Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 50
50 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
NOTEBOOK
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
Mjáumst
í bíó!
Mjáumst
í bíó!
Kr. 450
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
S.V. Mbl.
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15.
kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15
V.G. DVS.V. Mbl.
Sýnd kl. 1.40, 3 og 4.20. Ísl. tal.
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
V.G. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8.
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...
ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR
SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN
TIL AÐ RÍSA.
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...
ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 6 og 10.
Sýnd kl. 4.30. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4. Ísl. tal.kl. 2 og 3.15. Ísl. tal.
Sýnd kl. 6.
Vonandi hefur það ekki fariðframhjá neinum að Air-waves-tónlistarhátíðin erframundan, hefst næst-
komandi miðvikudag og lýkur sunnu-
daginn 24. október. Smám saman hef-
ur hátíðin verið að mótast og breytast
en mér sýnist hún nú komin í nokkuð
fastar skorður, af-
lagt að hafa fjöl-
menna tónleika í
Höllinni, og lítil
eftirsjá að því, en
að þessu sinni
hefst hátíðin að
vísu einum degi fyrr eins og getið er,
því það verður einskonar forskot á
sæluna í Nasa á miðvikudagskvöld.
Airwaves hefur þann tilgang helst-
an að koma íslenskum hljómsveitum
á framfæri, að laða að erlenda tónlist-
arspekúlanta og -frömuði, en einnig
hefur hátíðin nýst vel til að gefa nasa-
sjón af því sem ferskast er á seyði er-
lendis. Fyrir áhugamenn um íslenska
tónlist er þetta vitanlega fyrst og
fremst íslensk tónlistarveisla, því há-
tíð sem þessi gefur hljómsveitum
markmið að keppa að og við sem vilj-
um helst heyra íslenska tónlist njót-
um þess svo sannarlega.
Þegar litið er yfir Airwaves-
dagskrána sést strax að ógerningur
er að sjá allt það sem maður helst
hefði viljað sjá. Gott er að Listasafn
Reykjavíkur sé nýtt svo vel því það
sparar hlaup upp úr miðbænum, en ef
veðrið er gott er lítið mál að rölta upp
í bæ til að fara í Þjóðleikhúskjall-
arann eða á Grand rokk.
Í samantektinni sem fer hér á eftir
er aðeins verið að velja þær hljóm-
sveitir sem ég tel forvitnilegt að sjá,
en ekki verið að velja bestu eða
verstu sveitirnar.
MIÐVIKUDAGUR
Nasa kl. 21:00 Airwaves byrjar
óvenjusnemma núna, en vonandi vísir
að því sem koma skal; ekki myndi ég
sýta að fá færi á að sjá fleiri hljóm-
sveitir. Geir Harðarson á fyrsta orðið
í Nasa á miðvikudagskvöld, kynnir
nýútkomna plötu geri ég ráð fyrir, en
ég bendi sérstaklega á Þóri sem spil-
ar á eftir honum, byrjar kl. 22:00.
Þórir hefur fengist við ýmsar gerðir
tónlistar, bæði harðar og mjúkar, en
varla nokkuð svo mjúkt sem verður á
boðstólum að þessu sinni. Hann send-
ir frá sér afskaplega fína plötu á
næstunni. Lokaorðið á svo KK sem
tekur sér frí frá upptökum til að spila
á Airwaves. Hann spilar vonandi ný
lög í bland við gamalt.
FIMMTUDAGUR
Listasafn Reykjavíkur kl. 19:00
Nú vandast málið og mikið um
árekstra þetta kvöld. Domino heldur
sérstaka kynningu í Listasafninu á
nokkrum af sínum skemmtilegustu
hljómsveitum, To Rococo Rot, Adem,
Hood og Four Tet. Slowblow leikur
líka. Allar eru þessar sveitir
skemmtilegar, sérstaklega þó fróð-
legt að sjá Hood sem sendi síðast frá
sér skífuna frábæru Cold House fyrir
þremur árum. Það verður líka gaman
að sjá þá Fridge-félaga Adem Ilhan
og Kieran Hebden (Four Tet) spila
sama kvöldið. Helst að hægt sé að
skreppa út þegar Slowblow spilar og
fá sér smá hiphop.
Gaukur á Stöng kl. 20:30 Það er
ekki síður erfitt að velja og hafna
þegar kemur að Kronik-kvöldinu á
Gauknum. Það koma fram gengi frá
Grænum fingrum, T.M.C., Cell 7,
sem sumir þekkja kannski sem
Rögnu í Subta, en ekkert hefur
heyrst í henni lengi hér á landi, svo
NBC-gengið sem er að senda frá sér
plötu á næstunni, O.N.E. og Antlew/
Maximum, sem einnig eru í þá mund
að senda frá sér plötu. Lokaorðið er
svo hart og hávært hiphop með Non
Phixion, kannski ekki það frumleg-
asta en mikil skemmtun engu að síð-
ur. Erfitt að gera upp á milli Lista-
safnsins og Gauksins.
