Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 17 Lagersala 19. júlí.-29. júlí 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 alltaf fyrir því. Ég sagði þeim að ef þau gegndu mér ekki fengju þau ekki að fara út næsta kvöld. Og þau komu inn. En þau hafa ekki haft neitt illt af því. Mér finnst alveg hræðilegt að sjá þessa krakka veltandi um dauðadrukkna fjór- tán ára gamla og jafnvel yngri en það. En það er ekkert að marka mig, ég hef alltaf verið á móti áfengi, hef aldrei drukkið sjálf og aldrei reykt.“ Skyldi Gréta vita einhver ráð til að breyta ástandinu? Hvað væri best að gera? „Ég veit það ekki,“ svarar hún. „Ég er rosa- lega mikið á móti þessu uppeldi eins og það er í dag. Agaleysið er of mikið, unglingarnir gera bara það sem þeim dettur í hug og foreldrarnir skipta sér ekki af því. Svo eru kröfurnar í sam- félaginu orðnar svo miklu meiri en var. Og sár- ast finnst mér þegar börnin eru kornung farin að drekka og náttúrlega reykja líka. Þetta drep- ur fólk í stórum stíl.“ Gaman að syngja Gréta var einn af stofnendum Vorboðakórs- ins, sem er kór aldraðra á Siglufirði, en hann var stofnaður árið 1995. Áður söng hún í kirkju- kórum, blönduðum kór hjá Sigursveini Krist- inssyni og svo líka kvennakór. „Ég skil ekki hvenær ég hafði tíma fyrir þetta allt, en ég hafði bara svo gaman af því að syngja. var örugglega 30–40 ár í kirkjukórnum. Ég var stofnandi gamla Kvennakórsins, ég hef aldrei farið í þennan nýja. Ég söng í kirkjukórnum heima og þau voru búin að gera mér boð hérna í kirkjunni en þá fannst mér ég ekki hafa tíma til þess að vera að fara þegar stelpurnar voru litlar. Þetta krefst náttúrulega dálítið mikillar vinnu. Fyrst fór ég í Slysavarnarfélagskórinn hjá Páli heitnum Er- lendssyni organista, en upp úr því í kirkjukór- inn. Við æfðum alltaf einu sinni í viku. Ég sakn- aði þess í mörg ár eftir að ég hætti í kórnum að fara á æfingar en ég fer nú oftast nær í messur þegar ég er heima. Ég syng bara fyrir mig. En ég hafði rosalega gaman af þessu og svo þurft- um við að vera við allar jarðarfarir og allt. Við fórum nú stundum í ferðalög, einu sinni fórum við austur í Mývatnssveit og messuðum á Hól- um á leiðinni heim. Ég söng hjá Kristjáni Róbertssyni, Ragnari Fjalari Lárussyni og Rögnvaldi Finnbogasyni, en ekki hjá Óskari J. Þorlákssyni, því hann var á undan þeim, kom 1935 og fór héðan 1951. Svo söng ég hjá Birgi Ásgeirssyni og Vigfúsi Þór Árnasyni, en ekki hjá Braga J. Ingibergssyni; þá var ég orðin svo gömul. Ég hætti áður en ég yrði rekin. Ég var sópran. Í fyrra gáfum við út annan disk með Vorboðakórnum. Mér finnst gaman að þessu. Bara félagsskapurinn og allt. Það var og er alltaf gaman að syngja, nema við jarðarfarir.“ Þess má geta, að sr. Kristján Róbertsson þjónaði tvisvar á Siglufirði, 1951–1954 og 1968– 1971, sr. Ragnar Fjalar Lárusson á árunum 1955–1967, sr. Rögnvaldur Finnbogason 1971– 1973, sr. Birgir Ásgeirsson 1973–1976, sr. Vig- fús Þór Árnason 1976–1989 og sr. Bragi J. Ingi- bergsson 1989–2001. Pólitíkin Talið berst nú að stjórnmálum. Frumburður Grétu og Þórðar er Sigríður Anna, 6. þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og verðandi umhverfisráðherra. Hvernig skyldi Grétu finnast pólitíkin í landinu núna? „Æi, ég veit það ekki,“ svarar hún, „mér finnst þetta svona og svona. Svo held ég að þetta sé einhver lenska hjá þeim að reyna að troða niður skóinn hver hjá öðrum. Ég hef aldr- ei getað þolað þegar menn tala illa um aðra og nafngreina mennina og allt það. En þeir mega alveg hafa skoðanir fyrir því. Ég sagði nú við Árna frænda, sem er í Vinstri grænum, að það færi alveg með hann Ögmund hvað hann væri alltaf reiður; það er alveg sama hvenær hann kemur í sjónvarp eða útvarp að tala, hann er alltaf reiður. Ég er svo sem ekki að segja að þeir hafi alltaf rétt yfir sér þessir forkólfar. Mér finnst þetta oft dónalegt hvernig látið er með mennina. Ég horfi nú aldrei á þá á daginn í sjón- varpinu, geri heldur eitthvað í höndunum.