Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN
24 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGMYNDIR um sérstakan
sykurskatt voru til umræðu í
Morgunblaðinu í dag, 15. júlí. Það
er fremur ólíklegt að slíkur skatt-
ur myndi, einn og sér, draga úr
sykurneyslu og offitu.
Hann gæti þó haft
einhver áhrif. Neyslu-
stýring með sköttum
hefur gefið misjafna
raun. Háir skattar á
tóbaki og áfengi hafa
ekki umtalsverð áhrif
á áfengisneyslu og
tóbaksnotkun. Syk-
urskattur myndi
hækka almennt vöru-
verð og þar með
neysluvísitölu nema á
móti kæmi t.d. lækk-
un á sköttum á holl-
ustuvörum. Það er
mun heillavænlegra
að virkja almenn-
ingsálitið, fræða og
höfða til ábyrgðar
einstaklinga, for-
eldra, skóla, fram-
leiðenda og selj-
enda. En til þess
þarf mikla fjármuni.
Fór í bíó í gær og
sá eitt af snilldarverkum tölvu-
tækninnar, mynd fyrir alla fjöl-
skylduna. Í anddyri kvikmynda-
hússins er söluborð á aðra hönd
þar sem hægt er að kaupa gos-
drykki í þremur stærðum pappa-
glasa, flestum stórum. Þar er einn-
ig selt sælgæti. Á hina höndina er
gríðarlega stór sælgætishilla með
tugum hólfa, þar sem hægt er að
velja nammi í poka. Á báðum stöð-
um var biðröð.
Áður en kvikmyndin hófst buldu
auglýsingar á gestum. Poppstjarna
og átrúnaðargoð barna og ung-
linga auglýsti súkkulaði, sem allir
eiga skilið að borða. Síðan kom
fjöldi annarra sælgætis- og gos-
drykkjaauglýsinga og auglýsingar
um matartegundir, sem oftar en
ekki flokkast undir ruslfæði. Öll-
um þessum áróðri var beint að
börnum og unglingum. Og svo var
auðvitað hlé og nýjar biðraðir
mynduðust við gosdrykkja- og
sælgætisborðin. Alltof stór hópur
gestanna var langt yfir kjörþyngd.
Þrátt fyrir það keyptu foreldrar
stóra skammta af nammi handa
börnum, sem ekki sjálf sáu um að-
drætti fyrir síðari hluta mynd-
arinnar.
Sykurskattur hefði
að líkindum óveruleg
áhrif gegn því gíf-
urlega auglýsinga- og
framboðsáreiti, sem
allir verða fyrir, eink-
um þó yngsta kyn-
slóðin. Á þessum vett-
vangi yrði árangurs-
ríkara að semja við
kvikmyndahúsa-
eigendur um að draga
úr framboðinu og
breyta valkostum.
Einnig að brýna fyrir
foreldrum að draga úr
peningagjöfum til
barna í bíóferðum og
útskýra óhollustu
gegndarlauss syk-
uráts. Fyrst og
fremst þarf að gera
öllum ljósa grein fyr-
ir ábyrgðinni, sem
hver og einn verður
að taka á sig til að
andæfa gegn offitu-
fárinu. Dæmið um kvikmynda-
húsið er aðeins örlítið brot af þeim
veruleika, sem við blasir.
Íslendingar verða að horfast í
augu við þá staðreynd, að offita er
einskonar faraldur, sem í sumum
tilvikum getur verið lífshættulegur
og fyrir flesta undirrót marg-
víslegra kvilla og óhamingju. Óhóf-
leg sykurneysla á þar stóran þátt,
þótt áhrifavaldarnir séu mun fleiri.
Umræðan er ekki nöldur. Hún
snýst um dauðans alvöru. Það þarf
mikla fjármuni til að ýta úr vör
bráðnauðsynlegri fræðslu- og upp-
lýsingaherferð. Fáist þeir ekki er
allt eins víst að ríkið þurfi að
leggja fram margfalda þá fjármuni
á næstu árum til að takast á við
aukin verkefni innan heilbrigð-
iskerfisins. Þessi aukna fjárþörf
hefur þegar gert vart við sig.