Grand rokk kl. 23:30 Það er ekki
bara danstónlist og hiphop í boði því
menn hyggjast rokka á Grand rokk.
Takið eftir I Adapt sem sendi frá sér
plötu fyrir stuttu og svo birtist Klink
aftur á sviði eftir langt hlé.
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 23:15 Í
keppninni um skemmilegasta kynn-
ingardiskinn á síðustu Airwaves-
hátíð rúllaði Funk Harmony Park öll-
um upp. Lítið hefur heyrst frá sveit-
inni síðan og gaman að heyra hvort
eitthvað sé að gerast. Það ætti líka
enginn að missa af Steintryggi og
allra síst af Einari Erni og Bibba í
Ghostigital. Þeir eru víst að spá í nýja
plötu, kannski koma sýnishorn.
FÖSTUDAGUR
Listasafn Reykjavíkur kl. 20:15
Föstudagurinn er ekki eins snúinn og
fimmtudagurinn. Gott er að byrja á
Eivöru, sjá megnið af Bang Gang og
fara síðan á Nasa.
Nasa kl. 22:00 Skytturnar áttu
eina skemmtilegustu tónleika síðustu
Airwaves-hátíðar og ekki ástæða til
að búast við minna stuði að þessu
sinni. Strax á eftir koma svo For-
gotten Lores, besta íslenska hiphop-
sveitin. Kid Koala sýnir plötuspil-
aragaldra, ekki missa af honum, og
svo fáum við Hjálmareggí.
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 22:45
Helsti árekstur á föstudagskvöldið er
að Skakkamannage, Siggi Ármann og
Indigo eru á sama tíma og hiphopið á
Nasa.
Grand rokk kl. 1:00 Pornopop er
ein af þessum hljómsveitum sem virð-
ast varla eða ekki vera til á milli
Airwaves-hátíða. Sveitin var á sínum
tíma ein efnilegasta hljómsveit lands-
ins, frumleg og skemmtileg rokk-
sveit, og um að gera að taka stöðuna á
henni.
Gaukur á Stöng kl. 0:30 Það verð-
ur fullt af rokki á Gauknum en ég læt
nægja að benda á tónleika Mínuss,
fínt að hrista aðeins upp í sálinni áður
en haldið er í Þjóðleikhúskjallarann
að sjá Kimono.
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 2:30
Þessi tónleikar eru nú svo seint að
það eru áhöld um hve margir verða
vakandi eða með nægri rænu til að
hlusta. Hvað sem því líður þá ætti
enginn að sleppa úr Kimono-
tónleikum.
LAUGARDAGUR
Listasafn Reykjavíkur kl. 20:25
Þórunn Antonía kynnir nýja hljóm-
sveit sína, Honeymoon. Ágætt að
byrja á því og fara svo á Ske.
Nasa kl. 20:45 Ske átti skemmti-
lega tónleika á Airwaves á síðasta ári
en framlínan fullsundurlaus. Skilst að
þar sé allt með öðrum brag og ný
plata væntanleg. Mugison fylgir á eft-
ir og hann er líka að senda frá sér
nýja plötu sem er sérdeilis góð. Mugi-
mama verður vonandi með.
Prikið kl. 21:00 Það er smáspölur
að ganga upp á Prik, en gæti verið
gaman því Úlpa er með órafmagnaða
tónleika. Veit þó ekki hvort þeir byrja
á mínútunni kl. 21:00.
Gaukur á Stöng kl. 22:45 Þegar
Mugison er búinn er hægt að ganga í
rólegheitunum yfir á Gaukinn að sjá
Singapore Sling vel heita eftir Banda-
ríkjaför. Til að vera viss um að sjá og
heyra má þola Stills því Shins koma
svo.
Grand rokk kl. 22:45 Ólán að
Lokbrá er að spila á sama tíma og
Singapore Sling, hugsanlega tekur
maður þá fram yfir.
Grand rokk kl. 1:45 Nine Elevens
er skipuð ísfirskum æringjum. Ég hef
fyrir því öruggar heimildir að þeir
ætli að ganga svo fram af tónleika-
gestum að menn verði lengi að jafna
sig.
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 2:30 Þeir
sem ná áttum eftir Nine Elevens
ættu að rölta yfir í kjallarann og
heyra lokatóna Airwaves frá 200.000
naglbítum sem lenda alltaf á sér-
kennilegum tíma.
Íslensk
tónlistarveisla
Á tónlistarhátíð eins og Iceland Airwaves verður
alltaf að velja og hafna.
The Shins spila á Gauknum á laugardegi og bíða margir eftir þeim viðburði.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson