Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 19
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 28. júlí á
hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta
áfangastaðar Portúgal við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur
traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna,
tryggir þér síðustu sætin og 3
dögum fyrir brottför færðu að
vita á hvaða gististað þú býrð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 39.995
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug,
gisting, skattar. Vikuferð,28. júlí.
Stökktutilboð, netverð.
Verð kr. 49.990
M.v. 2 í studio/íbúð, vikuferð, 28.júlí,
netverð. Val um 1 eða 2 vikur.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Portúgal
um Verslunarmannahelgina
28. júlí
frá kr. 39.995
Því er haldið fram að virkjanir og þjóðgarð-ar fari vel saman vegna þess að sumsstaðar erlendis sé þessu háttað þannig.Þá gleymist að þessar erlendu virkjanir
voru reistar áður en þjóðgarðar og nýting lands
hlutu þá skilgreiningu og farið var að gera þær
kröfur sem nú eru lagðar
til grundvallar í þessum málum. Sigrún Helga-
dóttir líffræðingur, sem kynnt hefur sér þjóð-
garða víða um lönd, einkum í Bandaríkjunum,
hefur sýnt fram á að virkjanir og þjóðgarðar fari
ekki lengur saman. Ef virkjun er á viðkomandi
svæði teljist það ekki þjóðgarður heldur útivist-
arsvæði eða fólkvangur og að svo virðist sem Ís-
lendingar geri sér ekki grein fyrir því hve hug-
takið þjóðgarður eða fyrirbæri á heimsminjaskrá
UNESCO er mikill gæðastimpill.
Það viðhorf að hægt sé að setja fram sér-
íslenska staðla í þessum efnum er furðu lífseigt,
samanber þá hugmynd að Íslendingar geti fram-
leitt lífrænt ræktaðar landbúnaðarvörur sem
standist staðla sem Íslendingar búi til upp á eigin
spýtur. Þegar sagt er að mannvirki Kárahnjúka-
virkjunar hafi ekki áhrif nema á litlum hluta há-
lendisins horfa menn fram hjá því að þessi áhrif
verða ekki aðeins falin í því að svæðum sé sökkt
eða reistar stíflur heldur ná áhrifin mun víðar, of-
an frá jökli og til strandar.
Dæmi um þetta eru sjónræn áhrif. Fram að
þessu hafa menn getað gengið upp á helstu útsýn-
isstaðina, Herðubreið, Snæfell og Kverkfjöll, og
horft þaðan yfir ósnortið sköpunarverk almættis-
ins. Ef Kárahnjúkavirkjun rís verður þetta ekki
lengur hægt á neinum af þessum útsýnisstöðum.
Þetta er hliðstætt því að menn segðu að malar-
gryfjur í hlíðum Esjunnar hefðu ekki áhrif nema á
hlutfallslega litlu svæði. Með því væri horft fram
hjá því að gryfjurnar hefðu sjónræn áhrif langt út
fyrir Esjuna, að ekki sé minnst á það tjón sem slík
mannvirki myndu valda fyrir ímynd landsins.
Hugmyndir virkjunarsinna um skipulag há-
lendisins byggjast í raun á því að hin friðuðu
svæði verði eins og pjötlur inni á milli mannvirkj-
anna. Í Noregi má telja Harðangursheiði og
Jostedalsbree líkust hinu umdeilda svæði á Ís-
landi. Á þessum þjóðgarðssvæðum dettur mönn-
um ekki lengur í hug að útfæra hugmyndir hinna
íslensku virkjunarsinna. Bæði þar og vestanhafs
er sú röksemd löngu orðin úrelt að fórn á svæðum
undir stíflur og virkjanavegi sé forsenda fyrir að-
gengi ferðamanna. Menn hafa einfaldlega komist
að þeirri niðurstöðu að ávinningurinn af því að
friða þessi svæði sé svo mikill fyrir ímynd lands-
ins að til langs tíma sé besta fjárfestingin sú að
veita fé til bætts aðgengis og þjónustu án þess að
stofna fyrst til stórfelldra umhverfisspjalla.
Vissulega er til sá markhópur ferðamanna sem
lætur mannvirki ekki trufla sig en sá hópur sem
kemur til Íslands til að sjá stærsta ósnortna víð-
erni Evrópu er mun mikilvægari og fer ört vax-
andi. Útlendingar koma yfirleitt ekki til Íslands til
að skoða steinsteypu- og malbiksmannvirki eða
tilbúin lón. Þeir hafa nóg af slíku í sínum heima-
löndum.
Sú hugsun er ákaflega grunnfærin að vegna
þess að miðlunarlón geti verið falleg sé sjálfsagt
að þau séu um allt hálendið til þess að gera það
fallegra. Þessi lón eiga ekki aðeins eftir að fyllast
af auri með tímanum heldur er verið að ráðast að
þeirri sérstöðu íslensks landslags sem gerir það
mest heillandi í augum útlendinga. Í frægasta
hveraþjóðgarði heims, Yellowstone, væri hægt að
búa til ótal blá lón, gul og jafnvel rauð í lónapara-
dís sem gæfi Bláa lóninu langt nef. Það er þó látið
ógert. Á sama hátt ættu Íslendingar að huga að
því að breyta ekki öllum orkusvæðum í einhvers
konar Disneylönd heldur að velja þau úr sem látin
verði ósnortin.
Ef fyrirhyggja réði yrðu Vatnajökull og svæðið
undir honum og norðan við hann efst á blaði frið-
aðra svæða á Íslandi og ráðist fyrst í orkuvinnslu
annars staðar í stað þess að falla í svipaða gryfju
og þegar byrjað var að þurrka upp votlendi. Það
þótti sjálfsagt mál en að lokum vöknuðu menn
upp við það að hafa fyrirhyggjulaust gengið of
langt í framræslu votlendisins. Má segja að sú
framkvæmd sé dæmi um það þjóðareinkenni okk-
ar Íslendinga sem nóbelsskáldið líkti við fram-
kvæmdasama fávisku. Því miður virðist hún enn
ráða ferðinni og verði ekki komið á hana böndum
munum við Íslendingar sitja eftir með sárt ennið
fyrr en okkur grunar því þótt við höldum kannski
að við eigum eftir nóg af landi til að ráðskast með
þá er það minna en af er látið.
Ámóti | Virkjanir og þjóðgarðar fara
ekki lengur saman
Virkjanir og þjóðgarðar fara vel samanog það má sjá víða erlendis. Ragn-heiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóriLandsvirkjunar, hefur til dæmis lýst
því hvernig þjóðgörðum og virkjunum sé með
góðum árangri fléttað saman í Bandaríkj-
unum; virkjanirnar fyrir orkuöflun og þjóð-
garðar og útivistarsvæði við miðlunarlónin fyr-
ir ferðamenn. Í Noregi háttar víða svipað til,
svo sem á svæðinu suður af Harðangursheiði
þar sem komið hefur verið á fót margs kyns
aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Þar er
aðstaða til bátasiglinga á miðlunarlónum og
svæði þar sem risið hafa fjallakofar og sum-
arbústaðir.
Á hálendinu norðan Vatnajökuls má vel
flétta saman þjóðgörðum og virkjunum á svip-
aðan hátt. Landsvirkjun hefur sett fram hug-
myndir um hvernig gera mætti svæðið í kring-
um Snæfell að útivistarsvæði þar sem skiptist
á alfriðað svæði sem stenst alþjóðlegar kröfur
um þjóðgarða og útivistarsvæði sem tengist
mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar. Þegar
búið er að reisa Kárahnjúkavirkjun verður
hægt að nota vinnubúðaþorpið sem nú er risið
eða hluta þess sem hálendismiðstöð með öllum
þeim þægindum sem slík miðstöð krefst. Með
þessu móti væri hægt að skipuleggja hálendið
víðar og þegar litið er á landakort sést vel að
svæðið sem ekki getur verið innan vébanda
þjóðgarðs vegna mannvirkja er ekki stór hluti
af hálendinu. Úr nógu verður að moða til að
fella undir þjóðgarð eða þjóðgarða ef menn
vilja. Með þeim vegum og brúm sem Lands-
virkjun hefur lagt í tengslum við Kára-
hnjúkavirkjun hefur opnast aðgengi að hálend-
inu sem var ekki áður fyrir hendi. Þetta verður
samgöngubylting og vel má rökstyðja það að
Kárahnjúkavirkjun geti verið forsenda fyrir
stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls.
Hér verður það sama uppi á teningnum og á
virkjunarsvæðinu við Þjórsá og Tungnaá, sem
hefur opnast fyrir ferðamenn fyrir tilverknað
Landsvirkjunar. Áður en Landsvirkjun kom til
skjalanna þekktu sárafáir það svæði. Umferð
ferðamanna um þetta svæði sýnir vel hvernig
hægt er að samþætta virkjanir og raunar hef-
ur enginn einn aðili opnað eins hálendið fyrir
almenningi og Landsvirkjun. Í stað þess að
aggast út í fyrirtækið ættum við því að vera
þakklát fyrir þá forgöngu og það frumkvæði
sem það hefur sýnt í þessum efnum.
Rannsóknir hafa sýnt að stór hluti erlendra
ferðamanna lætur sig litlu skipta hvort virkj-
anamannvirki séu á hálendinu. Þeir ferðamenn
sem sækjast eftir ósnortinni náttúru eiga eftir
sem áður völ á víðáttumiklu landi við sitt hæfi.
Þetta er líka það stór markhópur að vel verður
hægt að auka ferðamannastraum til landsins
með því að höfða til bætts aðgengis að svæðinu
og þannig yrði lagður fjárhagsgrundvöllur að
því að nýta landið á fjölbreyttan hátt. Lands-
virkjun hefur með framkvæmdum sínum sýnt
fram á það hvernig hægt er að huga vel að um-
hverfismálum í sátt við virkjanamannvirki og
skapað þar góða fyrirmynd. Hún hefur grætt
upp land í grennd við virkjanirnar norður af
Heklu, staðið að gerð korta og upplýs-
ingaskilta og þannig sýnt fram á hvernig allar
tegundir ferðamennsku geta notið góðs af gerð
mannvirkja sem nýta umhverfisvænar orku-
lindir.
Umhverfisverndarmenn hafa agnúast mjög
út í gerð miðlunarlóna. Allur almenningur hef-
ur aftur á móti lítið eða ekkert á móti þeim og
þykir stöðuvötn til prýði. Þarf ekki annað en að
nefna Þingvallavatn, Þórisvatn, Mývatn, Hvít-
árvatn og Löginn í því sambandi. Flestum
þykja hin tilbúnu Blöndulón og Hágöngulón
hafa aukið mjög á fegurð svæða þar sem áður
voru ekki stór stöðuvötn og þar sem áður voru
að mestu leyti gráir sandar og urðir norðan
Þórisvatns eru nú fögur miðlunarlón; Kvísla-
vatn þeirra stærst og fegurst. Þá er Nesja-
vallavirkjun við sunnanvert Þingvallavatn gott
dæmi um vel heppnað virkjunarmannvirki sem
hefur opnað nýjar ferðamannaslóðir. Og síðast
en ekki síst er að nefna Bláa lónið, sem varð til
við gufuaflsvirkjunina í Svartsengi og er orðið
einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins;
eitt af táknum þess í augum útlendinga.
Þetta sýnir að möguleikar til fjölbreyti-
legrar nýtingar hins stórkostlega lands okkar
eru meiri en okkur grunar.
Með | Virkjanir og þjóðgarðar fara
vel saman
Fréttasíminn
904 1100