Morgunblaðið - 12.08.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.08.2004, Qupperneq 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. ENGISPRETTUPLÁGAN, sem geisar í Afríku, er nú komin til Chad og stefnir í átt til Darfur-héraðs í Suður-Súdan þar sem meira en tvær milljónir manna berjast við hungur- vofuna. Fara engisprettusveimarnir 100 km á dag og munu að óbreyttu koma til Súdans eftir viku. Sunnar í álfunni blasir við neyðarástand vegna þurrka og ónógrar aðstoðar. Engisprettan hefur valdið gífur- legu tjóni í Máritaníu, Malí og Níger og ef vindáttin breytist ekki, munu sveimarnir fara austur yfir Chad á rúmri viku. Austast í landinu eru um 200.000 flóttamenn frá Súdan og handan landamæranna í Darfur ógn- ar hungursneyðin allt að tveimur milljónum manna. Þar af hefur um ein milljón manna flúið heimili sín vegna manndrápa og hernaðar arab- ískra sveita, sem hafa eyðilagt rækt- arland og brunna. Engisprettufar- aldur á þessum slóðum myndi gera ástandið enn alvarlegra en sam- kvæmt upplýsingum frá FAO, Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna, leggjast um 200.000 engisprettur á hverja ekru, sem er 0,4 hektarar. Stjórnvöld í Chad og Níger hafa skorað á erlend ríki að koma þeim til hjálpar enda eru þau vanbúin til að fást við þessar hamfarir, sem koma ofan í mikla þurrka í nokkur ár. Neyð af völdum þurrka í Kenýa Sunnar í Afríku eru það ekki engi- sprettur, sem ógna afkomu íbúanna, heldur áframhaldandi þurrkatíð. Í fyrradag óskuðu SÞ eftir alþjóð- legum fjárstuðningi upp á 96,5 millj- ónir dollara, um 7,7 milljarða króna, svo forða mætti yfir tveimur millj- ónum Kenýamanna frá hungursneyð næsta hálfa árið. Í yfirlýsingu frá Matvælaaðstoð SÞ (WFP) sagði, að lítil úrkoma hefði valdið geysi- legum uppskerubresti í Kenýa og matarskortur því mikill í landinu. 2,3 milljónir Kenýamanna eiga hungursneyð yfir höfði sér, þar af hálf milljón barna, takist ekki að dreifa 166.000 tonnum af mat í land- inu næstu sex mánuði. Fræjum verður dreift til þeirra landsvæða sem misst hafa uppskeruna. Ríkisstjórn landsins segir mat- væladreifinguna hafa skaðast af „skrifræðis-flöskuhálsum“. Sameig- inleg skýrsla hennar, WFP og ann- arra hjálparstofnana um ástandið í sveitum Kenýa var birt í síðasta mánuði og var ástandið talið verst í héruðum við ströndina, í austri og norðaustri og Rift-dalnum sam- kvæmt skýrslunni. 60% uppskerunnar fóru forgörðum Forseti Kenýa, Mwai Kibaki, kall- aði eftir alþjóðlegri matvælaaðstoð í liðnum mánuði í kjölfar skýrslunnar og sagði 60% uppskerunnar hafa brugðist í fimm af átta héruðum landsins, að því er greint er frá í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC. WFP og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óskuðu hvor um sig eftir matvælaaðstoð við Ken- ýa í síðustu viku. Í Angóla er ástandið einnig slæmt og óttast er, að vegna ónógrar að- stoðar verði ekki unnt að flytja hundruð þúsunda flóttamanna aftur til sinna heimkynna. Hefur WFP að- eins fengið 3,2 milljarða kr. af þeim 18, sem hún hafði beðið um til þessa verkefnis. Rætist ekki úr, munu matarbirgðir fyrir þetta fólk klárast í næsta mánuði. Plágur og óáran valda neyðarástandi í Afríku Afkomu íbúa í mörgum löndum ógnað, en viðbrögð erlendra ríkja eru lítil Genf. AP, AFP. UMMÆLI Tatu Vanhanen, fyrrv. prófessors í stjórnmálafræði og föður forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, þess efnis að greindarvísitala Afríkubúa væri lægri en greindarvísitala