Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur og afi,
VICTOR BJÖRGVIN INGÓLFSSON
pípulagningameistari,
Ísalind 8,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 20. júlí kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands.
K. Sigrún Halldórsdóttir,
Emelía Victorsdóttir, Hinrik N. Valsson,
Halldór Gunnar Victorsson, Þórdís Rúnars Þórsdóttir,
Victor Björgvin Victorsson, Sigrún Hrefna Arnardóttir,
Ásta Kristín Victorsdóttir, Jón Viðar Viðarsson,
Ásta Kristín Guðmundsdóttir,
Sara Margrét Hinriksdóttir,
Björgvin Þór Halldórsson,
Victor Örn Victorsson
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, systir okkar og móður-
systir,
SÓLVEIG (Solla) GUÐMUNDSDÓTTIR
þroskaþjálfi,
Hjallavegi 46,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 8. júlí, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. júlí
kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er
vinsamlegast bent á að láta Krabbameinsfélagið eða Styrktarfélag van-
gefinna njóta þess.
Halldór Ásgeirsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Árni Oddgeir Guðmundsson,
Guðmunda Guðmundsdóttir, Gustav H. Karlsson,
Ólafur H. Guðmundsson, Jónína Magnúsdóttir,
Unnur E. Malmquist, Kjartan B. Sigurðsson.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
Torfholti 2,
Laugarvatni.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að
umönnun í veikindum hennar.
Guðs friður veri með ykkur öllum alls staðar.
Guðmundur Svavar Jónsson,
Hafþór B. Guðmundsson, Sigríður V. Bragadóttir,
Bragi Dór Hafþórsson, Vaka Ágústsdóttir,
Guðmundur Sveinn, Árni Páll
og Sigurður Orri Hafþórssynir.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
TYRFINGS SIGURÐSSONAR
byggingameistara,
Sunnubraut 6,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Guðnadóttir,
Guðni Tyrfingsson, Auður Alfreðsdóttir,
Sigurður Tyrfingsson,
Þórunn J. Tyrfingsdóttir, Jóhann Dalberg Sverrisson
og barnabörn.
Áskær móðir okkar, amma og langamma,
GRÓA ÞORGEIRSDÓTTIR-LAWRENCE
frá Lambastöðum,
Garði,
andaðist á Englandi miðvikudaginn 14. júlí.
Þorgeir Lawrence
Helga Hughes.
barnabörn og barnabarnabörn.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Ótal minningar
koma upp í hugann
við andlát elskulegrar
móðursystur minnar
sem nú er látin í hárri
elli.
Fyrstar birtast
minningar úr bernskunni þar sem
alltaf virðist hafa verið sólskin.
Gönguferðir í náttúrunni með
Ingibjörgu sem þekkti hverja jurt
enda hafði hún ferðast mikið um
landið og var lyfjafræðingur að
auki. Hún var óþreytandi að benda
á plöntur og miðla þekkingu sinni.
Hún hafði alltaf mikinn áhuga á ís-
lenskum jurtum og hafði stórt
blómabeð í garðinum sínum þar
sem hún hafði safnað ýmsum teg-
undum. Afar takmörkuð þekking
mín á þessu sviði er uppfræðslu
hennar að þakka.
Heimsóknir í sumarbústaðinn
sem Þorvaldur byggði sjálfur á
fögrum stað við Elliðavatn. Þar
var hoppað og skoppað um móana,
leikið í dúkkuhúsinu og svo var
háttað eftir langan dag í „nótt-
lausri voraldar veröld“ íslenska
sumarsins, notalega þreyttur og
syfjaður eftir útivist dagsins og
Ingibjörg breiddi ofan á.
Ökuferðir með Ingibjörgu í
gamla Austin-bílnum hennar með
handsnúnu þurrkunum en alltaf
var mikil gleði þegar hún renndi í
hlað og bauð í bílferð enda bíla-
eign ekki jafnalmenn á þeim tíma
og nú er.
Samverustundir stórfjölskyld-
unnar á hátíðum og endranær. Al-
veg fastir liðir þar voru jóladagur
á Túngötu og gamlárskvöld í Háu-
hlíð. Þar var mikið hlegið, spjallað,
spilað á spil og fleira gert sér til
skemmtunar. Ingibjörg og Þor-
valdur voru alltaf höfðingjar heim
að sækja. Sé ég þau fyrir mér við
borðsendann í Háuhlíð að reiða
fram glæsilegar veitingar. Þau
voru alltaf eins og nýástfangið par
og horfðu hvort á annað með
glampa í augum. Þá eins og endra-
nær sinnti Ingibjörg sérlega vel
ungviðinu í fjölskyldunni sem
kunni vel að meta það.
Spiladagar með Ingibjörgu, en
mér hlotnaðist sá heiður að fá að
spila brids við hana og systur
hennar og læra af þeim það merki-
lega spil. Ingibjörg var sagndjörf
og spilaði af tilfinningu, hratt og
örugglega enda fljóthuga og aldrei
gefin fyrir að tvínóna við hlutina.
Þessi spilamennska þróaðist svo í
INGIBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1908. Hún
lést í Reykjavík 6.
júlí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 16. júlí.
vikulegt kvennakaffi
þegar yngri kynslóðin
bættist í hópinn og
langaði til að vera
með. Enginn vildi
missa af því, enda
alltaf afar ánægjulegt
að vera í félagsskap
þeirra systra. Þær
skemmtu sér alltaf vel
saman og mjög náið
samband milli þeirra
alla tíð.
Þessi minningabrot
og ótalmörg önnur
eiga það sameiginlegt
að alltaf var gott að
vera í félagsskap Ingibjargar. Hún
var fróð, ráðagóð og alltaf
skemmtileg. Mér og mínum reynd-
ist hún afar vel og þakka ég alla
ástúð í okkar garð.
