Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 49 Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 V I N D I E S E L KRINGLAN Sýnd kl. 12, 3, 5.30, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3 og 5.30 Ísl tal. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 3 og 5.30. Ísl tal. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 4.45. 8 OG 10.30.. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Íslenskt tal.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl FRÁ FRAMLEIÐENDUM „RUNAWAY BRIDE“ OG „PRINCESS DIARIES“ Frábær rómantísk gamanmynd með Kate Hudson úr How to lose a guy in 10 days og John Corbett úr My big fat Greek wedding Í GAMANMYND Frá leikstjóra Pretty Woman FRÁ FRAMLEIÐENDUM „RUNAWAY BRIDE“ OG „PRINCESS DIARIES“ Frábær rómantísk gamanmynd með Kate Hudson úr How to lose a guy in 10 days og John Corbett úr My big fat Greek wedding Í GAMANMYND Frá leikstjóra Pretty Woman STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA MYND ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM. STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA. STÆRSTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. / kl. 6, 8 og 10. Enskt tal. Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is Frumsýning Frumsýning Kvikmyndir.is KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4.30, 8 og 10.30. Sýnd með íslensku og ensku tali. 19 þúsund gestir á 5 dögum  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið.  Allt er vænt sem vel er grænt. KD. Fréttablaðið. AKUREYRI Sýnd kl. 1.45. Ísl tal SV.MBL SV.MBL UM síðustu helgi var haldin glæsi- leg djasshátíð að Skógum undir Austur-Eyjafjöllum. Hófst hún á föstudegi og lauk á sunnudegi. Tón- leikar voru bæði í veitingasal byggðasafnsins og í stóru tjaldi er reist hafði verið við Hótel Skóga en staðarhaldarar þar í samvinnu við flokk djassleikara undir forystu Sig- urðar Flosasonar stóðu að hátíðinni. Var hún slíkur sómi fyrir Rang- æinga að vonandi verður framhald á og að sýsluyfirvöld sem einkaaðilar styðji sem myndarlegast við bak þeirra er að henni standa í framtíð- inni. Aðsókn var feikigóð og á þriðja hundrað manns komu á laugardags- kvöld í tjaldið þar sem Þórir Bald- ursson sat við hammondorgelið einsog kóngur í ríki sínu og þurfti að opna tjaldið fjöldans vegna. Ríkti sannkölluð útihátíðarstemning í orðsins jákvæðustu merkingu á staðnum. Þessir tónlistarmenn þekkja hver annan ansi vel og djammsessjónandinn og spilagleðin allsráðandi – þarna var enginn að spila eða syngja af skyldurækni og því síður bara í vinnunni. Af auglýstum dagskráratriðum vakti einn sérstaka athygli djass- unnenda. Tónleikar er hinn ungi trompetleikari Snorri Sigurðarson hafði unnið að í minningu Viðars Al- freðssonar. Viðar er óefað fremsti málmblástursleikari og sá fjölhæf- asti er Íslendingar hafa átt. Hann var jafnvígur á djass og klassík og lék um langt árabil í Englandi: fyrst með hljómsveit Sadler Wells óp- erunnar og síðar með stórsveit BBC, en fátt var erfiðara erlendum tónlistarmönnum á þeim árum en að fá atvinnuleyfi í Bretlandi. Viðar gaf út eina sólóplötu meðan hann lifði, en hann lést árið 1999 aðeins 63ja ára gamall. Á þessari plötu, Viðar Alfreðsson spilar og spilar, blæs hann í aðalhljóðfæri sín, trompet og valdhorn, auk þess flyg- ilhorn, takkabásúnu og túbu. Það þótti undrum sæta í stórsveit BBC hversu snöggur Viðar var að skipta milli málmblásturshljóðfæranna, enda slíkt ekki heiglum hent. Eftir að Viðar flutti aftur til Íslands lék hann lengi með Sinfóníuhljómsveit Íslands og djassaði hvar sem því varð við komið, og þá oftar en ekki með félaga sínum Gunnari Ormslev. Plata hans hefur verið endurútgefin á tvöföldum geisladiski ásamt plöt- unni Jazzvöku með bandaríska bassaleikaranum Bob Magnusson þarsem Viðar blés í trompet og flygilhorn, og fyrstu plötu Guð- mundar Ingólfssonar og nefnist út- gáfan Jazzvaka Guðmundar og Við- ars. Á yngri árum var Viðar nemandi við Skógaskóla, en hann var ætt- aður undan Fjöllunum og safnvörð- urinn þjóðþekkti á þeim stað, Þórð- ur Tómasson, frændi hans. Það var gaman að sitja á þessum laugar- dagstónleikum með fyrrverandi herbergisfélaga Viðars á heimavist Skógaskóla, þeim góðkunna djass- unnanda Þóri Guðmundssyni. Þrjú hljóðfæra Viðars, tveir trompetar og eitt valdhorn, eru nú varðveitt á byggðasafninu. Snorri Sigurðarson blés í Benge- trompet Viðars á minningartónleik- unum, en Choninn fékk að hvíla í sýningarskáp – auk þess blés Snorri í eigið flygilhorn. Hrynsveitina skip- uðu Þórir Baldursson rafpíanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Erik Qvick trommur.Auk þess blésu þeir Sigurður Flosason og Jóel Pálsson með þeim eftir hlé. Snorri hóf tón- leikana á „Be my love“ eftir Sammy Chan, sem er á sólóplötu Viðars, og