Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
17. júlí 1994: „Neytenda-
samtökin komu á fót starfs-
hópi í lok síðasta árs til þess
að fjalla um fjölmiðla og aug-
lýsingar og hefur þessi starfs-
hópur nýlega sent frá sér
greinargerð um nauðsyn þess,
að skörp skil séu á milli aug-
lýsinga og annars efnis fjöl-
miðla. Telur starfshópur
Neytendasamtakanna, að í
þessu sé fólgin mikilvæg neyt-
endavernd og að notendur
fjölmiðla eigi ekki að þurfa að
vera í vafa um, hvort að þeim
beinist boðskapur auglýsenda
eða efni frá fjölmiðlum.
Þetta er bæði ánægjulegt
og mikilvægt framtak hjá
Neytendasamtökunum. Fjöl-
miðlar eru orðnir ríkur þáttur
í daglegu lífi fólks og eiga
mikinn þátt í að skapa and-
rúmið í þjóðfélaginu. Það er
löngu tímabært að fjölmiðlum
og starfsfólki þeirra verði
veitt aðhald. Slíks er þörf á
fleiri sviðum en þeim, sem
fjallað er um í greinargerð
starfshóps Neytendasamtak-
anna um fjölmiðla og auglýs-
ingar.“
. . . . . . . . . .
15. júlí 1984: „Þessa dagana
er stödd hér á landi bandarísk
sendinefnd, skipuð nokkrum
embættismönnum til þess að
ræða við íslenzka aðila um
siglingar með flutninga á veg-
um varnarliðsins til og frá
Bandaríkjunum. Það er út af
fyrir sig ástæða til að fagna
því, að bandarísk stjórnvöld
sýni þó þann vilja til þess að
finna lausn á málinu að senda
fulltrúa sína hingað. Á hitt er
þó að líta, að nú þegar hafa
miklar umræður farið fram
um málið milli íslenzkra og
bandarískra stjórnvalda og
efnisleg rök málsins ættu að
vera ljós öllum aðilum. Með
þetta í huga hljótum við Ís-
lendingar að vona að koma
hinna bandarísku sendimanna
sé til þess að flýta fyrir af-
greiðslu málsins, en ekki svið-
setning til þess að telja okkur
trú um, að kappsamlega sé
unnið að málinu.“
. . . . . . . . . .
14. júlí 1974: „Þetta er tíma-
mótadagur í sögu lands og
þjóðar. Í dag verður hring-
vegurinn opnaður. Eitt mesta
afrek, sem unnið hefur verið í
samgöngumálum hér á landi.
Tæpast gerum við okkur þess
fulla grein í dag, hversu mikl-
ar breytingar munu á næstu
árum og áratugum fylgja í
kjölfar þess, að 36 km veg-
arspotti yfir Skeiðarársand
hefur verið opnaður. Hug-
sjónir hafa rætzt. Landið hef-
ur stækkað og breytzt. Bætt-
ar samgöngur munu gerbylta
stöðu Austurlands í okkar litla
samfélagi. Sveitir, sem verið
hafa einangraðar um aldir,
eru skyndilega komnar í þjóð-
leið. “
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. H
vern andskotann eruð þér
að hugsa?! er setning, sem
allnokkrir af þeim 4.560
stúdentum, sem Guðni
Guðmundsson útskrifaði
frá Menntaskólanum í
Reykjavík í rektorstíð
sinni, fengu að heyra á
kontór rektors ef þeir stóðu sig ekki sem skyldi –
höfðu til dæmis fengið slaka einkunn á jólaprófum
eða mættu illa. Á bak við heldur hranalega fram-
setningu bjó einlæg umhyggja fyrir velferð þess
unga fólks, sem Guðni taldi sig bera nokkra
ábyrgð á. Langflestir í þessum stóra hópi munu
líka hugsa með virðingu, hlýju og væntumþykju til
rektors síns, sem andaðist 8. júlí síðastliðinn og
verður jarðsunginn á mánudag.
