Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 39

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 39
Til sölu Toyota 4Runner, árg. 1990, ek. 230 þús. km. Góður jeppi í ferðalögin, veiðina eða hrossin. Verð aðeins 290 þúsund. Upplýs- ingar hjá Bílasölunni Bílfangi, Malarhöfða 2, sími 567 2000. Til sölu Suzuki Swift, árg. 1998. Ekinn 50.000 km. Einn reyklaus eigandi. Bíllinn er í góðu lagi. Beinskiptur. Gott lakk. Ný sumar- dekk. Vetrardekk á felgum. Verð kr. 400.000. Bein sala - eða skipti á litlum, lítið eknum, eins árs bíl. Upplýsingar í síma 893 6741. Til sölu Nissan Primera slx árg. '92, ek. 124 þús., sjálfsk., samlæs- ing, rafm. í rúðum, aukadekk. Góður bíll. Verð 230 þús. Uppl. í síma 691 1484. Peugeot 306 station 1600, ek. 113 þús. Sumar- og vetrardekk, hundagrind getur fylgt. Verð 360 þús. eða 100% lán, afb. 15 þús. á mán. Uppl. í síma 895 0196. Mercedes Benz, árg. '98, ek. 65 þús. km. E290 TD Elegance, þjón- ustubók, einn eigandi, ný yfirfar- inn hjá Benz, sjálfskiptur, vetrar- og sumardekk á álfelgum. Verð 2.487 eða 2.122 kr. með niður- fellingu til leigubílstjóra. Sími 00352-21365895 eða island@pt.l M. Benz 600 SEL '92 V-12, 408 hö. Í mjög góðu ástandi enda alla tíð þjónustaður af Ræsi. Hlaðinn búnaði eins og segullok- um á hurðum fjarlægðaskynjur- um, rafm. í afturgardínu, stýri og öllum sætum, svo fátt eitt sé nefnt. Verð 1.790 þús. Bílalán uppá 520 þús getur fylgt. Uppl. í síma 696 1000. Hyundai Elantra Station. árg. '01, ek.40. þ. Sjálfsk. Dráttarkr. Ás. verð 1.250. þ. Tilboð óskast. Gott staðgr.v. Skoða öll skipti. Góð þjónustubók. Sími 822 2180. Honda Civic, árg. '98, ek. 84 þús. km. Til sölu hvít Honda Civic V-tec '98, 15" Low Profile dekk, topplúga, vindskeið, reyklaus og vel með farinn. Verð 720 þúsund. Upplýsingar í síma 692 2496. BMW 320 IS, árg. 1997, til sölu Ekinn 112 þús. km. Ný vél 2500cc frá maí 2003. Topplúga, litað gler, rafdrifnar rúður og speglar, útv. og geislasp., krómsportfelgur, plussáklæði, vökvastýri, spólvörn. Blár. Verð 1.150.000 kr. Áhv. lán 450. þús kr. Glitnir hf. Skipti mög- uleg á ódýrari bíl. Uppl. veitir Logi í símum 847 4999/555 0900. Ökukennsla Ökukennsla, endurhæfing, akstursmat og vistakstur. Upplýsingar í símum 892 1422 og 557 6722, Guðbrandur Bogason. Driver.is Öku- og bifhjólakennsla, aksturs- mat. Subaru Legacy, árg. 2004. Björgvin Þ. Guðnason, sími 895 3264 www.driver.is Palamino Yearling, 11 feta, ´03 Til sölu mjög lítið notað og vel með farið fellihýsi með fortjaldi, sólarsellu, útvarpi o.fl. Sjá bilasolur.is . Upplýsingar: Bílar gs Sport, símar 421 8808 og 892 8808. Euramobil Contura 692 FB Fiat Ducato 18 2,8 Tdi með tvöföldu upphituðu gólfi, 7,04 metrar með öllum aukabúnaði. Verð með öllu 5.137.000 kr. Uppl. í síma 0035221365895 og island@pt.lu, Ólafur. Challenger T315 M. Benz 316 Cdi 2004 Nýr bíll, árgerð 2004, með öllu, rúmir 7 metrar. Hægt er að fá bílinn afhentan í Luxem- borg eða á Íslandi. Lúxusbíll með öllu. Verð 6,6 milljónir. Sími 0035221365895 og island@pt.lu, Ólafur. Speglar fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Verð kr. 1.650 kr. GS varahlutir, Bíldshöfða, sími 567 6744. Trilla óskast Óska eftir að kaupa vel með farna og gangmikla (12-15 sjómílur) 6 metrar trillu með innanborðsvél, dýptarmæli, björgunarbát og dráttarvagni. Upplýsingar í síma 863 2749 eftir kl. 18:00. Yfirtaka á bílaláni0 Óska eftir fólksbíl eða jeppa. Eingöngu yfir- taka á bílaláni. Skoða flest. Upplýsingar í síma 895 8873. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 39 Ég hefi nýverið staðhæft að Íslendingar séu tómlátir um sögu þjóðar sinnar og stöðu í svo- kölluðu samfélagi þjóðanna. Þessari fullyrð- ingu til staðfestingar má nefna nýleg dæmi um þögn þá sem einkennir afstöðu til Íslendinga, sé miðað við framkomu stórþjóðanna í þeirra garð. Breskur bókaklúbbur sendi mér nýlega sögu Bretaveldis á tuttugustu öld, tveggja binda verk, nærfellt 1.800 blaðsíður. Íslands var þar minnst með einni línu. Það var um hervernd Bandaríkjamanna í júlímánuði 1941 er þeir tóku við af Bretum. Ekki minnst einu orði á Þorskastríðið. Þaðan af síður á orrustuna um Atlantshafið né heldur á NATO. Þó kaus Ólaf- ur Thors að leita heldur ráða hjá sendiherra Breta um herstöðvar Bandaríkjamanna heldur en spyrja æskuvin sinn, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, ráða. Þó hafði hann greitt Jóni atkvæði sem forseta á Þingvöllum 1944. Sendi- herra Breta kallaði Jón „óþekkt smámenni“. Veðurstofa Íslands fær 118 milljónir króna sem fjárstyrk í ár frá ICAO, alþjóðasamtökum veðurstöðva, vegna flugsamgangna. Banda- menn þökkuðu sigur sinn í orrustu um yfirráð á Atlantshafi fyrst og fremst herstöðvum sín- um á Íslandi og veðurfregnum héðan. Disco- very-sjónvarpsstöðin, Sky-stöðin og BBC sjón- varpa fræðsluþáttum um heimsstyrjöldina síðari. Enginn fulltrúi Íslendinga er tekinn tali. Þó sigldu skipalestir úr Hvalfirði árum saman til Múrmansk, þar á meðal frægasta lest allra tíma, PQ-17. Þar var m.a. fangaskip banda- rískt. Lífstíðarfangar voru leystir úr haldi ef þeir gerðust skipverjar á Libertyskipum, sem Bandaríkjamenn sendu til heimskautshafna Sovétríkjanna með vörur og hergögn skv. láns- og leigulögum. Sjónvarpsstöðvar þær sem áður voru nefndar sýna hita og vindáttir í heimsborgum oft á dag. Reykjavíkur er aldrei getið. Veðurfræðingar og sagnfræðingar afhjúpa ódugnað sinn og getu- leysi að þeim skuli ekki takast að koma Íslandi á kortið með því að tryggja landi sínu veglegan sess í veraldarvafstri sjónvarpsstöðvanna. Ráð- herrum og fulltrúum Íslendinga á umhverfis- ráðstefnum ætti að láta í té farmiða aðra leiðina. Ekki heimferðarmiða. Hérlendis er t.d. ekki fylgt ákvæði um lausagang bifreiða. Að banna hann. Daglega þeysa bifreiðar brælu sinni inn- um svefnherbergisglugga gamalmenna, t.d. við gatnamót Ránargötu, gegnt elliheimili á Vest- urgötu 7. Gatnamálastjóri Reykjavíkur leggur blessun sína yfir ósómann og Siv, Sigríður Anna og Ingibjörg Sólrún láta gott heita. Fulltrúar sjómanna og sagnfræðingar og veðurfræðingar una sælir í sljóleika og svefndrunga iðjuleysis, ölkrár og súludans þrífast sem aldrei fyrr, en bókasöfn og fræða- setur harðlæsa hliðum sínum. Allmörg ár eru liðin síðan við hjón, Birna mín og ég, vorum í sumarleyfi á Ermarsundseyj- unni Jersey. Sessunautar okkar í matsal voru ensk hjón á svipuðum aldri. Fyrst spurðu þau hvort Rússar hefðu ekki hernumið land okkar. Við leiðréttum þann misskilning og sögðum Breta hafa hernumið land okkar í maí 1940. Þá spurðu þau hvort við hefðum komið með járn- brautarlest til Bretlands frá Íslandi. Því miður vorum við ekki jafnsnjöll og Margrét, kona Þórbergs. Hún sagði þegar hún var spurð sömu spurningar: Nei. Ég kom fótgangandi. Mér kom til hugar að hverfa heldur að öðru efni. Sýna öðrum þjóðum að við Íslendingar gætum kannski frætt lýðinn um sitthvað sem gerðist í okkar fámenna landi fyrr á árum. Segja Bretum frá því að á meðan hermenn þeirra sátu hér í landi, þá gerðist sitthvað, sem varðar ýmsa sértrúarhópa Bretlands. T.d. héldu breskir hermenn sem játuðu gyðingatrú samkomur vikulega. Höfðu eigin söfnuð þótt fámennur væri. Franciska Olsen var rómuð fyrir manngæsku og góðvild. Hún skaut skjóls- húsi yfir flóttamenn. Fyrir milligöngu Hend- riks J. Ottóssonar, tungumálakennara og síðar starfsmanns Ríkisútvarpsins, leigði hún þeim mæðgum, Henny Goldstein og móður hennar, ásamt syni Hennýjar, Pétri, herbergi í húsi sínu. Á manntali Reykjavíkur er greint frá því að Johanna, f. 28/3 1905 í Berlín, Pétur sonur hennar, f. 7/11 1927 einnig í Berlín, og Marina Lippmann, f. 10/2 1869 í Ceresk í Póllandi, séu til heimilis í Garðastræti 9 í Reykjavík. Flutt- ust til Íslands 1935. Utan safnaðar. Hendrik segir svo frá í minningum sínum: „Meðal hermanna þeirra, sem komu heim til mín, voru nokkrir Gyðingar, bæði brezkir og kanadískir. Tengdamóðir mín hafði mikla skemmtun af komu þeirra. Gátu flestir þeirra bjargað sér á mállýzku Gyðinga frá Austur- Evrópu, Jiddisj. Tengdamóðir mín talaði þýzku, en Jiddisj er forn þýzk mállýzka, blönduð hebr- eskum og slavneskum orðum. Auk þess töluðu sumir þeirra pólsku, en tengdamóðir mín hafði lært pólsku á uppvaxtarárum sínum. Hún var mikil trúkona og hélt fast við ómengaða trú for- feðra sinna með föstum og bænahaldi. … Ég var ekki í neinum vafa um stað, sem bezt- ur myndi til slíkra hluta, en það var litli sal- urinn í Góðtemplarahúsinu. Ég talaði við um- sjónarmann hússins og húsnefnd og var málið auðsótt. Ég tók að mér að útbúa altari fyrir þessa einstöku guðsþjónustu. Ég klippti út með stórum stöfum trúarjátningu Gyðinga með he- brezku letri: SJMA JISROEL ADONOI ELOHEINU ADONOI EKHOD (Heyr ó Israel, guð er drottinn, guð er einn). Hvítur „kreppappír“ prýddi altarisvegginn í litla salnum í Góðtemplarahúsinu, en kona mín útbjó borð fyrir altari með 7 arma kertastjök- um. Lögmálsbókfell var ekkert til, en vinur minn lánaði mér gamla útgáfu Gamla testa- mentisins á hebrezku. Kl. 19 átti guðsþjónustan að hefjast. Her- menn og flóttamenn af Gyðingaættum gengu inn í salinn og tóku sér sæti. Ég kveikti á kert- unum. Allir viðstaddir héldu höfuðfötum sínum á höfði að sið Gyðinga. Svo hófst guðsþjónustan. Margir höfðu bænasjöl sín og brugðu þeim yfir höfuð sér