Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 13
hvort myndbirting er heimil felst í því hvort hún geti talist framlag til umræðu sem varðar almenning. Minna máli skiptir hvar myndirnar eru teknar. Einstaklingar, jafnvel þótt frægir séu, eiga ekki að þurfa að sæta því að myndir séu birtar af þeim, án þeirra samþykkis, þótt þeir láti sjá sig á almannafæri til dæmis í búðarferð, á baðströnd, á skíðum eða á veitingastað. Öðru máli myndi gegna ef viðkomandi eru í opinber- um erindagjörðum af einhverju tagi, til dæmis ef þeir koma fram sem fulltrúar stofnana eða félagasam- taka eða eru þátttakendur í frétt- næmum viðburðum. Sömu sjónar- mið virðast geta við um birtingu upplýsinga almennt, þótt vissulega séu myndir áþreifanlegri íhlutun í einkalíf heldur en annars konar frá- sögn. Það hefur áhrif á mat á því hversu alvarleg íhlutunin er hvort viðkom- andi einstaklingur hefur orðið fórn- arlamb fjölmiðlaeineltis eða ekki en er þó ekki úrslitaatriði. Sérstök sjónarmið eiga við um stjórnmálamenn eins og fram hefur komið í fyrri dómum á þessu sviði. Almenningur getur átt rétt á að vita um atriði úr einkalífi þeirra. Rétt- arstöðunni er lýst svo í yfirlýsingu ráðherranefndar Evrópuráðsins um frjálsa stjórnmálaumræðu sem sam- þykkt var 12. febrúar 2004: „Einkalíf og fjölskyldulíf stjórnmálamanna og opinberra starfsmanna á að njóta verndar gagnvart fjölmiðlaumfjöllun samkvæmt 8. grein Sáttmálans. Samt sem áður má koma á framfæri upplýsingum um einkalíf þeirra þeg- ar þær varða almenning og snerta beinlínis opinbera framgöngu þeirra, að teknu tilliti til nauðsynjar þess að forðast að valda óviðkomandi óþarfa sársauka. Þegar stjórnmála- menn og opinberir starfsmenn hafa vakið athygli almennings á þáttum í einkalífi sínu, eiga fjölmiðlar rétt á að fara í saumana á þeim atriðum. Ekki hefur reynt á réttarstöðuna gagnvart fólki sem sækist eftir sviðs- ljósinu án þess að teljast stjórnmála- menn eða opinberir starfsmenn svo sem poppstjörnum eða leikurum. Enn er mögulegt að dómi þessum verði áfrýjað til yfirdeildar Mann- réttindadómstólsins. Ef hann reyn- ist hins vegar endanlegur þurfa öll aðildarríki Evrópuráðsins, þar með talið Ísland, að huga að löggjöf sinni og framkvæmd á þessu sviði. Má geta þess að breskir dómstólar virð- ast hafa leyft fjölmiðlum meira svig- rúm á þessu sviði, sbr. mál fyrirsæt- unnar Naomi Campbell, sem þurfti að sætta sig við myndbirtingu þar sem hún var að koma út úr meðferð- arheimili. Myndir úr daglega lífinu úr sögunni? Ekki er endilega þörf á lagasetn- ingu um þetta efni, ef sýnt er fram á að siðareglur blaðamanna veiti ein- staklingum fullnægjandi vernd og ef dómstólar gæta þess að skýra laga- ákvæði í samræmi við kröfur mann- réttindasáttmálans og mannrétt- indadómstólsins. Það virðist blasa við að eftirleiðis verði fjölmiðlar að óska leyfis ein- staklinga áður en af þeim eru birtar myndir nema ef þær geta talist eðli- legur hluti af fréttnæmri frásögn. Til dæmis er stórlega vafasamt að það stæðist að birta myndir af börnum að leik í sandkassa nema hugsanlega ef fyrir lægi samþykki foreldra. Og nú verður líklega að spyrja sóldýrkend- ur í Nauthólsvík leyfis áður en birtar eru af þeim myndir. Hins vegar mætti færa rök fyrir því að birta megi myndir af þátttak- endum á útifundum þar sem ein- hvers konar pólitískri afstöðu er lýst án þess að afla samþykkis hvers og eins. Þá þurfa ljósmyndarar og fréttastjórar að spyrja sig hvort ein- hver lögmætur tilgangur búi að baki áður en birtar eru myndir af frægu fólki sem leggur leið sína til Íslands – og má jafnvel spyrja hvort það sé réttlætanlegt að geta ferða þeirra yf- irleitt þegar það kemur hingað í einkaerindum! gulu pressunni? Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem birtast í pistlinum eru alfarið á ábyrgð höf- undar og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf Evrópuráðsins. Vinsamlega sendið ábendingar um efni til pall.t- horhallsson@free.fr. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 13 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 53 50 0 7/ 20 04 www.urvalutsyn.is Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! *Bókunarafsláttur gildir í brottfarir 17., 19., 22. og 29. des. og í brottfarir 5. jan. til og með 7. apríl 2005. Verð er staðgreiðsluverð á mann m.v. að bókað sé á netinu. Almennt verð 5% hærra. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Vinsælustu gististaðirnir á Kanarí, ný og endurbætt íbúðahótel sem sameina gæði og góða staðsetningu. Bókaðu strax og tryggðu þér gistingu á þínu hóteli! Úrvalsfólk Jóla- og áramótaferðirnar að seljast upp! 5.000 kr. aukaafsláttur í ferðir 5. og 12. janúar, 23. feb. og 2. mars, ef gist er á Las Camelias eða Teneguia. Vegna gífurlegrar spurnar eftir jólaferðum til Kanarí höfum við bætt við 15 daga ferð 21. des. til 5. janúar 2005. Bókaðu strax! Montemar - NÝUNG Stórglæsilegt, algjörlega endurnýjað og vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni. Las Camelias Allar íbúðir endurnýjaðar Allra vinsælasta Íslendingahótelið undanfarin ár. Ennþá betra en áður. Teneguia Vel staðsett og stendur alltaf fyrir sínu. Barbacan Sol Stórglæsilegt og frábærlega staðsett á Ensku ströndinni. Santa Barbara Sívinsælt og vinalegt. Carolina Sló í gegn síðasta vetur. Cay Beach Princess Fallegu smáhýsin í Maspalomas. Cay Beach Meloneras Nýleg og notaleg smáhýsi í Meloneras. Bahia Meloneras Stórglæsileg, nýleg smáhýsi með 2 svefnherbergjum í Meloneras. Aukaferð um jólin 21. desember. - 5. janúar Vikulegt morgunflug í janúar, febrúar, mars og apríl. 17. des. - Örfá sæti laus 22. des. - Uppselt 19. des. - Uppselt 29. des. - Örfá sæti laus 21. des. - Aukaferð þegar við getum haft gott samráð við viðkomandi.“ Kristján segir að blaðið forðist að birta slæmar myndir af fólki, þar sem það er illa fyrirkallað eða drukkið, svo dæmi séu nefnd. „Þótt fólk teljist frægt er það ekki gangandi skotskífa. Engu að síður finnst mér þessi dómur ganga of langt. Ég rökstyð það meðal annars með því að opinberar persónur nota oft fjölmiðla sér í hag, til dæmis til að kynna sig, nýtt leikrit eða sjón- varpsþátt eða til að afla atkvæða. Þær sýna landsmönnum inn í svefn- herbergi sín einn daginn, en tala um innrás í einkalífið þann næsta. Hvar eru mörkin? Fjölmiðlar mega ekki láta misnota sig sem tæki fræga fólksins,“ segir Kristján. Hann játar því að blaðinu hafi borist kvartanir vegna umfjöllunar um þekkta einstaklinga, en þá sé iðulega um að ræða fólk sem hafi opnað dyrn- ar á slíka umfjöllun þegar því hafi hentað. Meginregla blaðsins sé sú að sýna tillitssemi. aith@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.