Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 15 ar gu s 04 -0 40 3 Langlægsta verðið til Kanarí í vetur með Heimsferðum Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Landsliðið í fararstjórn Hjá Heimsferðum nýtur þú þjónustu fararstjóra með áralanga reynslu og þekkingu á Kanaríeyjum. Kynnum glæsilegt 4 stjörnu spa hótel með hálfu fæði, frá kr. 48.690.- Nýr glæsivalkostur á Ensku ströndinni, hótel Eugenia Victoria, - 4 stjörnu spa hótel, með glæsilegum garði, veitingastöðum, skemmtistöðum, skemmtiprógrammi, glæsilegu spa sem er frítt fyrir farþega Heimsferða og hálft fæði innifalið allan tímann. Sjá www.heimsferdir.is •10.000 kr. afsláttur af fyrstu 400 sætunum. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. •Gildir ekki um flugsæti eingöngu. •M.v. að bókað og staðfest sé fyrir 6.ágúst 2004 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Verð kr. 28.095 M.v. hjón með 2 börn, Agaete Park, vikuferð, 4.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti. Netverð. Verð kr. 39.290 M.v. 2 í íbúð, 4. janúar, Agaete Park, vikuferð, 4.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti. Netverð. Verð kr. 48.690 M.v. 2 í herbergi, Eugenia Victoria, 4 stjörnu hótel, vikuferð, 4.janúar, með hálfu fæði. Netverð. 4. janúar - vikuferð Verð kr. 52.250 M.v. 2 í húsi Beach Flor, vikuferð, 4.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. 4. janúar - 2 vikur Verð kr. 57.250 M.v. 2 í íbúð Beach Flor, 2 vikur, 25.janúar, með 10.þúsund kr. afslætti og netafslætti. 25. janúar - 2 vikur Þökkum ótrúlegar viðtöku. Nú hafa yfir 2000 manns tryggt sér ferðina með Heimsferðum til Kanarí í vetur og aldei fyrr höfum við tryggt jafn glæsilegt framboð hótel á jafn lágu verði. Þeir sem bóka strax njóta nú forgangs að bestu gististöðunum og lægsta verðinu, því þeir sem bóka fyrir 6.ágúst, tryggja sér 10.000 kr. afslátt á manninn. Bókaðu á www.heimsferdir.is SPRON veitti fyrir skömmu fimm námsmönnum námsstyrki. Um var að ræða einn styrk að fjárhæð 150.000 krónur og fjóra að fjárhæð 100.000 krónur hver. Allir sem nýta sér Námsmannaþjónustu SPRON áttu rétt á að sækja um námsstyrk. Námsstyrk að fjárhæð 150.000 kr. hlaut: Katrín María Káradóttir, nemi í fatahönnun við Studio Ber- cot, París. Námsstyrki að fjárhæð 100.000 kr. hver hlutu eftirtaldir: Leifur Reynisson, nemi í sagnfræði við HÍ, Jakobína Hólmfríður Árna- dóttir, nemi í heilsusálfræði við University of Nottingham, Maren Davíðsdóttir, nemi í jarðfræði við HÍ, og Kristrún Lísa Garðarsdóttir, nemi í viðskiptalögfræði við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Í úthlutunarnefnd sátu Guð- mundur Hauksson sparisjóðsstjóri, Jóhannes Helgason, fulltrúi fram- kvæmdastjórnar, og Guðfinna Helgadóttir, sérfræðingur á mark- aðssviði. Ólafur Haraldsson, staðgengill sparisjóðsstjóra (lengst til vinstri), Guðfinna Helgadóttir, fulltrúi markaðssviðs, fulltrúi Kristrúnar Lísu Garðarsdóttur, Maren Davíðsdóttir, fulltrúi Jakobínu Hólmfríðar Árnadóttur, fulltrúi Katrínar Maríu Káradóttur, Leifur Reynisson og Jóhannes Helgason, fulltrúi framkvæmdastjórnar. SPRON afhendir námsstyrki FÉLAGAR „Icelandic sound comp- any“ heimsóttu Grímsey til að æfa og frumflytja nýstárlega tónlist. Þar vinna allir hljóðfæraleikararnir með hljóðnemum og hljóðbreytitækjum og raftónlist er hluti af hljómblæn- um. Stemning frá stað og náttúru spilar líka stóran þátt í flutningi hverju sinni. Hljóðfæraleikararnir eru Gunnar Kristinsson slagverks- leikari, Guido Bäumer saxófónleik- ari og Ríkharður H. Friðriksson gít- arleikari. Hugmynd að samleik þeirra félaga kviknaði á Hjalteyri þegar Gunnari og Guido bárust sér- stakir hljómar er mynduðust við samspil fiskhausa sem sveifluðust í norðanvindi. Tríóið mun ferðast um Norðurland og halda tónleika á Listasumri Akureyringa 30. júlí, á Húsavík í Hvalasafninu 4. og 5. ágúst og loks á Hjalteyri hinn 6. ágúst þar sem hugmyndin að tón- leikahaldinu varð til. Fiskhausar í norðanvindi í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helga Mattína Ríkharður , Guido og Gunnar innan í slagverkinu tam-tam og gong.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.