Ekki nöldur,
heldur dauðans
alvara
Árni Gunnarsson fjallar um
sykurskattinn
’Það þarf miklafjármuni til að ýta
úr vör bráðnauð-
synlegri fræðslu-
og upplýsinga-
herferð.‘
Árni Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
FÉLAG um Tónlistarþróun-
armiðstöð fagnaði eins árs afmæli ný-
verið. Hinn 3. mars í fyrra opnuðum
við dyrnar á húsi því
sem í daglegu tali er
einfaldlega kallað
TÞM, eða Tónlist-
arþróunarmiðstöð og
staðsett er á Hólmaslóð
2 úti á Granda. Þá hafði
mikið verk unnist í því
að breyta gömlu frysti-
húsi í æfinga- og sköp-
unaraðstæður á heims-
mælikvarða og okkur
því ekkert að vanbún-
aði að fara að bjóða
hljómsveitum og tón-
listarmönnum að
hreiðra um sig í þessu fyrsta sér-
hæfða æfingahúsnæði á Íslandi.
Stórbætt aðstaða
Viðtökurnar létu ekki á sér standa.
Húsið fylltist af hljómsveitum sem
flestar voru orðnar langþreyttar á ör-
yggisleysi því sem einkennt hafði að-
stöðumál grasrótartónlistarmanna
síðustu áratugi. Þeim líkaði breyt-
ingin vel, en margir skriðu við illan
leik úr lekum bílskúrum með opnum
klóökum og sumir bundu enda á
ósanngjörn viðskiptasambönd sín við
svikahrappa sem leigðu út „æf-
ingapláss“ fyrir hljómsveitir á upp-
sprengdu verði, þrátt fyrir að þeir
byðu upp á meingallaða aðstöðu.
Flest þessara viðskipta áttu sér stað í
neðanjarðarhagkerfinu
og voru ekki til þess
gerð að bæta aðstöðu-
mál tónlistarmanna til
lengri eða skemmri
tíma litið.
Þörfin er gríðarleg
Félagsmönnum í TÞM
fjölgar ört og eru þeir
orðnir 250 þegar þessi
orð eru rituð. Það eru
félagsmennirnir sem
hafa gert þennan
draum að veruleika.
Þeir hafa líka reynst
okkar sterkasta kynningarverkfæri
og bera þeir hróður TÞM víða. Í dag
eru tíu æfingarými í húsinu, en þrjár
hljómsveitir deila hverju slíku á milli
sín, og er húsið því búið að sprengja
utan af sér. Ekki það að við sáum
þetta ekki fyrir, við bara áttum ekki
von á að það myndi gerast svona
hratt. En þetta sýnir okkur líka
hversu gríðarleg þörfin er. Íslenskir
tónlistarmenn í grasrótinni skipta
þúsundum! Hefur einhver heyrt um
þessa gífurlegu útrás íslenskrar tón-
listar? Eða þá milljarða sem hún velt-
ir? Eða þarf ég að vitna í opinberar
skýrslur sem útlista menningarlegt
og gróðavænlegt gildi íslenskrar tón-
listar?
Peningaleysi og yngstu
hóparnir
Helsta vandamál þessa mikilvæga
málaflokks er, og ætti engan að
undra, peningaleysi. Ekki eingöngu
frá rekstrarlegu sjónarmiði heldur
finna yngstu hópar fólksins sem nýtir
sér aðstöðu TÞM einna mest fyrir
því. Þó að afnotagjöldum sé stillt í hóf
eiga margir af þeim yngstu erfitt
með að standa undir þeim. Til að
koma til móts við þetta vandamál
væri nærtækast að ríki eða borg nið-
urgreiddi þessi gjöld fyrir þennan
yngsta hóp. Svipaðar niðurgreiðslur
tíðkast í íþrótta- og æskulýðsmálum
og tónlistariðkun flokkast klárlega
undir sama hatt. TÞM hefur séð sér
fært að styrkja nokkra hópa í sinni
listsköpun með því að gefa þeim kost
á að vinna fyrir afnotagjöldunum.
