Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 11
                                                    !   "     #    $         %% %                         &   '      Forsíða nóvemberheftisbandaríska vísinda-tímaritsins Nature gene-tics er helguð grein eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar um tengsl endurröðunar í erfðamengi mannsins og frjósemi. Á forsíðu tímaritsins er listaverk eftir myndlistarmanninn Hauk Dór Sturluson sem nefnist „Um for- feður“ og vísar í notkun ættfræði- grunnsins Íslendingabókar í rann- sóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Í greininni er lýst tengslum á milli svonefndrar endurröð- unartíðni í erfðamengi mannsins, aldurs mæðra og fjölda barna sem þær eignast. Endurröðun (e. re- combination) er nokkurs konar uppstokkun sem verður á erfðaefn- inu við myndun eggja og sæð- isfrumna, og veldur því að ný sam- setning verður til á erfðavísunum sem aftur stuðlar að mannlegum fjölbreytileika. Vísindamenn ÍE komust að því að fjöldi slíkra end- urraðana í erfðamengi barna er meiri eftir því sem mæður þeirra eru eldri og að mæður með háa end- urröðunartíðni eignast að jafnaði fleiri börn en mæður með lága end- urröðunartíðni. Varpar ljósi á aðferðir náttúrunnar gegn einsleitni Að sögn Kára Stefánssonar, for- stjóra Íslenskrar erfðagreiningar, er þetta í fyrsta sinn sem tekst að sýna fram á samband milli þessara þátta og að um grundvallarupp- götvun sé að ræða sem varpi ljósi á þær aðferðir sem náttúran noti til að koma í veg fyrir að maðurinn, sem tegund, verði of einsleitur. Nið- urstöðurnar muni gagnast vís- indaheiminum til lengri tíma litið. „Það sem við sáum þegar við fórum að líta á þessa endurröðun er að það er mismunur á fólki hvað snertir tíðni endurröðunar og við sáum að þessi breytilega tíðni lá í fjöl- skyldum. Þá vaknaði sú spurning hvaða líffræðilega þýðingu hefur það að það skuli vera munur á end- urröðun frá einni manneskju til annarrar?“ Að sögn Kára var m.a. horft til tíðni endurröðunar þegar erfðamengið er flutt frá ungri móð- ur til barns og hún borin saman við tíðnina þegar erfðamengið er flutt frá eldri móður til barns. „Við sýndum fram á línulegt sam- band milli aldurs móður og end- urröðunartíðni, það voru mun fleiri endurraðanir sem áttu sér stað þeg- ar gömul móðir flutti sitt erfða- mengi til barns, heldur en þegar ung móðir gerði það,“ segir Kári og að vísindamenn ÍE hafi dregið þær ályktanir að endurröðunin sé undir náttúrulegu vali allt frá fyrstu stig- um æxlunar, því að öll egg móður verða til á fósturstigi og ný egg myndast ekki í stúlkum eftir fæð- ingu. Einnig hafi þeir sett fram þá tilgátu að samband væri á milli end- urröðunartíðni móður og fjölda af- kvæma sem hún eignast. Það hafi líka komið í ljós að hægt var að sýna fram á línulegt samband milli end- urröðunartíðni móður og fjölda þeirra barna sem hún eignast. „Það er í raun hægt að líta á „gamlar“ mæður sem miklu erfiðara um- hverfi fyrir fóstrið heldur en ungar mæður, og það þurfi fleiri endur- raðanir til að egg gamalla mæðra verði að börnum,“ segir Kári. Rannsókn ÍE byggist á upplýs- ingum sem greindar voru úr Íslend- ingabók og arfgerðarupplýsingum frá um 23.000 manns sem tekið hafa þátt í ýmsum erfðarannsóknum fyr- irtækisins í gegnum tíðina og fylgir í kjölfar útgáfu ÍE á erfðakorti yfir erfðamengi mannsins sem birt var í Nature genetics fyrir tveimur ár- um. En hvaða þýðingu hafa þessar niðurstöður? „Þær þýða í raun að náttúran hefur sett saman „mekanisma“ til að búa til fjölbreytni, það er að segja, ekki bara út frá vali á ákveðnum eiginleikum heldur líka vali á fjölbreytileika,“ segir Kári. Greinilegt sé að val náttúrunnar standi til þess að skapa sem mestan fjölbreytileika með fleiri gerðum af DNA-röðum þannig að hæfni mann- eskjunnar til að aðlagast breytilegu umhverfi sé sem mest. „Þetta skipt- ir geysilega miklu máli. Það er ekki bara að náttúran velji það sem best er og passar best við þessa jörð, heldur velur hún líka aukna fjöl- breytni.“ Kári segir þetta merkar niðurstöður í ljósi þess að með auk- inni alþjóðavæðingu og auknum ferðalögum milli heimsálfa sé heim- urinn að þróast í þá átt að verða einsleitari og þá vakni sú spurning hvort fjölbreytni mannkyns þróist í sömu átt.„Staðreyndin er sú að þró- unin hefur séð þetta fyrir. Þessi „mekanismi“sem við höfum núna uppgötvað gerir það að verkum að það er hægt að viðhalda fjölbreytni í mannskepnunni, þó svo að það falli niður múrar milli hinna ýmsu kyn- þátta og svo framvegis. Þetta er grundvallaruppgötvun, og síðan fer þetta að skipta máli þegar við för- um að velta fyrir okkur, hver er til- gangur með þróuninni,“ segir Kári. Þeir sem leggja mest til fjölbreytninnar í mestri hættu Eitt af því sem rannsóknir ÍE virðast benda til er að aukin tíðni á endurröðun, sem aftur bendir til skorts á stöðugleika í genunum, haldist í hendur við aukna hættu á að fá sjúkdóma á borð við krabba- mein. „Þannig að það er mögulegt að einstaklingarnir sem eru í mestri hættu á að fá ákveðna sjúkdóma séu þeir einstaklingar sem leggja hvað mest af mörkum til fjölbreytni mannskepnunnar. Þegar maður spyr sig hvað er gott eða vont við að það skuli vera einstaklingar innan fjölskyldna sem eru með háa end- urröðunartíðni, þá er svarið kannski: Það er vont fyrir fólkið en gott fyrir okkur sem dýrategund,“ segir Kári. Rannsóknir ÍE á leyndardómum fjölbreytileika mannsins, ef svo má að orði komast, hafa vakið mikla at- hygli, að sögn Kára. Þótt niðurstöð- urnar virðist við fyrstu sýn vera sértækar vakni fjöldi spurninga í kjölfarið sem rannsaka þurfi og í næstu grein sem birt verði um þess- ar rannsóknir verði líklega lýst rannsóknum á áhrifum svipaðra breytinga á langlífi. Einstaklingnum fórnað fyrir velmegun tegundarinnar Leggja sumir meira af mörkum til fjölbreytni mannskepnunnar en aðrir? Kristján Geir Pétursson ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, um nýja rannsókn ÍE og leyndar- dómana að baki fjölbreytileika mannsins. Morgunblaðið/Sverrir Um grundvallaruppgötvun er að ræða sem varpar ljósi á þær aðferðir sem náttúran notar til að koma í veg fyrir að maðurinn, sem tegund, verði of einsleitur, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Listaverk eftir Hauk Dór Sturluson prýðir forsíðu Nature genetics. kristjan@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR mubla opnum fimmtudaginn 11. 11. kl. 11 nýbýlavegi 18 sími 517 2100 óli g. sýnir við opnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.