Morgunblaðið - 18.07.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 klunni, 8 hlunn-
indum, 9 ljóskera, 10 rölt,
11 harmi, 13 nytjalönd, 15
fjöturs, 18 grenjar, 21 álít,
22 týna, 23 falla, 24 ör-
lagagyðja.
Lóðrétt | 2 gerast oft, 3
víðri, 4 sjóða, 5 urmull, 6
ótta, 7 óþokki, 12 op, 14
ílát,
15 blýkúlur, 16 reik, 17
deila, 18 gömul, 19 passar,
20 kyrrir.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 belgs, 4 kinda, 7 tossi, 8 ósköp, 9 gær, 11 rösk, 13
ónar, 14 aflát, 15 stál, 17 tala, 20 úði, 22 tekin, 23 læðan, 24
narra, 25 nárar.
Lóðrétt | 1 bitur, 2 losts, 3 seig, 4 klór, 5 nakin, 6 Alpar, 10
æxlið, 12 kal, 13 ótt,15 sætin, 16 álkur, 18 arður, 19 Agnar,
20 únsa, 21 ilin.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki ganga of langt í skemmtanalífinu í
dag. Það er hætt við að dómgreind þín
sé í veikara lagi. Farðu sérlega varlega
í fjármálunum og við barnagæslu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir kannski að endurskoða afstöðu
þína til málefna sem tengjast heimilinu
og fjölskyldunni. Farðu varlega í að
treysta fyrstu viðbrögðum þínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er ekki allt sem sýnist í dag. Ein-
hver mun hugsanlega reyna að blekkja
þig eða þá að þú reynir að blekkja aðra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Farðu vel yfir allt sem þú gerir í fjár-
málunum í dag og hugsaðu þig tvisvar
um áður en þú ræðst í einhvers konar
útgjöld. Það eru mestar líkur á að þú
hafir ekki nógu góða yfirsýn yfir hlut-
ina.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er hætt við að samskipti þín við
aðra gangi ekki sem skyldi í dag.
Reyndu að ganga úr skugga um að fólk
komi hreint fram við þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það hentar þér best að vinna ein/n í
dag því aðrir munu bara tefja þig og
jafnvel eyðileggja fyrir þér. Reyndu
bara að láta sem minnst fyrir þér fara.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhver gæti reynt að telja þig ofan af
einhverju og þar sem þú vilt gera öllum
til hæfis í dag er hætt við að þú hunsir
þína innri rödd. Reyndu að staldra við
og hlusta á sjálfa/n þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Vertu viss um að þú vitir hvað þú ert
að gera áður en þú grípur til aðgerða.
Þú ert mjög metnaðarfull/ur þessa dag-
ana en á sama tíma er hætt við að
draugar úr fortíð þinni skjóti upp koll-
inum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gættu þess að halda þig við sannleik-
ann í dag. Löngun þín til að hafa betur
í rökræðum getur leitt til þess að þú
freistist til að hagræða sannleikanum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þetta er ekki rétti dagurinn til að
skipta hlutum á milli fólks. Það liggur
einhver ruglingur í loftinu og því ætt-
irðu að bíða með það í einn til tvo daga.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Samskipti þín við maka þinn og nán-
ustu vini ganga ekki sem best í dag.
Það er mikil hætta á misskilningi, reiði
og vantrausti. Reyndu að halda aftur af
þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ef þú færð það á tilfinninguna að það
sé eitthvað skrýtið á seyði í vinnunni þá
er það sennilega rétt hjá þér. Þér er
óhætt að treysta innsæi þínu þessa
dagana.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbörn dagsins:
Eru óvenju hugrökk og láta einskis
ófreistað til að uppfylla drauma sína.
Vinnuharka þeirra kemur þó stundum
niður á einkalífinu. Uppskerutími ætti
að hefjast í lífi þeirra árið 2005.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staðurogstund
idag@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Staður og
stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
Börn
Brúðubíllinn | verður á morgun kl. 14 við
Hamravík.
Félagsstarf
Ásgarður | Glæsibæ. Farþegar í 5 daga
ferð 21.-25. júlí, Laugarfell, Flateyjardalur,
Askja, fundur með fararstjóra í Ásgarði á
morgun, mánudag 19. júlí kl. 17.
