Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 41 þeirri list var Laugi fremstur í flokki, einkanlega í hraðskák þar sem eng- inn stóðst honum snúning. Gunnlaugur var skarpgreindur og fylginn sér í hverju sem hann tók sér fyrir hendur, keppnismaður með af- brigðum og lét ekki hlut sinn fyrr en í síðustu lög. Það átti fyrir okkur að liggja að verða „makkerar“ í bridge í aldarfjórðung en í þeirri íþrótt var Laugi afar slyngur og vann hann til margra verðlauna á þeim vettvangi sem og í skákinni. En Gunnlaugur átti fleiri og jafn- framt mýkri áhugamál. Hann var frí- múrari og virkur félagi í Guðspeki- félaginu og lét sér mjög annt um andleg málefni þó að hann flíkaði því ekki hversdags. Gunnlaugur hafði mikla samkennd með þeim sem liðu þjáningar og bað fyrir þeim sem voru hjálpar þurfi. En nú er hann kominn á þann stað þar sem bíða hans þeir akrar er hann sáði til með gæsku sinni og góðvild í lifanda lífi. Gunnlaugur hafði ekki gengið heill til skógar í nokkurn tíma en engan grunaði hve alvarleg veikindi hans voru þar til fyrir mánuði er hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Við áttum tal saman meðan hann var sæmilega málhress og þá sagði hann mér æðrulaus og yfirveg- aður að hann gæti kvatt þetta jarðlíf sáttur. Hann hefði ætíð reynt að gera skyldu sína og það sem ætlast væri til af honum og dætur hans hefðu eign- ast góða menn og síðast en ekki síst væri ánægjulegt hve sólargeislinn, nafni hans, væri hraustur og kátur drengur. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Gunnlaug að vini og félaga og þakka honum vegferðina og allar góðu stundirnar. Við Ragna viljum votta þeim systrum, Jóhönnu og Önnu, og allri fjölskyldunni samúð okkar. Í Guðs friði. Magnús Aðalbjörnsson. Vegna fráfalls Gunnlaugs Guð- mundssonar vill Félag verslunar– og skrifstofufólks á Akureyri minnast hans í fáeinum orðum. Gunnlaugur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir félagið um árabil, m.a. var hann varaformaður félagsins í tíu ár. Hann var góður samstarfsmaður, réttsýnn og ósérhlífinn og hafði næmt auga fyrir bágindum annarra, sem best kom í ljós er hann sat í stjórn sjúkrasjóðs félagsins. Félagið vill að leiðarlokum þakka honum samfylgdina og sendir ástvin- um hans öllum samúðarkveðjur. F.h. Félags verslunar– og skrif- stofufólks á Akureyri Páll H. Jónsson. Kveðja frá Guðspekistúkunni Systkinabandinu á Akureyri Við kveðjum nú kæran vin og fé- laga Gunnlaug Guðmundsson. Gunn- laugur hafði um árabil setið í stjórn Guðspekistúkunnar Systkinabands- ins og gegnt þar stöðu gjaldkera. Gunnlaugur var hægur maður og hógvær, en traustur vinur og góður félagi. Snöggt fráfall hans veldur okkur söknuði, en við trúum því að við eigum eftir að hittast aftur á öðru sviði. Vísurnar úr eftirfarandi kvæði, sem ort var í minningu annars guð- spekifélaga, eiga einnig við hér. Ötull, trúr, með ilm í sporum aldrei brást þú málstað vorum. Þar var blóð og fjör þitt falt. Það skal odd og eggjar brýna.- Ei skal harma burtför þína, heldur þakka eitt og allt! Fyrir þínar fögru tryggðir, fyrir allar þínar dygðir,- allt, sem vannstu og varstu oss, hafðu þakkir, hollvin góði. Hjartans kveðja í þessu ljóði berst þér – eins og bróðurkoss. Við horfum vongóð fram á veginn og minnumst Gunnlaugs með þakk- læti í hjarta fyrir góðan vin. Dætrum Gunnlaugs og öðrum vandamönnum sendum við samúðar- kveðjur við fráfall ástvinar. Fyrir hönd félaga, Eva Sólveig Úlfsdóttir, formaður. ✝ Ingibjörg Sturlu-dóttir fæddist á Görðum í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 21. nóvember 1913. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. júní. Foreldrar hennar voru Jóhanna Guð- rún Sigurðardóttir, f. 13.6. 1885, d. 2.5. 1970, og Sturla Benediktsson, f. 8.6. 1889, d. 27.11. 1915, fórst í fiskiróðri ásamt fimm öðrum, þeirra á meðal var fóstri hans Jósef Gíslason. Hann var kvæntur Rebekku Bárðar- dóttur móður Sturlu. Albróðir Ingibjargar er Sigurður Sturlu- son, f. 14.12. 1915 fyrrverandi verslunarmaður í Keflavík. Hálf- bróðir (sammæðra) var Ísleifur Jóhannsson, f. 22.12. 1921, d. 10.9. 1987. Ingibjörg giftist 15.12. 1942 Ólafi Guðmundssyni sjómanni, f. 4.3. 1912 í Bolungarvík, d. 17.7. 1966. Foreldrar hans voru Guð- mundur Magnús Sólmundsson, f. 12.6. 1890, d. 4.9. 1912, og Lilja Torfadóttir, f. 1.1. 1884, d. 24.5. 1968. Ingibjörg og Ólafur eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jón Arinbjörn, vélstjóri, f. 29.12. 1938, d. af slysförum 25.8. 1965. Hann var kvæntur Sigurlínu Stefánsdóttur frá Akureyri. Dæt- ur þeirra eru: a) Ásgerður Ingi- björg kaupmaður, f. 1961, gift Kjartani Haukssyni tæknifræð- ingi. Þau eiga þrjú börn: Selmu, f. 1990, Bjarka, f. 1995, og Arn- ar, f. 1998. Þau búa á Akureyri. b) Jóhanna Rósa, þroskaþjálfi, f. 1964, gift Ríkarði Guðjónssyni starfsmanni Vífilfells. Þau eiga tvö börn: Einar Má, f. 1988, og Hildi, f. 1992. Þau búa einnig á Akureyri. Sigurlína giftist síðar Einari Þ. Árnasyni og eru börn þeirra: Þórlaug, f. 1967, og Jón Stefán, f. 1970. 2) Magnús, verk- fræðingur, f. 10.11. 1942, d. 23.2. 2003, kvæntur Herdísi Heiðdal kennara. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, eðlis- fræðingur, f. 1974, gift Örvari Arnar- syni læknanema. Þeirra sonur er Magnús, f. 20.8. 2003. Þau búa í Kaupmannahöfn. b) Ólafur, verkfræð- ingur, f. 1975, kvæntur Írisi Bald- ursdóttur verkfræð- ingi. Þau búa í Stokkhólmi. Fóstur- sonur Magnúsar og Herdísar var Vil- berg Hauksson verkstjóri, f. 4.10. 1962, d. 6.6. 2000. Hans sonur er Ingvar Steinar, f. 1985. 3) Jóhanna Svandís, bókavörður, f. 17.8. 1946, d. 13.2. 1996. 4) Sigríður Pálína, hjúkrunarfræðingur, f. 3.2. 1949, gift Ingimari Halldórs- syni húsasmið. Ingibjörg ólst upp á Sæbóli í Aðalvík ásamt Ísleifi bróður sín- um hjá móður sinni og stjúp- föður Jóhanni Ísleifssyni, f. 30.12. 1882, d. 14.8. 