Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 39
MINNINGAR
Marie kom fyrst til
Íslands 1978 á vegum
Nýja hjúkrunarskól-
ans til þess setja á
laggirnar 2ja ára sér-
nám í geðhjúkrun og vorum við
nemendur hennar þar. Hafði hún
verið skólastjóri fyrsta geðhjúkrun-
arskólans á Norðurlöndum sem
staðsettur var á Bygdö í Oslófirði,
en nýkomin á eftirlaun þegar hún
kom hingað. Marie stýrði námi okk-
ar af miklum eldmóð og áhuga. Hún
var frábær kennari og hafði af mik-
illi reynslu að miðla. Hún skipulagði
12 daga námsferð fyrir okkar hóp
til þriggja landa. Fengum við því-
líkar móttökur á öllum stöðum sem
sýndi okkur vel hversu mikils metin
hún var. Eitt skipti í ferðinni reynd-
um við koma henni í svefn seint að
kveldi og skáluðum við hana stíft í
„Sherry.“ Ekki tókst betur til en
svo, að þegar við ætluðum út á lífið
var hún fyrsta manneskjan sem við
hittum á stoppistöðinni og sagði
brosandi „Hvor skal vi hen?“
Hún var mikill mannþekkjari og
hlý manneskja og kenndi okkur að
ekki væri nóg að nota bara viskuna
í hjúkruninni, heldur hafa kærleik-
MARIE
LYSNES
✝ Marie Lysnes,geðhjúkrunar-
fræðingur og fyrr-
verandi skólastjóri,
fæddist í Tromsö 12.
október 1906. Hún
lést í Osló 17. septem-
ber síðastliðinn.
Útför Marie var
gerð frá Kampen-
kirkju 30. september.
ann að leiðarljósi.
Marie hafði mikinn
metnað fyrir hönd
hjúkrunarfræðinga til
að afla sér meiri
menntunnar. Hún var
ákaflega stolt f.h. ís-
lenskra hjúkrunar-
fræðinga þegar þeir
fyrstir af Norður-
landaþjóðunum færðu
hjúkrunarnámið á há-
skólastig.
Marie fylgdist vel
með sögu og þróun
hjúkrunar um allan
heim og sótti hún ráð-
stefnur og fræðslu þegar tækifæri
buðust, langt fram á tíræðisaldur.
Fyrir störf sín í þágu hjúkrunar og
mannúðar hlaut Marie margar heið-
ursnafnbætur m.a. frá Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga. Hún
skrifaði mikið og gaf út bækur og
sendi greinar í fagtímarit og blöð,
auk þess fylgdist hún vel með þróun
hjúkrunar og lét í sér heyra ef hún
var ekki sammála, og fékk stundum
á baukinn fyrir það. Til marks um
áhugann og viljann fékk hún sér
tölvu og tileinkaði sér nýjustu tækni
komin á tíræðisaldur og sagði það
vera til framtíðar. Kvaðst hún ekki
ætla með alla sína vitneskju í gröf-
ina og hvatti okkur til að skrifa nið-
ur allt sem við gerðum í hjúkr-
unarstarfinu.
Marie þótti afskaplega vænt um
Ísland og hér eignaðist hún marga
góða vini. Hún kom oft í heimsókn,
bæði til dvalar og lækninga, og
hafði orð á því hversu góð hjúkrun
væri hér á landi og öll heilbrigð-
isþjónusta.
Við hugsum til hennar með virð-
ingu, hlýju og þakklæti. Hennar
leiðsögn og kennsla hefur orðið
okkur ómetanlegt og gott veganesti
í lífi og starfi.
Hvíl í friði, kæra Marie Lysnes.
Blessuð sé minning þín.
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
(Einar Benediktsson.)
Fyrir hönd nemenda í geðhjúkr-
un sem útskrifuðust frá Nýja hjúkr-
unarskólanum 15. desember 1979.
Arndís, Bergþóra og Erla.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför
BENJAMÍNS MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR
frá Eyjum, Strandasýslu,
Engihjalla 11,
Kópavogi.
