Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bókarkafli | Framkvæmdir við Kárahnjúka, eina stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, eru nú komnar nokkuð á veg. Mjög hefur verið deilt um Kárahnjúkavirkjun. Í vikunni kemur út hjá JPV útgáfu bók eftir Ómar Ragnarsson, Kárahnjúkar með og á móti, þar sem hann fjallar um virkjunina og dregur fram rök stuðningsmanna og andstæðinga með skilmerkilegum hætti. Deilan um Kárahnjúka Morgunblaðið/KristinnMorgunblaðið/RAX Sauðá og Sauðárdalur hverfa að hluta undir Hálslón vegna Kárahnjúkavirkjunar. Mörg hundruð manns vinna nú á vegum ítalska verktakans Impregilo uppi á hálendi Austurlands. Á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunarer nú hafin vegferð sem verður lýs-andi fyrir þá braut framfara semþjóðarinnar bíður á leið inn í nýtt ár- þúsund. Þegar þar að kemur verður Kárahnjúka- virkjun í hópi stærstu virkjana heims og þá munu menn standa við Kárahnjúka og dást að þeirri þjóð sem með virkjuninni lagði sinn skerf til nýtingar hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa. Já, leiðin framundan er bein og greið og gengið hefur verið tryggilega frá öllum hnút- um varðandi virkjunina og álverið í Reyð- arfirði. Þessi glæsilega framkvæmd á eftir að hafa góð áhrif á mun fleiri sviðum en virðist við fyrstu sýn og verða fjölbreytilegri auðlind en margan grunar. Sem dæmi má nefna að það traust sem Íslendingar njóta á alþjóðavett- vangi fyrir gott stjórnarfar er auðlind út af fyrir sig. Víða í þróunarlöndunum eru að- stæður sem laðað geta að sér erlenda fjárfesta til ýmissa framkvæmda, þeirra á meðal virkj- unarframkvæmda. Í mörgum þessara landa er stjórnarfarið hins vegar svo bágborið og þjóð- hættir svo frumstæðir að stjórnendur stórra alþjóðafyrirtækja telja allt of áhættusamt að koma þar inn með fjármagn. Þegar þetta er haft í huga er augljóst að þarna höfum við Ís- lendingar komið ár okkar vel fyrir borð. Út- lendingum þykir eftirsóknarvert að starfa með okkur og eiga við okkur viðskipti og margar þjóðir geta öfundað okkur af því að hafa skap- að okkur svo sterka stöðu. Það er þolinmæð- isverk og tekur langan tíma að byggja upp traust og koma á samböndum og aðstöðu sem opna áður lokaðar leiðir. Ekki er hægt að treysta á tilviljanir á borð við þær þegar áhrifamenn innan Alusuisse sáu á sínum tíma íslensku jöklana og árnar úr lofti og datt í hug að á Íslandi leyndist vatnsafl og möguleikar til álvinnslu. Einkum er þetta erfitt fyrir smá- þjóð, nánast örþjóð, í hópi þjóða heims þar sem stórveldi og fjölmennar þjóðir hafa yf- irburðastöðu í skjóli afls og veldis. Mikilsvert er að staðið verði við alla samn- inga um virkjunina og álverið því að það legg- ur grundvöll að því að Ísland verði í framtíð- inni álitið góður kostur fyrir öfluga erlenda fjárfesta á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Ef vel tekst til við jafn stórt verkefni og Kára- hnjúkavirkjun mun það hafa mjög jákvæð áhrif á innstreymi erlends fjármagns til Ís- lands til þjóðþrifaverka. Og víst yrði Kára- hnjúkavirkjun lýsandi dæmi um afrek í mann- virkjagerð. Henni má líkja við glæsta, margra hæða byggingu, verkfræðilegt snilldarverk, nokkurs konar pýramída eða skýjakljúfa Ís- lands. Stíflurnar þrjár við Kárahnjúka mætti kalla þríburaturna