Bólstaðarhlíð 43 | Þingvallaferð þriðju-
daginn 27. júlí. Keyrt í kringum vatnið og
farið kaffihlaðborð á Valhöll. Lagt af stað kl.
13. 30. Skráning og greiðsla ekki síðar en
kl. 10, 26. júlí.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2–4 í
fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum
mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á vörum
þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@isl-
andia.is.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja | Sumarkvöld við orgelið
kl. 20.
Háteigskirkja | Eldri borgarar. Félagsvist á
morgun í Setrinu kl. 13.
Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tek-
ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl.
9–17.
Þorlákskirkja | TTT-starf kl. 19.30.
Myndlist
Klink & Bank | Lokahóf sýningarinnar
SÝND & HLJÓÐ klukkan 16. Á þessari sýn-
ingu má sjá verk unnin með hinum ýmsu
miðlum eftir fjölda listamanna.
Eden | Davíð Art Sigurðsson sýnir olíu-
málverk til 25. júlí.
Þrastarlundur: Myndlistarsýning Auðar
Ingu Ingvarsdóttur stendur yfir til 7. ágúst.
Söfn
Árbæjarsafn | Harmóníkuhátíð kl. 13–17.
Innlendir og erlendir harmónikuspilarar
leika. Í Listmunahorni sýnir Kristín Sig-
fríður Garðarsdóttir drykkjarílát úr postu-
líni og gleri.
Tónlist
Skútustaðakirkja | Kvartettinn Dísurnar
leikur tónlist eftir W.A.Mozart, Nino Rota
og Jean Francaix. Kvartettinn skipa:Eydís
Franzdóttir, óbó, Bryndís Pálsdóttir, fiðla,
Herdís Jónsdóttir, viola, Bryndís Björgvins-
dóttir, selló. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Akureyrarkirkja | Þriðju tónleikar í tón-
leikaröðinni Sumartónleikar í Akureyr-
arkirkju verða haldnir í dag kl. 17. Flytj-
endur að þessu sinni verða þau Nicole Vala
Cariglia sellóleikari og Eyþór Ingi Jónsson
orgelleikari og þau leika verk eftir Johan
Sebastian Bach, Vincent Lübeck, Camille
Saint-Saëns og Sofia Gubaidulina. Aðgang-
ur að tónleikunum er ókeypis. Nicole Vala
og Eyþór Ingi munu einnig leika í morg-
unmessu í Akureyrarkirkju kl. 11 árdegis.
Útivist
Útivist | Gengur verður frá Dímoni að Skef-
ilfjalli þar sem gengið verður yfir að
Klukkuskarði. Farið með Hrossadalsbrún
að Hrossadal og að Laugarvatnsvöllum.
Verð 2.400/2.900 kr. Brottför kl. 9 frá BSÍ.
Evrópumótið í Málmey.
Norður
♠Á1085
♥D1062
♦765
♣ÁD
Vestur Austur
♠KG92 ♠D763
♥K53 ♥Á9
♦K98 ♦Á1032
♣843 ♣KG2
Suður
♠4
♥G874
♦DG4
♣109765
„Norskir tveir“ er heiti á skaðræðis
sagnvenju, sem náði miklu flugi fyrir
um það bil áratug og gafst mörgum
pörum vel á meðan engin mótefni voru
þekkt. Þetta er veik hindrunaropnun á
tveimur laufum (eða tveimur tíglum) til
að sýna hálitina, jafnvel 4-4. Nú til
dags eru til góð lyf gegn þessari
óværu, sem gerir hana skaðlausa að
mestu, og raunar stórhættulega fyrir
notendurna sjálfa. Á EM í Svíþjóð voru
ekki mörg pör með norska tvo, en þess
sá þó stað.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
Magnús Sablic Matthías Kikic
-- -- -- Pass
Pass 2 lauf * Dobl 2 hjörtu
Dobl Pass Pass Pass
Ísland mætti Serbíu/Svartfjallalandi
í 7. umferð og Magnús Magnússon og
Matthías Þorvaldsson komu upp í
lesnu í þessu spili. Sablic vakti á tveim-
ur laufum í norður, þrátt fyrir 12
punkta (!) og makker hans Kikic valdi
hjartað. Dobl Matthíasar á tveimur
laufum lofaði kerfisbundið 12+ punkt-
um og jafnri skiptingu, a.m.k. fimm
spilum í hálitunum. Og dobl Magnúsar
var sektardobl.
