesturlandsvegi, Breiðholtsbraut/
Reykjanesbraut og Kringlumýr-
arbraut (frá Reykjavík yfir í Garða-
bæ) liggi ekki almennileg stíga-
kerfi. Ártúnsbrekkan hefur verið
farartálmi í áraraðir og það þarf
virkilega að hugsa sig um hvernig
best er að fara austur yfir Elliðaár
ætli maður ekki að nota vélknúið
ökutæki. Það er hægt að fara á
stígum hér milli hverfa og milli
sveitarfélaga, en það krefst þess oft
á tíðum að fara þurfi mun lengri
leið og þá verður freistandi að fara
frekar göturnar með tilheyrandi
hættu, eða sleppa því ella.
Nú hefur verið í gangi hjólaátak
og fyrir skemmstu var verið að
veita fyrirtækjum verðlaun fyrir
dugnað og þátttöku í átakinu. Það
er frábært hvað margir tóku þátt
og er ég viss um að sá fjöldi á enn
eftir að aukast. Hitt
má þó ekki gleymast
að margir hafa eflaust
ekki komið sér í gang
í þessu átaki vegna
þess hversu erfitt er
fyrir þá að hjóla til og
frá vinnu – það er það
sem við þurfum að
laga.
Við fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í um-
hverfis- og heilbrigð-
isnefnd lögðum fram
svohljóðandi tillögu
þann 27. maí síðastlið-
inn:
„Reykjavíkurborg komi á form-
legu samráði milli sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, með það að
markmiði að setja fram heildstæða
lausn á göngu og hjólreiða-
stígakerfi höfuðborgarsvæðisins
með tilheyrandi tengingum milli
sveitarfélaga.“
Svohljóðandi greinargerð fylgdi
með tillögunni:
„Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
hefur meðal annars það hlutverk að
stuðla að heilnæmu umhverfi og
heilbrigðum lífsháttum, ásamt því
að draga úr mengun sem frekast er
kostur. Við getum aukið verulega
gæði umhverfisins með því að
draga úr umferðarnotkun hér á
höfuðborgarsvæðinu og ein leið til
þess er að bæta göngu- og hjól-
reiðastíga höfuðborgarsvæðisins
alls. Mikið hefur þegar verið gert í
öllum sveitarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu, þar á meðal í Reykja-
vík, það sem vantar uppá núna er
að tengja saman göngu- og hjól-
reiðastíga sveitarfélaganna. Það
þarf t.d. að vera hægt að hjóla á
stíg meðfram Kringlumýrarbraut-
inni allri án þess að þurfa að fara
margar krókaleiðir til þess að geta
verið á stígum.
Höfuðborgarsvæðið er eitt at-
vinnusvæði og mikilvægt að auðvelt
sé að hjóla, skokka og ganga milli
sveitarfélaga svo það verði raun-
hæfur kostur að fara t.d. hjólandi í
vinnuna. Nú þegar er samráð milli
embættismanna einhverra þessara
sveitarfélaga, en betur má ef duga
skal og ljóst að það þarf að gera
átak í þessu máli.
Við leggjum því til að Reykjavík-
urborg hafi forgöngu í þessu máli
og standi að formlegu samráði milli
sveitarfélaganna og vinni að raun-
hæfri lausn á þessu máli. Það er
mikilvægt að haft verði samráð við
hlutaðeigandi aðila s.s. hjólreiða-
menn sem hvað best eru til þess
fallnir að sjá hvar þarf að gera bet-
ur.“
Það er von mín að þessi tillaga
okkar falli í góðan jarðveg og geti
orðið til þess að Reykjavík taki
frumkvæði í þessu máli, umhverf-
isvænum vegfarendum til mikillar
ánægju.
Bætum stíga-
kerfi höfuð-
borgarsvæðisins
Jórunn Frímannsdóttir
skrifar um umhverfismál
’Það er von mín aðþessi tillaga okkar falli í
góðan jarðveg…‘
Jórunn
Frímannsdóttir
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
umhverfis- og heilbrigðisnefnd.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn