Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ACTAVIS STYRKIST Í undirbúningi er skráning Actav- is í kauphöllinni í London sem er meðal annars liður í því að styrkja ásýnd Actavis sem alþjóðlegs félags. Fyrirtækið hefur þegar valið lyf til þróunar allt fram til ársins 2016. Virkjun Gullfoss og Geysis Í nýrri bók Ómars Ragnarssonar kemur fram að virkjun Gullfoss eða Geysis myndi hafa í för með sér miklu minni óafturkallanleg um- hverfisáhrif en Kárahnjúkavirkjun. Bókin heitir Kárahnjúkavirkjun – með og á móti og hefur Ómar varið undanförnu ári í að skrifa hana. Óttast ofbeldismenn Algengt er að fólk veigri sér við að bera vitni í heimilisofbeldismálum, að því er fram kemur í samtali við Drífu Snædal, fræðslu- og kynning- arstýru Kvennaathvarfsins. Ákærur vegna bruna Indverska lögreglan handtók í gær fimm stjórnendur barnaskóla fyrir vanrækslu í starfi vegna elds- voða sem varð að minnsta kosti 90 börnum á aldrinum 6-10 ára að bana. Sautján börn voru enn í lífshættu í gær. Stjórnendurnir voru ákærðir fyrir að brjóta reglur um brunavarn- ir og slökkviliðsmenn sökuðu kenn- ara skólans um að hafa flúið út úr byggingunni án þess að hjálpa börn- unum. Neyðarástand á Gaza Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, lýsti yfir neyðarástandi á Gaza-svæðinu í gær vegna mann- rána og glundroða. Hann samþykkti einnig umbætur á öryggissveitum Palestínumanna en hafnaði afsagn- arbeiðni Ahmeds Qoreis forsætis- ráðherra. Reynt að myrða ráðherra Fimm lífverðir nýskipaðs dóms- málaráðherra Íraks biðu bana og sjö aðrir særðust þegar reynt var að ráða hann af dögum í Bagdad í gær. Ráðherrann sakaði ekki. Óþekktur tilræðismaður sprengdi bíl sinn í loft upp nálægt þremur bílum ráð- herrans og lífvarða hans. Líkur á eignarnámi Landsvirkjun reiknar með að óska eftir eignarnámi á landi sem fer undir háspennulínur frá Kára- hnjúkavirkjun. Samkomulag hefur tekist við flesta landeigendur um greiðslur fyrir landnotkun en nokkr- ir hafa gert ágreining um verð fyrir landið. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 40 Umræðan 24/29 Velvakandi 42 Forystugrein 26 Staður og stund 42 Minningar 33/36 Menning 43/49 Auðlesið efni 37 Ljósvakamiðlar 50 Dagbók 40 Staksteinar 54 Víkverji 40 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl NÝ rannsókn þar sem metin er áhættan sem fylgir því að fara um Hvalfjarðargöngin leiðir í ljós að sex sinnum öruggara er að fara göngin en aka fyrir Hvalfjörðinn. Guðni I. Pálsson verk- fræðingur gerði rannsóknina og lagði hana fram sem meistaraprófsritgerð við Tækniháskólann í Lundi í sumar. Ritgerðin nefnist Risk Manage- ment in Hvalfjord Tunnel og leiðbeinendur voru Håkan Frantzich og Björn Karlsson brunamála- stjóri. Hvalfjarðargöngin eru gerð samkvæmt norsk- um stöðlum, en í Noregi eru nokkur hundruð km af göngum og hefur aldrei orðið alvarlegt slys í þeim að sögn Guðna. „Borið saman við ástandið áður en göngin komu til sögunnar er ljóst að öryggi hefur aukist til muna, en tölfræðilega er sex sinnum öruggara að nota göngin en gamla veginn fyrir Hvalfjörð- inn,“ segir Guðni. Áhætta vegna bensíns og sprengiefna „Ég reyndi að skoða sem flestar hugsanlegar áhættur, s.s. umferðarslys, bruna og flutning með hættuleg efni, s.s. gas, bensín og sprengiefni.“ Guðni fékk út niðurstöður sínar með því að skoða líkur á banaslysum í göngunum og jafn- framt líkur á bruna. Brunalíkurnar voru metnar með því að skoða tölfræði frá Evrópulöndum og meta tíðni slysa í öðrum jarðgöngum. „Ég reyndi að meta afleiðingar bruna með því að reikna út hitastig í göngunum og hversu eitraður reykurinn verður og áhrif þessa á fólk. Varðandi umferð- arslysin notaði ég tölfræði sem til er um slysa- tíðni á þjóðvegum hérlendis.