Lára Loftsdóttir,
Pálfríður Benjamínsdóttir, Hákon Örn Halldórsson,
Sóley B. Frederiksen,
Jörgen Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför hjartkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Þingeyinga og Hvamms fyrir frá-
bæra umönnun.
Haukur Harðarson, Sigrún Steinsdóttir,
Tryggvi Harðarson, Elín Baldvinsdóttir,
Steinunn Harðardóttir, Daníel Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem veittu
okkur ómetanlegan styrk og samúð við andlát
og útför okkar ástkæra
GUNNARS KARLS GUNNARSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við sr. Agli Hallgríms-
syni, Skálholtskór og Kvenfélagi Biskups-
tungna.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson,
Kristrún Harpa Gunnarsdóttir,
Sigrún Kristín Gunnarsdóttir,
Kristrún Stefánsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir,
Áslaug Bachmann.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
stuðning, samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR KRISTÍNAR ÞORGEIRSDÓTTUR,
Hverfisgötu 59,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkr-
unarheimilinu Sóltúni, 3. hæð C.
Einar Bergmann Gústafsson, Anna Björnsdóttir,
Kristín Erla Gústafsdóttir, Þorgrímur H. Ísaksen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj,
s. 691 0919
Vönduð og persónuleg þjónusta
Elsku tengdapabbi
er fallinn frá langt fyr-
ir aldur fram. Minn-
ingarnar sitja eftir og
langar mig að deila hluta þeirra
með ykkur. Hann var hreinskilinn
og afar lífsglöð og hjartagóð mann-
eskja. Hann var blessunarlega laus
við alla væmni og óþarfa kurteis-
ishjal og ætlum við að hafa þessi
örfáu minningarorð í þeim anda
enda skrifuð honum til heiðurs.
Leiðir okkar tengdapabba lágu
saman þegar ég kynntist elsta syni
hans fyrir tæpum 20 árum. Ég kom
inn í fjölskylduna með lítið barn
sem var frá fyrsta degi hjartanlega
velkomið, bæði hjá honum og
tengdamömmu. Ég gleymi heldur
ekki að það var sama hvað var,
hann stóð alltaf þétt við bakið á
mér og reyndist mér og mínum svo
vel alla tíð. Tengdafaðir minn
kynntist sínum lífsförunauti fyrir
meira en 40 árum og var það mikið
gæfuspor fyrir þau bæði, tengda-
mamma stóð þétt við bakið á hon-
um, eins og fjölskyldan öll, þegar
þann skelfilega vágest bar að garði
sem kallast krabbamein. Ó, hvað ég
hata þennan sjúkdóm, hann gerir
ekki boð á undan sér og kemur
þegar síst skyldi.
Tengdapabbi vann allt sitt líf af
miklum dugnaði og elju og missti
varla dag frá vinnu vegna veikinda
eða af öðrum ástæðum. Því finnst
manni óréttlátt þegar öðrum aðil-
anum er kippt burt þegar fólk sem
hefur unnið allt sitt líf ætlar svo að
njóta erfiðisins.
Tengdaforeldrum mínum fannst
GUNNAR
SIGURÐSSON
✝ Gunnar Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 15. janúar
1938. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
aðfaranótt mánu-
dagsins 4. október
síðastliðinn og var
útför hans gerð í
kyrrþey að ósk hins
látna.
frábært að ferðast, ut-
an sem innanlands og
síðasta sumar var far-
ið í enn eina ferðina,
fellihýsunum skellt
aftan í jeppana og
stórfjölskyldan lagði
af stað. Því miður
reyndist þetta síðasta
ferðin okkar saman,
en minningarnar frá
þessu sumri og þess-
ari ferð, sem og öðr-
um, sitja eftir í hjört-
um okkar.
