Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 49
Hljómsveitin Travis sendifrá sér plötu, sem inni-heldur öll smáskífulögsveitarinnar fá upphafi, í
síðustu viku. Þessi skoska sveit hefur
sannarlega innistæðu fyrir svona
safndisk en sveitin hefur gefið út fjór-
ar plötur sem komist hafa á topp tíu í
Bretlandi, unnið til fjölda verðlauna,
þ.á m. þriggja Brit-verðlauna, og selt
átta milljónir platna á heimsvísu.
Sveitin er sem stendur að vinna að
næstu plötu og tók gítarleikarinn
Andy Dunlop því fagnandi að taka
smáhlé til að ræða um safnplötuna,
sem heitir því gegnsæja nafni Singl-
es. „Þetta er stórt skref fyrir okkur.
Það er skrýtið að geta sent frá okkur
plötu með smáskífum. Þetta er sér-
stök tilfinning. Þegar maður er í
hljómsveit verður maður sífellt að
stíga skref áfram og fara á næsta
stig. Það var því gaman að fá tæki-
færi til að líta til baka,“ segir Andy.
Eldast eins og gott vín
„Það var sérstaklega gaman að
skoða gamlar myndbandsupptökur.
Ég sá hvað við höfum elst mikið. En
auðvitað vel, eins og gott vín,“ grínast
Andy. Samhliða útgáfunni á disknum
kemur út mynddiskur, sem inniheld-
ur myndbönd við smáskífurnar í
tímaröð, upptökur frá tónleikum
Travis á Glastonbury, tökur frá Top
of the Pops, fyrstu tónleikaútgáfuna
af „Baby One More Time“ og margt
fleira.
„Það var virkilega gaman að horfa
á gamlar myndbandsupptökur af
okkur að spila á fyrstu tónleikunum
og þannig. Fyrsta ferðin okkar til
Ameríku er þarna og mikið af upp-
tökum í gegnum árin.“
Hann segist ekki hafa getað
ímyndað sér þegar hljómsveitin
skrifaði undir samning árið 1996 að
átta árum síðar kæmi út safndiskur
af þessu tagi. „Í fyrsta lagi var maður
bara feginn að geta gefið út eina
plötu. Við vorum búnir að vera í
hljómsveit í sex ár á undan því. Og
þegar næsta plata á eftir kom út og
henni gekk vel þá hugsaði maður, vá
– það er kannski eitthvað eftir í
þessu. Við trúðum því sjálfir að við
værum góðir en vissum ekki hvort
einhverjir aðrir væru sammála okk-
ur,“ segir hann og er ánægður með
þróunina.
Andy og hinir strákarnir í hljóm-
sveitinni, Fran Healy söngvari, Neil
Primrose trommari og bassaleik-
arinn Dougie Payne, hafa haft gaman
af því að líta til fortíðar. „Það er búið
að vera frábært og það er gaman að
velta því fyrir sér hvernig við kom-
umst hingað. Maður er hálfpartinn
búinn að gleyma sumu sem við höfum
gert. Það var frábært að hlusta á all-
ar smáskífurnar og sjá að við höfum
áorkað ýmsu,“ segir hann. „Þetta
hefur verið gott tækifæri til að horfa
til baka og gleðjast,“ segir hann.
Eitt nýtt lag er á plötunni, „Walk-
ing in the Sun“ en það er nýja smá-
skífan þeirra. Aukalag á smáskífunni
er „The Distance“ sem er samið og
sungið af bassaleikaranum Dougie en
annars er söngvarinn Fran Healy
aðallagasmiður sveitarinnar.
Sneið af poppköku
„Walking in the Sun“ lýsir Andy
sem „ekta popplagi, sneið af popp-
köku“. „Síðasta plata var frekar
dimm en núna þegar við fórum í
hljóðver ákváðum við að gera eitt-
hvað bjart. Þetta er lag sem lætur
manni líða vel,“
segir Andy.
Hann segist
ekki geta sagt til
um hvort lagið gefi
góða mynd af
næstu plötu. „Það
er of snemmt að
segja til um það.
Við erum búnir að
vera að æfa ný lög.
Platan er á skemmtilegu stigi og við
erum að prófa okkur áfram í ýmsar
áttir,“ segir Andy en upptökur fara
fram í London.
Það kemur ekki á óvart svarið við
því hvað sé það erfiðasta sem hljóm-
sveitin hafi gengið í gegnum saman.