Unga fólkið er afar hæfileikaríkt og
viljum við nýta krafta þess. Hvort
sem það er að hanna vefsíðu eða mála
veggi, þá er það ýmislegt sem þau
eru tilbúin að leggja á sig til að hafa
samastað fyrir sköpun sína. Tónlist-
arþróunarmiðstöð hefur mætt góðum
skilningi borgaryfirvalda og er óhætt
að segja að þau hafi áhuga á því sem
hér er verið að gera. Nýverið var
TÞM úthlutað styrk úr borgarsjóði
og eiga borgarráðsmenn miklar
þakkir skilið fyrir hann. En betur má
ef duga skal. Starfsemi sem þessari
verður ekki tryggð blómleg framtíð
fyrr en ráðamenn sjá sig reiðubúna
að bindast verkefninu á einn eða ann-
an hátt til framtíðar. Reykjavík-
urborg axlaði á síðasta áratug síðasta
árþúsunds ábyrgð á aðstöðumálum
tónlistarmanna og starfrækti slíka í
Brautarholti, þar sem Hitt húsið
hafði aðsetur um tíma. Seinna, þegar
Hitt húsið missti það hús, var að-
staðan færð niður í bæ, um tíma var
hún í kjallara Hafnarhússins og síðar
í Geysishúsi. Að lokum var það ein-
faldlega húsnæðisskortur sem kom í
veg fyrir að hægt væri að bjóða upp á
þessa aðstöðu. En nú, í einka-
framtaki, hefur þráðurinn verið tek-
inn upp að nýju og með auknum
metnaði og eilítið meiri skilning á
málefnum grasrótartónlistarmanna
höfum við saman tekið ófá skref
áfram í áttina að öryggi, skilningi og
virðingu í garð listamannanna.
Snillingar morgundagsins; leik-
skólabörn í hljómsveitaleik
Við látum ekki staðar numið hér.
Grunnurinn hefur verið lagður að
miðstöð grasrótarinnar og það vita
þær 34 hljómsveitir sem æfa nú í
TÞM. Þessa dagana vinnum við að
því að trygga okkur viðbótarhúsnæði
í sömu byggingu. Það höfum við ætl-
að undir fjölnotasal sem rúmar yfir
300 manns auk þess sem hljóðver
verður sett á laggirnar. Möguleik-
arnir eru gríðarlegir. Nú þegar hafa
ýmsir leikhópar sýnt áhuga á að nýta
fjölnotasalinn undir æfingar og jafn-
vel leiksýningar. Við höfum tekið á
móti fjölda leikskólabarna sem hafa
komið til að kynnast „hljómsveitalíf-
erninu“ á jákvæðan hátt en ég get
ekki ímyndað mér margt skemmti-
legra en það að vera fimm ára og fá
að berja á alvöru trommusett eða
taka í rafmagnsgítar.
Áhugann á þessari starfsemi finn-
um við úr öllum áttum og segir það
okkur eitt; þörfin er gríðarleg. Fram-
tíðin býður upp á ótalmörg tækifæri
og leyfi ég mér að fullyrða að snill-
ingar morgundagsins séu nú búnir að
finna sér framtíðarheimili.
Aðstöðumál tónlistarmanna
Gylfi Blöndal fjallar um tónlist-
armenn og aðstöðu þeirra ’Áhugann á þessaristarfsemi finnum við úr
öllum áttum.‘
Gylfi Blöndal
Höfundur er tónlistarmaður og einn
af aðstandendum Tónlistarþróun-
armiðstöðvar.
Í BYRJUN júlí sl. sáum við
hjónin okkur færi á að komast eina
nótt út úr bænum og þá er ekkert
ljúfara en að sækja
til bernskuslóða og
upplifa fegurð og
kyrrð náttúrunnar.
En annað átti nú ald-
eilis eftir að koma á
daginn.
Tjaldvagninn var
hengdur aftan í, ung-
lingar heimilisins
voru í vinnu og ætlun
okkar að vera komin
aftur til skyldustarfa
seinnipart næsta
dags. Gamli góði
staðurinn við Glugga-
foss í Merkjá við
Múlakot í Fljótshlíð
var á lausu. Á meln-
um við ána höfum við
slegið upp tjaldi ótal
sinnum í gegnum tíð-
ina, en nú hafði orðið
3ja ára hlé.
Þar sem við sátum
úti í veðurblíðunni og
dásömuðum sveitina
kom silfraður Benz
aðvífandi og út úr
honum steig silf-
urhærður náungi.
Hann vék sér að okkur, stjarfur í
fasi, og hreytti út úr sér „hypjið
ykkur í burtu!“ án nokkurs for-
mála. Við urðum felmtri slegin, en
héldum ró okkar og spurðum
hverju þetta sætti. Svipur manns-
ins og fas varð enn hvassara og
tókst ekki með nokkru móti að
koma á málefnalegri samræðu. Þá
mundi ég allt í einu eftir að undir
teppi í farangursrými
bílsins lágu lög nr. 44/
1999 um náttúruvernd.
