Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 44

Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 44
44 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Félagi eða náinn vinur kemur þér virki- lega á óvart í dag. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju. Njóttu hverrar mínútu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver kynnir byltingarkenndar að- ferðir við framleiðslu í vinnunni í dag. Ert það kannski þú? Vertu opinn fyrir breytingunum, þær eru til batnaðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur fyrir spenningi og jafnvel taugaveiklun í dag. Er tvíburinn eitt- hvað hvumpinn þessa dagana? Skýringin er sú að þig þyrstir í breytingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óskammfeilinn daðrari verður óvænt á vegi þínum í dag. Þú hittir einhvern spennandi og heillast algerlega. Því áttir þú alls ekki von á, var það? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sem glóir vekur áhuga þinn í dag. Forvitnin heltekur þig hreinlega. Slíttu þig úr viðjum vanans og gerðu eitthvað aldeilis óvænt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Búðu þig undir smávegis kaupæði í dag. Allar breytingar á peningaflæði eru bæði óvæntar og upp úr þurru þessa dagana. Þeir koma. Og fara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til þess að leysa gömul vandamál. Þú kemur auga á lausnir sem voru þér huldar áður. Enda hugsarðu utan rammans núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tjáskiptaplánetan Merkúr er í samstöðu við hinn óútreiknanlega Úranus þessa dagana. Andrúmsloftið kringum þig er rafmagnaðra fyrir vikið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýr fróðleikur gleður þig innilega núna og alls kyns námskeið og lærdómur vekja áhuga þinn. Þú ert í raun á hött- unum eftir nýjum vinkli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmenn, foreldrar eða kennarar luma á öldungis óvæntum tíðindum. Kannski verður þú beðinn um að dansa konga. Það er samt ekkert að óttast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fylgstu vel með reikningsyfirlitinu í bankanum og haltu fast um budduna. Óvænt innkaup og aukið peningaflæði liggja í loftinu. Jibbí. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nærð að víkka sjóndeildarhringinn verulega í dag og ert til í að prófa nýjar hugmyndir og hugsanamynstur. Þröng- sýni gagnast engum. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru huguð, frökk og full sjálfstrausts. Þau hika ekki við að taka áhættu og leita spennu hreinlega uppi. Þau sem virðast ráðsett og yfirveguð fá útrás fyrir þessar tilhneigingar í vinnu eða samböndum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Evrópubikarinn. Norður ♠108 ♥D652 N/Allir ♦4 ♣KD8632 Vestur Austur ♠DG ♠K5432 ♥94 ♥G10 ♦ÁDG109872 ♦K653 ♣Á ♣74 Suður ♠Á976 ♥ÁK873 ♦-- ♣G1095 Tíu efstu þjóðirnar á EM í Málm- ey síðastliðið vor áttu fulltrúa í keppninni um Evrópubikarinn, sem fram fór í Barcelona í síðustu viku, en röð þjóðanna í Málmey var þessi: Ítalía, Svíþjóð, Pólland, Rússland, England, Holland, Tyrkland, Þýska- land, Danmörk og Frakkland. Ítalir fengu aukasveit í Barcelona vegna sigurs í fyrra í þessu móti og gest- gjafanir tefldu einnig fram eigin liði, svo alls voru sveitirnar tólf. Fyrst var liðunum skipt í tvo riðla og var spiluð einföld umferð af 20 spila leikjum. Ítölsku sveitirnar urðu þar efstar í báðum riðlum, en samkvæmt reglum mótsins máttu sveitir sömu þjóðar ekki spila úrslitaleik og því spiluðu ítölsku sveitinar innbyrðis í undanúrslitum. Í hinum undan- úrslitaleiknum unnu Pólverjar sveit frá Hollandi, svo úrslitaleikurinn var á milli Ítala og Pólverja, eins og svo oft áður. Spilið að ofan er frá úrslita- leiknum. Í opna salnum gengu sagn- ir þannig: Vestur Norður Austur Suður Balicki Lauria Zmudzinski Versace -- Pass Pass 1 hjarta 4 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar 5 hjörtu Dobl Allir pass Balicki hafði skýra áætlun þegar hann doblaði fimm hjörtu og fylgdi henni út í æsar. Hann lagði niður laufásinn í byrjun og spilaði svo litlum tígli undan ásnum. En því miður – Versace í suður átti engan tígul til: 11 slagir og 650 til Ítala. Á hinu borðinu fóru Pólverjarnir Kwiecinski og Golebiowski í sex hjörtu, sem Ítalir dobluðu og tóku einn niður: 13 stig til Ítala, sem unnu leikinn (48 spil) með 107 stig- um gegn 52. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 Bg7 5. Dd2 Rc6 6. f3 e5 7. Rge2 O-O 8. d5 Re7 9. O-O-O Re8 10. g4 c6 11. Rg3 cxd5 12. Rxd5 Be6 13. h4 Rc6 14. c3 Rc7 15. h5 Bxd5 16. exd5 Re7 17. Dh2 Re8 18. hxg6 fxg6 19. Dxh7+ Kf7 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Ofurstórmeist- arinn Alexander Grischuk (2704) hafði hvítt gegn hinum stigalausa Klisurica Jashar en sá síðarnefndi virðist hóta drottningu hvíts með Hf8-h8. 20. Re4! Hh8 21. Rg5+ Kf6 22. Dxh8 Bxh8 23. Hxh8 svartur er nú flæktur í mátnet sem hann getur ekki losað sig úr með góðu móti. 23...Dd7 24. Bb5! Dxb5 25. Hf8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 25... Kg7 26. Re6+ Kh7 27. Hh1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tónlist Kaffihúsið Sogn Dalvík | Hörður Torfa kynnir Loftsögu kl. 21. Laugarneskirkja | Eyþór Ingi Jónsson mun halda fyrstu tónleikana á fullklárað orgel Laugarneskirkju. Á efnisskránni verða verk eftir Sweelinck, Frescobaldi, Buxtehude og Bach en einnig tvö verk eftir Jón Nordal. Myndlist Smáralind | Myndlistarsýning listakonunnar G. Dahl, Guðrúnar Norðdahl, í veitingahús- inu Energiu á 2. hæð Smáralindar stendur yfir til 31. okt. nk. Málverkin eru ljóð í formi og litum, túlkun þeirra er í höndum áhorf- andans. Mannfagnaður Átthagafélag Þórshafnar | Vetrarfagnaður Átthagafélags Þórshafnar og nágr. verður laugardaginn 23. okt. að Engjateigi 11 (Kiw- anishúsinu). Húsið opnað kl. 19, hlaðborð og skemmtun hefst kl. 20. Hljómsveitin Ponik leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðar seldir í Kiwanishúsinu miðvikudaginn 20. okt. nk. frá kl. 17–19. Fréttir ITC samtökin á Íslandi | Kynningarfundir haldnir um þessar mundir í flestum deildum ITC samtakanna. Upplýsingar http:// www.simnet.is/itc eða itc@simnet.is Lands- samtökin, sími 848-8718. Fundir Aðstandendahópur geðsjúkra | Stofn- fundur aðstandenda geðsjúkra verður hald- inn í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Túngötu 7, Reykjavík, þriðjudaginn 19. október kl. 18. Þeim sem áhuga og þörf hafa er velkomið að mæta. Kvenfélagið Keðjan | Kvenfélagið Keðjan heldur fyrsta fund vetrarins, mánudaginn 18. október kl. 20 í Flugvirkjasalnum, Borg- artúni 22. Fatakynning verður frá IGMA. Útivist Ferðafélag Íslands | Feðafélag Íslands stefnir nú fólki saman á sunnudags- morgnum til að kanna nýjar og gamlar gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Göngurnar eru óformlegar og öllum opnar. Fyrsta Göngugleði á sunnudegi verður nú á sunnudag og verður lagt af stað úr Mörkinni kl. 10.30. Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi | Haustfagn- aður FEBK verður í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, laugardaginn 23. okt. Húsið opnað kl. 18.30 Kvöldverður, skemmtiatriði, veislustjóri Sigurður Geirdal, ræðumaður Pétur Sveinsson, Karlakórinn Kátir karlar og Kvennahópur syngja. Happdrætti. Söngur og dans. Uppl í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Capri-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri bæjarbúa í Mosfellsbæ | Skráning stendur yfir í ferðina á Þjóðminja- safnið miðvikudaginn 20. okt. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Sími 586- 8014 e.h. Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt vetr- ardagskrá hvern virkan dag frá kl. 9–16.30. Hæðargarður 31 | Skráningu í leikhúsferð á „Tenórinn“ í Iðnó lýkur kl. 12 á morgun mánudag 18. október. Sýningin er föstudag 22. október kl. 20. Upplýsingar í síma 568- 3132. Kirkjustarf Digraneskirkja | Alfa samvera sunnudag kl. 17. Gamlir og nýir Alfa félagar velkomnir. Kaffi, fræðsla og fyrirbænir. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is). Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðs- brotning kl. 11. Ræðumaður Kistinn P. Birg- isson. Almenn samkoma kl 16:30. Ræðu- maður Ólafur Zophoníasson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barna- kirkja á meðan á samkomu stendur. Njarðvíkurprestakall | Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskóli í Ytri- Njarðvíkukirkju á sunnudögum kl. 11. Ekið frá Safnaðarheimilinu kl. 10.45. og komið við á Akurbraut. Systrafélag Njarðvíkurkirkju fundir 2. þriðjudag hvers mánaðar kl. 20. í safnaðarheimilinu. Nýjar konur velkomnar. Kynning Listasafn Reykjanesbæjar | Kynning verð- ur haldin á listaverkaeign Listasafns Reykjanesbæjar, í listasalnum í Duushúsum, laugardaginn 16. október kl. 11. Gunnhildur Þórðardóttir nemandi í liststjórnun við listaháskólann í Cambridge kynnir verkefni sem hún vann fyrir safnið í sumar. Boðið er upp á veitingar. SAGA rokksins er í skoðun þessa dagana á Grand rokk, enda er þessi „endapunktur siðmenningarinnar“ fimmtugur á árinu. Því þykir við hæfi að kanna rætur rokksins duglega og af þeim sökum mun saga blús- ins lita dagskrá kvöldsins í kvöld. Fyrsta mynd kvöldsins er annar hluti myndaraðarinnar „The Blues“, en þar er um að ræða myndina „Soul Of A Man“ eftir þýska leikstjórann Wim Wender, en í mynd- inni blandar Wender saman leiknum atrið- um, heimildaefni, tónleikaupptökum og við- tölum þannig að úr verður heildstæð upprifjun sögu þriggja hálfgleymdra upp- hafsmanna blússins, þeirra Skip James, Blind Willie Johnson og JB Lenoir. Margir þekktir tónlistarmenn votta blúsmönn- unum virðingu sína í myndinni með því fremja söngva þeirra og eru þá helst nefnd- ir þeir Nick Cave, Lou Reed, Beck, Bonnie Raitt og Jon Spencer Blues Explosion. Þá verður sýnd myndin The American Folk Blues Festival 1962–1966: Volume One, en þar eru á ferðinni nýfundnar og ein- stæðar sjónvarpsupptökur fjölmargra blús- manna. Þessi mynddiskaútgáfa hefur að sögn aðstandenda blúskvöldsins að und- anförnu hlotið afar góðar viðtökur sem fal- inn fjársjóður í sögu blústónlistarinnar. Upptökurnar fóru fram í Þýskalandi á sjö- unda áratugnum þegar hópur þekktra, bandarískra blúsara ferðaðist um Evrópu með tónleikahaldi og hafði þannig áhrif á bítlakynslóðina sem þá var að vaxa úr grasi. Meðal þeirra sem koma fram eru T-Bone Walker, Otis Rush, John Lee Hook- er, Eddie Boyd, Muddy Waters, Otis Spann, Junior Wells og margir fleiri. Þriðja mynd kvöldsins er einnig úr röð- inni „The Blues“, en þar er um að ræða mynd Richard Pearce, The Road To Memphis, þar sem Pearce fylgir hinum gamla konungi sólógítarsins BB King til heimaborgar hans í Memphis í Tennessee. Myndin fjallar öðrum þræði um hin miklu áhrif sem borgin hafði á þróun rafmagnaða blúsins áður en Chicago tók við því hlut- verki um miðbik síðustu aldar. Í myndinni koma fram m.a. þeir Bobby Rush, Ike Turn- er og Little Milton auk eldri myndskeiða með t.d. Howlin Wolf og Rufus Thomas. Að lokum verður sýnd myndin BB King: Sweet Sixteen, frá tónleikum BB King í Kinshasa í Zaire árið 1974. Blúsað hvíldardagskvöld á Grand rokk Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20 og er aðgangur ókeypis. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 gæði, 4 dý, 7 endar, 8 fim, 9 væl, 11 duglegu, 13 ósköp, 14 byr, 15 galdratilraunir, 17 bjartur, 20 viðvarandi, 22 stílvopn, 23 aflöng, 24 þvaðra, 25 reyna sig við. Lóðrétt | 1 brekka, 2 fár- viðri, 3 harmur, 4 hróp, 5 látni, 6 skynfærin, 10 guð, 12 reyfi, 13 ögn, 15 málm- ur, 16 þekktu, 18 flatur klettur, 19 bölva, 20 hlífa, 21 föst á fé. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 tjaldferð, 8 rófan, 9 róðan, 10 dóm, 11 skata, 13 asnar, 15 svans, 18 eldur, 21 ker, 22 riðla, 23 titra, 24 rugl- ingur. Lóðrétt |2 jafna, 3 lenda, 4 ferma, 5 ræðin, 6 hrós, 7 knár, 12 tin, 14 sól, 15 sárt, 16 auðnu, 17 skafl, 18 ertan, 19 duttu, 20 róar.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.