Íslands. Þetta tækniundur mun standa um aldir og árþúsund og halda á lofti orðstír þeirra sem það reistu; verða vitn- isburður um stórhug og afrek mannsandans og hvernig hann getur beygt náttúruöflin undir vilja sinn. Ef við samþykkjum það mat að verkið sé rétt að byrja mætti að vísu líkja stöðu framkvæmda við það að verið sé að und- irbúa byggingu kjallarans og byrjað að steypa sökklana. En það segir ekki alla söguna. Að baki liggur tuttugu ára þrotlaus undirbúnings- vinna og gerðir hafa verið flóknir samningar sem að sjálfsögðu verður að standa við. Þegar hefur verið eytt milljörðum króna og gerðir hafa verið samningar um hátt í hundrað millj- arða króna fjárfestingu. Það eru því órar að slá því fram að hægt sé að hætta við. Meira að segja hörðustu andstæðingar virkjunarinnar hafa beint og óbeint fallist á að málinu sé í raun lokið og réttast sé að fara að huga að öðrum viðfangsefnum. Gott dæmi um það eru þau ummæli formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í kosningabaráttunni vorið 2003 að vissulega væri flokkur hans andvígur virkjuninni en nú stæðu menn frammi fyrir því að lifa með henni. Og tillögu á landsþingi hreyfingarinnar um að ítreka andstöðu við Kárahnjúkavirkjun var vísað frá. Í samræmi við þetta væri með ólíkindum ef einhver orðaði það að hægt væri að hætta við virkjunina. Í því fælist mikið ábyrgðarleysi. Hvaða útlendingi dytti í hug að gera samninga við okkur Íslend- inga ef okkur væri ekki treystandi til að standa við þá? Það sem sagt hefur verið hér að framan ligg- ur allt í augum uppi og svo sjálfsagt er að Kárahnjúkavirkjun rísi að það er tímasóun að vera að ræða það frekar. Nú ríður á samstöðu um það að standa myndarlega að framkvæmdum og uppfylla alla samninga og áætlanir sem best, Íslandi til heilla. Annað myndi verða okkur til skammar um langa framtíð. Með |Út í hött að hætta Á eyjunni Tasmaníu í Ástralíu standamenn nú við Franklínána og spyrja:Hvernig gat mönnum dottið í hug fyr-ir tuttugu árum að virkja þessa á? Og þeir voru meira að segja komnir vel á veg með stíflugerð þegar andstæðingarnir fengu því framgengt að hætt var við framkvæmdir. Síðan hefur reynslan sýnt að ímynd þessa svæðis og verðmæti reyndist miklu meira án virkjunar og skapaði fleiri störf og meiri tekjur en virkjun hefði gert. Ímynd Ástrala beið heldur engan hnekki við það að samningum um virkjunina var rift. Af þessu ættu Íslendingar að læra vegna þess að þegar fram líða stundir og fyrr en nokkurn grunar munu menn spyrja þegar rætt verður um Kárahnjúkavirkjun: Hvernig gat þetta gerst? Hvernig gat upplýst og menntuð lýðræð- isþjóð unnið orðstír sínum og dýrmætri ímynd lands síns svo mikið tjón? Og þá verður líka spurt: Hvernig stóð á því að hvað eftir annað áttu menn kost á því að sjá að sér og hætta við en heyktust samt á því? Hvernig stóð á því að andstaðan lyppaðist niður? Því að menn munu sjá, þótt síðar verði, að meira að segja 2004 eða jafnvel 2005 hefði það valdið margfalt minna tjóni, þegar til lengri tíma var litið, að hætta við Kárahjúkavirkjun en að halda áfram fram- kvæmdum. Þar vegur hættan á tapi af virkj- uninni ekki þyngst heldur er aðalástæðan sú sem óhjákvæmilega blasir við: hin gríðarlegu umhverfisspjöll, einkum þegar fram í sækir, allt frá ströndinni og alveg