Sjálfur lýsti Guðni sér þannig í samtalsbókinni
Guðni rektor: Enga mélkisuhegðun, takk!, sem
Ómar Valdimarsson skráði: „Mér finnst óhugsandi
að vinna nokkurt verk án þess að stefna að því að
ná eins góðum árangri og ég mögulega get. Þess
vegna hef ég kannski stundum verið talinn af sum-
um svolítið kröfuharður – meinyrtur, illyrtur og
hið versta fól – en það er ekki endilega vegna þess
að ég sé svona djöfullega af guði gerður, heldur
vegna hins að ég þoli ekki að horfa upp á það að
menn sem ég gruna um að hafa gáfur noti þær ekki
og sinni ekki því sem þeir eiga að gera. Þegar ég
verð var við slíka menn skamma ég þá. Þá sem ég
reikna með að geti ekki betur en þeir gera skamma
ég yfirleitt ekki. Hinir, sem af einhverri undarlegri
ástæðu leggja sig ekki fram, hafa fengið það
óþvegið.“
Guðni rektor hafði þannig á 44 ára kennsluferli,
þar af 25 ár sem rektor, mikil persónuleg áhrif á
þúsundir MR-inga. En hann hafði ekki síður mik-
ilvæg áhrif á þróun menntamála á Íslandi. Í viðtali
við Morgunblaðið árið 1995, þegar hann lét af
starfi rektors fyrir aldurs sakir, orðaði Guðni það
svo að einna ánægðastur væri hann með að hafa
átt sinn þátt í að viðhalda bekkjakerfinu og stand-
ast atlöguna að Menntaskólanum. Sú atlaga hófst
um það leyti sem Guðni varð rektor og stóð árum
eða áratugum saman; jafnvel má halda því fram að
hún standi enn. Hún er fólgin annars vegar í þeirri
áráttu að vilja steypa alla framhaldsskóla í sama
mót áfanga- og punktakerfis, hins vegar í viðleitni
til að draga úr kröfum í skólanum.
Guðni rektor barðist manna einarðlegast gegn
meðalmennskunni og einsleitninni. Í áðurnefndri
viðtalsbók sagði hann m.a. um þá baráttu sína:
„… aðalrökin voru kannski þau að sú stefna að
skylda öll börn, sem æsktu framhaldsnáms, til að
sækja sams konar skóla þar sem þau ættu ekkert
val um skólagerð, bekkjakerfi eða áfangakerfi,
væri röng og skerti í raun mannréttindi. En þar að
auki taldi ég, og tel enn, að það sé hollt hverjum
nemanda að venjast því að taka yfirlitspróf úr
verulegu námsefni innan ákveðinna tímamarka.
Það er þetta sem nemendur þurfa að gera þegar
þeir koma í háskóla og þjálfunin því nauðsynleg
öllum þeim sem í háskóla fara. Það er verulegur
munur á því að taka stúdentspróf og að verða stúd-
ent þegar punktafjölda er náð.“
Barátta Guðna bar árangur og honum tókst að
standa vörð um Menntaskólann í Reykjavík, þessa
elztu menntastofnun landsins, og hinar gömlu hefð-
ir, festu og aga sem hafa einkennt skólastarfið þar.
Eftirmenn hans í embætti hafa haldið sömu stefnu.
Og íslenzk börn eiga enn val um mismunandi skóla-
gerðir þegar þau velja sér framhaldsskóla.
