Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 6
6 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alexander mikli er einn frægasti einstaklingur veraldarsögunnar. Hér segir af hernaðarsnilld Alexanders og ótrúlegri kænsku, togstreitunni við harðan föður, samskiptun- um við hinn fræga heim- speking Aristóteles, kvennamálum og sorginni. Ævi Alexanders hefur nú verið kvikmynduð af Oliver Stone. Alexander mikli er ævisaga eins og þær gerast bestar. þjálfað starfsfólk til að veita svona djúpa ráðgjöf í þessum minnstu útibúum. En það er hægt að gera það í þessum millistóru, og með því að sameina þessi tvö útibú erum við komin með þá stærðargráðu í þetta útibú í Vesturbæjarútibúi sem getur haft þá sérhæfingu sem er æskileg. Þar af leiðandi batnar þjónustan verulega,“ segir Guðmundur Ingi. Spurður hvort bankinn óttist ekki að missa viðskiptavini sem ekki vilji fara í nýtt útibú langt frá gamla úti- búinu segir Guðmundur Ingi að allar breytingar komi einhverju róti á við- skiptavini, en hann vonast til að þeir sem gefi sér tíma til að kynna sér nýja útibúið verði sáttir við breyt- inguna. EKKERT útibú Landsbanka Íslands verður á Seltjarnarnesi frá og með mánudeginum. Á föstudag var síðasti starfsdagur í útibúinu við Austur- strönd, og hefur starfsfólk annað- hvort verið fært yfir í Vesturbæj- arútibú í Háskólabíói eða í aðalútibú bankans. Breytingarnar eru til komnar vegna breytts umhverfis í banka- starfsemi þar sem fólk leitar í sífellt auknum mæli til bankaútibúa til að fá sérhæfða ráðgjöf í stað þess að fá fremur einfaldar afgreiðslur. Þetta segir Guðmundur Ingi Hauksson, úti- bússtjóri í aðalbanka Landsbankans, kalla á sérhæfðara starfsfólk sem valdi minni útibúum erfiðleikum. „Það er mjög erfitt að hafa sér- Ekkert útibú Landsbankans á Seltjarnarnesi MEIRIHLUTI þeirra 600 ein- staklinga sem afstöðu tóku í könn- un á vefnum www.gluggi.net vill að hringvegurinn – þjóðvegur eitt – liggi um Fáskrúðsfjarðargöng. Þrír valmöguleikar voru í boði fyrir gesti síðunnar; Fáskrúðsfjarð- argöng, Öxi og Breiðdalsheiði. Frá því segir á vefnum www.austur- byggd.is að talsverðar sveiflur hafi verið í svörum þátttakenda. Fram- an af var Öxi með örugga forustu, en niðurstaðan varð engu að síður sú að Fáskrúðsfjarðargöng enduðu í fyrsta sæti með 63% greiddra at- kvæða en Öxi var með 36%. Leiðin um Breiðdalsheiði var aldrei inni í myndinni og endaði með stuðning 1% þátttakenda. Vilja hringveginn um göngin LÖGREGLAN í Bolungarvík hefur upplýst innbrotin í Félagsmiðstöð- ina Tópas og golfskálann í Bolung- arvík. Brotist var inn á báðum stöð- um aðfaranótt 20. september sl. og ýmsum verðmætum stolið. Ábendingar frá almenningi leiddu lögreglu á rétta slóð og í kjölfarið beindist grunur að tveim- ur Bolvíkingum. Við frekari rann- sókn málsins viðurkenndu þeir að hafa verið að verki og eru málin þar með upplýst. Fundu inn- brotsþjófana HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst á föstudag á gæsluvarðhald yfir áttunda manninum, karlmanni á fimmtugsaldri, vegna rannsókn- ar á umfangsmiklu fíkniefna- smygli. Nú sitja sex í gæsluvarð- haldi hér á landi en tveimur hefur verið sleppt. Fleiri hafa verið yf- irheyrðir og a.m.k. einn til við- bótar handtekinn vegna málsins. Málið snýst um smygl á um ell- efu kílóum af amfetamíni, um 2.000 skömmtum