„Það var slysið sem Neil lenti í,“ seg-
ir hann en trommarinn stakk sér til
sunds í grunna enda sundlaugar og
slasaðist alvarlega en hafði það af og
hljómsveitin hélt áfram. „Þetta var
erfitt en það kom eitthvað gott útúr
þessu. Við vorum farnir að verða of
andvaralausir. Við vorum búnir að
vera endalaust á tónleikaferðalagi og
allir orðnir þreyttir. Við vorum mjög
áhyggjufullir vegna Neil og héldum
að þetta yrðu endalok hljómsveit-
arinnar. Þegar
Neil batnaði hugs-
uðum við allir að
hjómsveitin væri
mikilvæg fyrir
okkur og tökum
þessu ekki lengur
sem sjálfsögðum
hlut. Sem betur
fer gekk allt upp
núna og Neil er í
frábæru formi,“ segir Andy.
Hann segir þá vera orðna þrosk-
aðari og skynsamari en alveg eins
metnaðarfullla. Hann segist ekki
geta beðið eftir því að klára nýju plöt-
una „og komast á tónleikaferðalag og
spila fyrir fólk. Það er skemmtileg-
asti hlutinn“.
Vinna við plötuna heldur áfram
fram á næsta ár og býst Andy við að
platan komi út snemmsumars.
Nágrannar í norðri
Andy segir að Travis hugsi fallega
til Íslands eftir að hafa haldið tón-
leika hér í júlí 2002, rétt áður en Neil
lenti í slysinu. „Við fórum á hestbak
og á snjósleða og keyrðum um að
skoða landið. Ég held að allar hljóm-
sveitir sem koma til Íslands tali vel
um landið. Og tónleikarnir voru frá-
bærir. Fólk virtist kunna að meta
tónlistina okkar.“
Andy segir að Skotar og Íslend-
ingar séu ekki svo ósvipaðar þjóðir.
Hann bendir á að þetta séu báðar
skapandi þjóðir og heldur að veðrið
spili sinn þátt í því. „Þegar það er kalt
úti þarftu að fara inn og gera eitthvað
annað. Það er alltaf rigning í Skot-
landi og fólk leitar skjóls og tekur
upp hljóðfærin eða fær sér drykk
saman. Fólk verður að vera skapandi
og hafa ofan af fyrir sér í litlu rými.
Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því
að það koma margar frábærar hljóm-
sveitir og listamenn frá Skotlandi en
ekki svo margir góðir fótboltamenn!“
Andy endar á því að lofa annarri
Íslandsheimsókn. „Við eigum pott-
þétt eftir að koma aftur til Íslands.
Þið eigið ekki eftir að geta haldið
okkur í burtu. Næst komum við í
viku!“
Tónlist | Hljómsveitin Travis sendir frá sér Singles – safn smáskífna á plötu og mynddiski
Skapandi
Skotar
Glasgow-strákarnir Fran Healy, Dougie Payne, Andy Dunlop og Neil Primrose skipa geðþekku hljómsveitina
Travis. „Síðasta plata var frekar dimm en núna þegar við fórum í hljóðver ákváðum við að gera eitthvað bjart.
Þetta er lag sem lætur manni líða vel,“ segir Andy um nýju smáskífuna „Walking in the Sun“.
ingarun@mbl.is
Geðþekku Skotarnir í Travis voru að senda frá
sér smáskífusafn og mynddisk. Inga Rún
Sigurðardóttir leit til fortíðar og forvitnaðist um
framtíðina hjá gítarleikaranum Andy Dunlop.
’Það var sérstaklegagaman að skoða gamlar
myndbandsupptökur.
Ég sá hvað við höfum
elst mikið. En auðvitað
vel, eins og gott vín.‘
H.L.Mbl.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.50 og 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.20.
HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF
KRINGLAN
Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8.10.
Shall we Dance?
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Það er aldrei of seint að setja
tónlist í lífið aftur
Frábær rómantísk gamanmynd með Richard
Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í
aðalhlutverki.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6 og 8.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6.
LAND
LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Ó.
H.
T.
Rá
s
2
Einu sinni
var...
Getur gerst
hvenær
sem er.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
Einu sinni
var...
Getur gerst
hvenær
sem er.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4507-4300-0029-4578
4507-4500-0033-0693
4543-3700-0047-8167
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.