Guðni Guðmundsson gagnrýndi oft að grunnskól-
inn væri orðinn eins konar dagvist, í stað þess að þar
væri reynt að kenna börnum eins mikið og hægt
væri, á meðan þau væru sem móttækilegust. „Mér
sýnist liggja ljóst fyrir að í íslenzkum skólum, sér-
staklega grunnskólum, beinist kraftarnir fyrst og
fremst að því að sjá lökustu nemendunum og miðl-
ungsnemendunum fyrir þeirri fræðslu sem þeir eru
móttækilegir fyrir, eða öllu heldur fræðslu sem
kennararnir telja þeim nægjanlega. Hinum betur
gefnu er varla sinnt, hvað þá að þeir fái hvatningu til
átaka eða reynt sé að laða fram í þeim þann sjálf-
sagða metnað að læra meira í dag en í gær. Í mis-
skilinni góðmennsku kerfisins gleymast þeir hrein-
lega, hljóta jafnvel svipaða meðferð og óhreinu
börnin hennar Evu. Það virðist nefnilega vera að
verða álíka mikið feimnismál á Íslandi að krakki sé
betur gefinn en hann Jón í næsta húsi og að eiga ríf-
lega til hnífs og skeiðar,“ sagði Guðni í viðtalsbók
Ómars Valdimarssonar. „Afleiðingin af öllu þessu er
sú, að í grunnskóla er ekki annað kennt en sjálfsagð-
ir hlutir. Greinar, sem eitthvað reyna á nemendur,
og ekki sízt kennara, eru hreinlega látnar lönd og
leið á þeirri forsendu að þær séu einskis nýtar af því
að allir geti ekki lært þær … Ef það er ekki mark-
mið skóla að koma öllum til mesta mögulegs þroska,
þá sýnist mér dekrið við letina og getuleysið komið á
það stig að rétt væri að leggja skóla niður.“
Skoðanir og baráttumál Guðna Guðmundssonar
eiga fullt erindi í umræður um menntamál á Ís-
landi eftir hans dag. Margir gamlir nemendur
Menntaskólans í Reykjavík munu geta gert þessi
sjónarmið að sínum, vegna þess að veganestið af
kontór rektors hefur reynzt þeim vel; að vinna
ekki nokkurt verk án þess að stefna að því að ná
eins góðum árangri og mögulegt er.
Dreifbýlislausn í
þéttbýli
Framkvæmdir við
nýja Hringbraut
standa nú sem hæst og
eins og fram hefur
komið í fréttum eru þær þegar farnar að hamla
nokkuð flæði umferðar um svæðið. Framkvæmd-
irnar eru mjög umfangsmiklar og eins og umræða
síðustu daga ber með sér virðist sem borgarbúar
séu fyrst nú að vakna almennilega til vitundar um
kosti þeirra og galla. Í grein sem birtist í miðopnu
í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, kom fram að bæði
þingmenn og fagfólk hafa efasemdir um þörf á sex
akreina hraðbraut á þessum stutta spotta á milli
Rauðarárstígs og Sæmundargötu, enda einungis
möguleiki á fjórum akreinum báðum megin við
framkvæmdirnar. Þar að auki sjá margir ofsjón-
um yfir því landsvæði sem tapast í kringum braut-
ina þar sem helgunarsvæði framkvæmdarinnar
er mjög umfangsmikið, ekki síst ef tekið er tillit til
þess að þarna er um miðborgarsvæði að ræða en
ekki hraðbrautatengingu í úthverfi eða úti á landi.
Sú lausn sem nú er verið að vinna að við gatna-
mót Snorrabrautar/Bústaðavegar og Miklubraut-
ar/Hringbrautar og fjallað er ítarlega um í Morg-
unblaðinu í dag, laugardag, er að margra mati
ekki í samræmi við það sem gengur og gerist í
miðborgum annarra landa. Slaufur og sex akreina
hraðbraut á borð við þá sem þarna er fyrirhuguð
eru að þeirra sögn dreifbýlislausn sem ekki er
boðleg í þéttbýli, hvað þá í miðborg. Til að mynda
var haft eftir Hrund Skarphéðinsdóttur í blaðinu
á fimmtudag að „svona stór umferðarmannvirki,
mislæg gatnamót, breiðar hraðbrautir og hljóð-
manir [eigi] ekki heima inni í borgarumhverfi“.