“ Hvernig heldurðu að dóttir þín spjari sig í haust og áfram? „Hún segir að sér líki þetta vel. En ég hefði látið hana fara í menntamálaráðherrastarfið. Hún er búin að vera formaður mennta- málanefndar í mörg ár og er búin að vera kenn- ari; það er nefnilega dálítil reynsla í því. Ég held að hún hefði getað orðið góður mennta- málaráðherra. En þá var nú Davíð búinn að við- urkenna mistök sín, þegar hann tók hann Tóm- as Inga. Hann gat ekki afturkallað það, gat ekki kannast við að hafa gert mistök. Ég er ekkert að vantreysta henni Þorgerði Katrínu, ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þó að Sigga hefði átt betur heima þarna. Þetta á að gerast í haust, já. Það var alltaf verið að tala um það við mig að hún myndi fá ráðherrastól. Ég sagði nú að ég yrði ekki skinn- laus í lófunum af því að verið væri að óska mér til hamingju með ráðherrastarfið handa henni. Enda finnst mér það svo sem ekki skipta öllu máli. Annars fer hún nú örugglega að hætta þessu, hún er búin að vera svo lengi að. Nei, ég segi svona. Það var smáviðtal við hana í Frétta- blaðinu 2003, af því að hún á sama afmælisdag og Ólafur Ragnar, 14. maí. Gréta var í Slysavarnafélaginu, þar af með- stjórnandi um árabil, og einnig í Sjálfstæð- iskvennafélaginu. Einhver önnur félög sem heilluðu? „Nei, og ég var steinhætt að opna munninn, því þá var ég alltaf kosin í eitthvað. Ég held að Slysavarnarfélagið okkar sé nú dautt, ég heyri aldrei neitt um fundi eða neitt, en það var mikil starfsemi hjá okkur á árum áður, við vorum með fatabasar og kökubasar og alls konar pen- ingasafnanir og það gekk ljómandi vel. Nú er bara ekkert, bara rukkað árgjald sem kemur inn um lúguna.“ Dugleg að hreyfa sig Þeir sem eru á ferð innst í Siglufirði, við Leirutjörnina eða þar fyrir ofan, hafa eflaust einhvern tíma rekist þar á Grétu, því hún fer út að ganga hvern einasta dag á þeim slóðum, allan ársins hring, nema veður og færð hamli. Og er alltaf ein. Þetta eru nokkrir kílómetrar. Þó er hún með gervilið í mjöðm. En það aftrar henni ekki, og mættu ýmsir taka hana sér þar til fyr- irmyndar. Hún kveðst vera farin að gæla við þá hugmynd að útvega sér farsíma svo hún geti lát- ið vita af sér ef eitthvað kæmi upp á, sérstaklega á veturna. En Gréta hefur farið lengra og víðar en þenn- an hring í firðinum, m.a. til Flórída og Kan- aríeyja, með eiginmanni sínum, Þórði, og mörg- um árum seinna í bændaferð, þá orðin ekkja, en Þórður dó 22. nóvember 1992, í kjölfar hjartaað- gerðar. „Við flugum til Lúxemborgar, gistum í Svartaskógi, svo Austurríki og Feneyjum. Fór- um síðan upp að Arnarhreiðri í Þýskalandi, að- setri eða virki Hitlers um tíma. Sérþjálfaðir bíl- stjórar tóku við og keyrðu upp hlíðina og svo var farið í lyftu síðustu metrana. Vinkona mín á Snæfellsnesi bauð mér með sér í bændaferðina, hún var líka búin að missa sinn mann. Þetta var mjög góð ferð, einhver skemmtilegasta sem ég hef farið í, en samt leiðinlegt að vera alltaf að skipta um hótel, þurfa alltaf að draga þessar töskur með sér. Maður er alltaf með of mikinn farangur. Svo er ég búin að fara til Halifax með eldri borgurum. Kórinn sjálfur hefur þó ekkert farið utan; en við fórum á kóramót á Húsavík í hitteðfyrra. Þar voru Skagfirðingar, Húsvík- ingar, Dalvíkingar, Akureyringar og við. Mér leist ekkert á þegar Akureyringar byrjuðu, ég held þeir hafi verið allt að fimmtíu, en við ekki nema fjórtán eða sextán. En við fengum lang- mesta klappið því við vorum með skemmtileg- ustu lögin. Það er það sem gildir. Ég hef ekkert á móti gömlu þjóðlögunum okkar, en þau eru bara miklu þyngri. Það verður að vera eitthvað sem lyftir fólki upp. Það er nógu mikið af drung- anum fyrir því. Svo héldum við kóramótið þetta árið hér á Siglufirði. Það var mjög gaman.