Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2004, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15, 8, 9.15 og 10.20. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur AKUREYRI kl. 6. Enskt tal. Sýnd kl. 10. Kvikmyndir.is    Ó .H .T . D V H.L. Mbl.  V G . D V     Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. Ísl tal. NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON    Ó. H. T. Rá s 2 Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. NORRÆNIR BÍÓDAGAR Buddy Miffo MorsElling Midsommer Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 8 og 10. Ísl. texti.Sýnd kl. 8. Enskur texti.Sýnd kl. 6 og 10. Enskur texti. The Incredibles fjallar um fjöl- skyldu ofurhetja sem hefur látið lítið fyrir sér fara en þarf að grípa aftur til ofurkraftanna. Craig T. Nelson, Holly Hunter, Samuel L. Jackson og Jason Lee eru meðal leikara sem tala fyrir persónurnar. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Hryllingsmyndin The Grudge, sem var á toppnum um síðustu helgi, fór í þriðja sætið. Kvikmyndin Ray, með Jamie Foxx í hlutverki tónlistar- mannsins Ray Charles, hélt öðru sæt- inu en Foxx þykir túlka Charles með eindæmum vel. Aðeins ein önnur ný mynd er á list- anum, Alfie, endurgerð samnefndrar breskrar myndar frá 1966, og fór hún í fimmta sætið. Í henni leikur Jude Law kvennabósann Alfie Elkins en á móti honum eru margar góðar leik- konur, m.a. kærasta hans, Sienna Miller, Susan Sarandon, Marisa Tomei, Nia Long og Jane Krakowski. TEIKNIMYNDIN The Incredibles fékk langmesta aðsókn í bandarísk- um bíóhúsum um helgina og námu tekjur af henni 70,7 milljónum dala, eða tæpum fimm milljörðum króna. Er þetta næstmesta aðsókn sem teiknimynd hefur fengið á frumsýn- ingarhelgi. Aðeins myndin Shrek 2 hefur fengið meiri aðsókn en tekj- urnar af henni námu 108 milljónum dala, eða 7,5 milljörðum króna, um frumsýningarhelgina á síðasta ári. Ótrúleg teiknimynd Myndin fjallar um fjölskyldu ofurhetja sem hefur látið lítið fyrir sér fara en þarf að grípa aftur til ofurkraftanna. Kvikmyndir | The Incredibles langmest sótt í Bandaríkjunum TÓNLIST Grand rokk Nevolution  Klink  Into Eternity  Tónleikar á Grand Rokk, fimmtudaginn 28. október. Fram komu Still Not Fallen, Nevolution, Klink og Into Eternity. HÉR voru á ferðinni síðari tónleikar kanadísku hetju/dauðarokkssveitar- innar Into Eternity en tækifærið kjörið til að taka púls á íslenskum sveitum um leið. Nevolution er tiltölulega nýtt band og kemur norður af heiðum. Eins og gjarnt er með sveitir þaðan var spilamennska öguð og sveitin býsna þétt. Lagasmíðar virtust þó ekki fullmótaðar og almennt rennsli nokkuð hikstandi. Tónlistin kraft- mikið kaflarokk, mikið um taktskipt- ingar og stemningsbreytingar. Og var endirinn á laginu sem kom á eftir „Blackened“ (eftir Metallica) ekki frá Meshuggah? Ég gæti svarið það! Klink voru fyrir u.þ.b. tveimur ár- um eitt allra besta harðkjarnaband Íslands en hafa legið í dvala um hríð. Þeir áttu brösugt sett á Airwaves en hér stimpluðu þeir sig rækilega inn. Þetta framsækna „grindcore“ þeirra á einfaldlega engan sinn líka, og þeg- ar bandið fer á flug er það ósnert- anlegt. Guðni söngvari er hreint ótrúlegur, með lungu úr stáli, og maður fylgist agndofa með honum þar sem hann hleypur upp og niður öskurskalana án þess að blása úr nös. Tilkomumikil endurkoma frá- bærrar hljómsveitar. Into Eternity er af skóla hljóm- sveita sem samþætta dauðarokk og sinfónískt hetjurokk að hætti Iron Maiden og Helloween. Einnig eru þeir að leika sér með dramatískar og stórar stemmur líkt og samtíðar- sveitin Hammerfall. Þetta er um margt undarleg blanda, rymjandi brjálæði eina stundina en skyndilega er skipt yfir í hetjurokkið, með tilheyrandi sóló- um, melódískum gítartvíleik og „Dickinson“-ískri óperurödd. Mér fellur þessi tónlist svona rétt mátu- lega, oft fara þessar flóknu og lag- skiptu míníóperur út í tóma steypu. En Into Eternity mega eiga það skuldlaust að þetta eru þeir að gera af miklum heilindum. Rokkbrigði Arnar Eggert Thoroddsen                                                                                          !     "   # $        %  # &  ' %   )  & * + # #    SKOSKI leikarinn Ewan McGreg- or, sem meðal annars hefur unnið sér til frægðar að leika Obi-Wan Kenobi í Stjörnustríðsmyndunum, ætlar að taka þátt í uppfærslu á Gæjar og píur, Guys and Dolls, á West End í London. Verður þetta í fyrsta skipti sem McGregor tek- ur þátt í söngleik. McGregor, sem er 33 ára, mun leika Sky Masterson í söng- leiknum sem verður frumsýndur í júní á næsta ári. Marlon Brando gerði persónuna Masterson ódauðlega þegar hann lék hlut- verkið í Hollywood-kvikmynd ár- ið 1955. Ewan McGregor er einnig frægur fyrir hlutverk sín í kvik- myndunum Trainspotting og Big Fish. McGregor gaf nýverið út bók um 32 þúsund km ferðalag sitt um heiminn á mótorhjóli. Hann er núna að leika í kvik- myndinni The Island. Ewan McGregor á fjalirnar á West End Ewan McGregor STÓRSVEIT Nix Noltes er skipuð ungum tónlistarmönnum og voru þau alls níu uppi á sviðinu. Tónlistin þjóðlagatónlist frá balkanlöndum, nær öll þó frá Búlgaríu. Í sveitinni mátti m.a. þekkja Kristínu úr múm, Ólöfu Arnalds (sem hefur og leikið með múm og líka Slow blow), Óla Björn Ólafsson (ÓBÓ, fyrrum Yuk- atan og sjálfstætt starfandi tón- skáld) og Varða (sem eitt sinn fór á vertíð og til Evrópu). Vel líkaði mér gáskafullur leikur sveitarinnar og sómar hann sér ábyggilega vel í þröngum búllum en sveitin hefur verið að gera góða lukku í Alþjóða- húsinu að undanförnu. Stórsveitin ber með sér bóhemískan, sirkus- legan blæ (barinn það er að segja) og léði hún þjóðlögunum hrátt og rokkað yfirbragð. Það var nett súr- realísk stemning yfir þessu öllu sam- an, líkt og ég hefði verið að labba inn í atriði í kvikmynd eftir David Lynch. Það er vert að fylgjast með þessari skemmtilegu sveit í framtíð- inni. AlasNoAxis luku reisu sinni um Ameríku og Evrópu með þessum tónleikum. Hljómsveitin, sem leidd er af trymblinum frábæra Jim Black, var þar að fylgja eftir þriðju plötu sinnu, Habyor, sem út kom fyrr á þessu ári og er hin prýðileg- asta skífa eins og reyndar þær sem á undan hafa komið líka. Flutningur sveitarinnar bar með sér dálítil þreytumerki og á stundum var eins og dampurinn héldi ekki. Þess á milli voru glæsilegir sprettir, t.d. í hinu stórgóða „Hello Kombi- ant“ af nýju plötunni. AlasNoAxis er skipuð frábærum hljóðfæraleikurum og þegar best lét var hrein unun á að hlýða. Þróunin hjá AlasNoAxis hef- ur þá verið athyglisverð, fyrsta plat- an nútímadjass/jaðardjass með rokkáhrifum en á nýju plötunni er búið að snúa þessu við og er surg- andi nýbylgjurokk eitt af sterkustu einkennum Habyor. Frábært var t.d. að fylgjast með Hilmari sem yrði ráðinn í slíka sveit á staðnum, slíkt vald hefur hefur hann á neðanjarðarrokkinu. Sama er hægt að segja um Skúla, en hann hefur unnið með Blonde Redhead, sem er með fremstu nýrokksveitum samtímans. Það er svo alltaf upp- lifun að fylgjast með Black á tromm- unum. Hann hefur fullkomið vald á hljóðfærinu og verður nánast hluti af því þegar hann spilar. Í uppklappi var svo m.a. spilað hið stórkostlega „Maybe“ af fyrstu plöt- unni, AlasNoAxis. Besta lag sem Sonic Youth hafa ekki samið. Dýfingar og snúningur Ljósmynd/Erna Björt Árnadóttir Chris Speed, Jim Black, Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson. TÓNLIST Austurbær Tónleikar sveitar Jim Black, AlasNoAxis, þriðju- daginn 2. nóvember. Auk Black, sem leikur á trommur, skipa sveitina þeir Hilmar Jensson (gít- ar), Skúli Sverrisson (bassi) og Chris Speed (saxó- fónn). Stórsveit Nix Noltes hitaði upp. AlasNoAxis  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.