Draumaferðina fóru
þau hjónin þegar
tengdamamma varð sextug fyrir
tveimur árum, sigling á Eyjahafi í
viku og vika á Krít. Þetta var alveg
frábær ferð sem við upplifðum með
þeim aftur og aftur. Síðustu utan-
landsferðina náðu þau að fara í
núna síðustu páska með góðum
vinahjónum sínum ofan af Skaga og
var haldið til Spánar. Þetta var
yndisleg ferð fyrir þau öll og náði
tengdapabbi að slappa vel af og
njóta lífsins.
Tengdapabbi var alltaf til staðar
fyrir börnin sín og þegar þrjú elstu
systkinin og við makarnir byggðum
húsin okkar, tvö þeirra á sama
árinu og við árinu seinna, þá var
auðvitað fyrstur á staðinn hann
tengdapabbi, lærður pípari og
„altmuligmand“. Það var nú ekki
ónýtt að fá hans ráðleggingar og
hans handverk alveg ómetanlegt.
Barnabörnin elskaði hann út af
lífinu og það sem hann gat dundað
með þeim og talað við þau, já, nafna
sínum kenndi hann að reima áður
en haldið var í sex ára bekk fyrir
þremur árum því það varð að
kunna að reima áður en skóli hæf-
ist. Hann kom stundum og bað um
að fá eitthvert barnið „lánað“. Þá
var kannski farið niður að Tjörn,
niður á höfn, í sund, já, eða bara
farið eitthvað í bíltúr.
Við gætum sagt svo miklu meira
um hann tengdapabba en það yrði
allt of langt en okkur langar svo að
koma með ljóðabrot sem ég fékk að
láni og fann einhvers staðar og er
einhvern veginn alveg í hans anda
og hljómar svona:
Harmið mig ekki með tárum þótt ég sé lát-
inn. Hugsið ekki um dauðann með harmi
eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Hulda mín þú sem hefur
staðið þig svo vel í öllu þessu mót-
læti, við Sigurður, Victor Þór,
Gunnar Patrik og Gísli Martin
hugsum til þín sem og til fjölskyld-
unnar allrar. Pabba, tengdapabba
og afa verður sárt saknað og við
kveðjum hann með djúpum söknuði
og þökkum fyrir allt og allt. Hvíl í
friði.
Þín tengdadóttir
Inga.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi.
Okkur langar að kveðja þig og
þakka þér fyrir allt. Það er erfitt að
trúa því að maður eigi aldrei eftir
að fá að sjá þig, tala við þig og
hlusta á þig. Þú sem vissir svo
margt. Það var sárt þegar við gát-
um ekki talað lengur saman vegna
veikindanna en þú reyndir samt að
tjá þig á annan hátt.
Mikið þótti mér vænt um þegar
ég sat hjá þér og þú straukst mér
um vangann, þótt þú gætir varla
lyft hendinni, eða kreistir höndina
mína. Öll þessi litlu atriði skipta
svo miklu máli.
Thelma samdi þetta ljóð til þín,
pabbi:
Elskulegi afi minn,
þú alltaf góður varst.
Galdra kenndir þú mér.
Við fengum okkur ís með
jarðarberjasultu, umm.
Ég mun aldrei gleyma þér.
(Thelma Ýr.)
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi,
við munum aldrei gleyma þér.
Elínbjörg, Guðjón, Thelma
Ýr, Georg og Tumi.
Elsku Birta, litla
frænka okkar.
Guð hefur trúlega
vantað lítinn engil og
því kallað á þig til sín.
Takk fyrir þennan
allt of stutta tíma sem við fengum að
eiga með þér.
Við trúum því að nú sért þú komin
á góðan stað þar sem englarnir og al-
BIRTA
SÆVARSDÓTTIR
✝ Birta Sævars-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. októ-
ber 2003. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 10.
október síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 15. október.
mættið umvefja þig og
leiða þig á nýjar braut-
ir.
Elsku Birta, við biðj-
um góðan guð að
styrkja foreldra þína,
Sonju stóru systur,
ömmur þínar og afa í að
takast á við þennan
mikla söknuð.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá
Presthólum.)
Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum
okkar.
Þínar frænkur
Gréta og Karítas Rún.