Finna, hafa vakið hörð viðbrögð almenn- ings að sögn finnskra fjölmiðla. Viðtal birtist við Tatu um sein- ustu helgi í dagblaðinu Helsingin Sanomat en í því lýsir hann um- deildum kenningum sínum um tengsl greindarvísitölu ákveðinna kynþátta við efnahagsþróun. „Hin illu örlög Afríkubúa eru ekki á ábyrgð okkar hvítu mannanna. Meðalgreindarvísitala Finna er 97 en milli 60 og 70 hjá Afríkuþjóð- um,“ sagði Vanhanen í viðtalinu. Matti, sonur Tatu, hefur lítið viljað tjá sig um skoðanir föður síns og bent á rétt manna til tjáningar. Faðir forsætisráð- herra sakaður um kynþáttafordóma STERAR, sem sumir íþróttamenn hafa notað til að bæta getu sína, veikja ónæmiskerfi líkamans og auka hættu á krabbameini. Hefur þetta komið fram við viðamikla rannsókn ástralskra vísindamanna. Rannsóknin sýndi, að jafnvel skammtar, sem eru 50 sinnum veik- ari en þeir, sem íþróttamenn nota, hafa þessi alvarlegu áhrif. Þar fyrir utan hafa sterarnir mikil áhrif á skapferli manna, gera þá uppstökk- ari og árásargjarnari að því er kom fram á fréttavef BBC, breska ríkis- útvarpsins. Áhrif stera á skapferlið eru þau, að samkennd með öðru fólki minnk- ar og það alvarlegasta er kannski, að svo virðist sem um sé að ræða varanlega skapferlisbreytingu. Sterar enn hættu- legri en talið var GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hefur fallist á beiðni um að 27 svonefnd „vinsamleg ríki“ fái lengd- an frest til að gefa út rafræn vega- bréf sem krafist verður af hverjum þeim sem hyggst fara til Bandaríkj- anna. Fresturinn er lengdur um eitt ár og rennur út 26. október árið 2005. Hann tekur til ríkisborgara 27 ríkja þ.á m. Íslendinga. Yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu árið 2002 að frá og með 1. október 2003 yrði gerð sú krafa að íbúar landa sem fram til þessa hafa getað ferðast til Bandaríkjanna án sér- stakrar vegabréfsáritunar framvís- uðu vegabréfi með tölvulesanlegri rönd, auk fleiri öryggisatriða sem miða að því að koma í veg fyrir föls- un. Tengdist þessi ákvörðun hertri öryggisgæslu á flugvöllum í Banda- ríkjunum eftir árásirnar 11. septem- ber 2001. Frestun á rafrænum vegabréfum HUMAN Rights Watch mannrétt- indasamtökin segja morð, nauðganir og rán aukast enn í Darfur-héraði í Súdan og saka stjórnvöld landsins um að hafa ráðið menn úr vígasveit- um Araba, Janjaweed, til löggæslu í héraðinu. Enn sé fólk hrakið frá heimilum sínum. „Löggæslusveitir ríkisins og víga- menn úr röðum Janjaweed nauðga og ráðast á konur og stúlkur reglu- bundið, um leið og þeir eru komnir út fyrir jaðra flóttamannabúða og -bæja,“ segir í skýrslu samtakanna. Foringi Frelsishers Súdans, Afbel al-Nur, hvatti Bandaríkin og Bret- land til þess í gær að senda hersveit- ir til Súdans án tafar og bíða þess ekki að frestur súdanskra yfirvalda til afvopnunar vígasveita rynni út í lok ágústmánaðar. Ástandið þyldi ekki slíka bið. Flóttafólkið þarf að glíma við hungur og sjúkdóma og hefur ekki þak yfir höfuðið í miklum rigningum. Þar að auki ógna súdanskar orrustu- flugvélar því. Bandaríkjaþing sam- þykkti þingsályktun 24. júlí sl. þess efnis að ástandið í Darfur væri „þjóðarmorð“ en Evrópusambandið vill ekki taka undir þá skilgreiningu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) veitti stjórn Súdans 30 daga frest 30. júlí sl. til þess að tryggja ör- yggi 1,2 milljóna heimilislausra. „Í leit að gulli og olíu“ Aðeins eru örfáir dagar liðnir frá því að stjórnvöld Súdans sögðust ætla að afvopna