Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ E ru allir jafnir fyrir lögunum eða eru sumir jafnari en aðrir? Þessari spurningu sem virð- ist auðsvarað verður að svara neitandi þegar að því kemur að ákveða hversu mikillar friðhelgi einkalíf fólks eigi að njóta. Það hefur verið staðfest í mörgum dómum Mannréttindadómstóls Evrópu að stjórnmálamenn verða að una því umfram aðra að einkalíf þeirra sé grandskoðað. Að minnsta kosti á það við þegar um er að ræða atriði sem snerta opinbera framgöngu þeirra eða þegar þeir hafa sjálfir kosið að fjalla um atriði úr einkalífi sínu. Rökin eru þau meðal annars að stjórnmálamenn bjóði sig vitandi vits fram til opinberra starfa og verði í staðinn að sæta því að einkalíf þeirra, að minnsta kosti að vissu marki, sé tekið til skoðunar. Ekki hefur hins vegar legið fyrir að hve miklu leyti frægt fólk, nýtur einkalífsverndar samkvæmt Mann- réttindasáttmála Evrópu og mis- munandi er eftir löndum hve rík sú vernd er. Háttsemi svokallaðra pap- arazzi ljósmyndara sem sitja um fræga fólkið til að ná af því myndum varð mjög umtöluð eftir dauðaslys Díönu prinsessu í París 1997. Þing Evrópuráðsins samþykkti í kjölfarið ályktun um þetta efni. Hún er þó ekki bindandi að neinu leyti en gaf vísbendingu um að tími þætti kominn til að hnykkja á því að réttur fjöl- miðla til að eltast við og birta myndir af frægu fólki væri ekki ótakmark- aður. Var þar meðal annars lagt til að aðildarríkin breyttu lögum sínum á þann veg að gera fólki kleift að verj- ast ágangi ljósmyndara. Á stöðugum flótta Í nýjum dómi mannréttindadóm- stólsins í máli Karólínu prinsessu af Mónakó gegn Þýskalandi (24. júní 2004) eru lagðar línur að þessu leyti. Karólína hefur í mörg ár reynt að verjast ásókn fjölmiðla í ýmsum Evr- ópulöndum og hefur ekki viljað una því að fylgst sé með henni og fjöl- skyldu hennar hvert fótmál. Snerist mál þetta um birtingu fjölda mynda af henni í þýsku blöðunum Bunte, Freizeit Revue og Neue Post á ár- unum 1993 og 1997. Voru myndirnar teknar án hennar samþykkis á al- mannafæri þar sem hún sat á veit- ingastöðum, var á gangi úti á götu, á skíðum eða á baðströnd, ýmist ein eða með kærasta sínum. Þýski stjórnlagadómstóllinn taldi rétt að draga markalínu eftir því hvort við- komandi væri afsíðis eða ekki. Miða bæri við það hvort augljóst væri að viðkomandi hefði dregið sig í hlé, greinilega í þeim tilgangi að fá að vera í friði og þar sem þeir hegðuðu sér öðru vísi en þeir myndu gera inn- an um almenning. Þannig taldist réttur á henni brotinn þar sem hún sat að snæðingi með unnusta sínum úti í horni á veitingastað þar sem hún var greinilega að reyna að vera í friði. Hins vegar taldist leyfilegt að birta af henni myndir á hestbaki eða á reiðhjóli innan um almenning. Þýski stjórnlagadómstóllinn vildi ekki meina að það skipti máli í hvaða til- gangi myndirnar væru teknar. Ekk- ert væri í sjálfu sér athugavert við að fjölmiðlar fylgdust með frægu fólki og segðu af því fréttir. Almenningur ætti rétt á slíku léttmeti alveg eins og öðrum upplýsingum. Væri raunar að verða sífellt erfiðara að greina af- þreyingu og alvarlegan fréttaflutn- ing að. Mannréttindadómstóllinn vildi hins vegar ganga mun lengra. Kváð- ust dómararnir ekki sjá að myndirn- ar og textinn við þær væru á nokkurn hátt framlag til umræðu sem varðaði almenning. Eingöngu væri verið að rekja atriði úr einkalífi hennar. Al- menningur ætti ekki rétt á að vita hvar Karólína væri né hvernig hún hegðaði sér í einkalífi sínu jafnvel þótt hún léti sjá sig á stöðum sem væru ekki fáfarnir eða teldust af- markað rými og jafnvel þótt hún væri vel þekkt. Hefði Þýskaland því brotið gegn 8. grein sáttmálans með því að láta undir höfuð leggjast að veita henni tilhlýðilega