upp í rætur Vatnajökuls, kórónu landsins. Kórónu landsins? Já, Vatnajökull og landið undir honum og umhverfis hann á sér enga hlið- stæðu í víðri veröld því að hvergi annars staðar má sjá þvílíkt samspil elds og íss. Það hefur mótað landslagið allt frá jöklinum fram til sjáv- ar og ýmsir kunnáttumenn hafa bent á að allt svæðið umhverfis jökulinn, sunnan frá sand- fjörum Skaftafellssýslna norður í Öxarfjörð sé ein órofa heild. Jökulfljótin eru verkfæri snill- ingsins hvíta. Jökulsá á Fjöllum hefur mótað sandana upp við jökulinn og þar fyrir neðan gljúfrin og fossana, Ásbyrgi og sandana við Öx- arfjörð. Jökulsá í Fljótsdal hefur skapað Eyja- bakka, einstæða fossaröð neðan þeirra og mót- að land allt til strandar. Jökla hefur í samvinnu við eldvirkni Kárahnjúka sorfið Hafra- hvammagljúfur en á sama tíma sorfið niður set í Hjalladalnum fyrir ofan gljúfrin í áföngum í takt við mótun gljúfranna og hún hefur líka átt stærstan þátt í að mynda flatlendið við strönd Héraðsflóa. Saman segja hjallarnir og þrepin í gljúfrunum einstæða sögu af því hvenær og hvernig jökullinn hefur minnkað og stækkað í samræmi við loftslagsbreytingar síðustu tíu þúsund ára. Jökullinn er konungur íslenskra náttúrugersema og hjallasvæðinu fyrir innan Kárahnjúka má líkja við bókasafn sem segir sögu Vatnajökuls líkt og Árnasafn geymir sögu Íslendinga og Noregskonunga. Þeirri ákvörðun að fylla upp Hjalladal af auri á næstu öldum má líkja við það að ákveðið hafi verið að brenna þetta einstæða bókasafn en stöðunni 2004 við að kveikt hafi verið í einu herbergi í kjallaranum. Þar logi að vísu smáeldur og brunnið hafi örfáar bækur sem ekki verður hægt að bæta, en mönn- um sé í lófa lagið að slökkva eldinn áður en miklu meira óbætanlegt tjón verður við það að öllu safninu verði tortímt og listaverkum jökul- fljótanna sem falla út Hérað spillt. Á sá sem horfir á slíkt og gerir sér grein fyrir gildi þessa landsvæðis að líta undan og segja sem svo að hann ætli að lifa með þessu og hreyfa hvorki legg né lið eða segja orð? Hvað myndu menn segja um þann sem stæði á Suðurgötunni og horfði á eld krauma í kjallaraherbergi Árna- safns og gerði ekki neitt vegna þess að búið væri að ákveða að brenna allt safnið? Hér er kannski djúpt í árinni tekið en hjarta virkj- unarsvæðisins er svo einstætt sköpunarverk jökulsins að mörg önnur náttúrufyrirbæri landsins blikna í samanburðinum. Þessum fót- stalli jökulsins, sem hann hefur meitlað sögu sína og loftslags jarðar í, ætla menn nú að tor- tíma. Ef því verður haldið áfram mun það rýra orðstír Íslands meira en ef hætt verður við. Það er aldrei of seint að iðrast og sjá að sér. En það er eins og vaxandi kæruleysi sæki nú á í þessu máli, rétt eins og menn ætli að kasta sér á bak við það að allt orki tvímælis sem gert er og að okkur verði fyrirgefið þótt eitthvað fari úr- skeiðis. Á sínum tíma sagði frelsarinn: „Faðir fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ En nú, á tímum fjölmiðlunar og tækni, sleppa menn ekki svo auðveldlega. Það er hvorki hægt að vonast eftir því né sætta sig við það að í framtíðinni fáum við syndaaflausn með orðunum: Faðir fyrirgef þeim þótt þeir vildu ekki vita hvað þeir voru að gjöra. Ámóti | Aldrei of seint að iðrast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.