1964. Móðir þeirra varð að láta Sigurð frá sér um þriggja mánaða aldur. Fór hann til sæmdarhjónanna í Þverdal, þeirra Jónínu Sveins- dóttur og Guðmundar Snorra Finnbogasonar. Um 1930 fer Ingibjörg að vinna fyrir sér, fyrst í vist á Ísa- firði, svo í vistum í Reykjavík. Einnig vann hún hin ýmsu störf ásamt heimilisstörfum, í fisk- vinnslu hjá Júpiter og Marz h/f, við ræstingar á barnaheimilinu Steinahlíð og í Iðnó. Síðast vann hún í Kjötiðnaðarstöð Sambands- ins við Laugarnesveg. Ingibjörg bjó í Reykjavík frá því árið 1936, fyrst á Hverfisgötu 64, síðan í Sogamýri en lengst bjó hún að Réttarholtsvegi 39 eða í 41 ár. Hún dvaldist á Hrafnistu í Reykjavík frá febrúar 1998 til æviloka. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstu- daginn 18. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er í hárri elli Ingibjörg Sturludóttir tengdamóðir mín. Dag- inn fyrir andlát hennar sat ég við sjúkrabeðinn, augun enn skýr og leiftrandi þótt kraftarnir væru þrotn- ir og hún brosti til mín þrátt fyrir vanlíðan sína. Ingibjörg var sterkur persónu- leiki, sem bugaðist ekki þótt á móti blési, strax á barnsaldri vann hún umfram getu og má segja að mikil vinna og þung áföll hafi fylgt henni en óbuguð var hún er kallið kom. Eiginmann sinn, Ólaf Guðmunds- son, missti hún 52 ára gömul. Börnin voru fjögur og aðeins eitt þeirra lifir móður sína, Sigríður, en hún heim- sótti hana daglega á Hrafnistu. Eftir lát Ólafs bjó Ingibjörg með dætrum sínum þeim Sigríði og Jóhönnu, Sig- ríður stofnaði eigið heimili 1986 en Jóhanna lést 1996. Við fjölskyldan heimsóttum þær jafnan á Réttó í eftirmiðdaginn á sunnudögum og þar mætti okkur hlaðborð og glaðar og góðar mót- tökur. Oft og iðulega fór Magnús eig- inmaður minn einnig með börnin í morgunkaffi og biðu þau þess í of- væni að fara í sparifötin og heim- sækja ömmu, Jóu og Siggu. Ingibjörg var ekki rík af verald- arauði en því ríkari af gestrisni, hlýju, gjafmildi og reglusemi. Hún var skarpgreind, glögg á menn og málefni, stundum snögg til andsvara og átti auðvelt með að nálgast fólk í viðræðum enda aflaði hún sér margra vina. Eitt sinn fór tengdamóðir mín með okkur hjónum til Júgóslavíu og er mér minnisstætt hve lifandi áhuga hún hafði á því er fyrir augu bar. Sterk vináttubönd mynduðust milli Ingibjargar, móður minnar og móð- ursystur, reynslan í skóla lífsins var þeim eilíft umræðuefni og á milli fjöl- skyldna okkar Magnúsar hefur frá fyrstu tíð ríkt mikil vinátta, sem hef- ur verið okkur öllum styrkur. Að leiðarlokum,vil ég þakka tengdamóður minni þá traustu vin- áttu og umhyggju, sem hún sýndi mér, einkum á sorgarstundum. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor. (M. Joch.) Herdís Heiðdal. Fallegar minningar koma upp í hugann þegar við minnumst ömmu okkar, ömmu á Réttó, eins og við köll- uðum hana jafnan. Sunnudagsheim- sóknirnar á Réttó til ömmu, Jóu og Siggu, þegar við vorum yngri. Kaffi á könnunni, hellt upp á á gamla mát- ann, fyrir fullorðna fólkið. Mjólk og kringlur fyrir okkur krakkana, súr- mjólkurterta eða annað góðgæti. Andrúmsloftið fyllt notalegheitum og hlýju. Þegar við fjölskyldan ókum heim á leið að lokinni góðri heimsókn komu þær jafnan út í dyr og við veif- uðum hvert öðru í kveðjuskyni þar til við vorum horfin úr augsýn. Hefðirn- ar voru í hávegum hafðar og við viss- um að hverju við gengum á Réttó. Við héldum jólin ávallt með þeim á Réttó. Við