af LSD og tals- verðu magni af kókaíni. Ekki ber á öðru en að góður gangur sé á rannsókn fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Frá því fyrsti sakborningarnir voru handteknir um miðjan síðasta mánuð, fyrst í Vestmannaeyjum en síðan í Reykjavík og Rotterdam, hefur lögregla með allreglulegu millibili handtekið fleiri aðila hér á landi. Þá hefur Héraðsdómur Reykja- víkur fallist á allar gæsluvarð- haldskröfur lögreglunnar og stað- festi Hæstiréttur einn slíkan úrskurð á föstudag. Hann varðar karlmann sem rökstuddur grunur er um að hafi staðið að innflutningi á hálfu kílói af amfetamíni og taldi héraðsdómur að gögn málsins sýndu fram á það. Fyrir skemmstu var gæsluvarð- hald yfir einum sakborninganna framlengt um sex vikur. Lengd varðhaldsins bendir til þess að héraðsdómur telji sönnunargögn lögreglu býsna afdráttarlaus. Þátt- ur hans í smyglinu hlýtur einnig að vera nokkuð stór, þ.e.a.s. eigi grunur lögreglu við rök að styðj- ast. Rannsókn lögreglu hefur staðið frá því í mars þegar lagt var hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem komu með vörusendingu. Miðað við hversu rannsóknin hefur staðið lengi má búast við að lögreglu hafi tekist að safna að sér miklum gögnum. Má hér nefna að síma- hlerunum er jafnan beitt í rann- sóknum umfangsmikilla fíkniefna- mála og er líklegt að lögregla hafi fylgst með samskiptum hinna meintu smyglara um langt skeið. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, vill þó ekk- ert segja um hvaða rannsóknarað- ferðum hafi verið beitt. Hann stað- festi þó að rannsóknin gengi vel og að hún myndi standa í nokkrar vikur til viðbótar. Enn einn í haldi vegna fíkni- efnasmygls GAMALT járnklætt timburhús við Garðarsbraut á Húsvík skemmdist talsvert í eldsvoða á föstudagskvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í eða við ruslatunnu, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Húsavík. Í húsinu var starfrækt hár- greiðslustofa en eldurinn kom upp í þeim hluta hússins sem áður hýsti myndbandaleigu. Tilkynnt var um eldinn um klukkan 22. Slökkvilið Húsavíkur kom fljótlega á vettvang og að sögn lögreglu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Fólk var ekki hús- inu þegar eldur kviknaði og ekki leikur grunur á íkveikju. Eldur í gömlu timburhúsi á Húsavík HREYFING er undirstaða heilbrigðs lífernis og ómissandi þáttur í baráttunni við aukakílóin. Með nýju forriti sem 19 ára Ísfirðingur hefur smíðað er fólki gert auðveldara að fylgjast með hversu mikið það hreyfir sig og jafnframt skrá ýmsar upplýsingar sem lúta að heilsu- og holdafari. Forritið heitir Heilsufélaginn og verður að- gengilegt án endurgjalds á vef Íþróttasambands Íslands, www.isisport.is. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra opnaði Heilsufélagann formlega á heilsu- og hvatningardögum Íslands á iði sem hófust í Smáralind í gær og lýkur í dag. Höfundur og hugmyndasmiður er Tómas Árni Jónasson, 19 ára nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað þegar heilsudagar voru haldnir í ungmennahús- inu Gamla Apótekinu á Ísafirði í desember 2002. Þá hafi verið stungið upp á því að búa til lítið yf- irlitsforrit fyrir þátttakendur þannig að þeir gætu fylgst með framförum sínum. Tómas Árni tók verkefnið að sér. „Síðan stækkaði hugmyndin og stækkaði þangað til við kynntum þetta