Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 25
www.baendaferdir.is s: 570 2790
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
K
Ö
-H
Ö
N
N
U
N
/P
M
C
Tekist hefur að gera Lappland að vinsælasta ferðamannasvæði Finnlands.
Hvað er það sem þrjár miljónir manna koma til að sjá og upplifa yfir
vetrarmánuðina? Við bjóðum ykkur að kynnast þessari sérstæðu þjóð að
eigin raun. Ferðin er kjörin fyrir áhugafólk um ferðaþjónustu og alla þá
sem vilja heimsækja þetta skemmtilega land.
Fararstjóri er Sigurbjörg Árnadóttir – sem bjó í Finnlandi í
15 ár og hefur m.a. unnið við ferðaþjónustu í Lapplandi.
24. sept. - 1. okt. 2004
staður ævintýra við
heimskautsbaug
Lappland
Kynntu þér tilboð okkar
á bílaleigubílum
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað
Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Við erum í 170 löndum
5000 stöðum
T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Milano, Alicante ...
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is
Minnum á Visa afsláttinn
Í AFGANISTAN er nú staddur
hópur íslenskra vopnaðra manna á
vegum utanríkisráðu-
neytisins. Yfirlýst
verkefni hópsins er að
hafa umsjón með flug-
vellinum í Kabúl, höf-
uðborg landsins. Hóp-
urinn er hluti að
fjölþjóða hernámi Afg-
anistans, undir stjórn
NATÓ og Bandaríkj-
anna.
Ein grundvallarregla
í þjóðarétti er sjálfs-
ákvörðunarréttur
þjóða. Hernám Afgan-
istans er samkvæmt
því brot á sjálfsákvörðunarrétti
Afgana. Afganar hafa ekki beðið
um árás á land sitt og hernám
þess. Því má ætla að Afganar hafi
rétt til þess að beita valdi gegn
hernámsaðilum og leppum þeirra.
Láti einhver þeirra Íslendinga sem
starfa í Afganistan á vegum her-
námsliðsins lífið í árás afganskra
skæruliða, væri það að vísu mikill
harmleikur, en ekki væri við
skæruliðana að sakast. Þeir hafa
óvéfengjanlegan rétt til þess að
frelsa land sitt undan erlendu her-
námi.
Sumir gætu spurt: Eru ekki Afg-
anar sælir að hafa verið frelsaðir
undan oki Talíbana? Eru þeir ekki
sáttir við hernámið? Eru það ekki
aðeins fáeinir öfgahópar sem ógna
hernámsliðinu?
Þeir sem fylgst hafa með fréttum
frá Afganistan vita að erlendar
„friðargæslusveitir“ halda sig inn-
an víggirtra svæða vegna ótta um
að verða fyrir árásum afganskra
skæruliða. Svokallaður forseti Afg-
anistan, Hamid Karzai, fyrrverandi
ráðgjafi bandaríska auðhringsins
UNOCAL, getur ekki ferðast um
eigið land nema undir öflugri vernd
erlendra hermanna, jafnvel í höf-
uðborginni sjálfri. Væri hann rétt-
mætur leiðtogi þjóðar sinnar,
þyrfti hann ekki á
vernd erlendra her-
manna að halda þegar
hann ferðast meðal
eigin þegna. Í viðtali
við Friðrik Guð-
mundsson, sem birtist
í Fréttablaðinu föstu-
daginn 2. júlí sl. lýsir
hann dvöl sinni í Ka-
búl við að gera heim-
ildarmynd um „ís-
lensku friðargæsluna“.
Friðrik segir m.a. frá
því þegar hann fór
með íslensku „strák-
unum“ í fyrstu ferð þeirra út fyrir
flugvallarsvæðið: „Þegar komið var
inn í borgina blasti mannlífið við,
niðurnídd húsin og eymd hvert sem
litið var. Allt í einu var stór trukk-
ur stopp fyrir framan bílinn. Það
þyngdist enn andrúmsloftið þegar
annar trukkur, risastór, var kom-
inn fyrir aftan okkur og við vorum
innikróaðir. Það sagði enginn neitt
en þögnin sagði allt því að yfirleitt
var létt yfir strákunum og margt
masað. Allt í einu dró um átta ára
strákur sig út úr hópnum og stað-
næmdist til hliðar við bílinn. Hann
lyfti hendinni og bjó til byssu úr
henni og beindi ’hlaupinu’, vísi-
fingrinum, að Guðjóni og hleypti af.
Þessi mynd festist í huga manna …
Þessi strákur hafði einhvern veg-
inn sýnt hvaða hug margir bera til
friðargæsluliðanna og þeirrar
hættu sem getur beðið þeirra.“
Af þessari lýsingu má draga þá
ályktun að almennir borgarar séu
ósáttir við hernámið, að skæruliðar
njóti samúðar og verulegs stuðn-
ings meðal þjóðarinnar og að
stjórn Afganistans sé lítið annað en
leppstjórn erlendra hernámsaðila.
Þessi andstaða virðist talsvert
meiri en sú sem mætti sovéska
hernum í ríkjum Austur-Evrópu
áður fyrr. Andstaða við hernám
Vesturlanda er keimlík í Afganist-
an, Írak og Palestínu. Í Írak og
Afganistan er það m.a. aðgangur
að olíulindum og landfræðilegri að-
stöðu sem knýr hernámsstefnuna
áfram. Í Palestínu er það hug-
myndafræði síonista um sérréttindi
gyðinga, sem virðist gegnsýra ut-
anríkisstefnu NATÓ-ríkja, einkum
Bandaríkjanna. Þess ber að geta að
hvergi, nema í Ísrael, hafa stjórn-
völd leitað umboðs almennings við
hernámsstefnu sína. Efnislegur
stuðningur Íslands við hernám
(Afganistan) og stuðningur stjórn-
valda við árásarstríð (Afganistan,
Írak, Serbía) og við stríðsglæpi
(Serbía), var ekki einu sinni borinn
undir Alþingi, Þetta segir talsvert
um virðingu ráðamanna við lýð-
ræðið.
Og nú hefur forsætisráðherra Ís-
lands borið Bandaríkjaforseta þau
skilaboð að íslenska þjóðin styðji
árásarstríð Bandaríkjanna á Írak.
Gísli Helgason fjallar
um íslenska friðargæslu ’Eru ekki Afganar sæl-ir að hafa verið frelsaðir
undan oki Talíbana?‘
Gísli Helgason
Höfundur rekur hljóðbókagerð.
Er utanríkisráðherra að leika sér
að lífi íslenskra friðargæsluliða?
EYJAN fagra í norðurhöfum,
þar sem heimsskautsbaugur liggur
um miðja eyjuna,
skartaði sínu feg-
ursta þegar ég kom
þangað í liðinni viku,
sól og logn, mannlífið
á iði og allir eitthvað
að sýsla.
Mæður með börnin
sín úti að ganga, og
sjómenn að dytta að
bátunum sínum.
Ferðamenn koma og
fara. Þennan um-
rædda dag komu sjö
flugvélar til Gríms-
eyjar með ferða-
menn, ég gaf mig á
tal við nokkra af
þeim, sumir voru
að spyrja til vegar,
eins ótrúlegt og
það er, og aðrir
vildu fræðast um
líf og tilveru fólks-
ins. Þar sem ég er
ekki heimamaður,
gat ég að sjálf-
sögðu ekki leyst úr spurningum
allra. Eitt áttu allir sameiginlegt,
sem ég talaði við, það var „hávað-
inn“ sem barst frá húsi ofan við
bryggjuna,
þar inni voru vélar að hamast
við að búa til rafmagn fyrir íbúana
og fyrirtækin. Það var svo skrítið
að um leið og ég kom á staðinn í
þessu yndislega veðri, þá fór þetta
í taugarnar á mér, ég hafði verið
uppi í Kárahnjúkum áður en raf-
strengurinn var lagður upp á
virkjunarsvæðið, þar var allt raf-
magn framleitt með dísilvélum og
enginn var hávaðinn frá þeim vél-
um. Þegar betur var að gáð og ég
fór að kynna mér hvernig á þessu
stæði, þá eru hljóðkútar á vél-
unum eða réttara sagt hljóð-
kútaleysið á vélunum skýringin.
Þarna blása þær afgasinu út og
hávaðanum með. Kannski er þetta
haft svona svo rafveitustjórinn
Sigurður Bjarnason, verði var við
ef vélarnar hætta að ganga, en sú
skýring er sennilega
ekki rétt, ef eitthvað
fer úrskeiðis í vélbún-
aði, þá eru send boð í
GSM-símann hjá Sig-
urði.
Því í Grímsey er
GSM-síminn virkur.
Mig langar að
leggja það á Rarik að
gera úrbætur í raf-
stöðinni, þannig að há-
vaðamengun spilli
ekki rólegu og yf-
irveguðu lífi þeirra
sem búa í Grímsey, og
pirri ekki gesti þeirra
og fuglalífið.
Þess má geta að
meðalaldur íbúanna er
um 30 ár það er engin
ástæða að gera þá
sem eru að vaxa úr
grasi þannig að þeir
geti ekki sofnað nema
við vélagný, það er til
vansa þegar maður
situr á pallinum hjá yndislegum
konunum í Gullsól að þurfa að
segja „ha“ þegar talað er við
mann.
