Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L
jósmyndasýningin Minningar er haldin í tilefni
þess að í dag hefði Ágúst heitinn Sigurðsson
forstjóri orðið sjötugur. Sýningin er til húsa á
skrifstofu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykk-
ishólmi og verður opin almenningi á laug-
ardögum, milli kl. 13.00 og 17.00, til 8. ágúst
næstkomandi.
Auk þess að standa að uppsetningu sýningarinnar gefur
Sigurður Ágústsson ehf. út bókina Minningar með ljós-
myndum þeirra feðga. Ellert Kristinsson framkvæmdastjóri
skrifar formála. Þar gerir hann grein fyrir mikilvægi þess að
athafnamenn á borð við þá
feðga Sigurð og Ágúst leggi
hönd á plóginn í fámennum
byggðarlögum landsins. Þeir
hafi alið allan sinn aldur í
Stykkishólmi og veðjað óhik-
að á að byggja þar upp öflugt
atvinnulíf.
Ólíkir athafnamenn
Sigurður Ágústsson (1897–
1976) var dugmikill athafna-
maður og einnig þingmaður
Snæfellinga og Vesturlands í
19 ár samfellt. Sigurður var
af gamla skólanum og vildi
fara hefðbundnar leiðir í at-
vinnurekstri. Útgerð, frysti-
hús og verslun voru stoð-
irnar í rekstri hans en einnig
rak hann bakarí, stundaði
loðdýraeldi, gerði út bíla og
saltaði síld svo nokkuð sé
nefnt.
Ágúst Sigurðsson var
fæddur 18. júlí 1934 og and-
aðist 8. mars 1993, tæplega
59 ára gamall. Hann fór ung-
ur að vinna við fyrirtæki föð-
ur síns og tók þar við stjórn
1958. Honum fylgdu ferskir
vindar og fór Ágúst ótroðnar
slóðir, án þess að vanrækja
grundvöll fyrirtækisins.
Hann var óþreytandi í að
leita nýrra möguleika og
markaða. Ágúst breytti
rótgróinni verslun Sigurðar
Ágústssonar í nýmóðins kjörbúð, byggði veitingahúsið Tehús-
ið. Þá var hann frumkvöðull í nýtingu hörpudisks úr Breiða-
firði, sem skilað hefur ómældum verðmætum á land.
Ágúst var einnig ötull í félagsstarfi og var m.a. félagsforingi
skátafélagsins Væringja í Stykkishólmi um árabil. Það var
einmitt á skátamóti á Úlfljótsvatni sem Ágúst kynntist Rakel
Olsen sem varð eiginkona hans. Rakel er nú forstjóri Sigurðar
Ágústssonar ehf.
Mikilvægar heimildir
Sigurður og Ágúst voru báðir áhugasamir ljósmyndarar.
Myndefnið var fyrst og fremst Stykkishólmur og mannlífið
þar. Myndirnar bera þess merki að þeir hafa verið góðir ljós-
myndarar. Augað næmt og gott vald á tækninni. Ágúst var
mjög afkastamikill ljósmyndari og framkallaði lengi vel mynd-
ir sínar sjálfur. Oft var hann beðinn um að taka myndir við
ýmis tækifæri og um skeið tók ljósmyndun stóran hluta af
tíma hans. Víst er að myndasafnið sem liggur eftir þá feðga er
mikill fjársjóður og góð heimild um lífið í Stykkishólmi á
þeirra tíð.
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Frá höfninni í Stykkishólmi. Myndin er tekin í kringum 1957–8.
Ljósmynd/Sigurður Ágústsson
Ingibjörg Helgadóttir, kona Sigurðar Ágústssonar, er á hestbaki, til vinstri á myndinni.
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Skátar róa á Sauravatni í Helgafellssveit. Ágúst Sigurðsson var lengi félagsforingi í skátafélaginu Væringjum í Stykkishólmi.
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Bræðurnir Jón Ólafsson og Þorkell Ólafsson á Felix SH.
Ljósmynd/Sigurður Ágústsson
Bóndi með nautgrip við sláturhúsið sem
Sigurður Ágústsson rak í Stykkishólmi.
Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Hjörtur kokkur brýnir kutann í frystihúsi Sigurðar Ágústs-
sonar í Stykkishólmi. Myndin er tekin í kringum 1957.
Minningar úr Hólminum
Athafnamennirnir, feðgarnir Sigurður Ágústsson
og Ágúst Sigurðsson, í Stykkishólmi voru af-
kastamiklir ljósmyndarar. Valdar myndir úr
safni þeirra eru nú til sýnis í Stykkishólmi auk
þess að prýða nýja ljósmyndabók, Minningar.
gudni@mbl.is
Sigurður Ágústsson
Ágúst Sigurðsson