fyrir ÍSÍ,“ segir hann. Það var gert í fyrra og síðan hefur hann í sameiningu við ÍSÍ og Gamla Apó- tekið unnið að frekari þróun forritsins auk þess sem hann hefur fengið ábendingar frá ýmsum að- ilum. Heilsufélaginn er dagbók á vefnum þar sem hægt er að skrá upplýsingar um hreyfingu, púls, ummál, þyngd og fituhlutfall. Forritinu er fyrst og fremst ætlað að styðja við og hvetja fólk til að hreyfa sig a.m.k. í hálftíma á hverjum degi og er mikil áhersla lögð á að fólk geti fylgst með því hversu margar mínútur það hreyfir sig á viku, mánuði eða ári. Fólk er hvatt til að hreyfa sig í lágmark 30 mínútur á dag og raunar mælir Lýð- heilsustöð með enn meiri hreyfingu. Upplýsingar um hreyfingu, þyngd og holdafar hljóta að vera flokkaðar sem viðkvæmar persónu- pplýsingar, a.m.k. af sumum. Tómas Árni segir að tryggt sé að enginn óviðkomandi komist yfir þessar upplýsingar, persónuvernd sé tryggð. „Það fer enginn að fikta neitt í þessu,“ segir hann. 19 ára Ísfirðingur smíðar netforrit sem á að hvetja fólk til hreyfingar Fylgjast með fram- vindunni á Netinu Morgunblaðið/Sverrir Tómas Árni Jónasson segir að forritið gagnist þeim sem vilja hreyfa sig og huga að heilsufari. KOSIÐ var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður- Héraðs í gær, og voru fyrstu kjós- endurnir komnir á kjörstað rétt um kl. 9 um morguninn. Alls eru 2.124 einstaklingar á kjörskrá. Helgi Gíslason var árrisull og greiddi atkvæði undir vökulu auga undirkjörstjórnarinnar. Hana skipa (f.v.) Sóley Garðarsdóttir, Jarþrúð- ur Ólafsdóttir og Þorvaldur P. Hjarðar. Auk þess að kjósa um lista til sveitarstjórnar kusu íbúarnir milli hugmynda um nýtt nafn á sveitar- félagið, en kosningarnar eru ekki bindandi heldur velur sveitarstjórn nafnið. Þeir möguleikar sem valið var á milli voru Fljótsdalshérað, Egilsstaðabyggð og Sveitarfélagið Hérað. Kosið til sveitar- stjórnar á Héraði Morgunblaðið/Steinunn KOSTNAÐUR við endurbætur á Gljúfrasteini – húsi skáldsins Hall- dórs Laxness – nam tæplega 60 milljónum króna, en húsið, sem byggt var árið 1945, var í mun verra ásigkomulagi en talið var í upphafi. Vegna framtíðarhlutverks hússins var talið nauðsynlegt að standa þannig að viðgerðum að þær væru varanlegar og að öryggi hússins verði sem best tryggt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu. Framkvæmdar voru umfangsmiklar viðgerðir á húsinu að utan, gert var við steypuskemmd- ir, húsið hraunklætt á nýjan leik og endurnýjað þakefni. Gert var við steypuskemmdir á sundlaug og gert við lagnir. Skipt var um aðkomulögn og inn- tak fyrir hitaveitu og gengið frá heitavatnskerfi, auk þess sem raf- lagnir og rafmagnstöflur voru end- urnýjaðar. Aðkoma að húsinu var endurgerð, komið upp búnaði til úti- lýsingar og gengið frá stígum og lóð. Loks var sett upp hreinlætishús ásamt tilheyrandi lögnum og frá- gangi. Kostnaðurinn við viðgerðir og endurbætur á Gljúfrasteini var að stærstum hluta fjármagnaður með fjárheimildum í fjárlögum 2003 og 2004. Í frumvarpi til fjáraukalaga 2004 er farið fram á 20 milljóna króna viðbótarfjárheimild til að ná endum saman. Í fjárlagafrumvarpi 2005 er gert ráð fyrir 23 milljónum króna í rekstur Gljúfrasteins á árinu 2005 og 12,5 milljónum til viðhalds og viðgerða innanhúss. Kostnaður við Gljúfrastein um 60 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.