„Hávaði er líka mengun.“
Hvernig væri að leggja streng til
Grímseyjar? Er ekki hægt að
reikna það út, að sæstrengur er
þjóðhagslega hagkvæmur, þegar
til lengri tíma er litið, olíuverð er
jú alltaf að hækka, sennilega er
ekki selt rafmagn á stóriðjutaxta í
Grímsey.
Ég vona að Rarik taki þetta fyr-
ir á fundi hjá sér og sendi nið-
urstöðuna til hreppsnefndar
Grímseyjar.
Með bestu kveðju til allra fram í
Grímsey.
Grímsey og Rarik
Bernhard Jóhannesson fjallar
um raforkuframleiðslu
Bernhard Jóhannesson
’Ég vona að Ra-rik taki þetta fyr-
ir á fundi hjá sér
og sendi nið-
urstöðuna til
hreppsnefndar
Grímseyjar.‘
Höfundur er eftirlitsmaður.
SKYNSEMIN mælir með því að
sem flestir hjóli erinda sinna. Hjól-
reiðar eru hagkvæmar
fyrir budduna, góðar
fyrir umhverfið og
leiða af sér bætt heilsu-
far (og stinnari rass).
Hjólreiðar eru því já-
kvæður valkostur í
efnahags-, umhverfis-
og samfélagslegu tilliti.
Víðast hvar í heiminum
má finna markvissar
áætlanir hjá yfirvöld-
um um að hvetja sem
flesta til að hjóla. Sömu
fyrirheit má finna hjá
Reykjavíkurborg sem
hefur ásamt sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu
ákveðið að bæta samgöngur fyrir
hjólreiðar. Með markvissri uppbygg-
ingu hefur orðið til stígakerfi fyrir
hjólandi og gangandi vegfarendur
sem tengir saman græn svæði borg-
arinnar. Þó hefur ekki enn verið ráð-
ist í það að leggja sérstakar hjóla-
götur sem gera hjólreiðar að
raunhæfum samgöngukosti. Skipu-
lagsyfirvöld Kaupmannahafnar hafa í
50 ár byggt upp á markvissan hátt
fyrirmyndarkerfi fyrir hjóla-
samgöngur. En kerfið hefði orðið til
einskis ef frændur okkar hefðu ekki
tekið virkan þátt í því að nota það og
stigið á sveif með fyr-
irætlan yfirvalda. Því
ættu Reykvíkingar að
geta horft til hjólreiða
sem alvöru valkosts í
samgöngum og lagt þar
með sitt af mörkum við
gera borgina okkar um-
hverfisvæna heilsuborg
norðursins.
Eftir nær áratugar
uppbyggingu grænna
stíga er orðið tímabært
að skoða lagningu hjóla-
gatna sem setja þarfir
hjólreiðamanna í fyrsta
sæti. Því hefur sam-
göngunefnd Reykjavíkur ákveðið að
skipa starfshóp sem fjalla á um hjól-
reiðar, skoða hvernig megi auka þátt
hjólreiða í samgöngum borgarbúa og
setja fram tillögur um það sem betur
má fara með tilliti til öryggis, styttri
ferðatíma og þæginda. Ennfremur er
hópnum falið að móta stefnu Reykja-
víkurborgar í þessum málaflokki.
Nú þegar hefur hugur borgarbúa
til hjólreiða verið kannaður og er ljóst
að mikill vilji er til að auka þátt þeirra
í samgöngum en ekki jafnljóst hvað
þarf að gerast til að svo geti orðið.
Notkun reiðhjóla er í engu samræmi
við mikla hjólaeign og fögur fyrirheit
um að hjóla í vinnuna, skólann eða í
ræktina. Því er mikilvægt að vita
hvernig hægt er að auðvelda fólki val-
ið milli bílsins og reiðhjólsins dag
hvern! Eru allar vísbendingar vel
þegnar og mega þær berast með
tölvupósti til starfsmanns borg-
arverkfræðings, Magnúsar Haralds-
sonar, á magnus.haraldsson@rvk.is.
Hjólað í Reykjavík
Óskar Dýrmundur Ólafsson
skrifar um hjólreiðar
Óskar Dýrmundur
Ólafsson
’Nú þegar hefur hugurborgarbúa til hjólreiða
verið kannaður og er
ljóst að mikill vilji er til
að auka þátt þeirra í
samgöngum en ekki
jafnljóst hvað þarf að
gerast til að svo geti
orðið.‘
Höfundur er forstöðumaður og for-
maður starfshóps um hjólreiðar.