blés í flygilhorn. Næst kom kynn- ingarlag Tommy Dorseys: „I’m gettin sentimental over you“ blásið í trompet. Snorri var dálítið hikandi í þessum lögum en hann blés hina fallegu ballöðu Viðars, „Völu“, firnavel í flygilhornið og síðan „Lauru“ á trompetinn. Sagði hana eina uppáhaldsballöðu sína með uppáhaldstrompetleikara sínum Clifford Brown. Þó að smávegis feil- ar væru í melódíublæstrinum fyrir sóló tókst spuninn vel og meldódían mjög vel spiluð í framhaldinu. Það þarf góða ljóðræna gáfu til að blása „Lauru“ vel og hafa fáir gert það betur á Norðurlöndum en Gunnar Ormslev, en það er önnur saga. „Meditation“ Jobims fylgdi í kjöl- farið, en þá sömbu blés Viðar með Bob Magnusson og var danskur hreimur í ágætum sóló kollega Bobs, Gunnars Hrafnssonar. Fyrra settið endaði á laginu sem leikið var á öllum djammsessjónum á Íslandi á síðustu öld: „Theréll never be another you“ og var þá farið að hitna í mannskapnum bæði á sviði og í sal. Eftir hlé var byrjað á „For once in my life“, sem Stevie Wonder gerði vinsælt, en Snorri var mun hæverskari í leik sínum en Viðar var á sólóplötu sinni. Þarna blés Jó- el með honum í tenórinn af öryggi, en í næsta ópusi, „Blue Daniel“ eftir Frank Rossolino, sem Viðar hljóð- ritaði með Ormslev 1960, var Sig- urður Flosason þá kominn á altóinn. Lokalagið á tónleikunum var einnig frá þeirri upptöku Viðars og Orms- levs: „Big ,,P““ eftir Jimmy Heath og var það mikil sýning; bæði Sig- urður og Jóel blésu með, Þórir lék söngrödd á rafpíanóið og Gunnar söng með bassasóló sínum. Þeir léku líka „Killer Joe“, sem Sigurður hafði leikið ungur með Viðari og „You are so nice to come home to“ eftir Cole Porter. Þar blés Snorri glæsilega í flygilhornið – tónhend- ingarnar í sólónum voru bæði lag- rænar og vel mótaðar og flæðið ein- staklega gott. Sigurður var skemmtileg andstæða í einleikskafla sínum þarsem undiraldan var ástríðufull. Þórir lék sína sólóa óað- finnanlega þótt skemmtilegra hefði verið að hafa flygil á staðnum og hrynsveitin var góð þótt hún gyldi þess hve hátt er til lofts og vítt til veggja í veitingasalnum þarsem út- saumur skreytir veggi og flugvél hangir úr lofti. Þetta eru fyrstu tónleikar Snorra Sigurðarsonar sem ég heyri eftir að hann kom heim frá námi, hafði að- eins heyrt hann með Stórsveit Reykjavíkur þarsem þarf Harry Edinsona og Dizzya til að koma hlutunum til skila í einum kórusi. Ég varð sannarlega ekki fyrir von- brigðum með þessa tónleika og kom mér skemmtilega á óvart hversu mjúkur og ljóðrænn blástur Snorra er. Fyrir utan Reykjavík hafa aðeins tvær djasshátíðir náð að festa sig í sessi: sú elsta á Egilsstöðum og Vestmannaeyjahátíðin. Megi hátíðin að Skógum lifa sem lengst. Ég efa ekki að þeir sem lögðu leið sína þangað nú koma aftur að ári. TÓNLIST Djasshátíð að Skógum Þriggja daga djasshátíð að Skógum undir Austur-Eyjafjöllum. Fram komu Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Snorri Sigurð- arson, Þórir Baldursson, Guðmundur Pét- ursson, Gunnar Hrafnsson, Pétur Grét- arsson, Erik Qvick, Andrea Gylfadóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Helgin 9. –11. júlí. DJASSTÓNLEIKAR Ljósmynd/ABK Sigurður Flosason, Snorri Sigurðarson og Jóel Pálsson blása af list, Viðari heitnum Alfreðssyni til heiðurs. Vernharður Linnet STEFÁN Hjörleifsson tónlistar- maður er einn aðstandenda James Brown-tónleikanna í Laugardalshöll 28. ágúst næstkomandi. Aðspurður um tildrög komu Guðföður sálar- tónlistarinnar seg- ir hann: „Und- anfarin tvö ár hef ég verið að þreifa aðeins fyrir mér í tónleikainnflutn- ingi, hvort hann sé yfir höfuð snið- ugur, og komst í samband við umboðsskrifstofu er- lendis. Upp úr því tók reyndar annað við hjá mér, reksturinn á tonlist.is meðal annars. Svo hitti ég fulltrúa skrifstofunnar í janúar, á Midem- tónlistarráðstefnunni, og þeir sögðu að þetta væri möguleiki. Upphaflega stóð til að Brown kæmi til landsins í vor, en það gekk ekki upp. Í síðustu viku höfðu þeir svo samband og spurðu hvort við treystum okkur til að gera þetta á átta vikum. Við kýld- um á það.“ Stefán segir að þá hafi beinast leg- ið við að tonlist.is tæki þátt í tónleika- haldinu, en þar fer miðasalan fram. Einnig eru seldir miðar á Hard Rock og í Pennanum á Akureyri. Ekki smeykur Spurður hvort hann sé ekkert hræddur við að illa gangi, með tilliti til fjölda annarra tónleika í sumar, segir Stefán svo ekki vera. „Sér- staða James Browns er það mikil. Aðdáendahópurinn er svo breiður; við sjáum strax að miðakaupendur eru allt frá átján ára aldri til rúm- lega sjötugs. Svoleiðis listamenn eru ekki á hverju strái.“ Þegar hafa selst nokkur hundruð miðar, að sögn Stefáns. Tónleikar | Stefán Hjör- leifsson stendur fyrir tónleikum Guðföðurins Kýldum á það Stefán Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.