Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AFTUR VERKFALL Kennarar kolfelldu miðlunar- tillögu sáttasemjara og enginn ár- angur varð af fundi kennara og sveitarfélaga hjá sáttasemjara í gærkvöldi. Þar lagði launanefnd fram tilboð sem kennarar höfnuðu. Þá hafnaði launanefndin móttilboði kennara. Verkfall hófst því á mið- nætti. Hefur næsti fundur verið boð- aður á morgun, miðvikudag. Hægist um í Abidjan Heldur var kyrrara í Abidjan, höf- uðborg Fílabeinsstrandarinnar, í gær en þá tóku franskir hermenn á brynvörðum bílum sér stöðu skammt frá aðsetri forseta landsins. Hafa Frakkar tortímt herflugvélum stjórnarhersins en síðastliðinn laug- ardag réðust þær á stöðvar Frakka og féllu þá níu franskir hermenn og einn bandarískur borgari. Sumir ráðamenn, sem höfðu stór orð um nýtt „Víetnam“ fyrir Frakka, skora nú á landsmenn að halda friðinn. Viðgerð fór ekki fram FOKKER-flugvél Landhelg- isgæslunnar TF-SYN hefur verið óflughæf frá því atvikið í Færeyjum henti 1. október sl. Þegar hluti lend- ingarbúnaðarins sem Gæslan sendi í viðgerð til Bandaríkjanna kom til landsins uppgötvaðist að viðgerð hafði alls ekki farið fram eins og til var ætlast heldur hafði búnaðurinn einungis verið málaður. Árás á Fallujah Um 12.000 bandarískir og íraskir hermenn réðust í gær á borgina Fallujah vestur af Bagdad en talið er, að þar séu um 2.000 uppreisn- armenn til varnar. Um 90% íbúanna eru flúin og miðað við það eru enn um 30.000 óbreyttra borgara í bæn- um. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 12 Umræðan 28/31 Viðskipti 13 Bréf 31 Byggðamál 14/15 Minningar 32/37 Erlent 16/18 Skák 39 Minn staður 20 Myndasögur 40 Höfuðborgin 21 Dagbók 40/43 Austurland 21 Víkverji 40 Akureyri 22 Staður og stund 42 Landið 22 Leikhús 44 Daglegt líf 23 Bíó 46/49 Menning 24-25/43-49 Ljósvakar 50 Af listum 24 Veður 51 Forystugrein 26 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #        $         %&' ( )***                 edda.is Flétta sem nálgast fullkomnun Hörkuspennandi og snilldarlega vel samin skáldsaga eftir einn vinsælasta spennusagna- höfund heims, Michael Connelly. 1. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Skáldverk - kiljur MJÖG ákveðið viðbúnaðarkerfi fer í gang þegar eitthvað bregður útaf í fluginu og hefur Flugfélagið Atlanta samið ákveðna viðbragðsáætlun sem notuð er þegar atvik koma upp. Þegar fraktþota félagsins fór út af braut í Sharjah, skammt frá Dubai, síðdegis á sunnudag fékk flugum- sjón fyrirtækisins á Íslandi fyrst fréttir af atvikinu og brást við sam- kvæmt starfsreglum flugmálayfir- valda og þessari fyrirfram gerðu áætlun. Þar sem enginn úr fjögurra manna áhöfninni slasaðist höfðu þeir sjálfir samband við flugumsjón Atlanta á Íslandi og tilkynntu um atburðinn nokkrum mínútum eftir að þeir voru komnir út úr vélinni heilir á húfi. Starfsmenn flugum- sjónar hringdu í Einar Óskarsson, flugöryggisfulltrúa Atlanta, sem var þá staddur í Dubai. Einar hafði strax samband við Rannsóknar- nefnd flugslysa á Íslandi þar sem vélin er skráð á Íslandi. Þá voru ein- ungis liðnar rúmlega 20 mínútur frá atburðinum. Flugstjórnarmenn á flugvellinum í Sharjah höfðu þegar tilkynnt rannsóknarnefndinni