Lögin hafði ég prentað
út fyrir nokkrum árum
í viðleitni til að koma
kunningjafólki til
hjálpar sem hrakið var
í burtu úr berjamó á
heiðum uppi af skapill-
um borgarbúa sem ný-
lega hafði fest kaup á
landspildu í sveitinni.
Ekki varð sá illi blíðari
við þetta uppátæki
mitt og nú var fokið í
öll skjól. Í því sem
hann rauk í burtu, með
fýlda konu sér við hlið,
hótaði hann m.a. að
flytja á staðinn stór-
grýti og loka okkur
inni! Eftir þessa ótrú-
legu framkomu og
dónaskap vorum við
enn staðráðnari en
fyrr að gista þarna um
nóttina, enda með lög
landsins með okkur í
öllum skilningi.
Á kvöldgöngu fór
ekki framhjá okkur að nýbúið er
að reisa nokkur hundruð fermetra
marmarahöll vestan við gamla bæ-
inn í Múlakoti 2. Við komum niður
heiðina og í gegnum hlaðið á Múla-
koti 1, þar sem flugáhugamenn
hafa komið sér snoturlega fyrir.
Þegar við nálguðumst gamla garð-
inn við Múlakot 2, sem eitt sinn
var með fallegustu skrúðgörðum
landsins en nú í mikilli niðurníðslu,
kom mannvera á miklu skriði frá
marmarahöllinni. Nú var það eig-
inkonan, svipljót með afbrigðum,
og hreytti út úr sér svipuðum orð-
um og sá grái hafði gert og ekki
séns að ná eðlilegu talsambandi.
Grimmustu varðhundar hefðu ekki
skilað hlutverkinu betur. Við
hrökkluðumst til baka og tókum
stóran sveig til að styggja ekki
skötuhjúin enn frekar og fylgdust
þau vel með úr fylgsni sínu.
Í bítið morguninn eftir vökn-
uðum við upp við mikið vélarhljóð
frá traktor; sá grái var mættur.
Hann ók ógnandi upp að tjald-
vagninum sem var í eins metra
fjarlægð frá girðingunni. Þar sneri
hann vinnuvélinni með ámokst-
urstækin fyrir ofan tjaldið, ham-
aðist fram og aftur og hélt svo í
burt. Þessa aðför endurtók hann
með miklum látum en við létum
sem ekkert væri og héldum okkur
innan tjalds. Þegar djöfulgang-
inum slotaði mátti sjá að hann
hafði reynt mikið við að ná upp
stærðar grjóti inni á landi sínu en
ekki tekist. Þarna var kletturinn
sem átti að loka gestina inni.
Í áðurnefndum lögum um nátt-
úruvernd frá 1999 stendur í 20.
grein: „Við alfaraleið í byggð er
heimilt að tjalda hefðbundnum við-
legutjöldum til einnar nætur á
óræktuðu landi.“ Fólki er sem sagt
heimilt að tjalda eina nótt á órækt-
uðu landi, hvort heldur það er girt
eða ógirt, án sérstaks leyfis land-
eiganda eða rétthafa lands, og
hvort sem um er að ræða eign-
arland eða þjóðlendu. Hér hefur
löggjafinn til mikilla heilla og
örugglega að gefnu tilefni sett lög
til höfuðs yfirgangi fólks eins og
býr í Múlakoti 2 í dag.
Þessar línur set ég á blað til að
lýsa því með hvaða hætti einstaka
nýbúar sveitanna, oftast nýríkir og
spilltir borgarbúar, geta með yf-
irgengilegum hroka sett ljótan svart-
an blett á fallegustu staði landsins.
Þetta landráðafólk á ekkert skylt við
bændur landsins sem sýna gestrisni
í hvívetna. Ég kalla það stórslys að
svona fólk nái í valdi auðs, og jafnvel
með prettum eins og ég hef heyrt
eftir á í þessu tilfelli, að sölsa undir
sig perlur landsins.
Hremmingar í Fljótshlíðinni
Gísli Jónsson fjallar um heimild
til að tjalda á óræktuðu landi
Gísli Jónsson
’Fólki er semsagt heimilt að
tjalda eina nótt
á óræktuðu
landi, hvort
heldur það er
girt eða ógirt,
án sérstaks leyf-
is landeiganda.‘
Höfundur er dýralæknir.Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
FRÉTTIR
mbl.is