og axlir. Óbreyttur brezkur hermaður frá Leeds, Alf Cohen að nafni las inngöngubænir og síðan tónaði hann hinn stórkostlega fagra sálm, Kol Nidrei, á þann hátt, sem erfðavenjur þúsunda ára hafa skapað. … Seinna, eptir að Bandaríkjaherinn kom til lands, flutti söfnuðurinn guðsþjónustur sínar í baðstofu Iðnaðarmanna. Var þá kosin ný safn- aðarstjórn og áttu sæti í henni Zeisel sá, sem getur, tveir bandarískir hermenn, einn brezk- ur og ég. … Var forstöðumaður hans sjóliðsforingi, Ger- ber lögfræðingur frá Boston. Hafði ég náið samband við hann, enda þótt ég væri ekki leng- ur í safnaðarstjórn. … Að styrjöldinni lokinni, sæmdu Gyðingasam- tök Bandaríkjamanna mig heiðursskjali fyrir aðstoð þá, sem ég hafði veitt Gyðingum, sem hér dvöldu á styrjaldarárunum, en þá var ég umboðsmaður þeirra og er enn.“ Friðþór Eydal greinir svo frá: „Frægasta skipalest sögunnar er án efa PQ-17 sem hélt úr Hvalfirði 27. júní 1942. Á ráðstefnu Hitlers og Raeders, yfirmanns þýska flotans, 13. og 14. maí var ákveðið að næsta skipalest bandamanna til Rússlands skyldi valin sem upphafið að nýrri sókn í sam- ræmdum aðgerðum flota og flughers frá Nor- egi. Skyldu þrír kafbátar taka sér stöðu norð- austur af Íslandi 10. júní til að finna skipalestina og tilkynna um ferðir hennar fleiri kafbátum sem veita skyldu henni fyrirsát á svæðinu milli Jan Mayen og Bjarnareyjar. Breska flotastjórnin skipaði fylgdarskipunum að hætta fylgdinni og skipunum að dreifa sér. Ákvörðun breska yfirflotaforingjans og ör- lög PQ-17 vöktu að vonum gífurlega gremju í röðum breskra og bandarískra sjómanna og liðsmanna flotans. Hafa fjölmargar bækur ver- ið gefnar út um örlög skipalestarinnar og þungar ásakanir komið fram í garð flotastjórn- arinnar, einkum af hendi bandarískra höfunda, en 14 bandarískum skipum var sökkt. Hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna Pound yfirflotaforingi kaus að afturkalla ekki fyrir- skipun sína um að skipalestinni skyldi sundrað síðar sama kvöld …“ Þegar öldruðum sjómönnum var boðið til Liverpool að minnast stríðssiglinganna var Guðbjörn E. Guðjónsson skilinn eftir. Hann var þó hinn eini sem siglt hafði til Múrmansk. Hvar er Ísland? Samkoma breskra gyðinga í Reykjavík 1940. 24 breskir hermenn. 6 borgarar. Konurnar eru Henny Goldstein, síðar eiginkona Hendriks J. Ottóssonar, móðir hennar, Marina, ekkja Leo Lippmanns kaup- manns í Berlín, þá óþekkt kona. Karlmennirnir, óþekktur, Harry Rosenthal síðar starfsmaður Amaró- verslunar á Akureyri og Hendrik, sem var um skeið rabbíi í söfnuði breskra og bandarískra gyðinga. PQ-17, frægasta skipalest í seinni heimsstyrjöld, hélt úr Hvalfirði 27. júní 1942. Guðbjörn Guðjónsson var háseti á einu skipinu og er enn til frásagnar. Örfá skip komust á leiðarenda. Þýski flotinn sat fyrir lestinni í Noregi. Breski flotinn hætti að vernda lestina. Breskir og bandarískir sjómenn töldu sig svikna. Hví sniðganga breskir og bandarískir fræðimenn íslenska sjómenn, sem lögðu líf sitt í hættu. Eftir Pétur Pétursson Höfundur er þulur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.