Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Vinnustofa SÍBS
Sími 5628500
bréfabindin
www.mulalundur.is
NOVUS B 225
Gatar 25 síður.
Má læsa í geymslustöðu
eftir notkun. Verð 535 kr/stk
Hafðu tengda-
mömmu hjá þér.
Novus B 80
til að ná heftum úr.
Verð 59 kr/stk
„ÞETTA voru góðir tónleikar,“
sagði Garðar Cortes um upp-
færsluna á Elía eftir Mendelssohn
sem hann stjórnaði í Carnegie
Hall í fyrradag. Alls tóku 200 ís-
lenskir söngvarar úr Karlakórn-
um Þröstum og Óperukórnum
þátt í uppfærslunni, auk söngvara
úr kórum frá Ástralíu, Dan-
mörku, Englandi, Færeyjum og
Bandaríkjunum, og hljómsveitar
og einsöngvara. „Þetta var ágæt-
is hljómsveit og góðir einsöngv-
arar. Svo var ekki slæmt að hafa
Karlakórinn Þresti með, því þeir
gáfu svo gott jafnvægi í kórinn,
og Óperukórinn stóð auðvitað
upp úr. Kórarnir sem komu ann-
ars staðar að voru flestir vel und-
irbúnir, svo ég þurfti lítið að
kenna. Ég þurfti bara að slípa til
og gera þetta að góðum syngj-
andi hópi, og það varð úr. Þetta
voru spennandi og skemmtilegir
tónleikar.“
Uppselt var á tónleikana sem
fóru fram í Isaac Stern Hall, að-
alsal Carnegie Hall, og rúmar
2.800 áheyrendur. Að sögn Garð-
ars var stemningin í salnum mjög
góð og stóðu áheyrendur upp í
lok tónleikanna.
Tónleikarnir hófust kl. 14 síð-
degis á sunnudag og voru ís-
lensku forsetahjónin meðal
áheyrenda. Hóf Garðar því tón-
leikana á því að láta tónlist-
arfólkið flytja íslenska þjóðsöng-
inn, Ó Guð vors lands. „Það
máttu allir hafa sig við að tárast
ekki, þar á meðal ég sjálfur, það
var svo fallega sungið og spilað.
Að heyra allt í einu þjóðsönginn
þarna úti í Ameríku – það var
stór stund. Eftir flutninginn
klappaði fólkið alveg eins og
Bandaríkjamönnum er einum
líkt,“ sagði Garðar að síðustu.
Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir
Garðar Cortes stýrði flutningi á Elía Mendelssohns með þátttöku 200 íslenskra kórfélaga úr Kór íslensku óper-
unnar og Karlakórnum Þröstum í hinu nafnkunna tónlistarhúsi Carnegie Hall, í New York á sunnudag.
Hófu tónleikana á þjóðsöngnum
Tónlist | Húsfyllir á flutningi á Elía í Carnegie Hall
Íslenska sönglag-ið stendur af sérstríð og storma,
og enn eru söngvarar
landsins að syngja
um draumalönd og
dalakofa, vorgyðjur
og valagilsár.
Það er ekki hægt
að segja annað en að
þessum hluta menn-
ingararfsins hafi ver-
ið þokkalega sinnt gegnum tíðina,
og flestir söngvara okkar, sem á
annað borð hafa kosið að skrásetja
söng sinn í fast form; á hljómplötur
og geisladiska, hafa sungið ís-
lensku lögin. Kosturinn við þá út-
gáfu hefur verið sá, að mörg okkar
bestu sönglaga eru til í ótal út-
gáfum, með ótal söngvurum, og
hægðarleikur einn að bera saman
túlkun, og raddir allra þeirra
söngvara sem spreyta sig á lög-
unum. Ókosturinn er auðvitað sá,
að oft eru það sömu lög sömu tón-
skálda sem
heyrast aftur
og aftur; lögin
sem mestra
vinsælda
söngvaranna
njóta, því áheyrendur heyra vænt-
anlega fátt annað en það sem á
borð fyrir þá er borið. Ánægjulegt
átak var gert á Myrkum músík-
dögum fyrir nokkrum árum, í því
að kynna minna þekkt sönglög
okkar bestu sönglagaskálda. Þar
gat að heyra sönglög sem illu heilli
hafa nær horfið af efnisskrám
söngvara, en mættu svo gjarnan
heyrast miklu oftar.
Besta leiðin til að fá að kynnast
sönglagasafni hvers tónskálds, er
auðvitað sú, að til sé heildarútgáfa.
Í ár stendur Smekkleysa að útgáfu
á sönglögum og annarri tónlist
þriggja tónskálda, þeirra Björgvins
Guðmundssonar, Þórarins Jóns-
sonar og Sigvalda Kaldalóns, en
stefnt er að því að Kaldalóns-
útgáfan spanni öll sönglög lækn-
isins í Kaldalóni. Jónas Ingimund-
arson hefur umsjón með
Kaldalónsútgáfunni, en hún er unn-
in í samstarfi við Menningar-
miðstöðina Gerðuberg. Í útgáfu
Þórarins verða bæði einsöngslög
og kórlög.
Það þarf ekki að hafa mörg orðum það hvílíkur fengur er að
útgáfum sem þessum, og löngu orð-
ið tímabært að til sé heildarsafn
laga okkar bestu söngvasmiða.
