Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
ýning Þjóðleikhússins á
Þetta er allt að koma eft-
ir Hallgrím Helgason í
leikgerð Baltasars Kor-
máks hlaut í gærkvöldi
Grímuna, íslensku leiklist-
arverðlaunin, sem sýning ársins
2004. Verðlaunin voru nú veitt í ann-
að sinn við hátíðlega athöfn í Borg-
arleikhúsinu.
Segja má að Þetta er allt að koma
hafi verið sigurvegari kvöldsins, því
sýningin hlaut alls þrenn verðlaun.
Baltasar Kormákur var valinn besti
leikstjórinn og Gretar Reynisson
þótti eiga bestu leikmyndina. Sýn-
ingin fékk alls tíu tilnefningar til
verðlauna.
Þjóðleikhúsið hlaut alls átta verð-
laun af tólf mögulegum. Leikfélag
Reykjavíkur og Íslenski dansflokk-
urinn fengu tvenn verðlaun hvort og
Hafnarfjarðarleikhúsið og Vest-
urport sín verðlaunin hvort leik-
félag.
Jón Atli leikskáld ársins
Jón Atli Jónasson hlaut Grímuna
sem leikskáld ársins fyrir Brim sem
sýnt er hjá Vesturporti.
Eggert Þorleifsson er leikari árs-
ins fyrir framgöngu sína í Belgísku
Kongó eftir Braga Ólafsson hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og Brynhild-
ur Guðjónsdóttir varð hlutskörpust í
flokknum leikkona ársins fyrir túlk-
un sína á Edith Piaf í samnefndri
sýningu Þjóðleikhússins.
Björn Thors leikari
ársins í aukahlutverki
Björn Thors er leikari ársins í
aukahlutverki fyrir frammistöðu
sína í Græna landinu eftir Ólaf Hauk
Símonarson í Þjóðleikhúsinu og
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik-
kona ársins í aukahlutverki fyrir leik
sinn í Ríkarði þriðja, einnig í Þjóð-
leikhúsinu. Þetta voru einu verðlaun
sýningarinnar sem fékk níu tilnefn-
ingar.
Lára sigursæl í
flokki dansverka
Búninga ársins gerði Elín Edda
Árnadóttir fyrir Chicago hjá Leik-
félagi Reykjavíkur og voru það einu
verðlaun sýningarinnar sem fékk
átta tilnefningar. Lýsingu ársins á
Egill Ingibergsson fyrir Meistarann
og Margarítu í Hafnarfjarðarleik-
húsinu. Bestu tónlistana gerði Jó-
hann G. Jóhannsson fyrir Edith
Piaf.
Lára Stefánsdóttir var valin dans-
höfundur ársins fyrir verk sitt Luna
hjá Íslenska dansflokknum, sem
jafnframt fór með sigur af hólmi í
vali á danssýningu ársins.
Dýrin í Hálsaskógi eftir Thor-
björn Egner í Þjóðleikhúsinu er
besta barnaleiksýningin og útvarps-
verk ársins er Hinn íslenski aðall í
leikgerð Bjarna Jónssonar.
Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin, voru veitt í annað sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu
Þetta er allt að koma er sýning ársins
Mikil stemmning var á
verðlaunaafhendingu
Grímunnar í gærkvöld.
Þetta er í annað sinn
sem verðlaunin eru af-
hent og hafa þau skipað
sér mikilvægan sess í ís-
lensku leikhúslífi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Thors var valinn besti leikari ársins í aukahlutverki en svo skemmti-
lega vildi til að konan hans, Unnur Ösp Stefánsdóttir, afhenti verðlaunin.
Morgunblaðið/Jim Smart
Það var þéttsetinn salurinn á afhendingu Grímunnar. Fyrir miðju eru
mæðgurnar Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Sólveig Arnarsdóttir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Katrín Hall tók við verðlaunum fyrir hönd Íslenska dansflokksins. Luna er
danssýning ársins og Lára Stefánsdóttir er danshöfundur ársins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Að lokinni afhendingu hópuðust verðlaunahafar og aðrir gestir upp á svið og glöddust. Hér má sjá f.v.:
Baltasar Kormák, leikstjóra ársins, Gretar Reynisson, leikmyndahönnuð ársins, Brynhildi Guðjónsdóttur,
leikkonu ársins, Björn Thors, aukaleikara ársins, og Jón Atla Jónasson, leikskáld ársins.
Morgunblaðið/Eggert
Baltasar Kormákur er leikstjóri
ársins fyrir Þetta er allt að koma.
Morgunblaðið/Eggert
Eggert Þorleifsson var valinn leik-
ari ársins fyrir Belgísku Kongó.
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Jim Smart
Brynhildur Guðjónsdóttir var valin
leikkona ársins í Edith Piaf.
CHICAGO var besta sýningin í
ár að mati áhorfenda. Kosn-
ingin fór þannig fram að áhorf-
endur völdu fimm bestu sýning-
arnar í gegnum Netið.
Atkvæðamestar í þeirri kosn-
ingu voru Dýrin í Hálsaskógi
og Edith Piaf í uppsetningu
Þjóðleikhússins, Grease og Chi-
cago í uppsetningu Borgarleik-
hússins og Eldað með Elvis
sem var sett upp í Loftkast-
alanum.
Í framhaldi af þessu vali
gátu áhorfendur kosið milli
þessara fimm sýninga með því
að hringja eða senda sms-
skilaboð. Kosningunni lauk
ekki fyrr en í gærkvöld rétt áð-
ur en úrslitin voru kunngjörð.
Áhorfendur völdu
Chicago bestu sýninguna
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fagnaði
ákaft titlinum besta leikkona ársins í auka-
hlutverki í sýningunni Ríkharði þriðja.