réttarvernd. Friðhelgi einkalífs ekki síður mikilvæg en fjölmiðlafrelsið Þessi dómur hefur vakið mikla at- hygli enda um hálfgert reiðarslag að ræða fyrir evrópsk vikublöð sem þrífast bókstaflega á því að birta myndir af frægu fólki, gjarnan leik- urum, fjölmiðla-, íþrótta- og popp- stjörnum, helst teknar án vitundar þess. Nokkrar meginályktanir sem draga má af dómnum eru þessar: Tjáningarfrelsi og friðhelgi einka- lífs eru jafnmikilvæg réttindi sem verðskulda sömu vernd. Sérstaklega verður að vera á varðbergi vegna nýrrar fjölmiðlatækni sem gerir vernd friðhelgi einkalífs ennþá erf- iðari en fyrr. Stjórnvöldum í aðildarríkjum sátt- málans ber ekki einungis að halda að sér höndum gagnvart einkalífi ein- staklinga heldur ber þeim að grípa til virkra aðgerða, ef nauðsyn krefur í formi lagasetningar, til að verja einkalíf manna árásum frá öðrum þjóðfélagsþegnum, þ.m.t. fjölmiðl- um, og gera þeim kleift að ráða því hvernig myndir sem af þeim eru teknar eru notaðar. Meginviðmið varðandi mat á því Fótunum kippt undan Reuters Lögmaður Karólínu prinsessu, Matthias Prinz, heldur uppi stækkaðri eftirprentun af ljósmynd, sem birtist af henni á hestbaki í þýsku blaði, við málflutning fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson L engi vel þekktist nærgöngul umfjöllun um einkalíf þekktra Íslendinga, í stíl við það sem tíðkast í erlendum götu- og vikublöðum, varla í hér- lendum fjölmiðlum. En á því hefur orð- ið breyting á síðasta áratug, einkum með tilkomu blaða á borð við Séð og heyrt og DV í núverandi mynd. Al- menningur getur nú fylgst grannt með því hverjir úr hópi „fræga fólksins“ eru að draga sig saman, eignast börn eða skilja, gjarnan með flennistórum og lit- ríkum myndskreytingum. Eftir því sem næst verður komist hafa siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands ekki borist kærur vegna mála sem telja mætti sambærileg við það sem Mannréttindadómstóllinn felldi nýlega úrskurð um og fjallað er um í grein Páls Þórhallssonar hér á síðunni. En vart fer á milli mála að sitt sýnist hverjum um æ nærgöngulli umfjöllun sumra fjölmiðla um einkahagi nafntog- aðs fólks. Fagnar úrskurðinum Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að allir sem láti sig verndun einkalífsins varða hljóti að fagna úrskurði Mannréttinda- dómstólsins. Það hafi verið gert á fundi systurstofnana Persónuverndar nýlega. „Á þessum vettvangi hefur lengi verið rætt um það að hvaða marki fólk kasti einkalífsréttinum fyrir róða þeg- ar það verður opinber persóna,“ segir Sigrún. „Í málum sem þessu, þar sem rétturinn til tjáningarfrelsis og rétt- urinn til einkalífs rekast á, hefur tján- ingarfrelsið gjarnan vegið þyngra. En af dómum síðustu ára tel ég að draga megi þá ályktun að það sé ekki sjálf- gefið að tjáningarfrelsið, sem fjöl- miðlar hafa borið fyrir sig, verði alltaf ofan á.“ Telur dóminn ganga of langt Kristján Þorvaldsson, annar rit- stjóra Séð og heyrt, er á öðru máli. Hann kveðst ekki hafa lesið úrskurð Mannréttindadómstólsins í heild, en af fréttaumfjöllun að dæma telji hann að dómurinn gangi of langt. „Meginreglan er sú að opinberar persónur mega þola afskipti fjölmiðla af einkalífi sínu. Hjá okkur á Séð og heyrt reynum við aftur á móti að sýna fólki eins mikla til- litssemi og hægt er. Okkur líður best Rétturinn til friðhelgi einkalífsins Það hefur löngum verið álitaefni hversu langt fjöl- miðlar megi ganga í umfjöllun sinni um einkalíf „fræga fólksins“. Nýlegur úrskurður Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli Karólínu prinsessu af Móna- kó er talinn geta markað tímamót í þessum efnum. Reuters Karolína prinsessa af Mónakó umkringd ljósmyndurum í Cannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.