Oft eru það niðjar tónskáldanna
sem eiga frumkvæði að slíkum út-
gáfum, og er það skiljanlegt. Út-
gáfufyrirtæki hér á landi eru ekki
mörg, og flest þeirra sinna þeim
markaði þar sem ágóði er skjót-
fenginn. Smekkleysa hefur nokkra
sérstöðu hvað þetta varðar, og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Ásmundur Jónsson, hefur sagt í
viðtölum, að hann telji það lang-
tímaverkefni að byggja upp safn ís-
lenskrar tónlistar í útgáfu eigi hún
að ná hlustum fleiri en Íslendinga
sjálfra, enda markaður hér tæpast
nægilega burðugur til að standa
undir öllu því sem þyrfti að gefa út.
En með samvinnu af þessu tagi, þar
sem niðjar látinna tónskálda,
leggja útgáfunni lið, hlýtur róð-
urinn að verða léttari á báða bóga,
og þeir sem njóta góðs af, eru fólk-
ið sem enn þyrstir að heyra þessi
lög, í nútíð og framtíð. Úgáfa sem
þessi er kostnaðarsöm, og ákjós-
anlegt að slík samvinna sé um að
axla fjárhagslega áhættu.
Á öllum þremur diskunum kem-ur fjöldi listamanna fram, og
margir okkar ástsælustu söngvara,
eins og Diddú, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson og Eivør Pálsdóttir sem
syngur tvö laga Björgvins. Í hans
útgáfu, sem reyndar er ekki heild-
arútgáfa, en þó vonandi upphafið
að slíkri útgáfu; hefur verið farin
sú leið að tefla saman tónlist-
armönnum sem alla jafna helga sig
klassík, og öðrum sem koma úr
dægurtónlist. Pétur Grétarsson
slagverksleikari er pródúsent út-
gáfunnar, og Snorri Sigfús Birg-
isson tónskáld var fenginn til að út-
setja nokkur laganna. Það er því
talsverð nýsköpun á ferðum í
Björgvinsútgáfunni, og verður
spennandi að heyra hvernig til hef-
ur tekist þegar diskurinn kemur út.
Sigvalda og Þórarins er auðvitað
beðið með óþreyju líka.
Þreföld söng-
lagaútgáfa
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
begga@mbl.is
Björgvin
Guðmundsson
Sigvaldi
Kaldalóns
Þórarinn
Jónsson
’Í ár stendur Smekk-leysa að útgáfu á söng-
lögum þriggja tón-
skálda, Björgvins
Guðmundssonar, Þór-
arins Jónssonar og Sig-
valda Kaldalóns.‘
TVÆR af mögnuðustu sálumess-
um tónbókmenntanna, eftir
frönsku tónskáldin Fauré og
Duruflé, voru á efnisskránni á tón-
leikum Mótettukórs Hallgríms-
kirkju á sunnudagskvöldið. Verkin
hafa nokkra sérstöðu; þau eru ekki
eins myrk og margar sálumessur
nítjándu aldarinnar; meiri áhersla
er lögð á huggun og sælu handan
grafar en hreinsunareld og refs-
ingu. Djúpstæður friður ríkir í
tónlistinni, meira að segja í ólgu-
meiri köflunum og er fegurð lag-
línanna og hljómagangsins slík að
einstakt hlýtur að teljast.
Sálumessa Faurés er eitt af
mínum uppáhalds tónverkum og er
skemmst frá því að segja að ég
varð ekki fyrir vonbrigðum á tón-
leikunum. Raddir kórsins undir
stjórn Harðar Áskelssonar voru
unaðslega tærar og yfirvegaðar,
heildarhljómurinn var í fullkomnu
jafnvægi og allar hendingar svo
fallega mótaðar að lengi verður í
minnum haft. Einsöngur Magn-
úsar Þ. Baldvinssonar bassa var
tilfinningaþrunginn og vandaður
og sömu sögu er að segja um Ísak
Ríkharðsson, en hann er aðeins
ellefu ára gamall. Hann söng ein-
sönginn í Pie Jesu, sem er fjórði
kafli verksins, og var frammistaða
hans aðdáunarverð; röddin var
hrein og fókuseruð, framburðurinn
skýr og túlkunin fyllilega í anda
tónskáldsins.
Hljómsveitarröddin í sálumessu
Faurés er til í nokkrum útgáfum;
hér var eingöngu leikið á orgel þó
selló kæmi aðeins við sögu líka.
Inga Rós Ingólfsdóttir lék á sellóið
og gerði það prýðilega; orgelleikur
hins sænska Mattias Wager var
sömuleiðis nákvæmur og hæfilega
alvörugefinn. Það var einmitt
Wager sem var höfundur þeirrar
orgelútsetningar sem hér heyrðist,
og var hún smekkleg og vel unnin.
Flutningurinn á sálumessu
Duruflés var ekki síðri; kórinn,
organistinn og sellóleikarinn voru
með allt sitt á hreinu og einsöngv-
ararnir Magnús og Sesselja Krist-
jánsdóttir messósópran skiluðu
sínum hlutverkum af einlægni og
tæknilegu öryggi. Þetta voru
dásamlegir tónleikar og einhver
stórfenglegasti listviðburður árs-
ins.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Þetta voru dásamlegir tónleikar og einhver stórfenglegasti listviðburður ársins,“ segir Jónas Sen meðal annars í
umsögn sinni um tónleikana í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldið var. Myndin er tekin á æfingu Mótettukórsins.
Sæla handan grafar
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Sálumessur eftir Fauré og Duruflé. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harð-
ar Áskelssonar. Einsöngvarar: Ísak Rík-
harðsson, Sesselja Kristjánsdóttir og
Magnús Þ. Baldvinsson; orgelleikur:
Mattias Wager; sellóleikur: Inga Rós Ing-
ólfsdóttir. Sunnudagur 7. nóvember.
Kórtónleikar
Jónas Sen
Fréttir
í tölvupósti