í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um um málið en hún hefur með höndum forræði rannsóknarinnar. Einnig var Lufthansa, sem þotan var í fraktflugi fyrir, tilkynnt atvik- ið. Þormóður Þormóðsson rann- sóknarstjóri hélt síðdegis sama dag af stað til Dubai og var kominn þangað í gærmorgun, tæpum sólar- hring eftir atburðinn. RNF tilkynnti einnig samgönguráðuneytinu um at- vikið og auk þess fá flugmálayfir- völd í framleiðslulandi þotunnar til- kynningu um atvik sem þessi. Einar Óskarsson hóf þegar að afla frekari upplýsinga um atburðinn og hvort áhöfnin væri heil á húfi. Einn- ig hóf hann að samræma aðgerðir um leið og hann hélt á vettvang. Þar hitti hann áhöfnina og fulltrúa Luft- hansa sem sjá um hleðslu og af- greiðslu vélarinnar. Skoðuðu þeir verksummerki og ræddu við fulltrúa rannsóknarnefndarinnar en eftir það hélt áhöfnin í læknisskoðun til öryggis. Hjá Atlanta er opnað svo- kallað Crisis Management Center, sem er miðstöð fyrir stjórn aðgerða í neyðarástandi, þegar slíkt ástand kemur upp og eftir að Einar Ósk- arsson hafði séð hversu alvarlegur atburðurinn var lét hann opna mið- stöðina strax. Hana manna ákveðnir lykilmenn og er hlutverk þeirra að safna öllum upplýsingum sem fáan- legar eru um atvikið, svara fyrir- spurnum rannsakenda og yfirvalda. Segir Einar það mjög brýnt að geta virkjað viðbragðsáætlun sem þessa en hún var samin fyrir fáum miss- erum. Í framhaldi af því voru haldin námskeið og áætlunin æfð. Viðbúnaður samkvæmt viðbragðsáætlun Atlanta BROTIST var inn í eina af þremur tölvustofum Menntaskólans við Sund um helgina, að öllum líkindum í fyrrinótt, og þaðan stolið 16 nýjum tölvuskjám. Verðmæti þeirra er um 500.000 krónur og situr skólinn uppi með tjónið enda er hann ótryggður fyrir slíku, líkt og aðrir menntaskól- ar ríkisins, að sögn rektors MS. Við- gerð á skemmdum mun líklega kosta 200.000 krónur til viðbótar. Stofan var tekin í notkun í haust með spánnýjum búnaði, þ.m.t. 16 flötum tölvuskjám frá IBM. Þjófa- varnakerfi er í skólanum en Már Vil- hjálmsson, rektor MS, segir að af einhverjum orsökum hafi láðst að tengja hreyfiskynjara inni í stofunni þó að lagnir væru til staðar. Már vissi á hinn bóginn ekki betur en að þjófavarnakerfið inni í stofunni væri komið í gagnið þegar brotist var inn um helgina. Fundað verður með ör- yggisþjónustufyrirtæki skólans og rafvirkjum vegna málsins í dag. Már segir líklegt að innbrotsþjóf- arnir hafi verið 2–3, einn hafi hugs- anlega beðið fyrir utan gluggann og hinir rétt þýfið til hans. Allt bendi til að þeir hafi kannað aðstæður áður en þeir létu til skarar skríða. Upplýsingar um raðnúmer og gerð tölvuskjánna hafa verið settar á vef skólans og jafnframt sendar til tölvufyrirtækja og verkstæða. Í stofunni voru að auki 16 nýjar tölvur og dýr prentari en þjófarnir virtust ekki hafa áhuga á þeim. 16 nýjum tölvuskjám stolið úr MS Tjón skólans nemur um 700.000 krónum ÞORSKELDIÐ hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. í Hnífsdal (HG) fer vel af stað. Farið er að slátra og selja vænan fisk á markaði á meginlandi Evrópu. Á þessu ári er HG að slátra um 150 tonnum af eldisþorski og áætl- að er að framleiðslan haustið 2005 verði um 400 tonn. HG er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Vestfjörðum með um 250 manns í vinnu til sjós og lands. „Við eygjum ákveðna möguleika í þorskeldinu fyrir fyrirtækið til að vaxa,“ segir Kristján G. Jóakimsson, framleiðslu- og markaðsstjóri HG, og framkvæmda- stjórinn, Einar Valur Kristjánsson, segir að fyrirtækið sé ekki að eyða peningum í eldið. „Við erum að fjár- festa í þekkingu. Þannig horfum við á þetta.