Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 45
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 45 ÞEGAR ég var búsett í Danmörku um nokkurra ára skeið fyrir fáeinum árum kynntist ég fyrirbær- inu „gamlir, góðir Danir“. Gamlir góðir Danir hafa húmor, eru vel lesnir, fylgjast náið með listum og gera ekki upp á milli listgreina, þeir elska djass, bjór og rómantík. Þeir eru ekki mikið efn- ishyggjufólk en þeim mun elskari að náttúrunni og lífinu sjálfu. Þeir hafa stórt hjarta og hugsa stórt, út fyrir landamærin. Þegar þeir tala verður dansk- an fallegt tungumál, ljóðrænt og kliðmjúkt. Ungir Danir eru allt öðruvísi og tungutak þeirra líka, en það er önnur saga. Nú sýnir einn af þessum gömlu, góðu Dönum myndverk sín í sal Íslenska graf- íkfélagsins aftan til í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu en það er Frank Hammershöj, búsettur í Bog- ense, fæddur 1940. Hann sýnir blýantsteikningar, vatnslita- og pastelmyndir og þó nokkrar af þeim. Hammershöj dvaldi á Akureyri fyrir fáeinum árum og vann á því tímabili dagbók sem gefur að líta á sýningunni; stuttir textar um umhverfið kallast á við myndir innblásnar af náttúrunni. Ég er ekki frá því að mildi danskrar náttúru eigi betur við lundar- far listamannsins en harðneskja þeirrar íslensku en fjallastemningar hans eru engu að síður sannfær- andi. Listamaðurinn sýnir líka myndir frá verk- stæði sínu og mótíf eins og fugla, manneskjur, djass og tónlist. Best finnst mér honum takast upp í ein- földum mótífum eins og fuglamyndum eða fólki, en náttúrustemningar hans eru margar mjög fallegar líka. Smámyndir Hammershöj eru að mestu fígúra- tífar en einnig eru nokkrar ljóðrænar óhlutbundnar stemningar. Það er ást á lífinu, manneskjunni og náttúrunni í verkum hans og áhorfandinn skynjar sterkan samhljóm í lífi listamannsins og list. Í heildina er létt og ljúft yfir sýningunni og þann heita sumardag sem ég skoðaði hana fannst mér ég næstum heyra kliðinn af Strikinu, saxófón í fjarska og hláturinn í fólki yfir bjór á næsta kaffihúsi ber- ast inn um opnar dyrnar. Verðið á verkum Ham- mershöj er mjög hófstillt og vekur spurningar um verðlagningu myndverka hérlendis. MYNDLIST Salur Íslenska grafíkfélagsins Til 18. júlí. Salur Íslenska grafíkfélagsins er opinn fimmtudaga til sunnudaga kl.14 –18. MYNDVERK FRANK HAMMERSHÖJ Morgunblaðið/Árni Torfason Frank Hammershöj: Hlíðarfjall. Ragna Sigurðardóttir ORÐALEIKIR hafa löngum freist- að skálda. Svo er með Hrafn Andr- és Harðarson í bók hans Glerleik að orðum. Bókin einkennist umfram allt af þematískri umfjöllun sem tengist með einum eða öðrum hætti gleri. Fyrir bragðið stendur bókin og fellur með því hvernig þessi meginhugmynd gengur upp. Ekki er annað hægt að segja en að skáld- ið haldi vel á glerspöðunum og er bókin fyrirtaks hugmyndalist. Í bókinni eru fremur stutt og hnitmiðuð ljóð sem byggjast gjarn- an á einni grundvallandi mynd og tengist hún þá með einhverjum hætti meginviðfangsefninu. Það vill svo til að gler er ákaflega hentugur efniviður og fjölbreytilegur til þess háttar ljóðræns leiks, hvort sem ort er um glerbrot, spegla, tvöfalt gler eða jafnvel glerhákarl, gler- kuntuhýjung og svona mætti lengi telja. Þetta nýtir skáldið sér til hins ýtrasta. Ekki þar fyrir að formþættir meginhugmyndarinnar ráði öllu í ljóðagerðinni. Þvert á móti. Skáldið túlkar í ljóðum sínum fjölbreytilegar kennd- ir, allt frá fortíðarþrá, hryggð og einsemd en einnig kátínu og gam- ansemi. Ljóðin eru mörg hver nátt- úrustemningar en einnig er kafað nokkuð í manninn í náttúrunni og aðstæður hans, tilfinningalíf hans, þrár og langanir. Kannski er þó sjálfsmyndarmál- unin sterkust í kvæðum Hrafns. Í ljóði sem kallast stíllega á við Jónas Svafár og nefnist Dagblaður verður dagblaðafarganið honum að yrk- isefni: Út um óglaða glugga glerhalla stórborga líða marglyttar morgunblöðrur út í daginn í leit að athvarfi en springa á lygnunum. Glerleikur að orðum er fjöl- breytileg bók sem þó hefur einfald- an meginþráð. Skáldið leikur sér að máli og myndum og nær að gæða ljóðin lífi og dýpt. BÆKUR Ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson. Hlér 2004 – 56 bls. GLERLEIKUR AÐ ORÐUM Skafti Þ. Halldórsson BÓK Einars Ólafs Sveinssonar pró- fessors, Um íslenzkar þjóðsögur, sem kom út árið 1940, markaði tíma- mót í íslenskum þjóðfræðirann- sóknum. Hún var fyrsta strang- fræðilega rannsóknin sem gerð hafði verið á þjóðsagnaarfi Íslendinga, til- urð íslenskra þjóðsagna og eðli. Nú á dögum munu flestir líta á þessa bók sem klassískt fræðirit og enginn sem hyggst rannsaka íslenskar þjóð- sögur og fjalla um þær af skynsam- legu viti getur litið framhjá því. Þessi nýja enska útgáfa á bók Einars Ólafs ber vott um vaxandi áhuga á íslenskum þjóðfræðum og bókmenntasögu erlendis, en er þó að verulegu leyti unnin hér heima. Hún er að öllu leyti vel heppnuð. Þýðing Benedikts Benedikz er nákvæm og vönduð og nær vel stíl íslensku frumgerðarinnar. Góður fengur er og að endur- skoðun og aukningu heimilda og til- vísanaskráa. Er ekki að efa, að flestir áhuga- menn um íslensk þjóðfræði, hér- lendis sem erlendis, muni fagna þessari útgáfu. BÆKUR Þjóðsögur Einar Ólafur Sveinsson. Revised by Ein- ar G. Pétursson. Translated by Bene- dikt Benedikz. Edited by Anthony Faulks. Viking Society for Northern Research University College London 2003. 318 bls. THE FOLK-STORIES OF ICELAND Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.