vorum öll samankomin á aðfanga- dagskvöld heima hjá okkur í Álfheim- unum; stóra fjölskyldan í Álfheimun- um og „Rétturnar“. Á jóladag vorum við á Réttó. Þetta voru notalegar stundir sem ylja okkur um hjarta- rætur þegar við lítum til baka. Síðustu ár sín dvaldi amma á Hrafnistu. Eftir að hafa unnið erfiðis- vinnu frá unga aldri var líkaminn bú- inn en hugurinn var samt alltaf skýr og minnið óbrigðult. Við systkinin höfum búið erlendis síðustu fimm ár og það hefur verið fastur liður í hverri Íslandsheimsókn að koma við á Hrafnistu að hitta ömmu. Hún tók þá upp þráðinn frá síðustu samræð- um, spurði fregna frá útlöndum og bauð upp á sælgæti. Það var gott að koma í heimsókn til ömmu og það verður skrítið að hafa ekki lengur þann fasta punkt í tilverunni. Amma fékk friðsælt andlát á björt- um sumardegi og var hún hvíldinni fegin. Hinum megin bíða afi, Jón, Jóa og pabbi og þau hafa eflaust tekið vel á móti þér. Hvíl í friði, elsku amma. Ingibjörg og Óli. Þá er komið að kveðjustund. Nú er hún amma á Réttó búin að kveðja þetta jarðneska líf og fær nú að hitta horfna ástvini sína, eiginmann sinn og þrjú börn sem kvöddu þetta líf langt um aldur fram. Síðustu árin dvaldi hún á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Þegar við systur komum þangað til hennar með börnin okkar sagði hún nærstöddum stolt frá því að þarna væru sonardæt- ur hennar komnar að norðan, dætur Jóns heitins, ásamt langömmubörn- um sínum. Í minningunni sjáum við ömmu í eldhúsinu, á Réttarholtsveginum, laga kaffi „upp á gamla mátann“ og bjóða það í rósóttu fallegu bollunum. Með kaffinu var ævinlega eitthvert góðgæti. Henni þótti gaman að gefa kaffi og með því. Amma var sérstaklega minnug á afmælisdaga. Það leið aldrei sá af- mælisdagur að hún hringdi ekki í okkur. Þegar langömmubörnin fædd- ust eitt af öðru bættust þau í hóp þeirra sem hún hringdi í á afmælis- dögum og hlýjaði þetta ávallt um hjartarætur. Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, Svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (J. Helgason.) Elsku amma, takk fyrir samveru- stundirnar. Hanna og Ásgerður. Á yndislegum júnídegi kvaddi Inga mágkona mín þetta jarðneska líf á sinn hljóðláta hátt eins og hún hafði lifað. Umvafin hlýju Sigríðar dóttur sinnar og Herdísar tengdadóttur. Hún var búin að eiga við vanheilsu að stríða mörg undanfarin ár og þurfti því að flytja frá heimili sínu á Hrafn- istu. Í byrjun var hún nú ekki sátt við það, en ættingjarnir heimsóttu hana daglega og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni lífið. Þó líkaminn væri orðinn veikburða hélt hún sér nokkuð vel andlega og dag- inn áður en hún lést fann ég að hún vissi hver ég var. Það var augnaráð án orða. Inga og Ólafur fósturbróðir minn voru bæði Vestfirðingar að ætt og uppruna fædd á fyrri hluta síðustu aldar. Bæði höfðu þau misst feður sína á unga aldri. Inga ólst upp með móður sinni og síðari manni hennar en bróðir hennar fór í fóstur að Þver- dal í Aðalvík. Hjónin þar og börn þeirra voru miklir vinir Ingu og hennar fjölskyldu. Hún elskaði líka sveitina sína