Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nú stendur yfir 130.löggjafarþing enþingin hafa verið númeruð frá árinu 1845. Alþingi er sett 1. október ár hvert og stendur í heilt ár nema þegar kosningar eru en þá er þing boðað fljótlega eftir kosningar og svo aftur að hausti. Al- þingi fer með löggjafar- valdið ásamt forseta Ís- lands. Frumvörp til laga eru annað hvort stjórnar- frumvörp, flutt af ríkis- stjórninni að frumkvæði ráðherra, eða þing- mannafrumvörp sem eru flutt af einum eða fleiri þingmönnum. Þingnefnd- ir geta einnig lagt fram frum- vörp. Lagafrumvörp eru rædd við þrjár umræður. Flutningsmaður máls má tala þrisvar við hverja umræðu en aðrir þingmenn tvisvar. Sá ráðherra sem málið varðar má tala eins oft og hann telur nauðsynlegt. Stutt andsvör eru jafnframt heimiluð að lokinni hverri ræðu en þau mega að há- marki vera tvær mínútur. Ræðutími takmarkaður Við fyrstu umræðu fer fram al- menn umræða um frumvarpið en þá er ræðutími takmarkaður. Að henni lokinni er málinu vísað til fastanefndar Alþingis. Fasta- nefndirnar eru tólf talsins og taka á mismunandi málefnum en málefnaskiptingin er nokkurn veginn sú sama og í stjórnar- ráðinu. Menntamálanefnd fær t.d. öll mál sem snúa að menntun, listum og æskulýðsstarfi en sam- göngunefnd allt sem lýtur að samgöngum í lofti, á landi og hafi. Málum sem ekki falla í hina flokkana er svo vísað til allsherj- arnefndar en hún fer jafnframt með mál sem heyra undir forsæt- isráðuneytið og dómsmálaráðu- neytið. Formenn og varaformenn nefnda geta verið annað hvort úr stjórn eða stjórnarandstöðu en núna fara stjórnarliðar með þessi embætti í öllum nefndum. Níu þingmenn sitja í hverri nefnd að undanskilinni fjárlaganefnd en þar eru ellefu nefndarmenn. Í ut- anríkisnefnd eru jafnframt níu varamenn. Mörg mál koma aldrei út úr fastanefnd Kosið er í fastanefndirnar í upphafi hvers þings og kosningin gildir fram til næsta þings. Ef þingflokkur á ekki fulltrúa í nefnd getur hann fengið að hafa áheyrnarfulltrúa en hann situr fundi nefndarinnar og hefur mál- frelsi og tillögurétt en ekki at- kvæðisrétt. Starf nefndanna fer fram fyrir luktum dyrum ólíkt þingfundum. Nefndin kalllar eftir áliti hags- munaaðila og sérfræðinga ýmist með því að óska eftir skriflegum umsögnum eða með því að fá gesti á sinn fund. Að athugun lokinni skilar nefndin skriflegu áliti en ef ekki ríkir einhugur um málið getur hún skilað áliti meiri hluta og minni hluta. Við aðra umræðu eru ræddir einstakir þættir frumvarpsins og greitt at- kvæði um þá og um breyting- artillögur ef einhverjar eru. Í þriðju umræðu fer fram loka- afgreiðsla málsins. Alþingi getur alltaf sent mál aftur til nefndar ef þurfa þykir og nefndirnar skila þá framhaldsáliti. Ef frumvarp er fellt má ekki bera það upp aftur á sama þingi. Ef það er samþykkt taka lögin gildi eftir að forseti hefur und- irritað þau og þau hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Þó er það svo að mörg mál rata inn í fasta- nefndir Alþingis en ekki út úr þeim aftur. Sem dæmi má nefna að af 291 máli sem var vísað til nefnda á yfirstandandi þingi hafa aðeins 147 verið afgreidd. 97 óútrædd frumvörp Starf Alþingis er þó fjarri því að vera eingöngu helgað af- greiðslu frumvarpa. Alþingi get- ur t.d. lýst stefnu sinni eða ákvörðunum án þess að setja lög. Það er gert með þingsályktun sem oft felur í sér áskorun á rík- isstjórnina um að sjá um fram- kvæmd verkefnisins, undirbúa löggjöf eða rannsaka tiltekið mál. Þingsályktunartillögur eru ræddar við tvær umræður og þeim er vanalega vísað til nefnd- ar eftir fyrri umræðu. Annað starf þingfunda lýtur að fyrirspurnum til ráðherra, um- ræðum utan dagskrár um mál- efni sem þykja aðkallandi og reglulega leggja þingnefndir eða ráðherrar fram skýrslur. Starf Alþingis byggist því mest á ræðuhöldum og fundum í þingnefndum. Þegar Alþingi var frestað 28. maí. sl. höfðu verið haldnir 414 nefndarfundir sem stóðu samtals í 724 klukkustund- ir. Þingfundir voru aftur á móti 132 og stóðu í 644 klukkustundir og þrjátíu mínútur. Ríkisstjórnin lagði fram 125 frumvörp og af þeim voru 108 afgreidd en sautján óútrædd. Þingmanna- frumvörp voru 93 og af þeim urðu þrettán að lögum en áttatíu eru óútrædd. Heimildir: Skrifstofa Alþingis www.althingi.is www.ungmennavefurinn.is Fréttaskýring | Starfsemi Alþingis Ekki verða öll frumvörp lög Fastanefndir Alþingis hafa skilað af sér 147 málum af 291 á yfirstandandi þingi Meginhlutverk Alþingis er að setja lög. Ræður Alþingis eru misjafnar að lengd  Stysta ræða sem hefur verið haldin á Alþingi var aðeins þrjú orð. Þorsteinn Pálsson, þáver- andi dómsmálaráðherra, var spurður hversu margir ein- staklingar hefðu orðið gjald- þrota árið á undan og hann svaraði: „Frú forseti. 