“ Guðni segir að ef miðað væri við venjulegan veg ofansjávar þvert yfir Hvalfjörðinn í stað jarð- ganga, ætti sá vegur að vera tíu sinnum öruggari en vegurinn fyrir Hvalfjörð, en göngin ná ekki svo háu öryggisstigi vegna aukinnar áhættu þar niðri, sérstaklega vegna bruna. Í rannsókninni voru búin til líkleg brunatilvik í göngunum og reiknað út hvað gæti gerst ef kviknaði í einum fólksbíl. Prófaðir voru allir stað- ir í göngunum og prófuð ýmis tilbrigði með bruna, allt frá skásta tilvikinu upp í það versta, t.d. í miðjum göngum í mikilli umferð um versl- unarmannhelgi. Reiknað var út að fólksbílsbruni myndi ekki kosta mannslíf, en ef kviknaði í tveim eða fleiri fólksbílum gæti slíkt hugsanlega farið að kosta mannslíf. Enn verri yrðu afleiðingarnar ef kviknaði í vöruflutningabílum, en á móti kemur að líkurnar á slíkum bruna eru minni. Fékk Guðni það út að afleiðingarnar af bruna í vöru- flutningabíl gætu orðið allt frá engu mannsláti upp í mörg. Vantar viðmiðunarmörk Varðandi tillögur til úrbóta segir Guðni að það vanti að yfirvöld setji viðmiðunarmörk um það hversu hættuleg umferðarmannvirki megi vera. „Aðaltillaga mín er sú að menn skoði áhættuna gaumgæfilega áður en ráðist er í framkvæmd jarðganga og skilgreini ásættanleg viðmiðunar- mörk, því það er dýrara að gera ráðstafanir eftir á. Ef kviknar í í miðjum Hvalfjarðargöngunum er 3 km gangur upp úr þeim, en til samanburðar er gerð krafa um það í húsbyggingum að ekki megi vera meira en 25 metrar í næsta útgang. Með því að grafa göng til hliðar við aðalgöngin og hafa neyðarútganga inn í þau með reglulegu millibili t.d. 250 metra, eins og sænskir staðlar segja til, um myndi öryggi aukast til muna. Það er vart framkvæmanlegt að grafa slík neyðargöng neð- ansjávar eftir á, en ég ímynda mér að með litlum tilkostnaði hefði mátt hafa Hvalfjarðargöngin að- eins víðari og steypa upp eldfastan millivegg og þar með aðskilja brunahólfin.“ Ný rannsókn verkfræðings á áhættu í Hvalfjarðargöngum Sex sinnum öruggara að aka göngin en Hvalfjörðinn SEX torfærubílar frá Noregi og Svíþjóð sátu fastir í tollinum í Reykjavík í fyrradag og var allt útlit fyrir að aflýsa yrði torfæru- keppni sem ráðgert var að halda í gær. „Með aðstoð góðra manna og fjármálaráðherra þá fengum við neyðarleyfi í gang. Allur pakkinn var ræstur út og við fengum bílana út klukkan tíu í [fyrrakvöld],“ sagði Garðar Gunnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra akst- ursíþróttafélaga, rétt áður en keppnin hófst í gærmorgun. Garðar sagði að skipuleggjendur mótsins hefðu reiknað með að greiða átta til tíu milljónir króna í tryggingar fyrir bílana við komuna til landsins. Á síðustu stundu hefði tollstjórinn í Reykjavík krafist 25 milljóna króna í tryggingu. Hann sagði að svona trygging ætti að dekka hugsanlegt tap ríkissjóðs og með hliðsjón af því hefði þetta ver- ið alltof há upphæð sem þeir gátu ekki greitt. Lögfræðingur fjár- málaráðuneytisins hefði svo lýst sig samþykkan þessari kröfu toll- stjóra rétt fyrir lokun ráðuneytis- ins á föstudaginn. Allt sat þá fast. „Sem betur fer bjargaði Geir Haarde okkur,“ sagði Garðar – Geir hefði gefið út bráðabirgða- leyfi svo hægt var að leysa bílana út. Hafði LÍA boðið Norðmönn- unum og Svíunum að koma hingað til lands að keppa í torfæru við Ís- lendinga. Garðar sagði að hefði þetta ekki bjargast hefðu Íslendingarnir ekki ætlað að keppa til að styðja við bakið á gestunum. Þegar Íslend- ingar hefðu farið til útlanda með sína bíla hefði þetta ekki verið neitt vandamál. Tvísýnt var hvort norræn torfærukeppni yrði haldin Geir Haarde bjargaði okkur LÖGREGLAN á Akureyri fann fíkniefni í bíl sem stöðv- aður var í bænum á föstudags- kvöldið. Fundust efnin, sem eru líklega kannabisefni og e-töflur, við leit en viðkomandi framvísaði líka hluta þeirra sjálfviljugur. Rannsókn heldur áfram. Þá voru tíu ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í og við bæinn sama kvöld. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur um nóttina. Með fíkni- efni í bílnum Á GAMLA fótboltavellinum í Rofabæ í Árbæ er sparkað í bolta af mikilli list. Áhugi Árbæinga á knattspyrnu tengist kannski góðu gengi Fylkis- manna sem núna eru í efsta sæti Landsbanka- deildarinnar. Nú er farið að síga á seinni hluta mótsins, en hann hefur oft reynst Fylkismönnum erfiður. Þetta vita ungmennin í Árbænum og því leggja þeir líkt og meistaraflokkurinn sig fram um að æfa. Morgunblaðið/RAX Í fótbolta í góðu veðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.