Í Reykjavíkurbréfi 14. febrúar sl. var farið ofan
í saumana á þeim hugmyndum sem þá höfðu kom-
ið fram um að setja Hringbrautina í stokk, og var
þá vitnað til umfjöllunar sem var í blaðinu þá
sömu helgi undir fyrirsögninni „Ný Hringbraut
undir/á yfirborði jarðar?“ Þar lýsti Hrund sig
sammála Erni Sigurðssyni, talsmanni Höfuð-
borgarsamtakanna, um að eðlilegast væri að setja
brautina í stokk á umræddum kafla. Jafnframt
tók hún þó fram að ef brautin yrði að vera á yf-
irborðinu þá væri eðlilegast að tengja saman
byggðina beggja vegna við með breiðgötu, og
blandaðri byggð þétt upp að henni. Þetta sjón-
armið endurtekur hún í blaðinu sl. fimmtudag en
þar kemur fram að samkvæmt hennar mati færi
betur á því að byggja á framkvæmdasvæðinu
hefðbundna borgarbreiðgötu er félli betur inn í
miðborgarlandslagið sem óhjákvæmilega mun
stækka til suðurs er fram líða stundir.
Hrund hefur óneitanlega mikið til síns máls og
bendir til að mynda á að breiðgata, þar sem bygg-
ingar með margvíslegri starfsemi skermi umferð-
arhávaða af, þjóni öllum þeim sem eru á ferðinni,
ekki síst gangandi vegfarendum, því „þar er að-
gengið ekki aðeins miðað út frá þeim sem keyrir“,
öfugt við hraðbraut á borð við þá sem nú er verið
að byggja og skermuð er af með hljóðmönum.
Þess má geta að haft var eftir Eiði Haraldssyni,
framkvæmdastjóra Háfells, í blaðinu í gær að
hljóðmanirnar við nýja Hringbraut gætu orðið
um þriggja metra háar. Þær munu því óhjá-
kvæmilega verða áberandi og spilla sjónrænni
tengingu beggja vegna brautarinnar.
Hraðbrautir hafa að mati Hrundar jafnframt
þann ókost að í kringum þær myndast breitt strik
af óbyggðu svæði – væntanlega að hluta til vegna
hljóðmananna. Hún segir „erfitt að ímynda sér
íbúðabyggð nálægt þessum götum [á borð við fyr-
irhugaða Hringbraut]. Þær eru þannig einungis
til að fara fram hjá og hvetja fólk til að gefa í. […]
Breiðgatan hefur hins vega sólarhringsstarfssemi
og er ætluð öllum vegfarendum. Í umræðunni
kemur oft upp að þéttu umferðarmettuðu stað-
irnir séu eitthvert vandamál. Umferðin fer t.d.
mun hægar á götum eins og Lækjargötu og
Laugavegi en Sæbrautinni og Vesturlandsvegi.
En umferðin fer einungis hægt ef hún er mæld í
kílómetrum á klukkustund. Hins vegar má spyrja
sig hversu miklum byggingarmassa og þjónustu
er farið framhjá á ákveðnum tíma. Þar hefur
breiðgatan vinninginn, þar ertu í raun kominn í
þjónustuna sem þú ert að sækja mun fyrr“.
Gamla Hring-
brautin hverfur
ekki
Samkvæmt umhverf-
ismati því sem unnið
var vegna fram-
kvæmdanna við nýju
Hringbrautina er
megintilgangur þeirra
„að sameina Landspítalalóðina og færa megin-
strauma umferðar frá Landspítalanum – háskóla-
HÁSKÓLI Á VESTFJÖRÐUM
Þegar Sverrir Hermannsson,þáverandi menntamálaráð-herra, beitti sér fyrir stofnun
háskóla á Akureyri, þótti mörgum
það fráleit hugmynd. Engar líkur
væru á því, að raunveruleg háskóla-
starfsemi gæti fest þar rætur og ís-
lenzkt samfélag gæti ekki staðið und-
ir fleiri háskólum en Háskóla
Íslands.