Mig dreymdi Ingibjörgu nokkr-
un dögum áður en hún dó. Það var
sólríkur sumardagur og hún var
klædd fagurrauðri peysu, sólbrún
og glaðleg og teygði andlitið mót
sólu. Mér varð hugsað í draumn-
um, að þrátt fyrir háan aldur væri
hún enn ein fallegasta kona, sem
ég hefði nokkurn tíma séð. Í vöku
er mynd hennar alveg eins, björt
og fögur.
Ég þakka innilega samfylgdina
og allar góðu minningarnar.
Geirlaug H. Magnúsdóttir.
Ingibjörg var merk kona og
langt á undan sinni samtíð. Störf
hennar líkjast mest því sem tíðk-
ast hjá ungu nútímakonunum. Hún
var háskólagenginn lyfjafræðingur
að mennt á þeim tíma þegar fátítt
var að konur hefðu langskóla-
menntun að baki heldur þótti gott
ef þær lykju prófi frá hússtjórn-
arskóla.
Ingibjörg var frumkvöðull ásamt
eiginmanni sínum. Þau skiluðu
miklu og farsælu ævistarfi og
skildu þann arf eftir til afkomenda
sinna og okkar hinna, að sam-
heldni, dugnaður og þrotlaus vinna
fá miklu áorkað.
Fundum okkar bar fyrst saman
fyrir um 30 árum þegar hún boð-
aði eiginkonur Rótarýfélaga í
Reykjavík á fund og lagði fram til-
lögu um stofnun „Inner Wheel“ fé-
lags í Reykjavík. Inner Wheel eru
alþjóðasamtök eiginkvenna Rót-
arýfélaga. Fundinn sátu 60–70
konur. Tillagan var samþykkt og
kosin undirbúningsnefnd. Félagið
hóf starf árið 1973 og var Ingi-
björg kosin fyrsti forseti. Hún
bauð hingað á eigin vegum fulltrúa
erlendis frá til þess að stofna sam-
tökin formlega, sem hið nýstofn-
aða félag hafði ekki tök á. Síðar
tók hún að sér að vera útbreiðslu-
stjóri til undirbúnings stofnunar
fleiri Inner Wheel-félaga hér á
landi og vann þannig að því að Ís-
land yrði gert að umdæmi í al-
þjóðasamtökunum. Undirrituð
starfaði með Ingibjörgu í fyrstu
stjórninni og tók við af henni sem
útbreiðslustjóri. Með okkur tókust
góð kynni og af henni lærði ég að
konur eru sterkt afl. Hjá henni var
ekkert hálfkák. Það dugði ekkert
annað en fylgja ákvörðunum eftir
og framkvæma hlutina.
Í þessi þrjátíu ár sem Inner
Wheel hefur starfað hér á landi
höfum við félagarnir tengst sterk-
um vináttuböndum sem hafa orðið
til og dafnað vegna framtaks henn-
ar. Við kveðjum hana með þakk-
læti í huga.
Ingibjörg var formaður í Félagi
háskólakvenna og Kvenstúdenta-
félaginu í 17 ár. Á þeim tíma sótti
hún allar alþjóðaráðstefnur og
fundi Alþjóðasamtaka háskóla-
kvenna og var mjög virk í þeim
samtökum. Í formannstíð hennar
var haldinn fulltrúaráðsfundur
samtakanna hér á landi árið 1966.
Ingibjörg var kjörin heiðursfélagi
og kann félagið henni miklar þakk-
ir fyrir hennar störf.
Þau ár sem Ingibjörg starfaði
sem formaður var hún í nánu sam-
starfi við Bandalag kvenna í
Reykjavík en Kvenstúdentafélagið
er aðili að þeim samtökum.
Síðari ár hefur undirrituð starf-
að með dóttur Ingibjargar, Geir-
laugu, í stjórn Félags háskóla-
kvenna og Kvenstúdentafélagsins.
Gaman er að sjá félagið blómstra
undir styrkri stjórn hennar og í
störfum hennar sé ég fyrirmynd-
ina sem hún hefur fengið frá móð-
ur sinni. Alltaf er sárt að kveðja
góða móður en mikið er að þakka
fyrir að hafa notið leiðsagnar
hennar um langa ævi. Gott er að fá
hvíld þegar heilsan er farin og
æviárin orðin mörg.
Elsku Geirlaug, ég sendi þér og
þínum innilegar samúðarkveðjur
og bið Guð að styrkja ykkur.
Margrét K. Sigurðardóttir.
Kveðja frá Inner Wheel
Reykjavík
Ingibjörg Guðmundsdóttir var
frumkvöðull að stofnun Inner
Wheel á Íslandi árið 1973 og var
hún fyrsti forseti Inner Wheel
Reykjavík. Hún var einnig fyrsti
heiðursfélagi klúbbsins. Í dag eru
starfandi átta klúbbar hér á landi
með um 320 félagskonur.
Inner Wheel eru samtök eig-
inkvenna og annarra skyldkvenna
Rótarýmanna.
Inner Wheel á sér langa sögu,
sem má rekja til ársins 1920, er
eiginkonur Rótarýmanna á Eng-
landi hittust til að aðstoða menn
sína í ýmsum verkefnum, sem þeir
unnu í nafni Rótarý. Þannig
kynntust konurnar og vináttubönd
mynduðust milli þeirra og var
fyrsti Inner Wheel klúbburinn
stofnaður í Manchester 1924. Í
krafti vináttu og skilnings milli
þjóða hefur hreyfingin breiðst út
og tengjast klúbbarnir saman í
International Inner Wheel með að-
setur í London. Samtökin eru ein
fjölmennasta kvennahreyfing í