Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 45
06.11. 2004
Sexfaldur
1. vinningur
í næstu viku
7
9 4 0 5 6
6 7 6 4 8
16 17 27 33
4
03.11. 2004
1 5 6 11 13 14
2 16 4
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra námsmanna
Tilboðið gildir á allar erlendar myndir
í Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganum
og Borgarbíói Akureyri þegar þú greiðir
með Námukortinu. Góða skemmtun!
og kynþokkafullur einkaritari eða
kvikmyndagoðsögn,“ sagði Kylie á
kynningunni.
Ekkert lát virðist vera á vinsæld-
um þessarar 36 ára gömlu áströlsku
söngkonu. Hún sendir frá sér plötu
með vinsælustu lögum sínum síðar í
mánuðinum og hefur tónleika-
ferðalag um Bretland í mars.
POPPPRINSESSAN Kylie Minogue
er komin með nýja undirfatalínu í
kjölfar mikilla vinsælda Love Kylie-
nærfatanna. Kylie kynnti nýju línuna,
LK legs, sem byggist upp á sokka-
buxum, í London en þar mátti m.a.
sjá netsokkabuxur og sokkabönd.
„LK legs er fyrir allar konur, hvort
sem þær stefna að því að líta út eins
Tíska | Línan LK legs kynnt í London
Reuters
Kylie Minogue fagnar nýju sokkabuxnalínunni ásamt fyrirsætum.
Kylie komin í
sokkabuxurnar
SUMARIÐ 2002 kom út skemmtileg
plata með hljómsveit skipaðri frænd-
um sem allir áttu ættir að rekja til
bæjarins Syðri-Ár sem er norðvestan
við Ólafsfjörð, í
sveitinni Kleif-
um. Það sem ein-
kenndi þá plötu
fyrst og fremst
var taumlaus
spilagleði og á
þessari annarri
plötu sveitarinnar er það sama upp á
teningnum. Á þessari nýju plötu, ann-
arri plötu sveitarinnar, sem kom út í
sumar, er spilagleðin enn við völd,
enda er hún skipuð fantafínum spil-
urum sem klárlega hafa unun og yndi
af því að spila saman og syngja al-
þýðutónlist, hvaðanæva úr heiminum.
Ef eitthvað – séu plöturnar á annað
borð bornar saman – þá er þessi nýja
plata betur heppnuð, því bæði lögin
og spilamennskan eru í hærri gæða-
flokki, eins og þeir félagar hafi lagt í
hana meiri vinnu og ákveðið að fórn-
að ofurlitlu af fjörinu fyrir vandaðri
tónlist. Þar með er ekki sagt að létt-
leikinn sé eitthvað minni. Þvert á
móti er platan uppfull af bráð-
skemmtilegum lögum, sérstaklega
fyrir þá sem gaman hafa af alþýðlegri
og dansvænni heimstónlist, áþekkri
þeirri sem Spaðar hafa verið að leika.
Þeir Syðri-Ár-menn semja sjálfir
flest lög og texta og ferst í það heila
prýðilega úr hendi; formin leika í
höndunum á þeim, suðrænir dansar,
djangódjass, sveitasöngvar, írskir
dansar og hressilegir rælar. Inni-
halda textanna hæfir lögunum. Fjalla
um útþrána, eru dagdraumar í norð-
lægu skammdeginu um suðræna
vinda og sól í haga, bóhemalífið og
glaum og gleði.
Hún gerir sig ekki öll, platan. Þau
ganga ekki eins vel upp gáskafyllri
lögin; „Hef weri fyrir westan“,
„Vaknaði í veröldinni“ og „Zansibar“.
Soldið klaufaleg lög, húmorinn ekki
allt of vel heppnaður.
Lag Ólafs Þórðarsonar við texta
Helga Þórs Ingasonar „Bí ba bum“
er hins vegar sérdeilis gott og gríp-
andi, lag sem vafalaust er hin besta
skemmtun að stíga suðræna sveiflu
við á dansleik með sveitinni. Slav-
neski tregasöngurinn „Ég geng í
myrkri“ eftir Kormák Bragason, við
texta Braga Sigurjónsson, er vel
heppnaður og gæti verið eftir þá
bræður Jónas og Jón Múla. Sama má
segja um áhrifaríkt lag Matthíasar
Stefánssonar „Í dögun“ við sögu-
legan og vel heppnaðan texta Kor-
máks, en tilkoma hins fjölhæfa og
bráðsnjalla Matthíasar er mikill feng-
ur fyrir bandið. Þá bera að geta
áhugaverðs nýs lags á kúbönskum
nótum eftir Ólaf Þórðar við ljóð Jóns
Thoroddsens Vorið er komið. Talandi
um kúbanskar nótur þá minnir perla
plötunnar einna helst á Buena Vista
gengið, svo einstök er hún. Það er
lokalag plötunnar, einstaklega fal-
legur og innilegur flutningur Jóns
heitins Árnasonar, fyrrum liðsmanns
í South River Band og bónda við
Syðri-Á, á eigin ljóði „Nú ertu horf-
in“, við erlent lag.
