Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ A lltaf eitthvað að gerast úti í hinum stóra heimi og reglulegar upp- stokkanir gilda að eiga sér stað. Á jafnt við um hinn almenna markað og listir, um náttúrulögmál að ræða sem ill- kleift er að koma böndum á, gerist það er um tímabundið fyrirbæri að ræða, dæmt til að ganga yfir líkt og veðrabrigðin. Hvað myndlist snertir er seinni helmingur síðustu aldar glöggt dæmi hér um, breyt- ingarnar í listheiminum með ólík- indum, hamast var við að ryðja eldri gildum út af borðinu, fletja út myndlist- arhugtakið, helst leysa upp í agnir sínar. Hóp- eflið og út- jöfnunin aftur komið í sviðsljósið, lifði blómaskeið sitt fyrir þrjátíu árum með kommúnum, vímuefnum, opnu og óheftu kynlífi. Menn gripu nýj- ar hugmyndir á lofti, sem eftir fá ár reyndust svo alls ekki nýjar í grunni sínum, láta þó ekki segjast og eru aftur á fullu. Hið nýjasta er að endaskipti hefur verið haft á listgeira, sem fram til þessa greindist helst fyrir langt og hægt þroskaferli, þannig að iðkendur voru yfirleitt komnir um og yfir miðjan aldur þá helst mátti vænta úrskerandi árangurs af þeim, sum- ir í hámarki á gamals aldri. Lista- mönnum vart sprottin grön á vett- vanginum fyrr en þeir voru komnir langt á fertugsaldurinn, eins og æskulýðstvíæringar fyrri ára voru til vitnis um, gefur auga leið að há- marksaldurinn miðaðist þá hvar- vetna við 36 og í sumum tilvikum 37 ár. Nú þykja myndlistarmenn við þessi aldursmörk tilheyra eldri kynslóð og sjálft þroskaferlið úrelt, jafnframt er máttur markaðs- setningarinnar slíkur að ævagömul viðtekin gildi aldanna eru burt- kústuð, si sona. En einstaklingseðlið og þjóðern- istilfinninguna er ekki hægt að úrelda, um náttúrulögmál að ræða og náttúran á stöðugri hreyfingu, aðall hennar er fjölbreytnin, hið smáa jafn lítið smátt og hið stóra er stórt, eins og skáldið orðaði það. Ekki mögulegt að steypa allt í eina heild, þjóðabrot jafn mikilvæg og stórþjóðir, í báðum tilvikum er metnaður og stórhugur undir- staðan. Þjóðernistilfinningin rudd- ist inn í stofur manna um allan heim í nýafstaðinni Evrópukeppni í knattspyrnu, og í lokin gáfu minni og fátækari þjóðir hinum stóru og ríku langt nef, skildu þær eftir úti í kuldanum. Í alla kanta afar lær- dómsríkt og hví skyldi ekki sama gilda um listir, en þar er sýnu verra að eiga við markaðsöflin og óheft fjármagnið, einkum vegna þess að áhuginn er dreifðari meðal almennings, þó engu minni þegar allt kemur til alls líkt og aðsókn á listasöfn og stórviðburði ytra eru til vitnis. Borðleggjandi að samtíma-listamenn sem eru meðbáða fæturna á jörðinnispyrja ekki um það heit- asta á markaðnum hverju sinni, eru öllu frekar niðursokknir í rannsóknir sínar á möguleikum þess sem þeir lögðu út af og kemst þar fátt annað að. Frábært dæmi er ameríski málarinn, graf- íklistamaðurinn, myndhöggvarinn, skáldið og leikmyndahönnuðurinn Jim Dine, f. í Cincinnati 1935. Hann telst til poppkynslóðarinnar og vel þekktur fyrir uppákomur/ gjörninga, blandaða tækni og hluti (objects) sem hann útfærði að hluta í samvinnu við Claes Olden- burg. En Dine hefur farið sínar eigin leiðir og skapað sér sérstöðu, er myndrænni, malerískari, og ekki síður þekktur fyrir riss sín. Er óhræddur við að grípa til sí- gildra meðala og þræða hlutlæg myndefni, jafnt hversdagsleg verk- færi sem klassískar myndastyttur, naglbíturinn hér jafn mikilvægt myndefni og Miklugljúfur. Mál er að aðalsýningarsalir eldri byggingar Þjóðlistasafnsins í Washington eru undirlagðir fjöl- þættum rissum listamannsins, hef- ur staðið yfir frá 21. mars og lýkur 1. ágúst. Drjúgur hluti sýning- arinnar eru kolteikningar sem hann útfærði í sölum Glyptoteksins á H.C. Andersens Boulevard í Kaupmannahöfn1987–88. Vissi af honum þar vegna þess að hann hugðist gera steinþrykk á verk- stæði Hostrup Pedersen og Jo- Eitt af rissum Jim Dines frá Glyptotekinu í Kaupmannahöfn, 1987–88, kol- teikning og blönduð tækni. Jim Dine: Sjálfsmynd 1989, vatnslitir, grafít og pastel. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Endurreisn teikningari n Kópurinn 2. sæti, Latex systur, Latex p, Latex pl og Hulk Latex-systur eru eftir Birgi Örn Arnarson á Selfossi. Uppskrift fylgdi ekki, en segir sig kannski sjálf ef grannt er skoðað. Hins vegar er haft eftir höfundi Latex-systra, „Þær Latex-systur hafa reynst vel í urriða, bleikju og sjóbirtingi síðustu ár. Lat- ex p átti um 80% af fluguveiddum fiski í Köldukvísl árið 2003. Hulk er hins vegar sterkur í bleikju. Púpurn- ar hafa gefið fiska svo vitað sé í Brúará, Köldukvísl, Apavatni, Þing- vallavatni og Soginu. Virknin telur umfram skraut.“ 3. sæti Pink Silungapúpa eftir Hjörleif Stein- arsson. Uppskriftin er þessi: 3 mm kúla. Öngull er Tiemco eða Kamazan grubber 10 til 16. Stél er nokkrar fanir úr kóngablárri hanafjöður. Búkur er flatt silfur-tinsel. Þekja er nokkrar fanir úr síðufjöður af stokk- önd (teal) og thorax eða frambúkur er magenta bleikt míkró chenille. 4. sæti, Kópurinn Höfundur Kópsins er Einar Sig- urðsson í Reykjavík. Uppskriftin er svohljóðandi: Öngull er grubber 8 til 14, þráður appelsínugulur, afturhluti búks appelsínugult latex, frambúkur páfuglsfjaðrir. Kúla og appelsínugul- ur sjálflýsandi haus. Þessi púpa hef- ur virkað mjög vel í Þingvallavatni og víðar. 5. sæti, Ragga Hér er loks komið annað en sil- ungapúpa, því Ragga er laxafluga og sýnd hér í tveimur útfærslum, venju- legri og „long tail“. Höfundur Röggu er Júlíus Guðmundsson í Reykjavík. einfaldlega nýtt leynivopn,“ sagði Bjarni. Keppt var í einum flokki og að þessu sinni skiluðu flestir inn sil- ungapúpum, sem endurspeglar ef til vill hversu öflugt agn þær eru. Við rennum hér yfir fimm efstu flugurn- ar. 1. sæti, Þorkell Þorkell er eftir Þorkel D. Eiríks- son í Reykjavík. Uppskriftin er þessi: Öngull er púpuöngull (grub), Bjarni Brynjólfsson, stjórnar-maður hjá Landssambandistangaveiðifélaga, segir aðþað hafi komið skemmtilega á óvart hversu fúsir veiðimenn væru að sýna leynivopnin. Í fyrra hefði verið haldin keppni af þessu tagi í fyrsta skipti og að þessu sinni væri þátttakan enn meiri. „Og það skemmtilega er, að þessir veiðimenn gangast inná það að leynivopnin þeirra séu fjöldaframleidd og seld í Veiðihorninu. Mottóið er að finna stærðir 10 til 14. Búkur er koparvír eða girni. Vængstúfur er antron eða ull, klippt stutt. Frambúkur er 3-4 fanir úr páfuglsstéli. Haus er svart- ur. Vírinn eða girnið er þrætt gegnum auga öngulsins og er einn hnútur hnýttur aftast á legg öngulsins. Næsti hnútur er nær auga öngulsins og snýr rangsælis á við fyrri hnútinn. Þetta er endurtekið fram legginn, frambúk flugunnar, (thorax). Fara skal varlega með fínan koparvír því hann slitnar auðveldlega. Girni er skemmtilegt hnýtingarefni þar sem búkurinn verður gegnsær líkt og um náttúrulega púpu sé að ræða. Að sögn Þorkels er veiðireynsla af þessari flugu mjög góð, púpurnar veiði bæði urriða og bleikju, rétt undir yfirborði (með girni) og einnig djúpt (með koparvír). Púpan virkar bæði í stöðuvatni og straumvatni. Leynivopnin afhjúpuð Latex-systurÞorkell Pink Það er ekki sjálfgefið að stangaveiðimenn opni fluguboxin sín fyrir almenning og afhjúpi leynivopnin sín. Lands- samband stangaveiðifélaga og verslunin Veiðihornið hafa þó annað árið í röð skorað á veiðimenn að keppa um bestu leynivopnin og þátttaka hefur verið góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.