Allt reyndist þetta rangt. Háskól-
inn á Akureyri hefur vaxið og dafnað
og orðið að virtri menntastofnun og
það sem meira er: skólinn hefur átt
meiri þátt í því en flest, sem gert hef-
ur verið á Eyjafjarðarsvæðinu að
snúa þróun byggðar þar við, snúa
vörn í sókn. Flestir ef ekki allir, sem
hafa kynnt sér byggðaþróun fyrir
norðan, hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að starfsemi Háskólans á Ak-
ureyri sé ein meginforsenda fyrir já-
kvæðri þróun byggðar þar.
Reynslan af Háskólanum á Akur-
eyri varð til þess að minni efasemdir
voru uppi, þegar Viðskiptaháskólinn
á Bifröst tók til starfa og nú blasir
við, að starfsemi hans og Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri eru ein
meginforsenda fyrir því, að byggð er
aftur að blómgast í Borgarfirði.
Í fyrradag tóku nokkur ungmenni
sig til og vígðu „Háskóla Vestfjarða“
við hátíðlega athöfn á Ísafirði. Þetta
var að sjálfsögðu táknræn athöfn til
þess að minna á vilja vestfirzkra ung-
menna til að stunda háskólanám í
sinni heimabyggð en nú stunda á
annað hundrað manns á Vestfjörðum
fjarnám á háskólastigi.
Þótt athöfnin hafi verið táknræn
sýnir fengin reynsla að hugmyndin
er raunsæ. Það er síður en svo frá-
leitt að stofna Háskóla Vestfjarða.
Og rétt, sem Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, sagði af þessu
tilefni: „Þegar ég var strákur hér
fyrir vestan þóttu það stór tíðindi,
þegar ungt fólk fór í menntaskóla.
Nú er hér stór og öflugur mennta-
skóli í mikilli sókn. Það er mikilvægt
að byggja upp háskólanám, sérstak-
lega með nýjum möguleikum í upp-
lýsingatækni. Ég er viss um að ef
einhver hefði sagt, þegar ég var
strákur, að hér ætti að stofna fram-
sækinn menntaskóla hefði það þótt
framandi hugsun.“
Háskóli Vestfjarða getur átt jafn
mikinn þátt í að snúa við byggðaþró-
uninni þar eins og Háskólinn á Ak-
ureyri hefur gert á Eyjafjarðarsvæð-
inu. Við athöfnina á Ísafirði voru
flestir þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis staddir. Þeir eiga nú að taka
höndum saman, taka unga fólkið á
orðinu og vinna að stofnun Háskóla
Vestfjarða. Það er mesta og bezta
framlag til byggðaþróunar á Vest-
fjörðum, sem hugsast getur.
Fyrir nokkru var vikið að því í for-
ystugrein hér í Morgunblaðinu í ljósi
hinna miklu framkvæmda á Austur-
landi, sem eru augljóslega að snúa
byggðaþróuninni þar við, að tíma-
bært væri að huga að eflingu byggð-
ar á Vestfjörðum og Norðvestur-
landi, sem segja má, að séu
landshlutar, sem eftir sitja að ein-
hverju leyti.
Þótt margt komi vafalaust til
greina á Vestfjörðum er ekki auðvelt
að sjá sjálfsagðari og skjótvirkari
leið en þá að byggja upp háskóla fyr-
ir vestan. Í ljósi þeirrar þróunar, sem
orðið hefur í uppbyggingu mennta-
stofnana í landinu má segja, að æsku-
fólk á Vestfjörðum eigi nokkra kröfu
til þess að þar verði byggður upp há-
skóli. Það þarf að vanda vel undir-
búning og leggja vinnu í að kanna
hver áherzluatriði slíks háskóla ættu
að vera. Nú þegar er vísir að ákveð-
inni vísinda- og rannsóknastarfsemi
á Ísafirði, sem snýr að sjávarútveg-
inum þar og gæti vafalaust orðið
þáttur í háskólastarfsemi þar vestra.
Nú verður horft til þingmanna
þessa landshluta um að taka við því
merki, sem vestfirzkt æskufólk hefur
hafið á loft og bera það fram til sig-
urs.