Tvö hjörtu er langt frá því að vera
slæmur samningur, en vörnin var á
tánum og Magnús kom út með tromp.
Og eftir þrjár umferðir af hjarta í byrj-
un gat sagnhafi engan veginn fengið
meira en sex slagi. Tveir niður og 500
til Íslands. Það gaf 7 IMPa, því á hinu
borðinu spilaði Þorlákur Jónsson tvö
hjörtu ódobluð, tvo niður (-200). Þar
opnaði Jón Baldursson í norður á ein-
um tígli, Þorlákur svaraði með hjarta
og var hækkaður í tvö. Eftir þessa
byrjun er auðvitað útilokað fyrir AV að
dobla til sektar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
80 ÁRA af-mæli. Í
dag, sunnudaginn
18. júlí, verður átt-
ræð Margaret
Scheving Thor-
steinsson, hjúkr-
unarfræðingur,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði. Eig-
inmaður hennar er
Bent Scheving Thorsteinsson. Þau
taka á móti gestum í dag, sunnudag, kl.
16–18 í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti
10, Reykjavík.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
DOUGLAS A. Brotchie leikur tvo Leipzig-
sálmforleiki eftir Bach og fjögur verk frá
20. öld, eftir Messiaën, Hafliða Hall-
grímsson, James MacMillan og Kenneth
Leighton í Hallgrímskirkju í kvöld. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.
Hafliði og Bach
í Hallgrímskirkju
Douglas A. Brotchie orgelleikari.
RÖÐ hæstu fossa landsins kann að
hafa breyst með mælingum sem
gerðar voru 2002 á Hengifossi í
Fljótsdal. Mældist fossinn 128
metrar og voru mælingar frá árinu
1955 þar með staðfestar, en fram
að þeim tíma var hann talinn 118
metrar, eða nokkrum metrum
lægri en sá foss sem talinn hefur
verið annar hæsti foss landsins,
Háifoss í Þjórsárdal, 122 metra
hár. Steingrímur Pálsson mæl-
ingamaður annaðist mælinguna
2002 en hann var einnig í mæl-
ingaleiðangrinum 1955. Niðurstöð-
um þeirra mælinga var hins vegar
ekki flíkað einhverra hluta vegna.
Glymur í Botnsdal, sem er 198
metra hár, heldur enn stöðu sinni
sem hæsti foss landsins hvað sem
öðrum mælingum líður.
Hengifoss
hærri
en Háifoss
UNGMENNAFÉLAG Íslands og Menningarsjóður Ís-
landsbanka og Sjóvár-Almennra undirrituðu nýlega
samkomulag um samstarf að verkefninu Blátt áfram,
sem er forvarnarverkefni UMFÍ og er innlegg í barátt-
una gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og ung-
lingum. Blátt áfram er forvarnarverkefni sem miðar
að því að miðla upplýsingum og fræðslu um þetta við-
kvæma mál. Helga Guðjónsdóttir, varaformaður
UMFÍ, er formaður verkefnisstjórnar. UMFÍ hefur ráð-
ið Svövu Björnsdóttur sem verkefnisstjóra Blátt áfram.
Ásdís Helga Bjarnadóttir í verkefnisstjórn Blátt áfram og stjórnarmaður í Ungmennafélagi Íslands, Helga Guð-
jónsdóttir í verkefnisstjórn Blátt áfram og varaformaður Ungmennafélag Íslands, Helga er einnig formaður Blátt
áfram verkefnisstjórnar, Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, Sigríður Björnsdóttir í verkefnisstjórn
Blátt áfram, Halldóra Traustadóttir, markaðsstjóri markaðsdeildar Íslandsbanka, Pálín Helgadóttir, fulltrúi
markaðs- og kynningardeildar hjá Íslandsbanka, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdarstjóri UMFÍ.
Samstarf að verkefninu Blátt áfram