og sagði manni margt þaðan. Það var eins og allt hefði leikið í lyndi þó maður viti að lífið var oft hart og erfitt á þessum tímum. Mér finnst ótrúlega stutt síðan ég kom fyrst á heimili Ingu og Ólafs. Samt eru það orðin 60 ár. Þau bjuggu þá á Hverfisgötu 64 með syni sína unga. Ekki var nú þægindunum fyrir að fara í þessu litla húsi en þessi hjón voru ekki rík af veraldlegum gæðum, en þau kunnu þá list að deila því sem þau áttu með öðrum, ekki síst gest- risni og góðu viðmóti. Alltaf var eitt- hvað til á borðum þegar gesti bar að garði og þeir voru ófáir. Á þessu heimili átti ég alltaf vísan samastað sem var mér ómetanlegt. Við sögðum stundum vinkonurnar að þau hefðu haldið í okkur lífinu þegar fór að líða að mánaðamótum og við orðnar aura- litlar. Þá var gott að koma til Ingu í mat. Þar var líka stundum kona sem spáði í bolla og ekki var það nú verra. En þar kom að lítil stúlka bættist í hópinn og húsnæðið löngu orðið ófull- nægjandi. Fólki stóð þá til boða að kaupa hermannabragga og festu þau sér einn þeirra inni í Sogamýri. Þó að þetta væru ekki draumahús þá bætti þetta verulega úr húsnæðisvanda fólks á þessum tíma. Þau eignuðust góða vini þarna og eina litla stúlku í viðbót. Ólafur stundaði sjómennsku lengi vel, svo uppeldi barnanna kom að miklu leyti í hennar hlut eins og oft vill verða. Nokkrum árum síðar festu þau kaup á raðhúsi sem var þá ný- byggt á Réttarholtsvegi 39, þar sem heimili þeirra stóð eftir það. En lífið færði Ingu minni ekki bara ljós. Það færði henni einnig marga dimma skugga. Í ágúst 1965 lést Jón elsti sonur þeirra í hörmulegu sjóslysi við Reykjanes frá konu og tveim litlum dætrum. Þessi missir var reiðarslag fyrir fjölskylduna. Ólafur var þá bú- inn að vera sjúklingur um árabil og lést ári síðar langt um aldur fram. Systkinin héldu áfram heimili með móður sinni uns þau stofnuðu sín eig- in heimili. Jóhanna eldri dóttirin bjó áfram með móður sinni. Það var því mikið áfall þegar hún greindist með krabbamein aðeins 43 ára gömul. Hún barðist harðri baráttu og um tíma leit út fyrir sigur en baráttunni lauk með ósigri er hún var aðeins 49 ára gömul. En það var eins og ein- hver innri kraftur leyndist í þessari konu er Magnús sonur hennar lést eftir skammvinn veikindi. Inga var sú sem bognaði en brotnaði ekki þrátt fyrir öll þessi áföll í lífinu. Og það var gaman að sjá hana á níutíu ára af- mælinu í nóvember síðastliðnum þar sem nánir vinir og ættingjar komu og glöddust með henni dagstund. Það var einnig mikill gleðidagur hjá henni þegar Ingibjörg sonardóttir hennar eignaðist í ágúst síðastliðnum lítinn dreng sem hlaut nafnið Magnús. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Til hennar gat maður komið með það sem manni lá á hjarta og rætt við hana málin í einlægni án þess að það færi lengra. Dómharka og söguburður var ekki að hennar skapi. Ég kveð nú kæra mágkonu mína. Ég og börnin mín vottum öldruðum bróður, dóttur, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Sigríður Aðalsteinsdóttir. INGIBJÖRG STURLUDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.