“ Er vel búið að öldruðum á Íslandi? „Ekki nóg peningalega séð. Ég er nú ansi hrædd um að einhver ræki upp óp ef hann ætti að lifa af 70.000 kr. á mánuði. Hinir öldruðu eru bestu borgararnir, með mesta reynslu og vita alveg hvað þeir eru að gera.“ Gréta kveðst ekki lesa mikið, heldur vera meira fyrir handavinnu. „Á sumrin fer ég síðan mikið út úr bænum, t.d. á Dalvík. Ég seldi nú bílinn okkar svo ég kemst minna. Ég seldi hann þegar Þórður dó.“ Hér er ævistarf mitt Töluverð breyting hefur orðið á Siglufirði frá því sem var um miðja síðustu öld, þegar allt ið- aði af lífi í bænum vegna síldarsöltunar. Rúm- lega 3.000 manns höfðu þar fasta búsetu þegar mest var og sú tala margfaldaðist á sumrin, yfir háannatímann. Hvernig upplifir Gréta þetta? „Maður vissi ekki mikið af þessum mann- fjölda,“ svarar hún. „Ég var ekki komin þegar Norðmennirnir voru mest hér. Mér finnst bara hræðilegt hvað það er orðið fátt á staðnum, nú er þetta bara um 1.500. Mér finnst það rosalegt. Hér standa fínustu hús auð í stórum stíl. Það er alveg grátlegt. Þeir seldu íbúðirnar í félagslega kerfinu á 5 milljónir og það fór algjörlega með markaðinn; þetta voru fjögurra herbergja íbúð- ir. Bara til að losna við þær. Ég veit ekki hvað ég myndi fá fyrir húsið mitt, það er enginn stór- peningur. Þetta er of stórt fyrir mig, en ég gef þetta ekki. Þetta er ævistarf mitt og ég flyt ekki suður meðan ég hef góða heilsu. Mér líður illa í Reykjavík, þótt ég eigi börnin mín þar, hraðinn og allt þetta alveg skelfilegt.“ En hefur Siglufjörður þá einhverja mögu- leika í framtíðinni? „Já, ég held það, ef Héðinsfjarðargöngin koma. En ég er samt og hef alltaf verið efins um að þau komi nokkurn tímann, þótt þeir segi ann- að. Sverrir Sveins þakkar sér þessa tillögu um göngin, en hann Þórður minn átti nú hugmynd- ina og ég er vitni að því að hérna inni í stofunni minni var hann að tala um að gera ætti göng úr Skútudal í Héðinsfjörð og yfir í Ólafsfjörð. Þótt Sverrir hafi komið þessu inn á þing þarf hann ekki að þakka sér það, hann átti ekki þessa uppástungu,“ segir Gréta. Sátt við lífið En er hún sátt þegar litið er til baka, horft yf- ir farinn veg? „Já, ég get ekki annað. Það sem hefur hjálpað mér í gegnum lífið er mitt skap og mín létta lund. Það þýðir ekkert að leggjast í dvala og grenja ofan í klofið á sér ef eitthvað er að. Það skánar ekkert við það. Ég er búin að komast að því í gegnum tíðina að það er um að gera að vera nógu léttlyndur. Það er það sem ræður öllu. Ég þarf ekkert að vera að neinu kvarti. Meðan ég get hugsað um mig er allt í lagi. Svo koma börn- in annað slagið í heimsókn. Ættaróðalið er á Siglunesi, Þórður var þaðan og krakkarnir mín- ir og krakkar Siggu eiga húsið, og þar er allt, m.a.s. heitt vatn. Þau verða alveg ómöguleg ef þau komast ekki út á nes. Þórður er búinn að planta trjám þarna og þau virðast lifa. Stoltust er ég af börnunum mínum, hvað þau hafa náð langt á eigin verðleikum, þótt ég hafi áður fyrr, meðan þau voru að alast upp hér fyrir norðan, haldið þeim saman á frekjunni,“ segir Gréta Þórðar að lokum og fer að búa sig í gönguferðina. Bærinn Ytra-Garðshorn í Svarfaðardal, þar sem Gréta fæddist, hinn 10. febrúar árið 1923. Þórunn, Árdís og Sigríður í pífukjólum sem Gréta saumaði á þær. Gréta og Þórður með frumburðinn, Sigríði Önnu, verðandi umhverfisráðherra, sem fædd er 1946. Gréta við síldarsöltun á Hrímn- isplaninu á Siglufirði. Stokkað upp á Dalvík. Systkinadæt- urnar Kristín Jóhannsdóttir (Didda) og Gréta, sem þarna er 18 ára gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.