Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 32
FRÉTTIR 32 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ | Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 STÓRT SUMARHÚS VIÐ APAVATN OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-18 Vorum að fá í einkasölu mjög gott rúml. 80 fm heilsárshús með heitum potti í landi Austureyjar. Húsið skiptist í 3 góð svefnherbergi, stóra stofu, snyrtingu og baðherbergi. Hita- veita hefur nýlega verið endur- nýjuð. 3.140 fm eignarlóð. Hús- ið selst með öllu innbúi og báti. Frábær staðsetning á bökkum Apavatns. Verð 14,9 millj. Katla verður á staðnum í dag milli kl. 14 og 18 og sýnir eignina. Nánari upplýsingar í síma 861 7693. Vorum að fá 2ja herbergja íbúð á 3. hæð í húsi fyrir eldri borgara. Út af stofu eru stórar suðursalir. Fallegt útsýni. Vönduð og snyrtileg sameign er í húsinu. Þjónustumiðstöð er í húsinu. Skipulögð félagastarfsemi er í þjónustumiðstöðinni. Hægt er að fá keyptan heitan mat í hádeginu. V. 16,2 m. 4338 HÆÐARGARÐUR 35 Mjög fallegt endaraðhús á stórri og gróinni lóð í Fossvoginum. Eignin, sem er á pöllum, er öll hin vandaðasta og skiptist m.a. þannig; forstofa, hol, snyrting, eldhús, búr, tvær stofur, fjögur herbergi, baðherbergi, geymsla og þvottahús. Bílskúr fylgir húsinu. Þak er nýlegt (4 ára). Nýtt eldhús. Nýtt raf- magn á efri hæð. Trérimlagardínur í öllum gluggum. Lóðin er óvenjustór og gróin. Teikn. fylgja með af lóðinni. Glæsileg eign í Fossvoginum. V. 34 m. HULDULAND 2 GLÆSILEG EIGN Í FOSSVOGINUM Fallegt raðhús á fjórum pöllum. Húsið skiptist þannig. 1. hæð: forstofa, snyrting, hol, borðstofa og eldhús. 2. hæð: tvær stofur (önnur stofan er herbergi skv. teikningu). Jarðhæð: hol, tvö herbergi (þrjú skv. teikningu), baðherbergi og geymsla. Kjallari: gangur, tvær geymslur, búr, her- bergi (geymsla skv. teikningu), þvottahús og bakinngangur. Bíl- skúr fylgir húsinu. Húsið stendur fyrir ofan götu. V. 28,5 m. 4219 GILJALAND - FOSSVOGI Kristnin í þessu landiokkar hefur ávalltverið knýtt föstustumböndum við Skálholt,og er þó marga rammhelga staði aðra að finna hér. Jafnframt er það eitt elsta höfuðból kristins siðar á Norð- urlöndum. Þar var menntasetur um aldir og auk þess miðja ver- aldlegs og kirkjulegs valds. Upphafið má rekja til þess, að sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, reisti þar bæ. Sonur hans var Gissur hvíti, einn af brautryðjendum hins nýja siðar og áhrifamaður við kristni- tökuna árið 999 eða 1000. Þriðja kona hans var Þórdís Þórodds- dóttir, og sonur þeirra var Ísleif- ur, fyrsti biskup á Íslandi, senni- lega tilnefndur af landsmönnum á Alþingi árið 1053, vígður í Brim- um þremur árum síðar, 1056. Hann settist að á föðurleifð sinni. Kona hans var Dalla Þorvalds- dóttir. Ísleifur hóf m.a. að kenna þarna ungum mönnum klerkleg fræði og var það upphaf elsta skólans á Íslandi, Skálholtsskóla hins forna. Ísleifur andaðist árið 1080 og einn þriggja sona hans, Gissur, tók þá við embættinu og gegndi því frá 1082–1118. Hann lét gera dómkirkju á staðnum og vígði hana Pétri. Eftir lát móður sinnar átti hann jörðina einn og ákvað þá að gefa hana áðurnefndu musteri og kvað svo á að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Hann er því fyrsti stólbiskup landsins og einna þekktastur fyrir að hafa komið á tíundargreiðslum, en með þeim skatti var lagður grundvöll- ur undir íslensku kirkjuna. Í um 750 ár var Skálholt höf- uðstaður landsins. Vitað er að í kringum árið 1200 hafi um 120 manns búið þar og húsin, lítil og stærri, í raun og veru myndað fyrsta þéttbýlið á Íslandi. Í fjósinu í Skálholti hóf Oddur Gottskálksson að þýða Nýja testamentið úr þýsku og latínu, en sú þýðing var prentuð fyrst bóka á íslensku árið 1540. Ekki eru samt allar minningar bjartar þaðan. Síðasti kaþólski biskup landsins fyrir siðbreyt- ingu, Jón Arason, og synir hans tveir, Björn og Jón, voru þar háls- höggnir, nánar tiltekið á Forna- stöðli, 7. nóvember 1550. Eftir að Skálholtsstaður brann, árið 1630, lét Brynjólfur Sveins- son, þáverandi biskup (sat á ár- unum 1639–1674), reisa nýja veg- lega dómkirkju og staðarhús. En árið 1784 reið mikill jarðskjálfti yfir Suðurland og felldi 372 bæi, þ.á m. öll hús á biskupsstólnum nema kirkjuna. Upp úr því var Skálholt formlega lagt niður sem biskupssetur og embættið flutt til Reykjavíkur, sameinað undir einn biskup í Reykjavík 1801 (en Hóla- stóll var stofnaður árið 1106). Alls höfðu þá 43 biskupar, þ.e.a.s. 31 katólskur og 12 lúterskir, búið í Skálholti. Hannes Finnsson var þeirra síðastur, frá 1785–1796. Jafnframt lagðist skólahald þar af, en árið 1552 hafði það verið endurreist, eftir að hafa legið í dvala um nokkurn tíma. Árið 1802 var kirkja Brynjólfs rifin og ný kirkja, töluvert minni, byggð í staðinn. Skálholt var þá um tíma venjulegt bóndabýli með sóknarkirkju. En þegar líða tók að 1000 ára afmæli biskupsstóls á Íslandi jókst áhugi manna fyrir endurreisn staðarins. Upp úr því var húsameistara ríkisins falið að teikna nýja Skálholtskirkju á grunni þeirrar, ,,er að réttu kall- ast andleg móðir allra annarra vígðra húsa á Íslandi,“ eins og segir í Hungurvöku, að líkindum elstu biskupasögu okkar, skráðri á fyrri hluta 13. aldar. Á Skál- holtshátíð 1956 var lagður horn- steinn að kirkjunni, en hún þó ekki vígð fyrr en 21. júlí 1963, af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Hún er 30 metra löng og hæðin frá turni í gólf 24 metr- ar. Kirkjan fékk margar verðmæt- ar gjafir frá Norðurlöndum, t.a.m. orgel, ljósatæki, stóla, eina kirkjuklukku, og steinda glugga frá Dönum (hannaða þó af Gerði Helgadóttur), og þeir kostuðu líka að miklu leyti altaristöfluna, sem Nína Tryggvadóttir gerði úr ítölsku mósaíki, Norðmenn gáfu byggingarefni, m.a. flísar á þak og gólf og hurðir, og auk þess eina kirkjuklukku, Svíar gáfu tvær og Finnar eina (en í Skálholtskirkju eru nú átta klukkur). Færeyingar gáfu skírnarfont úr graníti, eftir þarlendan listamann. Einnig kom mikið inn og rann til kirkjunnar úr fjársöfnun, bæði hér sem ytra. Inni í kirkjunni eru svo gripir frá eldri tíma, m.a. altari, stjakar og predikunarstóll úr síðustu dómkirkjunni, altari Brynjólfs biskups Sveinssonar og predik- unarstóll meistara Jóns Vídalíns. Í Skálholti er mikið líf nú um stundir allan ársins hring, nám- skeiðahald af ýmsum toga og alls kyns samverur, og ber þar eflaust hæst sumartónleika og kyrrð- ardaga. Í gær, 17. júlí, hófst svo píla- grímaganga að gömlum sið frá Þingvallakirkju að Skálholts- kirkju. Lagt var af stað kl. 10.00, farið yfir Lyngdalsheiði að Vígðu- laug á Laugarvatni og gist þar í Héraðsskólanum. Í morgun var ferðinni haldið áfram og komið til Skálholts um miðjan dag. Er þetta ágætt vitni um þá grósku sem er við lýði á hinu forna bóli og engin sjáanleg merki eru um að þar verði nein lát á. Sem betur fer. Morgunblaðið/RAX Skálholt Skálholtshátíð er í dag, og eins og venjulega haldin um sömu helgi og Þorláksmessa að sumri er. Sigurður Ægisson ritar af því tilefni nokkur orð um sögu þessa merka og víðfræga kirkjustaðar. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, hefur verið skipaður formaður stjórnar Vaxtar- samnings Eyjafjarðarsvæðisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur nú skip- að í stjórnina, en aðrir eru Baldur Pétursson, tilnefndur af iðnaðar- ráðuneyti, Sigríður Stefánsdóttir, tilnefnd af Akureyrarbæ, Guðmund- ur Guðmundsson, tilnefndur af Byggðastofnun, Valur Knútsson, fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði, Berglind Hallgrímsdóttir, tilnefnd af Iðntæknistofnun Íslands, Impru Ný- sköpunarmiðstöð, Benedikt Sigurð- arson, tilnefndur af Kaupfélagi Ey- firðinga, Ásgeir Magnússon, fulltrúi skrifstofu atvinnulífsins á Norður- landi, Björn Snæbjörnsson, tilnefnd- ur af stéttarfélögum í Eyjafirði og Hermann Ottósson, tilnefndur af Út- flutningsráði Íslands. Vaxtarsamningurinn er hluti af byggðaáætlun stjórnvalda og þeirri áherslu sem þar er lögð á Eyjafjarð- arsvæðið. Vaxtarsamningurinn nær til tímabilsins 2004 til 2007 og bygg- ist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með upp- byggingu klasa. Heildarfjármagn til reksturs samningsins þessi tæp 4 ár er áætlað 177,5 milljónir króna og er gert ráð fyrir að helmingurinn komi frá sveitarfélögum á svæðinu, einka- aðilum og stofnunum og um helm- ingur af fjármunum sem veittir eru til framkvæmda byggðaáætlunar ríkisstjórnar. Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins Þorsteinn formaður stjórnar OG VODAFONE hefur tvöfaldað fjölda farsímasenda félagsins í Eyja- firði og mun af því tilefni gaf fyr- irtækið Akureyringum og nærsveit- ungum 500 nýja farsíma sl. laugardag. Um er að ræða tilboð sem er hluti af nýju áskriftartilboði fé- lagsins, þar sem þeir sem gerast áskrifendur til tólf mánaða og kaupa farsíma fá þrjá aðra í kaupbæti. Undanfarið ár hafa tæknimenn fé- lagsins unnið að því að fjölga far- símasendum á svæðinu og voru nýir sendar teknir í notkun á Akureyri, Vaðlaheiði og í Hörgárdal á síðasta ári en nú í ár voru settir upp sendar á Dalvík, á Hálsi og þá var sendum fjölgað á Akureyri. Og Vodafone gefur farsíma HILMAR Ágústsson hefur verið ráð- inn útibússtjóri KB banka á Akureyri og tók hann formlega við starfinu í lok maímánaðar síðastliðins. Ásgrímur Hilmisson, forveri hans í starfi, er að flytja búferlum til Reykjavíkur. Þar mun hann gegna störfum í höfuð- stöðvum bankans en Ásgrímur var útibússtjóri á Akureyri í 12 ár. Hilmar Ágústsson er 32 ára að aldri. Hann hefur verið búsettur á Akureyri síðastliðin tvö ár og á rætur á Norðausturlandi. Hann fluttist til Akureyrar er hann hóf nám við Menntaskólann á Akureyri en þaðan útskrifaðist hann 1992. Hann lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1996 og meistaraprófi í rekstrarverkfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1999. Að námi loknu starfaði Hilmar sem rekstrarráðgjafi hjá Pricewaterhouse Coopers í Reykjavík á árunum 1999– 2002. Þá starfaði hann hjá Útgerðar- félagi Akureyringa og Brimi um tveggja ára skeið á sviði viðskiptaþró- unar og erlendra verkefna. Þegar Brim var selt í lok árs 2003 hóf Hilm- ar störf hjá KB banka í Reykjavík. Eiginkona Hilmars er Rósa Aðal- steinsdóttir kennari. Nýr útibússtjóri KB banka ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.