uppreisnarmenn og Janjaweed-vígasveitirnar. Segjast þau hafa sent 6.000 lögreglumenn til Darfur og handtekið um 300 víga- menn. Forseti Súdans, Omar al-Beshir, sagði í sjónvarpsávarpi í fyrradag að Vesturlönd bæru ekki hag Súdana fyrir brjósti. Þau væru í leit að gulli og olíu. Samkvæmt tölum SÞ hafa allt að 50.000 manns fallið í átökum milli Janjaweed og uppreisnarfylking- anna. Enn verði fólk fyrir árásum Janjaweed og súdanskra herþyrlna. Utanríkisráðherra Súdans sagði á mánudaginn að tölur SÞ væru rang- ar, fjöldi látinna væri um 5.000. Al- mennt er þó talið að Janjaweed- sveitirnar hafi staðið að mörg þús- und nauðgunum og drápum í Darfur með vitund og vilja ráðamanna í höf- uðborginni Khartoum og hrakið yfir milljón manna á flótta frá heimilum sínum. Flóttamannastofnun SÞ seg- ir flóttamenn neydda til þess að snúa aftur til þorpa sinna. Mannréttindasamtökin Amnesty International saka yfirvöld Súdans um að hafa handtekið borgara sína fyrir það eitt að ræða við erlenda embættismenn og blaðamenn um ástandið, þ. á m. Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir áhyggjur einnig fara vaxandi yfir slæmum aðstæðum 200.000 flótta- manna í nágrannaríkinu Tsjad sem skortir matvæli, sjúkrabirgðir og húsaskjól. Ekkert lát á grimmd- arverkum í Darfur Kaíró, Kartoum. AFP. Reuters Chadískar konur vaða yfir á í austurhluta landsins. Hátt í 200 þúsund flóttamenn frá Darfur-héraði eru nú í Chad. BORÍS Spassky hefur ritað George W. Bush Bandaríkja- forseta bréf og farið þess á leit að Bandaríkjamenn hætti við að krefjast framsals Bobbys Fischers frá Japan. Fischer sigraði Spassky í heimsmeist- araeinvíginu í skák er fram fór á Íslandi 1972. Fischer er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að hafa virt að vettugi alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Júgóslavíu með því að tefla þar 1992. Sig- urlaun Fischers voru rúmlega þrjár milljónir dollara. Japanir handtóku Fischer í síðasta mánuði á Narita-flugvelli við Tókýó og segja hann hafa verið með fölsuð skilríki. Spassky viðurkenndi í bréf- inu til Bush að ýmsar skoðanir Fischers kunni að hafa gert hann óvinsælan, en sagði hann engu að síður eiga grið skilin. „Hann er heiðarlegur og vel- viljaður maður. Alls engin fé- lagsvera. Hann getur ekki sam- ið sig að hvaða aðstæðum sem er,“ sagði Spassky. „Það er ekki ætlun mín að verja eða réttlæta gjörðir Fishcers. Hann er sá sem hann er. Ég fer einungis fram á, að honum sé sýnd miskunn.“ Reuters Borís Spassky við taflborðið. Spassky biður Fisch- er griða Tókýó. AP. BRETAR heimiluðu í gær í fyrsta sinn klónun á mannafósturvísum í rannsóknarskyni, að því er breska frjóvgunar- og fósturfræðaráðið (HFEA) greindi frá. Það eru vís- indamenn við Lífmiðstöðina í New- castle-háskóla sem fengið hafa heimild til að gera tilraun til að nota stofnfrumur, fengnar úr klón- uðum fósturvísum, til að meðhöndla sjúkdóma á borð við sykursýki, Parkinson og Alzheimer. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn í Evrópu sem heimilað er að klóna manna- fósturvísa, en Suður-Kóreumenn riðu á vaðið með þessa tækni í febr- úar, og nokkru síðar náðist hlið- stæður árangur í Bandaríkjunum. Klónun í lækningaskyni er lögleg í Bretlandi, en þetta er í fyrsta sinn sem opinbert ráð heimilar slíkar rannsóknir. Líklegt má telja að í kjölfarið spretti upp á ný deilur um siðferðislegt réttmæti þessarar tækni. Leyfa klónun fósturvísa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.