Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 44
44 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Félagi eða náinn vinur kemur þér virki- lega á óvart í dag. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju. Njóttu hverrar mínútu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver kynnir byltingarkenndar að- ferðir við framleiðslu í vinnunni í dag. Ert það kannski þú? Vertu opinn fyrir breytingunum, þær eru til batnaðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur fyrir spenningi og jafnvel taugaveiklun í dag. Er tvíburinn eitt- hvað hvumpinn þessa dagana? Skýringin er sú að þig þyrstir í breytingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óskammfeilinn daðrari verður óvænt á vegi þínum í dag. Þú hittir einhvern spennandi og heillast algerlega. Því áttir þú alls ekki von á, var það? Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sem glóir vekur áhuga þinn í dag. Forvitnin heltekur þig hreinlega. Slíttu þig úr viðjum vanans og gerðu eitthvað aldeilis óvænt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Búðu þig undir smávegis kaupæði í dag. Allar breytingar á peningaflæði eru bæði óvæntar og upp úr þurru þessa dagana. Þeir koma. Og fara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til þess að leysa gömul vandamál. Þú kemur auga á lausnir sem voru þér huldar áður. Enda hugsarðu utan rammans núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tjáskiptaplánetan Merkúr er í samstöðu við hinn óútreiknanlega Úranus þessa dagana. Andrúmsloftið kringum þig er rafmagnaðra fyrir vikið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nýr fróðleikur gleður þig innilega núna og alls kyns námskeið og lærdómur vekja áhuga þinn. Þú ert í raun á hött- unum eftir nýjum vinkli. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Yfirmenn, foreldrar eða kennarar luma á öldungis óvæntum tíðindum. Kannski verður þú beðinn um að dansa konga. Það er samt ekkert að óttast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fylgstu vel með reikningsyfirlitinu í bankanum og haltu fast um budduna. Óvænt innkaup og aukið peningaflæði liggja í loftinu. Jibbí. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nærð að víkka sjóndeildarhringinn verulega í dag og ert til í að prófa nýjar hugmyndir og hugsanamynstur. Þröng- sýni gagnast engum. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru huguð, frökk og full sjálfstrausts. Þau hika ekki við að taka áhættu og leita spennu hreinlega uppi. Þau sem virðast ráðsett og yfirveguð fá útrás fyrir þessar tilhneigingar í vinnu eða samböndum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Evrópubikarinn. Norður ♠108 ♥D652 N/Allir ♦4 ♣KD8632 Vestur Austur ♠DG ♠K5432 ♥94 ♥G10 ♦ÁDG109872 ♦K653 ♣Á ♣74 Suður ♠Á976 ♥ÁK873 ♦-- ♣G1095 Tíu efstu þjóðirnar á EM í Málm- ey síðastliðið vor áttu fulltrúa í keppninni um Evrópubikarinn, sem fram fór í Barcelona í síðustu viku, en röð þjóðanna í Málmey var þessi: Ítalía, Svíþjóð, Pólland, Rússland, England, Holland, Tyrkland, Þýska- land, Danmörk og Frakkland. Ítalir fengu aukasveit í Barcelona vegna sigurs í fyrra í þessu móti og gest- gjafanir tefldu einnig fram eigin liði, svo alls voru sveitirnar tólf. Fyrst var liðunum skipt í tvo riðla og var spiluð einföld umferð af 20 spila leikjum. Ítölsku sveitirnar urðu þar efstar í báðum riðlum, en samkvæmt reglum mótsins máttu sveitir sömu þjóðar ekki spila úrslitaleik og því spiluðu ítölsku sveitinar innbyrðis í undanúrslitum. Í hinum undan- úrslitaleiknum unnu Pólverjar sveit frá Hollandi, svo úrslitaleikurinn var á milli Ítala og Pólverja, eins og svo oft áður. Spilið að ofan er frá úrslita- leiknum. Í opna salnum gengu sagn- ir þannig: Vestur Norður Austur Suður Balicki Lauria Zmudzinski Versace -- Pass Pass 1 hjarta 4 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar 5 hjörtu Dobl Allir pass Balicki hafði skýra áætlun þegar hann doblaði fimm hjörtu og fylgdi henni út í æsar. Hann lagði niður laufásinn í byrjun og spilaði svo litlum tígli undan ásnum. En því miður – Versace í suður átti engan tígul til: 11 slagir og 650 til Ítala. Á hinu borðinu fóru Pólverjarnir Kwiecinski og Golebiowski í sex hjörtu, sem Ítalir dobluðu og tóku einn niður: 13 stig til Ítala, sem unnu leikinn (48 spil) með 107 stig- um gegn 52. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 Bg7 5. Dd2 Rc6 6. f3 e5 7. Rge2 O-O 8. d5 Re7 9. O-O-O Re8 10. g4 c6 11. Rg3 cxd5 12. Rxd5 Be6 13. h4 Rc6 14. c3 Rc7 15. h5 Bxd5 16. exd5 Re7 17. Dh2 Re8 18. hxg6 fxg6 19. Dxh7+ Kf7 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Ofurstórmeist- arinn Alexander Grischuk (2704) hafði hvítt gegn hinum stigalausa Klisurica Jashar en sá síðarnefndi virðist hóta drottningu hvíts með Hf8-h8. 20. Re4! Hh8 21. Rg5+ Kf6 22. Dxh8 Bxh8 23. Hxh8 svartur er nú flæktur í mátnet sem hann getur ekki losað sig úr með góðu móti. 23...Dd7 24. Bb5! Dxb5 25. Hf8+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 25... Kg7 26. Re6+ Kh7 27. Hh1#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tónlist Kaffihúsið Sogn Dalvík | Hörður Torfa kynnir Loftsögu kl. 21. Laugarneskirkja | Eyþór Ingi Jónsson mun halda fyrstu tónleikana á fullklárað orgel Laugarneskirkju. Á efnisskránni verða verk eftir Sweelinck, Frescobaldi, Buxtehude og Bach en einnig tvö verk eftir Jón Nordal. Myndlist Smáralind | Myndlistarsýning listakonunnar G. Dahl, Guðrúnar Norðdahl, í veitingahús- inu Energiu á 2. hæð Smáralindar stendur yfir til 31. okt. nk. Málverkin eru ljóð í formi og litum, túlkun þeirra er í höndum áhorf- andans. Mannfagnaður Átthagafélag Þórshafnar | Vetrarfagnaður Átthagafélags Þórshafnar og nágr. verður laugardaginn 23. okt. að Engjateigi 11 (Kiw- anishúsinu). Húsið opnað kl. 19, hlaðborð og skemmtun hefst kl. 20. Hljómsveitin Ponik leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Miðar seldir í Kiwanishúsinu miðvikudaginn 20. okt. nk. frá kl. 17–19. Fréttir ITC samtökin á Íslandi | Kynningarfundir haldnir um þessar mundir í flestum deildum ITC samtakanna. Upplýsingar http:// www.simnet.is/itc eða itc@simnet.is Lands- samtökin, sími 848-8718. Fundir Aðstandendahópur geðsjúkra | Stofn- fundur aðstandenda geðsjúkra verður hald- inn í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Túngötu 7, Reykjavík, þriðjudaginn 19. október kl. 18. Þeim sem áhuga og þörf hafa er velkomið að mæta. Kvenfélagið Keðjan | Kvenfélagið Keðjan heldur fyrsta fund vetrarins, mánudaginn 18. október kl. 20 í Flugvirkjasalnum, Borg- artúni 22. Fatakynning verður frá IGMA. Útivist Ferðafélag Íslands | Feðafélag Íslands stefnir nú fólki saman á sunnudags- morgnum til að kanna nýjar og gamlar gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarinnar. Göngurnar eru óformlegar og öllum opnar. Fyrsta Göngugleði á sunnudegi verður nú á sunnudag og verður lagt af stað úr Mörkinni kl. 10.30. Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi | Haustfagn- aður FEBK verður í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, laugardaginn 23. okt. Húsið opnað kl. 18.30 Kvöldverður, skemmtiatriði, veislustjóri Sigurður Geirdal, ræðumaður Pétur Sveinsson, Karlakórinn Kátir karlar og Kvennahópur syngja. Happdrætti. Söngur og dans. Uppl í félagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Capri-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri bæjarbúa í Mosfellsbæ | Skráning stendur yfir í ferðina á Þjóðminja- safnið miðvikudaginn 20. okt. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Sími 586- 8014 e.h. Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt vetr- ardagskrá hvern virkan dag frá kl. 9–16.30. Hæðargarður 31 | Skráningu í leikhúsferð á „Tenórinn“ í Iðnó lýkur kl. 12 á morgun mánudag 18. október. Sýningin er föstudag 22. október kl. 20. Upplýsingar í síma 568- 3132. Kirkjustarf Digraneskirkja | Alfa samvera sunnudag kl. 17. Gamlir og nýir Alfa félagar velkomnir. Kaffi, fræðsla og fyrirbænir. (Sjá nánar www.digraneskirkja.is). Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðs- brotning kl. 11. Ræðumaður Kistinn P. Birg- isson. Almenn samkoma kl 16:30. Ræðu- maður Ólafur Zophoníasson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barna- kirkja á meðan á samkomu stendur. Njarðvíkurprestakall | Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskóli í Ytri- Njarðvíkukirkju á sunnudögum kl. 11. Ekið frá Safnaðarheimilinu kl. 10.45. og komið við á Akurbraut. Systrafélag Njarðvíkurkirkju fundir 2. þriðjudag hvers mánaðar kl. 20. í safnaðarheimilinu. Nýjar konur velkomnar. Kynning Listasafn Reykjanesbæjar | Kynning verð- ur haldin á listaverkaeign Listasafns Reykjanesbæjar, í listasalnum í Duushúsum, laugardaginn 16. október kl. 11. Gunnhildur Þórðardóttir nemandi í liststjórnun við listaháskólann í Cambridge kynnir verkefni sem hún vann fyrir safnið í sumar. Boðið er upp á veitingar. SAGA rokksins er í skoðun þessa dagana á Grand rokk, enda er þessi „endapunktur siðmenningarinnar“ fimmtugur á árinu. Því þykir við hæfi að kanna rætur rokksins duglega og af þeim sökum mun saga blús- ins lita dagskrá kvöldsins í kvöld. Fyrsta mynd kvöldsins er annar hluti myndaraðarinnar „The Blues“, en þar er um að ræða myndina „Soul Of A Man“ eftir þýska leikstjórann Wim Wender, en í mynd- inni blandar Wender saman leiknum atrið- um, heimildaefni, tónleikaupptökum og við- tölum þannig að úr verður heildstæð upprifjun sögu þriggja hálfgleymdra upp- hafsmanna blússins, þeirra Skip James, Blind Willie Johnson og JB Lenoir. Margir þekktir tónlistarmenn votta blúsmönn- unum virðingu sína í myndinni með því fremja söngva þeirra og eru þá helst nefnd- ir þeir Nick Cave, Lou Reed, Beck, Bonnie Raitt og Jon Spencer Blues Explosion. Þá verður sýnd myndin The American Folk Blues Festival 1962–1966: Volume One, en þar eru á ferðinni nýfundnar og ein- stæðar sjónvarpsupptökur fjölmargra blús- manna. Þessi mynddiskaútgáfa hefur að sögn aðstandenda blúskvöldsins að und- anförnu hlotið afar góðar viðtökur sem fal- inn fjársjóður í sögu blústónlistarinnar. Upptökurnar fóru fram í Þýskalandi á sjö- unda áratugnum þegar hópur þekktra, bandarískra blúsara ferðaðist um Evrópu með tónleikahaldi og hafði þannig áhrif á bítlakynslóðina sem þá var að vaxa úr grasi. Meðal þeirra sem koma fram eru T-Bone Walker, Otis Rush, John Lee Hook- er, Eddie Boyd, Muddy Waters, Otis Spann, Junior Wells og margir fleiri. Þriðja mynd kvöldsins er einnig úr röð- inni „The Blues“, en þar er um að ræða mynd Richard Pearce, The Road To Memphis, þar sem Pearce fylgir hinum gamla konungi sólógítarsins BB King til heimaborgar hans í Memphis í Tennessee. Myndin fjallar öðrum þræði um hin miklu áhrif sem borgin hafði á þróun rafmagnaða blúsins áður en Chicago tók við því hlut- verki um miðbik síðustu aldar. Í myndinni koma fram m.a. þeir Bobby Rush, Ike Turn- er og Little Milton auk eldri myndskeiða með t.d. Howlin Wolf og Rufus Thomas. Að lokum verður sýnd myndin BB King: Sweet Sixteen, frá tónleikum BB King í Kinshasa í Zaire árið 1974. Blúsað hvíldardagskvöld á Grand rokk Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20 og er aðgangur ókeypis. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 gæði, 4 dý, 7 endar, 8 fim, 9 væl, 11 duglegu, 13 ósköp, 14 byr, 15 galdratilraunir, 17 bjartur, 20 viðvarandi, 22 stílvopn, 23 aflöng, 24 þvaðra, 25 reyna sig við. Lóðrétt | 1 brekka, 2 fár- viðri, 3 harmur, 4 hróp, 5 látni, 6 skynfærin, 10 guð, 12 reyfi, 13 ögn, 15 málm- ur, 16 þekktu, 18 flatur klettur, 19 bölva, 20 hlífa, 21 föst á fé. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 tjaldferð, 8 rófan, 9 róðan, 10 dóm, 11 skata, 13 asnar, 15 svans, 18 eldur, 21 ker, 22 riðla, 23 titra, 24 rugl- ingur. Lóðrétt |2 jafna, 3 lenda, 4 ferma, 5 ræðin, 6 hrós, 7 knár, 12 tin, 14 sól, 15 sárt, 16 auðnu, 17 skafl, 18 ertan, 19 duttu, 20 róar.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.