En burtséð frá því þá er hér á ferð
bráðskemmtileg plata sem ætti að
gleðja alla þá sem gaman hafa af
hressilegri og vel leikinni alþýðu-
tónlist.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
South River Band – Maður gæti
beðið um betra veður
South River Band: Grétar Ingi Grétarsson
kontrabassi, söngur, Gunnar Reynir Þor-
steinsson slagverk/söngur, Helgi Þór
Ingason harmonika, söngur, Kormákur
Þráinn Bragason gítar/söngur, Matthías
Stefánsson fiðla/gítar/banjo, Ólafur Sig-
urðsson mandólín/söngur, Ólafur Þórð-
arson gítar/söngur. Allar útsetningar og
flest lög eftir liðsmenn South River Band.
Útgefandi Söngkvöldafélagið srb.
Skarphéðinn Guðmundsson
Spilagleði
við völd
HLJÓMSVEITIN BRaK er sam-
starfsverkefni þeirra félaga Haf-
þórs Ragnarssonar og Haraldar
Gunnlaugssonar. Þeir félagar hafa
verið lengi viðloð-
andi tónlist, og
hafa verið í slag-
togi með ýmsum
hljómsveitum; t.d.
Hafþór með Son-
um Raspútíns og
Haraldur með
Tennessee Trans. Hér koma þeir,
undir nafninu BRaK, fram með
sína fyrstu plötu, sem nefnist Silf-
urkross og inniheldur þétt íslenskt
popprokk.
Platan byrjar mjög vel, á hinu
kröftuga „Núna“ með býsna góð-
um texta og mjög snyrtilegu und-
irspili, þar sem orgelið setur
punktinn yfir i-ið. Í kjölfarið kem-
ur „Álfar“, sterkt lag með ansi
Kashmir (Led Zeppelin) skotnum
millikafla. Þrátt fyrir að þessi tvö
lög lofi góðu um framhaldið er
raunin því miður önnur. Strax í
þriðja lagi, hinu einhæfa „Engill“,
dettur allt niður í fen með-
almennskunnar. Tónlistin fer að
hljóma líkt og einhvers konar
samblanda af Skítamóral og Six-
ties, með fullri virðingu fyrir þess-
um tveimur ágætu hljómsveitum.
Þegar líður að seinni hluta plöt-
unnar breytast hlutirnir þó aftur
til batnaðar. Þeir ná að rífa sig
upp í titillaginu „Silfurkross“,
ágætis slagara, með nokkuð
ávanabindandi melódíu, þó litaður
af áðurnefndri blöndu. Lögin
„Veröld veit“ og „Hugmynd“ eru
mjög vel heppnuð popplög sem
bera höfundum sínum gott vitni.
Þessi plata geldur fyrir það að
vera fyrsta plata hljómsveit-
arinnar, hálfgerður byrjendabrag-
ur er hér á ýmsu. Í því efni verður
að nefna sérstaklega hljóðblönd-
unina sem er einfaldlega ekki
nógu góð, t.d. er söngur bæði of
framarlega og hljómburður hans
ekki góður. Þetta er reyndar mis-
munandi milli laga, oftast nær
þokkalegt en ekki alltaf. Verst er
þetta í laginu „Vinur minn“ en þar
er það arfaslæmt, ekkert sam-
hengi milli söngs og undirleiks,
svo átakanlegt verður á að hlýða.
Byrjendamistök sem hefði mátt
komast hjá hefði kunnáttumaður
verið með í ráðum. Annað sem
þessi plata geldur fyrir er að lögin
koma dálítið hvert úr sinni áttinni
og hafa ekki neinn ákveðinn sam-
nefnara, en stílhallæri virðist hrjá
hljómsveitina að einhverju marki.
Þegar á heildina er litið er þessi
plata nokkuð vel heppnuð frum-
raun. Hún er langt frá því galla-
laus, en þau lög sem uppúr standa
sýna þó svo ekki verður um villst
að hér fara snjallir lagasmiðir.
Hljóðfæraleikur er allur til fyr-
irmyndar á þessari plötu. Textarn-
ir eru oftar en ekki spaugskotnir,
og eru sumir hverjir nokkuð góðir,
sérstaklega í lögunum „Núna“ og
„Hugmynd“. Greinilegt er að þeir
félagar eiga heilmikið inni, en eru
kannski að spara sig fullmikið hér
á þessari plötu. Er það miður því
þeir virðast hafa alla burði til að
gera eitt og annað, og verður
spennandi að sjá hverju fram
vindur.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
BRaK – Silfurkross
Hljómsveitin BRaK hefur sent frá sér sína
fyrstu plötu, Silfurkross. BRaK skipa þeir
Hafþór Ragnarsson (söngur/raddir/
hljómborð/aukahljóð) og Haraldur Gunn-
laugsson (gítar/bassi/hljómborð/
raddir) og eru öll lög eftir þá félaga, en
textar eftir Hafþór. Með þeim leika þeir
Ingi S. Skúlason (bassi), Ólafur Þór Krist-
jánsson (bassi) og Smári Sigurðsson
(trommur), auk þess sem Geirmundur
Valtýsson leikur á harmónikku í einu lagi.
Um hljóðupptökur sáu Haraldur Gunn-
laugsson, Hafþór Ragnarsson og Hjörtur
Gunnlaugsson, um upptökustjórn, hljóð-
og tónjöfnun sá Haraldur Gunnlaugsson.
BRaK gefur út. 44.33 mínútur.
Grétar Mar Hreggviðsson
Brak en
fáir brestir
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval
HÚSASKILTI
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
18. nóvember er
síðasti pöntunar-
dagur fyrir jól
4
Síðasti
pöntunardagur
fyrir jól
13. nóvember