Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 35
heiminum með rúmlega 100 þús.
félaga í yfir 100 löndum.
Ingibjörg kynntist þessum fé-
lagsskap á ferðum sínum erlendis
með eiginmanni sínum er hann var
þar í erindum Rótarýhreyfingar-
innar. Hún starfaði alla tíð af mik-
illi samviskusemi að málefnum
hreyfingarinnar og sat alla fundi
meðan heilsan leyfði.
Fjölskyldu hennar eru sendar
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. Inner Wheel Reykjavík,
Ingibjörg J. Gísladóttir.
Kveðja frá Zontaklúbbi
Reykjavíkur
Ingibjörg Guðmundsdóttir gerð-
ist félagi í Zontaklúbbi Reykjavík-
ur árið 1966 en það ár varð klúbb-
urinn 25 ára. Klúbburinn var
stofnaður 16. nóvember 1941 á
fæðingardegi sr. Jóns Sveinssonar,
Nonna, en minningu hans hefur
Zontaklúbbur Akureyrar haldið í
heiðri.
Það var mikill fengur fyrir
klúbbinn að fá Ingibjörgu sem fé-
laga. Ingibjörg var drengur góður.
Hún lagði öllum góðum málum lið
og reyndist styrkur vinur og gegn
félagi. Hún var hógvær kona og
fremur hlédræg, en alltaf mátti
treysta á liðsinni hennar og höfð-
ingsskap. Þeir voru ófáir hátíða-
fundir og jólafagnaðir, sem klúbb-
urinn hélt á Hótel Holti og alltaf
var Ingibjörg þar húsfreyjan, hót-
elstjórinn, sem sá um undirbúning
og stjórnaði með ákveðinni mildi.
Hún sýndi og mikinn rausnarskap
er klúbburinn safnaði fé til styrkt-
ar heyrnarskertum, en það hefur
verið eitt af aðalverkefnum
klúbbsins frá fyrstu tíð.
Eitt af markmiðum Zontahreyf-
ingarinnar er að styrkja stöðu
kvenna um heim allan með tilliti til
lagasetningar, stjórnmála, efna-
hags og menntunar. Þetta voru
áhugamál Ingibjargar. Hún barð-
ist alla tíð fyrir sjálfstæði kvenna,
aukinni menntun þeirra og betri
lífsskilyrðum. Sjálf hafði hún hlot-
ið góða menntum, sem hún mat
mikils og er yfir lauk átti hún
merkilegt ævistarf að baki.
Undanfarin ár hefur kerling Elli
kveðið dyra hjá Ingibjörgu og hún
ekki átt þess kost að sækja fundi í
klúbbnum. En Zontakona var hún
sem fyrr og setti metnað sinn í að
styrkja klúbb sinn og verkefni
hans til hinstu stundar. Það trygg-
lyndi ber að þakka að leiðarlokum.
Zontaklúbbur Reykjavíkur kveð-
ur félaga sinn Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur með þakklæti og
virðingu og óskar henni heilla – á
nýjum slóðum.
Aðstandendum Ingibjargar
senda Zontasystur hlýjar kveðjur.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 35
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
SNORRI RÖGNVALDSSON,
Kríuhólum 2,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. júlí
kl. 10.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðni Þ. Snorrason, Inga Dröfn Jónsdóttir,
Guðný H. Jakobsdóttir, Guðjón Jóhannesson.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI GUÐMUNDSSON
fyrrverandi rektor
Menntaskólans í Reykjavík,
Kleppsvegi 142,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu-
daginn 19. júlí kl. 13.30.
Guðmundur Helgi Guðnason, Lilja I. Jónatansdóttir,
Guðrún Guðnadóttir, Jóhann S. Hauksson,
Ólafur Bjarni Guðnason, Anna G. Sigurðardóttir,
Hildur Nikólína Guðnadóttir, Friðrik Jóhannsson,
Anna Sigríður Guðnadóttir, Gylfi Dýrmundsson,
Sveinn Guðni Guðnason, Erna Jensen,
Sigurður Sverrir Guðnason, Sigurborg Þ. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
fyrrverandi kennari
og sveitarstjóri á Egilsstöðum,
sem lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þriðju-
daginn 13. júlí sl., verður jarðsunginn frá Egils-
staðakirkju þriðjudaginn 20. júlí nk. kl. 14.00.
Aðaldís Pálsdóttir,
Ólöf Magna Guðmundsdóttir, Bjarni G. Björgvinsson,
Anna Heiður Guðmundsdóttir, Reynir Sigurðsson,
Guðmundur Gylfi Guðmundsson, Anna María Ögmundsdóttir,
Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Gissur Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
REYNHEIÐUR A. RUNÓLFSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 11. júlí 2004.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sigurósk H. Svanhólm, Magnús Jón Pétursson,
Snorri Halldórsson,
Sigurgeir Halldórsson,
Sigurdór Halldórsson, Kristín Ásgeirsdóttir,
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnarsson,
Erla Björk Sigmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
DAVÍÐ ÖRN ÞORSTEINSSON,
Fosshóli,
Vesturárdal,
V-Húnavatnssýslu,
sem lést af slysförum sunnudaginn 11. júlí,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju
þriðjudaginn 20. júlí kl. 13.30.
Ásta Sveinsdóttir, Þorsteinn Baldur Helgason,
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson,
Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir.
Okkur systkinin
langar hér með nokkr-
um orðum að minnast
þess ágæta heiðurs-
manns Hjálmars Finnssonar. Við höf-
um þekkt Hjálmar frá okkar fyrstu
tíð og frá fyrstu kynnum skipaði hann
fastan sess í hjörtum okkar, þann
sess er ömmur og afar ein eiga.
Hjálmar var alþekkt barnagæla og
fengum við systkinin að njóta þess í
ríkum mæli. Ávallt var hann til staðar
fyrir okkur og hefir því alla tíð verið
tengdur okkur órjúfanlegum „hjarta-
böndum“.
Fyrstu minningar okkar um
Hjálmar tengjast hesthúsunum í
Gufunesi. Þar voru þeir félagar,
Hjálmar og afi, með hesta. Við verð-
um bæði Hjálmari og afa ávallt þakk-
lát fyrir allar stundirnar í hesthúsun-
um. Það að fá að kynnast
„sveitalífinu“ í Gufunesinu er og verð-
ur ómetanlegt. Sumrin í heyskapnum
og girðingarvinnunni, veturnir við
fóðrun hrossana, útreiðartúrarnir og
öll ævintýrin í Gufunesinu. Öll þau
handtök, verklagni og viðhorf til
vinnu er höfð voru fyrir okkur hafa
síðar í lífinu komið okkur að góðum
notum. Reynsla öldunganna er skutu
okkur oftar en ekki ref fyrir rass, því
óreynt ungviðið hefur oft óreyndar
hugmyndir um framkvæmd vinnunn-
ar. Hljóma þá orðin hennar Dorisar
heitinnar oft í hugum okkar: „There
HJÁLMAR
FINNSSON
✝ Hjálmar Finns-son, fyrrv. for-
stjóri Áburðarverk-
smiðjunnar, fæddist
á Hvilft í Önundar-
firði 15. janúar 1915.
Hann lést á Líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 10. júlí síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 15. júlí.
are two ways of doing
things, the wrong way
and then Hjálmar’s
way.“ Það reyndust oft
orð að sönnu.
Er við rifjum upp
minningarnar úr Gufu-
nesinu, minnumst við
þess einnig að aldrei var
nein kvöð að hjálpa til í
hesthúsinu, því þeim fé-
lögum, Hjálmari og afa,
tókst ávallt að gera
verkefnin spennandi,
ábyrgðarfull og
skemmtileg. Ekki spillti
að öll vinnuhlé ein-
kenndust af ýmiss konar góðgæti.
Bar þar hæst allur lakkrísinn og gos-
ið, í ótæmandi magni. Já, það var
passað upp á að ávallt væri nóg til fyr-
ir unga „vinnufólkið“.
Við bræður gleymum seint niður-
rifi fyrsta mótorsins. Hjálmar og afi
fengu gamlan mótor er rífa átti í vara-
hluti. Ákveðið var að leyfa okkur að
takast á við mótorinn, okkur fengin
verkfæri í hendur og sleppt lausum. Í
lok dags sátum við drulluskítugir,
skælbrosandi í glampandi sólskini
með mótorinn í öreindum, öldungun-
um til mikillar skemmtunar.
Við systur verðum Hjálmari ávallt
þakklátar fyrir hans hlut í að teyma
okkur fyrstu sporin í hestamennsk-
unni. Kenna okkur réttu handbrögðin
jafnhliða fræðslu um ýmiss konar sér-
afbrigði, eins og forláta bandabeisli
gerð úr baggaböndum.
Nú hefur „höfðinginn“ kvatt okkur.
Með því er heimurinn einum „orginal-
inum“ fátækari. Það er sárt að kveðja
í hinsta sinn.
Elsku Hjálmar, takk fyrir allt.Við
munum aldrei gleyma þér.
Við vottum Edward og Kathrine og
öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar.
Dísanna, Jón Finnur, Vignir
Örn og Íris Dögg.
Elskuleg eiginkona mín
AÐALHEIÐUR JÓNA SIGURGRÍMSDÓTTIR
Miðstræti 3,
Vestmannaeyjum
andaðist að heimili sínu föstudaginn 16. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Halldór Haraldsson.