Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 40
Grettir
Grettir
Smáfólk
ÉG ER MEÐ GÓÐA
HUGMYND GRETTIR...
KOMUM Í
SKEMMTILEGAN
LEIK!
HANN HEITIR
FINNUM MEINDÝRIN!
ER ÞETTA EINN
AF ÞESSUM
KALDHÆÐNU
LEIKJUM ÞÍNUM
ÞÚ ERT FEITUR
HVAÐA
RUGL
VIÐ
FEMINSTAR
VILJUM
BREYTAST
ÆTLARÐU
SAMT AÐ
BROSA OG
SEGJA HÆ?
JÁ
JÁ!
EF EINHVER ER
AÐ FARA OG ÞAÐ ER
RIGNING, ÆTLARÐU
SAMT AÐ FAÐMA
HANN OG SEGJA
BLESS
JÁ
JÁ!
EN ÞÚ VILT
SAMT EKKI SPILA
HAFNABOLTA?
NEI, ÞAÐ ER
AUÐMÝKJANDI HMM!
Risaeðlugrín
AAAAAAAAAA!
© DARGAUD
DÍNÓ! EKKI FARA ÞANGAÐ ... ÞAÐ ER
ELDFJALL AÐ FARA AÐ GJÓSA ...
ERTU VISS?
JÁ, JÁ ... ÞAÐ FER
ÖRUGGLEGA AÐ GJÓSA
Á HVERRI STUNDU
VARAÐU ÞIG ...
ÉG ÆTLA AÐ KÍKJA
NEI, EKKI
GERA ÞAÐ!
ERTU
BRJÁLAÐUR?
KOMDU!!
ÓÓÓÓ! ... ER ÞETTA ELDFJALLIÐ ÞITT? ÞAÐ ER
KÓLNAÐ FYRIR AÐ MINNSTA KOSTI MÖRGUM
MILJÓNUM ÁRA BJÁNINN ÞINN!!
HVAÐ!
SJÁÐU, ÞETTA ER
STEINGERÐUR REYKUR!
KANNSKI EKKI
VITLAUS EN
EKKI SÉRLEGA
EFTIRTEKTAR-
SAMUR
ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ ÉG SÁ REYK UPP ÚR
ÞVÍ, ÉG ER EKKI SVO VITLAUS ...
Í SKJÓL!
Dagbók
Í dag er sunnudagur 18. júlí, 200. dagur ársins 2004
Skjár einn ætlar aðsýna frá enska
boltanum í vetur en
Víkverji vonar heitt
og innilega að hin frá-
bæra dagskrá stöðv-
arinnar muni hafa
vinninginn í barátt-
unni við boltann og að
fótboltaleikirnir verði
sýndir á annarri rás
stöðvarinnar. Víkverji
telur að áhorfendur
Skjás eins séu upp til
hópa ánægðir með að
engar íþróttir eru
sýndar á Skjánum.
x x x
Auglýsing Umferðarstofu, þarsem ökumenn eru hvattir til að
hægja á sér, eru að mati Víkverja
alveg magnaðar og listilega vel út-
færðar. Víkverji fær gæsahúð í
hvert skipti sem hann sér auglýs-
inguna og hefur tekið boðskap
hennar til sín. Víkverji veit að aug-
lýsingin hefur höfðað til ungs fólks
því á spjallsíðum eru margir ung-
lingar að velta fyrir sér hver syngi
lagið sem leikið er í auglýsingunni.
Það upplýsist hér með að það er
Ragnheiður Gröndal sem þar syng-
ur Vísur Vatnsenda-Rósu. Þá eru
unglingarnir einnig að velta fyrir
sér hvort myndirnar
af fólkinu séu raun-
verulegar, þ.e. hvort
þetta sé í raun látið
fólk. Svar við þeirri
spurningu er í raun
óþarft, boðskapurinn
er það sem máli
skiptir og þarna hef-
ur Umferðarstofu
tekist vel upp.
x x x
Hið dularfullamannshvarf sem
kennt er við Stórholt
hefur eins og við
mátti búast orðið til
þess að ýmsar furðulegar kjaftasög-
ur hafa komist á kreik. Víkverji
heyrði eina alveg magnaða hjá vin-
konu sinni í vikunni. Sú var á þá leið
að margir nýbúar og útlendingar
hyrfu sporlaust á Íslandi og væru
jafnvel myrtir en það væri alltaf
þaggað niður! Víkverji var fljótur að
stoppa vinkonuna af og spyrja hvað-
an upplýsingarnar kæmu en þessi
saga hafði þá í það minnsta farið
milli þriggja aðila og uppruninn
óljós. Það er mjög varasamt að bera
svona sögur á milli en Víkverji hefði
nú haldið að enginn myndi trúa
svona vitleysu en þar hafði hann
rangt fyrir sér.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Leiklist | Þessa dagana standa Draumasmiðjan og Borgarleikhúsið fyrir
leiklistarnámskeiði fyrir börn og unglinga. Endar námskeiðið á að foreldrum
er boðið að koma og sjá aftraksturinn. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
leit inn á samkomu af því tagi sl. föstudag er óhætt að segja að handagangur
hafi verið í öskjunni. Næsta námskeið verður í næstu viku og er fyrir börn á
aldrinum 11–13 ára.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Leikið af lífi og sál
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og
styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yð-
ur. (1.Kor. 16, 13–14.23 ).