212.“ Lengsta ræða sem haldin hefur verið á Alþingi stóð hins vegar í tíu klukkutíma en hana flutti Jóhanna Sigurðardóttir árið 1998 í umræðum um húsnæðis- mál. hallag@mbl.is VEÐRIÐ hefur svo sannarlega leik- ið við Vestfirðinga undanfarna daga og fór þessi þriggja ára snót, hún Margrét Marsibil Friðriks- dóttir, ekki varhluta af þeirri bless- un. Stúlkan er í heimsókn á Ísafirði ásamt fjölskyldu sinni. Þegar sest var að kaffisötri á Langa Manga ákvað Margrét að njóta heldur sólarinnar en sykr- aðra gosdrykkja og sleikti sólskinið í alveg dæmalaust litríkri múnder- ingu sem naut sín vel á sólríkum degi á Vestfjörðum. Heilsaði hún blaðamanni með virktum þegar hann átti leið hjá og rabbaði við hann um daginn og veginn, furðu upplýst miðað við ungan aldur. Þekkti hún þannig mætavel mun- inn á fiskiflugu og geitungi og áttu þau blaðamaður skömmu eftir að myndin var tekin fótum fjör að launa undan úrillum árásaraðila af seinni sortinni. Tók hún þá til við að leika við litlu frændur sína inn- anhúss, þar sem minna er um glettna geitunga. Morgunblaðið/Svavar Dundað fyrir utan Langa Manga TALIÐ er að aukin samvinna slökkviliða hafi leitt til sneggra við- bragðs í brunaútköllum og þar með dregið úr eignatjóni. Í ársskýrslu Brunamálastofnunar 2003, kemur fram að í fyrra dró verulega úr brunatjónum miðað við undanfarin ár. Eignatjón vegna bruna nam 880 milljónum króna á verðlagi í júlí 2003 og er það undir meðaltali frá 1981 og langt undir meðaltali síðustu fimm ára. Banaslysum vegna eldsvoða hef- ur einnig fækkað verulega á síðustu árum. Enginn fórst í eldsvoða í fyrra, en það hefur aðeins gerst fjór- um sinnum síðastliðinn aldarfjórð- ung. Björn Karlsson brunamálastjóri telur samvinnu og sameiningu slökkviliða ef til vill eiga þarna hlut að máli og sú áhersla sem lögð hafi verið á forvarnir gegni líka þýðing- armiklu hlutverki. Öflugri slökkvilið „Slökkviliðin eru orðin öflugri vegna aukinnar samvinnu og sam- einingar. Það má nefna að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sameinaðist fyrir nokkrum árum og ég tel að það hafi eflst við það. Slökkvilið annars staðar á landinu hafa aukið sam- vinnu sína og aukið viðbragðið, þannig að slökkviliðum er unnt að komast nokkrum mínútum fyrr á vettvang en áður var. Þar með hafa menn haft gæfu til þess að ná stjórn á eldinum aðeins fyrr.“ Björn nefnir einnig forvarnir slökkviliða með t.d. árlegu eld- varnarátaki í desember og samvinnu við aðila á borð við tryggingafélög og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Í ársskýrslunni kemur fram að brunatjón 2002 var ríflega 1,5 millj- arðar króna og tæplega sú upphæð 2001. Árið 2000 var einstætt í sögu brunatjóna en þá námu brunatjón ríflega 2,3 milljörðum króna. 45 manns hafa farist í eldsvoðum frá árinu 1979, en það ár fórust sex manns og hafa banaslysin ekki orðið fleiri upp frá því. Síðastliðin tíu ár hefur allt upp í þrjá farist í eldsvoð- um árlega en þrjú ár hafa komið síð- asta áratuginn þar sem ekkert bana- slys hefur orðið. Flest banaslys verða í janúar en í júní, júlí og nóv- ember verða fæst banaslys. Samvinna slökkviliða dregur úr brunatjóni ÍSLAND er í 7. sæti á lista sem sýn- ir frammistöðu EES-ríkjanna í því að taka upp tilskipanir Evrópusam- bandsins í landsrétt. Framkvæmda- stjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA birtu í vikunni nýja úttekt sem sýnir frammistöðu EES- ríkjanna hvað þetta varðar en slíkar úttektir eru gerðar tvisvar sinnum á ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti af Stiklum, vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Ísland er nú í 7. sæti með 1,5% innleiðingarhalla sem er innan þeirra viðmiðunarmarka sem fram- kvæmdastjórn ESB hefur sett sér. Noregur er í öðru sæti með 0,7% halla og Liechtenstein er í 11. sæti með 2,1% innleiðingarhalla. Meðal- innleiðingarhalli EFTA ríkjanna er nú 1,5% og hefur aukist nokkuð síð- an í janúar 2004 þegar meðalinnleið- ingarhallinn var 0,9% og hafði þá aldrei verið lægri. Meðalinnleiðing- arhalli Evrópusambandsríkjanna er aftur á móti 2,2% en var 2,3% í jan- úar 2004. Svipuð staða og í janúar Fjöldi mála til meðferðar hjá Eft- irlitsstofnun EFTA sem varða til- skipanir sem hafa ekki verið inn- leiddar á réttan hátt eða hafa verið innleiddar með ófullnægjandi hætti í EFTA ríkjunum er svipaður og í janúar. Slík mál til meðferðar hjá ESA eru tiltölulega fá ef tekið er mið af samsvarandi málum til meðferðar hjá framkvæmdastjórn ESB, segir í Stiklum. Innleiðing EES-ríkja á tilskipunum Evrópusambandsins Íslendingar eru í 7. sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.