“ Að sögn Þórarins Ólafssonar, sem stýrir fiskeldis- starfsemi HG, veltur framtíð þorskeldisins mikið á því hvernig tekst að klekja út seiðunum. Eftir fimm ár verði hægt að segja hvort fara eigi í þorskeldið fyrir al- vöru eða ekki. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um norðanverða Vestfirði, þar sem gætir aukinnar bjartsýni meðal íbúa. Morgunblaðið/RAX Kristján G. Jóakimsson, Þórarinn Ólafsson og Einar Valur Kristjánsson hjá HG í Hnífsdal með vænan eldisþorsk. Þorskeldi í Hnífsdal lofar góðu  Frá bölmóði/14–15 TILLÖGUR um bann við botn- vörpuveiðum á úthafinu náðu ekki fram að ganga í tveggja mánaða samningaviðræðum um texta álykt- ana allsherjarþings SÞ um hafrétt- ar- og fiskveiðimál. Íslendingar beittu sér mjög gegn tillögunum. Í samningaviðræðunum lagði Kostaríka fram tillögu um hnattrænt bráðabirgðabann við fiskveiðum með botnvörpu á úthafinu og Noregur lagði fram tillögu sem hneig í sömu átt. Einungis nokkur ríki lýstu yfir stuðningi við tillögurnar og lagðist Ísland ásamt mörgum öðrum ríkjum ákveðið gegn þeim og benti á að það væri á valdi viðkomandi ríkja eða svæðisbundinna fiskveiðistjórnunar- stofnana að meta þörfina fyrir bann við notkun botnvörpu á einstökum hafsvæðum. Svo fór að tillögurnar um hnattrænt botnvörpubann á út- hafinu náðu ekki fram að ganga en þess í stað tókst samkomulag um að beina því til ríkja og svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana að bæta stjórn á veiðum sem haft gætu skað- leg áhrif á viðkvæm vistkerfi hafsins. Banni við botnvörpu- veiðum afstýrt REYKVÍKINGAR skiptast í tvær jafnstórar fylkingar þegar spurt er hvort Þórólfur Árnason eigi að sitja áfram sem borgarstjóri eða segja af sér. Rúmur helmingur (50,4%) telur að Þórólfur eigi að sitja áfram en tæpur helmingur (49,6%) telur að hann eigi að segja af sér. Þetta er niðurstaða könnunar IMG Gallup sem gerð var dagana 5.–8. nóvember 2004 um viðhorf Reykvíkinga til Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra. Nokk- ur munur er á afstöðu svarenda eftir aldri. Þannig telur meirihluti í yngsta hópnum, 18–24 ára, og elsta hópnum, 55–75 ára, að Þórólfur eigi að sitja áfram, en meirihluti Reyk- víkinga á aldrinum 35–54 ára telur að Þórólfur eigi að segja af sér. Jafnframt var spurt um ánægju borgarbúa með störf borgarstjóra og hefur ánægja með störf Þórólfs auk- ist á síðustu mánuðum. Ánægja með störf borgarstjóra er nú mæld í þriðja sinn og hefur ánægjan aukist frá tveimur fyrri mælingum. Þannig segjast tæplega 77% Reykvíkinga nú ánægð með störf hans en sama sögðu 69% í mars 2004 og rúmlega 61% í september 2003. 36% þeirra sem eru ánægð með störf Þórólfs telja þó að hann eigi að segja af sér. Ánægja með störf borgar- stjóra eykst ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.