Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SENDIHERRA Norður-Kóreu,
með aðsetur í Stokkhólmi, Jeon In
Chan, er staddur hér á landi og
hyggst taka þátt í 17. júní hátíða-
höldunum í dag. In Chan afhenti
forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á
þriðjudaginn en í gær átti hann
m.a. fund með Sólveigu Pétursdótt-
ur, formanni utanríkismálanefndar
Alþingis, þar sem m.a. mannrétt-
inda- og kjarnorkumál bar á góma.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
In Chan þetta vera í fyrsta skipti
sem hann hefði komið til Íslands og
hann hefði hug á að fræðast betur
um Ísland og hyggðist m.a. í því
skyni taka þátt í opinberum hátíða-
höldum í dag. Spurður um hugs-
anlega samvinnufleti milli land-
anna sagði In Chan að hann væri
einnig hingað kominn til þess að
skoða og kynna sér betur mögu-
leika á því og myndi funda með
ýmsum íslenskum ráðamönnum,
m.a. með embættismönnum úr ut-
anríkis- og viðskiptaráðuneytinu.
Hefur hug á að fræðast
meira um Ísland
Sólveig Pétursdóttir sagði fund-
inn með sendiherra Norður-Kóreu
hafa verið gagnlegan og greinilegt
væri að sendiherrann hefði hug á
að kynna sér og fræðast meira um
Ísland. Sendiherrann hafi í þessu
sambandi nefnt sérstaklega fisk-
veiðar og jarðhita.
Sólveig sagðist m.a. hafa innt
sendiherrann eftir efnahags-
ástandinu í Norður-Kóreu og hvort
stjórnvöldum þar hefði tekist að
vinna bug á hungurvofunni.
„Sendiherrann sagði mikla erfið-
leika vera í efnahagslífinu en
ástandið hefði þó skánað. Ég
spurði hann sérstaklega um mann-
réttindamál, t.d. um það að mann-
réttindasamtök hafa haft áhyggjur
af illri meðferð á föngum. Ég
spurði hann einnig um framleiðslu
kjarnorkuvopna. Við ræddum þessi
mál og fundurinn var út af fyrir sig
lærdómsríkur. Við vonumst auðvit-
að til að þessi viðleitni Norður-
Kóreu til þess að taka upp sam-
starf við önnur ríki, eins og t.d.
Norðurlöndin, geti orðið til þess að
bæta ástandið í Norður-Kóreu,“
sagði Sólveig.
Mannréttinda- og kjarn-
orkumál bar á góma
Morgunblaðið/ÞÖK
Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur á móti sendi-
herra Norður-Kóreu, Jeon In Chan.
Sendiherra N-Kóreu ræddi við formann utanríkismálanefndar
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
hefur undirritað reglugerð um leyfi-
legan heildarafla á fiskveiðiárinu
2004–5 sem hefst 1. september nk. og
er hann í öllum aðalatriðum í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar.
Heildarafli í þorski verður 205 þús-
und tonn, í ýsu 90 þús. tonn og ufsa 70
þús. tonn. Heildarafli í karfa er ákveð-
inn til bráðabirgða 57 þús. tonn í takt
við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar,
um 35 þús. tonn af gullkarfa og 22
þús. tonna áætlun af djúpkarfa, en
ráðgjöf fyrir djúpkarfa liggur ekki
fyrir fyrr en í október. Aflamark í
grálúðu verður 15 þús. tonn.
Einu frávikin frá ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar eru þau að leyfilegur
heildarafli í skarkola verður 5 þúsund
tonn, eða 1 tonn umfram ráðgjöf, og
heildarafli í rækju verður 20 þúsund
tonn, en tillaga Hafrannsóknastofn-
unar um upphafsákvörðun var 14 þús.
tonn.
220 þúsund tonna
viðbót af kolmunna
Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðu-
neytinu segir að þetta sé gert vegna
væntinga um meðafla og heildarafla í
rækju á djúpslóð. Þá liggi endanleg
tillaga frá Hafrannsóknastofnun um
rækjuafla ekki fyrir fyrr en í haust og
verði þá tekin ákvörðun um hugsan-
lega aukningu á leyfilegum rækjuafla
eða framhald rækjuveiða í samráði
við hagsmunaaðila.
Þá er með sérstakri reglugerð
ákveðið að auka leyfilegan heildarafla
á langlúru á yfirstandandi fiskveiðiári
um 200 tonn. Jafnframt hefur sjáv-
arútvegsráðherra undirritað reglu-
gerð um hækkun á leyfilegum heild-
arafla í kolmunna á árinu 2004 og
hækkar hann um 220 þúsund tonn í
samtals 713 þúsund tonn. Í tilkynn-
ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu
segir að síðustu ákvarðanir um heild-
arafla í kolmunna hafi fylgt því sem
Evrópusambandið hafi ákveðið sem
sinn kvóta. Ekki hafi tekist að semja
um takmarkanir á kolmunnaveiðum
og veiðiþjóðir hafi ákvarðað sér kvóta
einhliða.
Leyfilegur heildarafli á næsta fiskveiðiári í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
Heildarafli í þorski
205 þúsund tonn
!"
Morgunblaðið/Alfons
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
úrskurð Héraðsdóms Reykjaness
þess efnis að sýslumanninum í
Kópavogi beri að setja lögbann við
því að fyrirtæki þar í bæ selji og
dreifi No Name-snyrtivörum á Ís-
landi og í íslenskum fríhöfnum eða
íslenskum flugvélum. Í málinu
deildu fyrirtækið Ísflex í Reykja-
vík annars vegar og tvö í Kópavogi
hins vegar, Adriana og Cosmic.
Fyrstnefnda fyrirtækið keypti í
september í fyrra af hinum tveim-
ur umboð fyrir einkasölu á No
Name-snyrtivörum og viðkomandi
umboðum á Íslandi, í íslenskum frí-
höfnum og íslenskum flugvélum,
að því er fram kemur í dómnum.
Samkvæmt kaupsamningnum
framleiddu síðarnefndu fyrirtækin
tvö umrædda vöru og hönnuðu og
framleiddu umbúðir utan um þær.
Samkvæmt kaupsamningnum
skuldbundu þau sig til þess að selja
reykvíska fyrirtækinu umræddar
vörur og umbúðir að minnsta kosti
næstu 10 árin. Það fyrirtæki var
því með einkasöluumboð á sölu og
dreifingu varanna hérlendis, í
verslanir og til annarra smásölu-
aðila. Deildu fyrirtækin um efndir
samninga og hvort grundvöllur
hafi skapast til riftunar.
Hæstiréttur taldi að síðarnefndu
fyrirtækjunum tveimur hafi ekki
verið heimil riftun hans á grund-
velli gagna málsins. Þá hefði reyk-
víska fyrirtækið leitt að því nægar
líkur að dreifing hinna tveggja á
umræddum vörum bryti gegn lög-
vörðum einkarétti þess. Var Cosm-
ic og Adriana gert að greiða Ísflex
samtals 350.000 krónur í máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.
Úrskurður Hæstaréttar um lögbann vegna No Name
Fyrrverandi eigendum
bönnuð sala og dreifing
SIGURÐI Helgasyni, fyrrverandi
forstjóra Flugleiða, hefur verið
veitt viðurkenning fyrir störf sín í
þágu The American Scandinavian
Foundation. Sigurður hefur verið
stjórnarmaður í félaginu með
hléum frá árinu 1973 og setið sam-
fleytt í stjórn félagsins frá árinu
1982.
Sigurður hefur beitt sér mjög við
uppbyggingu og fjáröflun fyrir
Thor Thors sjóðinn sem er í vörslu
samtakanna. Sjóðurinn hefur
styrkt hundruð Íslendinga til náms
í Bandaríkjunum sem og Banda-
ríkjamenn til námsdvalar á Íslandi.
Thor Thors sjóðurinn var stofn-
aður árið 1965 og tveimur árum
síðar tók Sigurður að byggja hann
upp og afla fjár. Í dag eru 1,4 millj-
ónir Bandaríkjadala í sjóðnum, eða
um einn milljarður íslenskra króna.
Frá því sjóðnum var komið á fót
hefur álíka há upphæð verið veitt
úr honum.
„Ég hef leitað til velunnara, ís-
lenskra sem erlendra, í gegnum ár-
in og það hefur tekist vel,“ segir
Sigurður um hvernig honum hafi
tekist að afla svo mikils fjár. Bæði
hafa Íslendingar búsettir í Banda-
ríkjunum og fyrirtæki og aðilar
sem eiga viðskipti við Ísland látið fé
að hendi rakna til sjóðsins.
Þá aflaði Sigurður einnig fjár
vegna byggingar samtakanna sem
reis við Park Avenue í New York
fyrir nokkrum árum. Ísland aflaði
þá 800 þúsund Bandaríkjadala, en
alls kostaði byggingin yfir 20 millj-
ónir dala.
Inntur eftir því hvort viðurkenn-
ingin sé ekki mikill heiður segir
Sigurður að aðalatriðið sé að gera
eitthvert gagn. „Maður gerir þetta
nú af því að þetta er gott málefni og
vill treysta það. Mér finnst það gott
málefni að geta styrkt ungt fólk til
náms í Bandaríkjunum eins og þessi
sjóður hefur gert,“ segir Sigurður.
Ljósmynd/Tina Buckman
Frá vinstri: Ed Gallagher, framkvæmdastjóri American Scandinavian
Foundation ásamt þremenningunum er heiðraðir voru; Sigurður Helgason,
Peder Bonde og Martin E. Segal. Sigurður Helgason og Peder Bonde unnu
meðal annars náið saman að stofnun Cargolux á sínum tíma. Allir eiga þeir
sameiginlegt að hafa starfað lengi að málefnum ASF.
Sigurður Helgason fær viðurkenningu
The American Scandinavian Foundation
Byggði upp og
aflaði fjár í Thor
Thors sjóðinn
TVÖHUNDRUÐ og sextíu nemend-
ur skráðu sig í inntökupróf í lækna-
deild sem haldið verður 21. og 22.
júní næstkomandi. Er þetta talsverð
aukning síðan í fyrra þegar 203 nem-
endur skráðu sig í prófið, samkvæmt
upplýsingum frá læknadeild. Inn-
tökuprófið er bæði fyrir læknisfræði
og sjúkraþjálfun en 48 nemendur
komast áfram í læknisfræði og 20 í
sjúkraþjálfun.
Um er að ræða eitt próf, sem tek-
ur tvo daga og verður þreytt í tveim-
ur þriggja tíma lotum hvorn daginn,
alls tólf klukkustundir, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
læknadeild. Reiknað er með að nið-
urstöður liggi fyrir um miðjan júlí.
260 skráðir í inntöku-
próf í læknadeild